Vísir - 26.05.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 26.05.1966, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Fimmtudagur 26. maí 1966. Námskeii í frjálsum Frjálsíþróttadeild Ármanns liefur ákveðið að stofna til nám- skeiðs i frjálsum íþróttum á svæði félagsins við Sigtún. Námskeið þetta er fyrir byrjend- ur og verður kennt á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 20,00 til 21.00. Aðalkennari verður Jóhannes Sæmundsson, sem stundað hefur nám í Bandaríkjunum síðustu 4 ár- in. Námskeið þetta verður fyrir pilta 13 ára og eldri og verður kennt í öiYum greinum frjálsra íþrótta, köstum, stpkkum og hlaup um. Jóhannesi til aðstoðar verða margir af beztu íþróttamönnum féiagsins og má því böast viö að j námskeið þetta verði sérstakléga ' árangursríkt og skemmtilegt. Aðstæður til iðkana á frjálsum íþróttum eru mjög góðar á félags- í svæöinu og vill deildin vekja at- ] hygli allra ungra íþróttamanna á 1 þéssu eínstæða tækifæri, til þess að þjálfa undir stjóm svo góðs j kennara sem Jóhannes er. Jafn- framt bendir .deildin þeim íþrótta- mönnum í féiaginu sem æft hafa aðrar greinar yfir veturinn á þetta ágæta tækifæri til að halda áfram þjálfun, eftir að vetrarstarfi þeirra er lokið. Námskeiðið stendur yfir í einn mánuð og lýkur því með innanfé- lagsmóti, fyrir alla þátttakendur. Frjálsíþróttadeild Ármanns. Korn — Framhald af bls. 1. yrði allt þetta gert á þeirra eig- in vegum. Tilgangurinn meö inn- flutningi þessum, sagöi Hjörléif- ur aö væri aö ná lægra veröi á fóöurbæti til bænda, en af því leiddi aftur á móti lægra afuröa- verð til neytenda. Meö innflutn- ingi koms eins og hér væri um aö ræða, sparaðist mikið vegna þess aö ódýrara væri aö flytja komiö inn þannig, og einnig væri söluverö þess mun lægra í Bandaríkjunum, ef það væri selt ósekkjað. VIÐTAL VIÐ 3. STÝRIMANN Á BRÚARFOSSI Þá náöi blaðiö einnig tali af 3. stýrimanni á Brúarfossi, Viggó Viggóssyni, og spuröi hann um útskipun komsins í Bandaríkjunum. Viggó sagöi, að kominu heföi verið dælt um borð i skipiö meö stórum slöngum. Hefði veriö mikill kraftur á korninu er þaö heföi spýtzt niður lestina. Niðri í henni hefðu verið 3—4 menn sem hefðu jafnað kominu til. Útskipun þessara 254 tonna sem skipiö er meö heföi tekið um 1 klukkutíma og tuttugu mínút- : ur, en þess bæri aö geta, aö nokkur vinna heföi fariö í að undirbúa lestina áöur en útskip- un gat hafizt. Heföi þessi undir- búningsvinna, sem tók um 4 j tíma, veriö fólgin í þvi að sett ! heföu veriö skilrúm í lestina. I Lestin heföi ekki verið sett al- veg, full ofan á kornið heföu ver iö settir kornsekkir til að halda korninu niöri og halda því stöö- ugu. FóÖurblandan er ungt fyrir- tæki, stofnað 1960 og hefur síð- an annazt innflutning, blöndun og sölu á fóðurbæti og fram- leiðir nú 7 mismunandi tegundir í stjórn fyrirtækisins eru Tryggvi Ólafsson, forstjóri, for maður, Pétur Pétursson, forstj., Grímur Thörarensen, kaupfélags stjóri á Hellu og Hálfdán Guð- mundsson, framkv.stj. í Vík í -Mýrdal. - ,VIð vinnuan — Framh af bls 16. héldum að Finnland væri sigur stranglegt en núna höfum við skipt urn skoðun. Norsku liðin skiptast í flokk- ana I og II, í flokki II eru þeir jmgri, meðlimir í Akademisk bridgeklub og keppa þeir eftir kerfi en í flokki I eru einstakl- ingshyggjumenn, sem keppa ekki kerfisbundið og í þvf er styrkur þeirra fólginn, sagði Bjöm Larsen að lokum. Síldin — Framh. af bls 16 er um y4 eftir af þróarrýminu. alveg að fyllast og á Seyðisfirði Verksmiðjumar á þessum stöð um munu taka til starfa eftir helgina. Síldarflutningaskipið, sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á f Bremerhaven er nú að verða tilbúið. Þvf hefur verið gefið nafniö „Haföminn.“ Búizt er við skipinu til landsins um mánaðamótin júní — júlí. Heimahöfn þess verður Siglu- fjörður, en skipstjóri verðu. Sig urður Þorsteinsson, sem áöur var með Dagstjörnuna, síldar- flutningarskip Einars Guðfinns- sonar, Bolungarvík og þeirra Vestfirðinga. Gróttn vnnn Fyrir nokkru fór fram knatt- spymuleikur milli hand- og knatt- spymufélagsins Gróttu á Seltjam- arnesi og Útvegsbanka íslands. Grótta vann 2:0 en í hálfleik var staðan 0:0. Fyrri hálfleik léku Út- vegsbankamenn undan snörpum vindi og lá meira á Gróttu þann hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Gróttumenn leikinn alveg í sínar hendur og verðskulduðu sigurinn fyllilega. PerðenneBiBi — Framhald af bls. 1. skemmtiferðaskipa með samt. nær 8000 manns og getur svo farið að skipin verði fleiri. Munu skipin ýmist hafa hér eins eöa tveggja daga viðdvöl og verður fariö meö farþegana í kynnisferðir í nágrenni Reykja víkur og farþegar þeirra skipa sem hafa viðdvöl á Akureyri munu feröast þar um nágrenn- iö. Feröaskrifstofa Geirs Zoéga mun sjá um komu flestra skip anna eða 11 skipa og eru 5 þeirra frá Bandaríkjunum, 4 frá Þýzkalandi og 2 frá Eng- ' landi og Hollandi. Eru þau ; þýzku með um 800 manns hvert en hin nokkuð færri farþega. Hafa skipin ýmist eins eöa tveggja daga viödvöl í Reykja- vík, og þýzku skipin fjögur koma einnig við á Akureyri. Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir mun taka á móti 3 skemmtiferðaskipum meö um 1200 manns í allt og koma tvö skipin frá Svíþjóð með samtals um 600 manns og munu þau hafa eins dags viðdvöl hvort, en þriðja skipið kemur frá Þýzka- landi með 600 farþega og hefur tveggja daga viðdvöl. Þá mun hið kunna bandaríska skip Caronía, sem komiö hefur hingað á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins undanfarin ár ekki láta sig vanta og kemur það hingað með 500 manns. Fjölmargir ferðamannahópar eru væntanlegir til viku — þriggja vikna dvalar og er þar um aö ræöa fólk frá ýmsum löndum Evrópu og Ameríku, bæöi fugla- og náttúruskoöara, sem fara inn á hálendið svo og almenna ferðamenn, sem fara troðnar slóðir. Skaftafell — Framh. af bls. 16 eróvíða, ef nokkursstaöar, meiri og útsýn óviöjafnanleg til hæsta f jalls landsins, yfir stærsta skrið jökul þess og víðáttumesta sand. Á landareigninni eru fag ursköpuð fjöll og fjölbreytileg um uppbyggingu og bergtegund ir. Þar er einn af merkileg- ustu skriðjöklum landsins, Mors árjökull. í landareigninni eru fagrir fossar og gil rómuö fyr- ir fegurð. Gróöurinn er grósku meiri og fjölbreyttari en víð- ast annars staðar, enda mun eng in jörð á íslandi nema grann- jörðin Svínafell njóta jafnmik- illar veöursældar. Landareign Skaftafells að Skeiðarársandi fráteknum er svo girt af náttúr unnar hendi, jöklum og jökul- fljótum, aö auðvelt er aö verja landið ágangi án mikils kostn aðar við girðingar. í stuttu máli sagt veit ég ekki annaö landssvæði á íslandi heppilegra til friðunar sem þjóðvang en Skaftafellsland". Og ennfremur: „Það er allmikiö um þaö rætt, að ísland ætti aö geta haft mikl ar tekjur af erlendum feröa- mönnum. Víst er um það, aö eitt af frumskilyröum fyrir því að svo megi verða er að við reynum að varöveita ósnortna náttúru landsins og sérkenni hennar, þar sem því verður viö komið, því það er fyrst og fremst þessi ósnortna náttúra, sem laðar hingað ferðamenn. Hvemig væri t.d. Þórsmörk kom in og hvaða aðdráttarafl ætli hún heföi, ef Skógrækt ríkisins hefði ekki verndaö hana um áratugi?" Menntamálaráðuneytiö féllst fyrir sitt leyti á tillögu þessa með bréfi til ráösins dags. 16. maí 1961. Hefur síöan verið unn iö að því tvennu, aö afla fjár til kaupanna og semja viö eig endur jarðarinnar um kaupverð. Hvort tveggja hefur nú tekizt. Hið fyrra meö því að Alþingi hefur veitt nokkurt fé í þessu skyni á fjárlögum áranna 1965 og 1966 svo og því, að alþjóð- leg stofnun, World Wildlife Fund, sem styöur náttúruvernd araðgeröir í ýmsum löndum, hef ur lagt fram ríflegan skerf. Einn ig hefur samizt viö núverandi ábúendur og eigendur að % hlutum Skaftafells, bræöurna Ragnar og Jón Stefánssyni, og voru samningar við þá undirrit- aðir í skrifstofu menntamála- ráöherra, dr. Gylfa Þ. Gíslason- ar, hinn 13. þ.m. Samkomulag hefur einnig verið gert milli Náttúruverndarráðs og eigenda y3 hlutans, og veröa samningar um kaup á honum væntanlega gerðir innan skamms. Landareign jarðarinnar Skafta fells er "eysi víðáttumikil, talin vera allt aö 1000 ferkílómetrar, eöa sem næst 1% af flatar- máli íslands. Kvert sstlar ...» Framh.1 at bls. 7 jöfnum höndum hópferðir og ein staklingsferðir og verður meira um báöar þessar tegundir feröa en nokkru sinni fyrr. Verður mikið ferðazt um alla Evrópu, allt frá Norðurlöndum til Miö- jaröarhafslanda, en aukningin er mest í ferðum til Suöurlanda. Er þá farið til Spánar eöa Ítalíu og dvalizt þar á baðströnd í 12 —14 daga og síðan stanzað í London í 4 daga í heimleiðinni. Er uppselt í 8 slíkar feröir fram í september. Það er mestmegnis ungt fólk sem fer í þessar feröir, enda eru ferðir til Suðurlanda mjög ódýrar miðað viö verðlag yfirleitt. — Noröurlandaferöimar eru alltaf vinsælar og viö verðum meö okkar venjulegu feröir um Mið-Evrópu eins og undanfarin ár, en auk þess veröur £ fyrsta skipti fariö til Ungverjalands. Fyrir tveimur árum fór ég fyrst til Júgóslavíu og Austurrikis og held því áfram, en auk þess -verð ur nú farið til Ungverjalands í september og dvalizt í viku í Búdapest og 3 daga á uppskeru hátíð viö Balatonvatniö. Síðan komið viö í Kaupmannahöfn eöa London á heimleiö. — Mér finnst íslendingar vera allt of vanafastir, þeir vilja allt af fara til þessara gömlu góðu feröamannalanda Evrópu, Norð urlanda, Bretlands, Þýzkalands, Spánar og Ítalíu, en átta sig ekki á því hve margar nýjar leiðir hafa opnazt feröamönnum á Laugardalsvöllurinn opnar hlið sín fyrir vallargestum í kvöld. Það er leiku í tilefni af 55 ára afmæli Vals, sem er fyrstur á leikskrá vall arins að þessu sinni, leikur Vals gegn liði blaðamanna, sem þeir, hafa valíð frá 5 félögum. Valsmenn tefla að sjálfsögðu fram ör.am sínum beztu leikmönn um £ kvöld gegn blaðaliðinu, en það sfðamefnda er þannig skipað: undanförnum árum, þar sem þeim gefst kostur á að kynnast löndum, þar sem þjóðhættir eru aðrir og fróðlegri en þeir eiga að venjast. Bþróftir — Framh. ai bls. 11 arliðið, en baráttan nægði og Fram tókst ekki að skora, þrátt fyrir nokkur tækifæri. Þróttarliðiö lék áreiðanlega und ir getu i þetta sinn og var það skiljanlegt, þegar tillit var tekið til taugaspcnnunnar að baki. Vöm in kom þó vel frá sfnu hlutverki, Guttormur str ” sig vel i marki og 4 bakvarða línan var góð, Ómar Magnússon - átti mjög góðan leik, beztu menn liðsins voru þó Ólafur Brynjólfsson og hinn ungi nýliði á hægri kanti, Kjartan Kjartansson. Framliðið er örugglega framtíð- arlið. Framlínan og þá einkum út herjarnir, Elmar-og Einar eru mjög góðir, en leikmenn allir með góða boltameðferð og auga fyrir tamleik. Dómari var Valur Benediktsson og dæmdi ágætlega, en hefði mátt nota flautuna f mörgum tilfellum meira. Áhorfendur voru allmargir. -jbp Staðan Lokastaðan 1 Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu var þessi: Þróttur .4 3 1 0 7 5:1 Valur 4 2 2 0 6 11:2 Fram 4 1 1 2 3 12:6 KR 41213 6:4 Víkingur 4 0 13 1 0:21 •• Orn Steinsen — Framh. af bls. 11 varð ég þeirri stundu þegar Val ur Bcnediktsson flautaði til merkis um að leik væri lokið“, sagði Örn Steinsen við undirrit aðan skömmu eftir að .cúdreas Bergmann, varaformaður ÍBR hafði afhent Þrótturum Reykja- víkurbikarinn, mjög myndarleg an grip, sem KR, Valur, Fram og Þróttur hafa unnið einu sinni hvert félag. Örn sagðist síður en svo á- nægður með leikinn gegn Fram, því Þróttur gæti gert mun bet- ur. Varðandi 1. deildarkeppn- ina sagði hann: „1. deildin er aðalatriðið í sumar fyrir okkur, en ég vil ekki fara að spá neinu um getu okkar f þeirri keppni á grasinu í Laugardal og á völl unum í Keflavík, Akranesi og á Akureyri. Þróttur hefur ekki yfir neinum velli að ráða og því hafa æfingar okkar aðeins far- ið fram á malarvöllum. Ég vona allt það bézta um áframhaldið og ég veit að viljinn er fyrir hendi í liðinu að spjara sig í 1. deldinni. Við sjáum hvað setur.“ -jbp Hallkell Þorkelsson, Fram Jóhannes Atlason, Fram Bjarni Velixson, KR Magnús Torfason, Keflavík Anton Bjarnason, Fram Jón Leósson,- Akranesi Axel Axelsson, Þrótti Eyleifur Hafsteinsson, KR Baldvin Baldvinsson, KR Guðjón Guðmundsson, Akranesi 1 Elt.iar Geirsson. Fram LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn í Tjamarbúð (uppi) föstudaginn 27. þ. m. kl. 16.00. Fundarefni: 1. Breyting á gjaldskrá félagsins. 2. Önnur mál. Borðhald og dansleikur fyrir félagsmenn, konur þeirra og gesti hefst í Tjarnarbúð (niðri) kl. 19.00. — Dökk föt. STJÓRNIN Vafur — blaðalið Laugardalí kvöld

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.