Vísir - 26.05.1966, Blaðsíða 7
7
VÍSÍR . Fimmtudagur 26. maí 1966.
zæmB&smæssSEXSSR niiniiiiMiiilwWi—w—ammmm
í sumar ?
Fleiri íslendingar til útlando en
nokkru sinni fyrr — flesfir til
Spdnar og Kaupmannuhafnar —
áhugi vaxandi á fyrir að gægjast
austur fyrir #,tjald,#
Nú er svo komið að bað getur verið ódýrara að fljúga til
Suðurlanda .og dveljast þar á baðströnd í tvær eða þrjár vikur,
en aka út í íslenzka> sveit og dveljast þar á hóteli í jafnlangan
tíma. Þetta er ótrúlegt, en samkvæmt upplýsingum ferðaskrif-
stofa mun það vera staðreynd. Samvinna feröaskrifstofa um
heim allan, bæði innbyrðis og við flugfélög og hótel gerir það
kleift, að stilla verði svo mjög í hóf og í samanburði við verð-
lag hér á landi verða ferðirnar ódýrari með hveriu árinu sem
líður. Afleiðingin er því augljós: Straumur íslenzkra ferðamanna
til útlanda fer vaxandi ár frá ári og er útlit fyrir að í sumar
fari hann langt fram úr því sem áður hefur verið.
Vísir hafði tal af nokkrum ferðaskrifstofumönnum og til að
fá fréttir af því hvert íslendingar hyggðust helzt halda í sum-
ar og þótt útlit sé fyrir að eltast megi viö þá heimshornanna á
milfi þá virðast flestir ætla að heimsækja Borgina við Sundið
og Spán.
MEÐAL VILLIDÝRA
í AFRÍKU
íngóífur Blöndal,
Lönd og Leiðum:
— Mér virðist áhugi á utan-
landsferðum aldrei hafa verið
eins mikill og nú og í samræmi
við það erum við með stærra
og meira prógramm en nokkru
sinni fyrr. T.d. fara nú fvrir
hvítasunnuna yfir 100 manns
á okkar vegum með Gullfossi
og Krónprinsinum, sem síðan
fara í fjórum hópum í ökuferðir
um Mið-Evrópu. Virðist okkur
áhuginn á ökuferðum sem
þessum um Mið-Evrópu ætla að
verða hvað mestur í sumar og
er ungt fólk milli tvítugs og
þrítugs þar í meirihluta.
— Áhugi fólks á Austur-
Evrópu er einnig að vakna og
er marga farið að langa til að
gægjast austur fyrir tjald. Við
höfum farið í hópferðir til
Austur-Evrópu og hefur mönn-
um bara líkað vel. Einnig eru
ma-rgir sem fara í einstaklings-
ferðir og koma þá við t.d. í
Budapest eða Prag og láta þeir
mjög vel af.
—r Spánn ætlar ekki síður að
draga til sín ferðámenn nú en
áður og verðum við með viku-
legar Spánarferðir í júlí, ágúst
og fram í september og er þá
dvalizt á Spáni í þrjár vikur.
— Norðurlöndunum má ekki
gleyma, þangað streymir alltaf
mikill fjöldi íslendinga og verð
um við meö Noregsferð, sem
við köllum „Firðir Noregs“ í
sumar og verður það einna ó-
dýrasta ferðin.
— Eins og undanfarin ár
verða feröir um Evrópu 'og til
Englands og má búast við að
það verði mikil þátttaka í þeim,
en alls verðum við meö um 40
hópferðir í sumar.
— I september verða kannað
ar nýjar slóðir því að þá veröur
farið í 19 daga ferð til Austur-
Afríku þar sem m.a. verður
ekið um þjóðgarða þar sem sjá
má öll helztu villidýr sem heima
eiga á þessum slóðum.
UNGA FÓLKIÐ
TIL SUÐURLANDA.
Guöni Þórðarson,
Sunnu:
— Það er áberandi hvað fólk
lætur bóka ferðir fyrr núna en
t.d. í fyrra og er t.d. fullbókað
í tvær ferðir til Mallorca í júní
og-Iangt komið með fimm férðír
til London, Amsterdam og
Kaupmannahafnar í sumar.
— Áð loknum þessum Spán-
arferðu; . liggja þær niðri þar
til í haust' þegar hitinn er farinn
að minnka, í september og októ
ber. í sumar verður aðallega
farið til Mið-Evrópu, t.d. Rínar
landa og Sviss og Parísar og
svo auðvitað til Norðurlanda og
Kaupmannahafnar. Við förum
fvrstu ferðina austur fyrir járn-
tjald í -sumar, til Júgóslavíu,
sem er vaxandi feröamannaland.
Svo förum við með hóp til
Austurlanda í sumar, eins og
undanfarin ár.
— Meirihluti íslendinga sem
fara til útlanda fer til Kaup-
mannahafnar — það er staður
þar sem gaman er að skemmta
sér og öllum líður vel, og það er
ekki hvaö sízt unga fólkið sem
hefur áhuga á Kaupmanna-
höfn. Annars fer unga fólkið
mest til Mallorca og annarra
baðstaða, eldra fólkið er ennþá
ragara við að fara til Suöur-
landa.
— Einstaklingar, sem ekki
vilja binda sig í hópferöir fara
aftur á móti til allra hugsan-
legra staða, allt upp í að fara
umhverfis jörðina.
— Til Bandaríkjanna er ekki
mikið um ferðir, nema hvað
einstaklingar fara þangað í við-
skiptaerindum og svo fólk sem
er að heimsækja ættingja. Veld
ur þar um hve dýrt er að vera
þar.
— Yfirleitt virðist mér þetta
sumar ætla að slá öll met hvað
utanferðir Islendinga snertir, og
nemur aukning á hópferðum hjá
okkur nær 100%.
ÍRLANDI EKKI
VEITT ATHYGLI.
Njál! Símonarson, Sögu:
—- Ferðamannastraumurinn er
Tæja, þá eru reikningsheilam-
" ir teknir til starfa að lokn-
um kosningum. Blööin eru tek-
in til að vigfa hin mörgu lóð
kjósendanna upp á nýtt og
reyna jafnvel að gera kjósend-
unum upp allt aðrar meiningar,
en að baki úrslitunum standa.
Strax í þriðjudagsblöðunum
kom það einkennilega fyrirbæri
upp, að öll þrjú blöðin Þjóðvilj-
inn, Alþýðublaðið og Tíminn
gripu til síns stærsta fyrirsagna
leturs til þess að innprenta les-
endum sínum að þeirra flokkur
hefði unnið stærstu sigrana.
Af stærð fyrirsagna og leturs
kynnu lesendur þessara blaða
að fmynda sér, að hér á landi
hefði orðið einhver stórfelld
bylting. Eftir að lesa lýsingu A1
þýðublaðsins á „stórglæsileg-
um“ sigrum kynnu menn að
ætla að nú væri þetta klappað
og klárt, „Alþýðuflokkurinn“
væri búinn að taka völdin —
en svo reynist hann þó aðeins
vera áfram pínulitli flokkurinn.
Lítum á Tímann næst. Það
skýtur dálítið skakkt við sig-
urópin í blaðinu, að aumingja
Sigríður Thorlacius er aðeins
hinn fallni engill á framboðslist-
anum. Og Þjóðviljinn sem er í
stærstu broti og getur þvf sleg-
ið öll met í fyrirsagnastærðinni,
og beitir hann þannig öllum
galdrabrögðum til þess að búa
til kosningasigur Alþýðubanda-
lagsins eins og hann kallar það.
A7'egir reiknimeistaranna þegar
þeir eru að „matreiða“ at-
kvæðatölurnar eru næstum því
óútreiknanlegir. Þjóðviljinn seg-
ir t.d. í gær:
„Tií nánari skýringar skal
þess getið, að atkvæði H-listans
í Kópavogi (Félags óháðra kjós-
enda) eru reiknuð Alþýðubanda
laginu bæði árin, enda mun þar
um svo til hreint Alþýðubanda-
lagsfylgi að ræða.“
Þetta er vissulega mjög
skemmtileg skýring. Þetta er í
fyrsta skipti sem það fæst viö-
urkennt að kommúnistalistinn í
Kópavogi sé aöeins kommúnista
listi. En mættum við spyrja:
— Hvar kemur þá Alþýðubanda
lag og Sósíalistaflokkur inní?
Er fylgi hins „óháða“ lista í
Kópavogl aðeins Alþýðu-banda-
lagsfylgi, og ér Alþýðubanda-
lagsfylgið, aðeins sósíalista-
fylgi og er kannski sósíalista-
fylgið aðeins Stalínslínufylgið.
Það eru vissulega margar ó-
þekktar stærðir í öllum flokks-
feluleik kommúnista hér á landi
og þær auðvelda útreikninga.
Þjóðviljinn segist heldur ekki
telja með f útreikningunum at-
kvæðin sem Þjóðvörn fékk.
Það er þægilegt galdrabragð í
samanburðarreikningnum til að
láta líta út fyrir að tölumar séu
stærri nú en síðast.
t
A lveg sömu reikningstöfrun-
um beita Alþýðuflokks-
menn, þegar þeir reyna að sýna
sinn kosningasigur. Þeir telja
t. d. bæjarfulltrúa Alþýðuflokks
ins í kosningunum 1962 ekki
með, þar sem hann hafi þá verið
á blönduðum lista, en nú bauð
flokkurinn fram sér, — þess
vegna hefur Alþýðuflokkurinn
fjölgað bæjarfulltrúum sínum,
þó engin breyting hafi orðið á
ísafirði. Þetta er miög gáfuleg-
ur útreikningur frá þeim og
hljóta þeir að hafa fengið aðstoð
hjá IBM til að fá svo skemmti-
lega niðurstöðu.
rétt að byrja ef páskaferðirnar
eru undanskildar. Maí-mánuður
er aldrei mikill ferðamánuður,
aðalþunginn er á júlí, ágúst og
fram í september. Þó færist
mikið í vöxt að fólk fari til út-
landa í júní- og þá aðallega til
suðlægari landa eins og Spánar
og Ítalíu.
— Spánn er efstur á vin-
sældalistanum og virðist vera
eins konar tízkufyrirbæri nú.
Er mikið farið til Mallorca,
Costa del Sol og Costa Brava.
Er einungis um einstaklingsferö
ir að ræða hjá okkur núna, en
hópferðirnar verða famar
seinna í sumar.
— Norðurlöndin heilla alltaf
landann og hópferöir þar sem
flogið er til Noregs og ekiö það-
an suður á bóginn og farið heim
með Gullfossi frá Kaupmanna-
höfn njóta alltaf vinsælda.
Kaupmannahöfn er alltaf góð
heim að sækja og virðast leiðir
Islendinga geta legið þangað,
hvert svo sem þeir eru að fara.
Þykir mörgum tilvalið að taka
hring í Evrópu, Kaupmanna-
höfn, Hamborg eða Amsterdam
og London en slíkar ferðir fást
með mjög góðum kjörum.
— Það er farið mikið tll Bret-
lands eins og alltaf áöur en ír-
landi er ekki veitt eins mikil
athygli sem skyldi, því aö þar
er margt að sjá og þeir sem
þangað fara yfirleitt mjög hrifn-
ir.
— Utan Evrópu er lítið um
ferðir hjá okkur, svolítið f-er þó
af fólki til Marokkó og svo höf-
um við selt hagkvæmar ferðir
með dönskum ferðaskrifstofum
til Egyptalands.
— Bandaríkin eiga ekki vin-
sældum að fagna sem ferða-
mannaland, en þó er ekki svo
dýrt að fara þangað á „off
season", t.d. til Miami, því að
þar er ekkert heitara á sumrin
en í Suður-Evrópu.
ÍSLENDINGAR FARA
OF MIKIÐ TIL
SÖMU STAÐA:
Ingólfur Guðbrandsson,
Útsýn:
Viö erum í óöa önn aö undir-
búa sumarferðirnar og eru það
Framb á b) 6
rivert