Vísir - 26.05.1966, Blaðsíða 2
olíiX bombur
— hverjar eru þær?
Auglýsingadeild Vísis
er flutt í ÞINGHOLTS STRÆTI 1
Hér koma nokkrir frægustu
— og fegurstu — barmar ver-
aldar og það er þeim öllum sam
eiginlegt, að þeir hafa orðið eig
endum sínum til mikils fram-
dráttar á hvita tjaldinu. ís-
lenzkum kvikmyndahúsagestum
hefur gefizt kostur að lita þá
augum, og flesta ef ekki alla
oftar en einu sinni. Ætlar því
2. siöan að leyfa þeim les-
endum sínum, sem sýna slikum
málum áhuga, aö spreyta sig
á að finna út hverjir muni vera
eigendurnir. En til að auövelda
þeim lausn „gátunnar'* þá heita
eigendurnir: Aníta, Brigitta, El-
ísabet, Marlene, Soffia og Úr-
súla — og er bara eftir að finna
út hver á hvað?
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
Athugið, oð merki f~ þetta sé ó L húsgögnum, sem óbyrgðorskírteini fyigir. Koupið vönduð húsgögn. 02542 FRAMLEIÐANDI í : NO.
HÚSGAGNAMEISTARA r-ÉLAGI REYKJAVÍKUR
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Kári skrifar:
Of seint — of seint
Sá margræddi ösiður hefur
löngum verið hér landlægur
frá ómunatíð aö fólk færi feröa
sinna, en sem minnst eftir klukk
unni. Óstundvísi er sá höfuö
löstur sem flestir hafa einhvern
tíma lagt lag sitt við.
Það er raunar ekkert við því
að segja þó að menn komi of
seint í matinn heima hjá sér.
Hitt er aftur verra þegar menn
láta það eftir sér að koma á
mannamót rétt sísvona eftir eig
in vilja og duttlungum. Það hef-
ur jafnan verið fyrirgefið-í sveit
inni að messan tefðist um hálf
tíma eöa svo og menn reikna
jafnvel með því. En í marg-
menni gengur þetta alls ekki.
Leikhúsin
Svo hvimleitt sem það er nú
að fólk komi of seint í bíó er
þaö þó hátið miðað viö þaö aö
komið sé of seint á leiksýningar.
Leikhúsin hafa af fullri nauö-
syn tekiö upp þá reglu að hleypa
engum inn eftir að tjaldið hefur
verið dregið frá, enda einsýnt
hverjum truflunum þaö veldur
bæði áhorfendum og leikurum
ef að fólk er að drattast til
sæta sinna i salnum og heilu
sætaraðirnar verða kannski að
standa .Við getum hugsaö okk
ur hvernig hádramatisk sena
fengi stemmingu við slikt bram
bolt.
Verið getur aö leijchúsin hafi
haldiö þessar reglur af mestu
festu og leiksýning sem Kári sá
um daginn sé aðeins undantekn
ing um þetta. En þar var dyra
gæzlufólk aö hleypa siðbúnum
gestum inn löngu eftir að sýning
var hafin — sennilega var það
af einskærum góöleika gert og
miskunnsemi en það er bara mis
skilin miskunnsemi. Leikhúsin
þurfa aö standa fast á þeim regl
um að vísa öllum frá, sem
koma hóti of seint — það er
nauðsyn.
Hálfum tíma á eftir
samtíðinni
Annars eru eftirlegukindur
víðar til vansa og leiðinda í
þjóðlífinu en í leikhúsunum. En
það er auðskilið mál aö hvergi
eru þær eins miklir vargar i
véum eins og þegar það nálgast
að lifandi listtúlkun með þvílíku
skeytingarleysi og sláandi tákni
lélegrar menningar.
Allir geta þó komiö nógu
snemma ef þeir vilja, en fólk
hefur nú einu sinni fengiö það í
höfuðið, kannski einmitt af
reynslunni að þaö verði örugg-
lega beöið eftir þvi. Þetta er
ekkert verra fólk en annað þaö
hefur í mesta lagi aöeins sljórri
dómgreind en .aðrir á þaö sem
það skemmir með kæruleysi
sínu. — Fólkið, sem er alltaf
eins og hálfum tíma á eftir sam
tíð sinni.