Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 11
SÍÐAN ANITA í OP-TÍZKU Anita Ekberg er aldeilis kom in í op-tízkuna með köflótt gler augn og í hvitum kjól með svört um stykkjum. Hér er hún að koma á flugvöllinn í Madrid með eiginmanni sínum Rick Van Nutter, sem er að fara að vinna að kvikmynd á Spáni. Anita aftur á móti er að leika aðalhlutverkið í ítalskri mynd „Þannig kenndi ég mér að elska", sem innan skanuns verö ur fullgerð. Ykkur flnnst þið kannski ekki beinlínist kannast við þessa Anitu á myndinni og það er eðlilegt, þvi að hingað til hefur hún verið þekkt fyrir mikið Ijóst hár, en nú er hún stuttklippt með dökkt hár. Alexia sérlega fjörug - segir mamma hennar Anna brio Hún Alexía litla prinsessa í Grikklandi viröist ekki vera neitt sérlega hrifin af því sem pabbi hennar er aö segja, fitjar bara upp á nefið og snýr sér undan. Þaö er oröiö nokkuö langt síð an við höfum minnzt á kon- ungsfjölskylduna í Grikklaí'dí en þar kvaö vera nokkuð rósi ursamt og konungshjónin ekki vera eins vinsæl og Við var bú- izt. En Alexia litla prinsessa dafnar vel og Anna Maria móð ir hennar segir aö hún sé mjög kátt og fjörugt bam. Þegar maöur er konungbor- inn, já prinsessa, heitir Christ- ina og á heima í Svíþjóð má maður ekki láta sjá sig I villtu twisti en hvað skal þá gera þegar leikin eru villt twistlög? Jú. það er ekki um annað að ræöa en að dansa twist, en ó- sköp rólega og „pent“. Dans- herrann er einnig af merkum ættum, erfðaprins af Isenburg- Biidingen. Öhæfur útvarpsmaður Hins vegar er útvarpið alls ekki nógu vel á verði f þessum efnum. Hér um daginn var á ferð frægur píanóleikari erlend ur, Kempff að nafni. Einn starfs manna útvarpsins hafði við hann viötal í fréttaauka. Þessi starfsmaður útvarpsins hefur oft látiö að sér kveða við hljóö nemann og vakiö athygli fyrir sérkennilegan og ýktan fram- burð. En í þetta sinn kastaði fyrst tólfunum. Starfsmaöurinn var greini- lega nýkominn úr útlöndum, sennilega frá Þýzkalandi. Hann hafði gersamlega misst íslenzka tóninn úr málinu áherzlur vom á röngum stöðum og sérhljóö ar vom víða rangt fram bomir Ókunnugir menn gátu haldið að þama væri að tala íslenzku útlendingur, sem heföi verið hér á landi í nokkra mánuöi. Hann var skiljanlegur en um leið afkáralegur. Útvarpað vitleysunni Út af fyrir sig er þaö einka- mál manna, þótt þeir missi nið- ur máltilfinningu, en hins veg- ar er það ekkert einkamál, þeg ar þessi missir er básúnaður út af útvarpinu. Menn gætu farið að halda að þaö mætti bera fram íslenzku að vild, án tillits til reglna framburðarins. Ef útvarpið hleypir þessum manni aftur að, veröur það aö sjá um, að hann taki tima í ís- lenzku áöur og að því marki aö sæmilega áheyrilegt verði að hlusta á hann. Ég — ég — ég Fyrir utan þessi framburðar- atriði, var viðtal þetta til skammar aö ööm leyti Kempff gamli komst hvergi að nema til að segja já og nei. Spuming- amar vom svo ýtarlegar að spyrjandinn „dómineraði" við- talið gersamleea. Þetta var raun ar ekkert viðtal við Kempff, heldur eintal og sjálfsupphafn- ing spyrjandans. En það er ann ar handleggur. .,v-;ifr'HMaaaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.