Vísir - 21.06.1966, Síða 3

Vísir - 21.06.1966, Síða 3
VI S T R . Þriðiudagur júní 1966. 3 VH Þjóiverjar hyggjum ekki á landvinninga w Islenzkir blnðamenn ræða við von Hassel, varnar- málaráðherra Vesfur - Þýzkalands, í Bonn Yfirhershöfðlngi vestur-þýzka herslns, Heinz Trettner. — Viö Vestur Þjóð- verjar ráöum ekki yfir kjamorkuvopnum og við munum ekki óska eftir slíkum vopnum fyrir okkur. Þannig komst varnarmála- ráðherra Vestur Þýzkalands, Kai-Uwe von Hassel, að orði 27. maí sl. er íslenzkir blaðamenn áttu tal við hann í Bonn. Viðtalið fór fram í aðalbyggingu varnarmála- ráðuneytisins, miklu og ný- tízkulegu húsi, sem teiknað er af franska arkitektinum Le Courbusier og stendur á hæðum Rínardalsins, skammt utan við Bonn. Kai-Uwe von Hassel gegn- ir einu erfiðasta og vandasam asta embættinu í stjóm Erhards, því ýmsar em þær minningar, sem tengdar eru þýzka hem- um £ vitund Þjóðverja sjálfra og þeirra erlendu þjóða sem þeir eiga skipti við. Áður var von Hassel forsætisráðherra í Sles- vík-Holstein og gat sér þar gott orð sem gætinn en duglegur stjórnmálamúöur. Stórveldisdraumar rykfallnir Það var eðlilegt að vamar- málaráðherra Vestur Þýzka- lands vildi gjaman leggja á það áherzlu að Þjóðverjar sæktust ekki eftir þeim mestu eyðilegg ingarvopnum sem til eru í ver- öldinni í dag. Rauði þráður frá sagnar hans og svara við spum ingum okkar blaðamannanna (svissneskir og ítalskir ritstjór ar sátu einnig blaðamannafund- inn) var sá að Þjóðverjar hefðu lagt alla gamla stórveldis- drauma á hilluna. Þeirra mark mið í dag væri aðeins að verja föðurlandið. Vamir sínar vildu þeir byggja upp í samvinnu við aðrar þjóðir. Þannig yrði friður og ró í málum Evrópu bezt tryggður. Framtíðarmark- miðið væri sameining Austur og Vestur-Þýzkalands, en þá sameiningu mætti hins vegar ekki kaupa of dýru verði. Gerði ráðherrann sér mikið far um að sannfæra áheyrendur sína um réttmæti skoðana sinna, en hann er maður mjög áheyri- legur og sýnilega þjálfaður fund armaður. í inngangsorðunum um kjarn orkuvopn benti von Hassel á það að ekki aðeins kysu Þjóð- verjar engin slík vopn heldur hefðu þeir verið eina þjóðin, sem var fús til þess, árið 1954, að gera alþjóðasamkomulag um bann gegn framleiðslu og notk- un þeirra. (Hér verður þó því við aö bæta að þær þýzku her sveitir, sem í herafla Atlantshafs bandalagsins em, hafa kjam- orkuvopn en þeim er ekki heim ilt að beita þeim nema sam- kvæmt fyrirskipan frá Washing ton). De Gaulle hefur rangt fyrir sér. Þá barst talið að nýjustu sjón hverfingum Frakka og uppá- tækjum De Gaulle. — De Gaulle heldur því sýknt og heilagt fram, að hættan frá Rússum sé að mestu horfin úr sögunni, sagði von Hassel. Þetta er ekki rétt. Sovétríkin hafa mjög öflugt herlið í löndum Aust ur-Evrópu og í Rússlandi sjálfu. Við vitum hvernig hlutirnir ganga til í Austur-Þýzkalandi. Þar sitja yfir 20 rússnesk her- fylki, grá fyrir járnum. Sífellt er unnið að þvi að fullkomna hernaöartæknina austan megin, gera nýja vegi, byggja nýjar jámbrautarleiðir £ þessum lönd um. Nú eru samgöngurnar orðn ar svo góðar að unnt er fyrir Rússa að flytja gífurlega öiflugt lið austan frá, að landamærum Vestur-Þýzkalands, á einni nóttu, þannig að okkar sveitum gefist lftið ráðrúm. Nei, þvf segi ég að stríðshættan, hættan af Sovétríkjunum, er ekki minni nú en sfðustu ár, hvað sem de Gaulle kann að segja. Við verð um nefnilega að miða okkar gerðir, Vestur-Þjóðverjar, við staðreyndir Iffsins, Varsjár- samninginn, en ekki við það, sem menn halda að Rússum búi í brjósti. Hinn nýi þýzki her Hinn nýi vestur-þýzld her er þegar orðinn einn öflugasti her- afli álfunnar — og þykir sum- um nóg um sem minnast sögu liöinna áratuga. Tíu árum eftir stofnun hans skipa nú 452.000 manns herinn og svipuö tala er í varaliðinu sem kalla má út með skömmum fyrirvara. Hinar einstöku greinar hers- ins eru þannig skipaðar: Landher: 279.000 Flugher: 100.000 Sjóher: 33.000 Aðrar sveitir: 40.000 í Vestur Þýzkalandi ríkir her- skylda. Er mikill hluti hersins ungir menn, sem gegna her- skyldu sinni en foringjar allir eru atvinnumenn, sumir hverj- ir frá tímum áranna fyrir styrj- öldlna. Oder-Neisse línan — viökvæmasta málið. Þá var vikið að einu viðkvæm asta málinu sem orð er hafandi á f Vestur-Þýzkalandi, Oder- Neisse línunni, þ.e. landamær- um Þýzkalands f austurátt. — Viðurkenniö þið Vestur- Þjóðverjar Oder-Neisse línuna f framtfðinni, spurði einn blaða- mannanna. — Þvf er til að svara, að við Þjóðverjar erum svo bundnir af þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu að þótt einhverjum skammsýnum mönnum í landi mínu dytti í hug að hefja út- þenslustefnu austur á bóginn þá væri það útilokað, vegna þess að hersveitir okkar eru þáttur í miklu stærra skipulags og varn- arkerfi Atlantshafsbandalagsins. Auðvitað er það draumur okk- ar allra að landið sameinist og við getum aftur farið frjálsir ferða okkar um allt Austur- Þýzkaland, allt til austur landa- mæranna. En það segi ég ykkur að við munum aldrei beita valdi til þess að knýja fram samein- ingu Austur og Vestur-Þýzka- lands. Þá barst talið að stöðu frönsku hersveitanna í Vestúr-Þýzka- landi, sem Frakkar munu draga undan stjórn Atlantshafsbanda- lagsins 1. júlí. — Við höfum ekkert á móti þvf að hafa frönsku hersveitirn- ar áfram í landinu, segir von Hassel. En það verður að ger- ast á okkar kjörum. I fyrsta lagi verða þær aö taka að sér ákveðin verkefni, ef til styrjald- ar dregur. Og í öðru lagi verður að gera sérsamning um veru þeirra f landinu (þ.e. að þær námssveitir samkvæmt hemáms réttinum frá 1945). Sjálfur er ég sannfærður um að Frakkar vilja vera kyrrir í landinu. Það er f þeirra hag. En þeir eru snjallir áróðursmenn og kunna að spila á taugar sinna viðsemj enda! Það skýrir margt í við- skiptum þeirra við bandamenn sína að undanfömu. Við Vestur-Þjóðverjar höfum fyrir löngu skipað okkur sess með þjóðum Atlantshafsbanda- lagsins. Við viljum verja land okkar í samvinnu við þjóðir þess en ekki byggja einir upp her okkar. Við óskum eftir sameigin legu vopnakerfi innan NATO, ekki þvf að þurfa að byggja slíkt kerfi upp einir. Er hér var' komið barst tálið enn að hinu eilffa vandamáli, sameiningu Vestur og Austur- Þýzkalands. Einn íslenzku blaða mannanna spurði: — Hvað segið þér um þá tillögu að unnið verði að sam- einingu landanna á þeirri for- sendu að hið nýja Þýzkaland verði hlutlaust og standi þannig utan átaka stórveldanna í austri og vestri? Ráðherrann svaraði: — Þýzka land getur ekki verið hlutlaust. Hins vegar er það rétt að finna verður einhverja þá lausn, sem gerir kleift að sameina löndin á frjálsum grundvelli. Sú lausn verður þá líka að vera þess eðlis að Austur-Evrópulöndin telji sér enga hættu stafa af hinu nýja Þýzkalandi. Hver ætti þá sú lausn að vera að yðar dómi? — Það veit ég ekki. G.G.S. Kai-Uwe von Hassel, vamar- ráðherra Vestur-Þýzkalands. i Aöal ormstuflugvél hlns nýja þýzka flughers er nefnd Starfighter og er verksmiðjuauökennl hennar stafirnir F 104 G. Vélin er smiðuð i Bandaríkjunum og er notuö af flugherjum ýmissa Atlantshafs- bandalagslanda, m. a. af danska flughemum. Óvenju mörg slys hafa orðið á æfingaflugi véla þessara í Vestur-Þýzkalandi svo segja má að valdlð hafi almennri gagnrýnis og reiöiöldu um allt landið. Hafa þýzk blöð gengið mjög hart eftir skýríngum á þvi hvers vegna slys þessi hafi gerzt en um 40 flugvélar hafa farizt á æfingaflugi s. 1. ár. Á fundinum meö von Hassel spurði einn hinna islenzku fréttamanna, Ámi Gunnarsson frá útvarpinu, ráðherrann um það hvert væri hans álit á hinum tíðu slysum. Ráöherrann svaraði þvi til að þar kæmi aðallega til hinn skammi reynslutími sem unnt væri aö veita þýzkum flugmönnum. Þeir væm mun reynsluminni en flugmenn annarra ríkja, þar sem um 10 ára skeið hefði enginn flugher verið til í landinu. Hér væri um óhjákvæmi- lega erfiðleika aö ræða sem þýzkl flugherinn yrði að ganga í gegn um hvort sem honum líkaði betur eða verr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.