Vísir - 26.05.1966, Blaðsíða 1
VISIR
Fleiri erlendir ferðamenn en
fyrr koma hingað í sumar
Ferðamannastraumurinn til ís
lands virðist ætla að verða
meiri í sumar en nokkru sinni
fyrr og eru væntanlegir hingað
fleiri hópar erlendra ferða-
manna og fleiri skemmtiferða-
skip en áður hafa komið. Þá
hafa fjölmargir einstaklingar
haft samband við íslenzku ferða
skrifstofurnar og beðið um fyrir
KORN FLUTT INN OSEKKJAD
Merk'deg nýjung reynd / Brúarfossi
greiðslu og er hótelrými viða
að verða upppantað, t.d. er upp
tekið fyrir sumarið á hötelunum
í Mývatnssveit, en Mývatns-
sveitin ásamt Akureyri og Borg
arfirði hefur jafnan verið vinsæl
asti ferðamannastaðurlnn. 1
Reykjavík er orðið þröngt á hó
telum vissa daga, þótt hótel-
rými sé nú mun meira en
nokkru sinni áður.
Ákveðin er koma 15 erlendra
Framh. á bls. 6.
Einn af fossum Eimskipafé-
lagsins, Brúarfoss, kom tll
Reykjavíkur í gær með óvenju-
legan farm. Hér var um að ræða
maiskom, sem skipið flutti frá
Bandaríkjunum, og það óvenju-
lega við kornið er, að það er
ómalað og ósekkjað. Mun þetta
vera. í fyrsta skipti, sem korn
er flutt til landsins í slíku á-
standi. en á bessu ári hafa ver-
ið uppi raddir um innflutning
korns til að reyna að lækka verö
á fóðurbæti til bænda og um leiö
veröið á afurðum þeirra, til neyt
enda. í tilefni af þessu hefur
blaöiö haft tal af forstjóra Fóð-
urblöndunnar sf. Hjörleifi Jóns-
syni, en það fyrirtæki sér um
innflutning þennan.
Hjörleifur sagði, að hér væri
um algeran tilraunainnflutn. á
korni að ræða. Kornið væri frá
borginni Philadelphia í Banda-
ríkjunum og væri hér um að
ræða rúmlega 250 tonn. Ráðgert
væri að flytja 'kornið í hús fyrir-
tækisins, mala það og sekkja og
Framh á bls h
— —n ................
Myndin er tekin í Brúarf.ossi 1 morgun og sést hér er verið er að vinna við að taka mjölpoka ofan af ósekkj-
aða kominu. I.fklega verður haflzt handa um að skipa ósekkjaða korninu upp f dag.
A LANDINYJU ÍYJUNNl
Vestmannaeyingar eiga heið-
urinn af því að hafa orðið fyrst
ir á land á eyjunni við Surtsey
og gengu fjórir þar á land í
fyrri viku. Eru það sömu menn
og gengu á Syrtling foröum
daga, þeir Páll Helgason, Ólafur
Gránz, Hjálmar Guönason og
Hlöðver Pálsson. Dvöldust þeir
á þriöja tíma í eynni, eða þar
til gosið var orðið svo mikið
að þeim þótti vissara að forða
sér undan glóandi hnuliungun-
um.
Nokkrum dögum síðar, eða
s.l. þriðjudag fór annar hópur
manna á land í eynni og voru
það sænska leikkonan Mai Zett
erling, og fylgdarlið hennar,
Jónas Árnason rithöfundur, Sig
urður Þórarinsson, Ósvaldur
Knudsen og Hjálmar Bárðarson.
Fóru þau á land í gúmmíbát og
dvöldust nær þrjár stundir í
eynni og tók Sigurður m.a. sýn
ishom af gosefnum.
Er Vísir hafði tal af Sigurði
í morgun sagði hann að eyjan
væri stöðugt að stækka og
sagðist hann gizka á, að hún
væri orðin um 700 m. á lengd
og um 50 m. há. Gosefnin í
eynni væru enn sem komið væri
aðeins gjall og aska, svipuð efni
og komu fyrst upp í Surtsey.
Em þetta daus gosefni enda hef
ur eyjan horfið fimm sinnum
síðan byrjaði að gjósa á þessum
gosstöðvum á annan jóladag.
Sagði Sigurður að ekkert væri
hægt að segja um það hvort
eyjan mundi standa, þó væri
ekki ólíklegt að hún næði að
koma úr sér einhverju hratmi
þar sem sumar færi i hönd með
betra veðri og því minni hætta
á að eyjan brotnaði niður í ó-
veðrum.
Horft á gosiö í nýju eyjunni. —
1 forgrunni er Ósvaldur Knudsen.
BLAÐIÐ í DAG
Bfs. 3 Menn sagaðir út ur
bílum. Myndsjá.
— 7 Hvert ætlar landlnn
í sumar?
— 8 Vandræði SAS.
— 9 Sálmar á atómöid.
— 11 Þróttur Reykjavfk-
urmeistari.
— 15 Nýja framhalds-
sagan.
Leiðangursmenn komnir á land í nýju eyjunni s.l. þriðjudag, búnir björgunarbeltum eins og sjá má. í baksýn er Surtsey