Vísir - 21.06.1966, Side 6
6
VI S I R . Þrið'/Bidagur 21. júní 1968.
Blaðið Suddeutscche Zeitung birtir þessa skopmynd varðandl Moskvu-
helmsðkn De Gaulie. Fyrirmyndin er úr ævintýrinu um Rauðhettu.
Amma gamla (rússneski bjömlnn) liggur i rúminu og Rauðhettu (De
Gaulle) verður starsýnt á hana og segir líkt og í ævintýri: „Æ, hvað
þú ert skritinn, amma“
De Gaulle í Moskvu
De Gaulle Frakklandsforseti lagði i
af stað í dag árdegls til Moskvu í|
einkaþotu af Caravelle-gerð. Heim,
sókn forsetans i Sovétríkjunum
stendur i 12 daga.
Meiri viöbúnaður er undir komu
De Gaulle til Moskvu en dæmi eru
til áður fyrir komu erlends þjóð-
höfðingja og ber sá undirbúningur
vitni hve mikilvæga sovétleiðtog-
amir telja heimsóknina. Heyrzt hef
ur m.a. aö De Gaulle veröi boðið
fyrstum erlendra manna 1 stöð þar
sem geimförum er skotið á Joft.
Stjómmálafréttaritarar benda á, að
sovétstjómin aðhyllist þá stefnu De
Gaulle að draga úr áhrifum Banda
ríkjanna í Evrópu og sé eins og
hann andvíg þvf, að Vestur-Þýzka-
land fái kjarnorkuvopn eða hlut-
deild í stjóm þeirra. Búizt er við
samkomulagi um aukin viðskipti
og menningarlegt samstarf og að
þótt sennilega verði enginn sáttm.
gerður verði heimsóknin til þess
að treysta samstarf Sovétríkjanna
og Frakklands.
De Gaulle forseta var haldin mik
il veizla 1 Kreml í gær. í ræðu
mælti hann þar eindregið með sam
starfi milli Frakklands og Sovét-
ríkjanna til þess að uppræta þá
stirfni l erfiðleika, sem eru í
afstöðu og breytni milli vestrænu
ríkjanna annars vegar og hinna aust
lægu hins vegar.
Hann kvað aukið samstarf milli
Frakklands og Sovétríkjanna
mundu verða til þess að hjálpa Evr
ópuþjóðunum að komast á þá braut
sem leiðir til einingar og jafnvægis
og friðar 1 heiminum.
Podgomij forseti svaraði ræðunni
og sagði, að Frakkland og Sovétrík
in gætu sameiginlega látið áhrifa
sinna gæta annars staðar á jörðinni
þar sem „nú geisar styrjöld."
VIÐRÆÐURNAR HÓFUST
f MORGUN.
Viðræðumar hófust 1 morgun og
fara þær fram í Jeketerinskisalnum
i Kreml. Auk De Gaulle forseta
taka þátt í þeim: Couvé de Murville
i utanríkisráðherra og Philippe Baud
I et ambassador Frakklands f Mosk-
vu, en af hálfu Sovétríkjanna
Leonid Breshnev, flokksleiðtoginn
Alexei Kosygin forsætisráðherra,
Nicolai Podgormisj forseti og Andr-
ei Gromiko utanríkisráðherra.
ENGINN SÁTTMÁLI.
Menn ætla að heimsóknin muni
leiða til mjög aukins samstarfs milli
Frakka og Rússa á stjómmálsviðinu
en yfirleitt hefur verið talið, að ekki
mundi verða gerður neinn sérstak-
ur sáttmáli.
Undir þetta álit hefir tekið sein-
ast McGeorge Bundy fyrrverandi
ráðunautur Kennedys heitins for-
seta og sfðar Johnsons (Bundy var
5 ár í Hvíta húsinu) og sagði hann
fyrir þingnefnd f gær, að það væri
fjarstæða að ætla, að nokkur sér-
stakur sáttmáli yrði gerður. Hann
gagnrýndi annars utanríkisstefnu
Frakka og kvað hana bera ábyrgð-
arlevsi vitni.
Síldin —
Framh. af bls. 1.
Norska eftirlitsskipið, Nom-
in, kom til Seyðisf jarðar 17. júnf
og á, það að fylgjast með norsku
sfldarskipunum á miðunum f
sumar. Búizt er víð að um 50
norsk skip stundi veiðar hér og
sennilega miklu fleiri, ef
. veiðin við Noreg gengur illa.
Þessi skip tilkynntu um afla
siðasta sólarhring.
Raufarhöfn: Jörundur II 160
tonn, Helga 150, Sæúlfur 130.
Dalatangi: Seley 130 tonn Jón
---------------------t--------------------------
Maðurinn minn og faðir okkar <
KRISTINN ÁRMANNSSON, fyrrv. rektor
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. júní
kl. 13,30. Blóm em vinsamlega afbeðin. Þeim, sem vildu
minnast hins látna, er bent á minningarsjóð um hann við
Menntaskólann í Reykjavík. Gjöfum er veitt viðtaka f skrif-
stofu skólans og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Þóra Ámadóttlr og böm
Finnsson 100, Þórður Jónasson
150, Sóley 60, Guðbjörg GK 20
Guðbjörg OF 50 Sigurfari 25
Keflvíkingur 50, Sigurvon 45,
Guðbjörg ÍS 40, Guðmundur
Þórðarson 70, Gullberg 110,
Barði 200, Helga Björg 60, ól-
afur Friðbertsson 160, Þrymur
25, Lómur 40, Ólafur Magnús-
son 130.
Samningar —
Framhald af bls. 16
er rekinn af ríkinu. í starfsstúlkna-
félaginu Sókn eru um 700 meðlim
ir. Gangnastúlkur á sjúkrahúsum,
stúlkur sem vinna í eldhúsum
sjúkrahúsa og fleiri eru meðlimir
þess.
Drukknun —
Framhald af bls. 16
Guðmundi, en það bar ekki ár-
angur.
Eftir að vonlaust var að
bjarga Guðmundi, sigldu þeir
aftur til lands og tókst piltin-
um að stöðva vélina rétt áður
en þeir sigldu upp í grýtta fjör-
una.
Prestoköll —
Framh. af bls. 1.
en á eftir erindunum verður málinu
vísað til umræðuhópa. Má búast
við miklum umræðum um þetta
mál, sem leggja á fyrir kirkjuþing
I haust og síðan fyrir Alþingi.
Fara umræðumar fram f Hátíða-
sal Háskólans.
Prestastefnan stendur yfir í þrjá
daga en að henni lokinni verðuri
aðalfundur Prestafélags íslands á
föstudag.
Við guðsþjónustuna í Dómkirkj-
unni í morgun predikaði séra Þorl
bergur Kristjánsson í Bolungarvfk
en fyrir altari voru séra Birgir
Snæbjömsson frá Akureyri og séra
Magnús Guðjónsson, Eyrarbakka.
Eftir guðsþjónustuna géngu
hempuklæddir prestar í kirkjugarö
inn og lögðu blómsveig á leiði dr.
Jóns Helgasonar biskups. 1 kvöld
flytur séra Jón Guðnason útvarps
erindi um biskupinn.,
f dag kl. 2 flytur biskupinn,
herra Sigurbjöm Einarsson yfirlits
skýrslu sfna, en að henni lokinni
hefjast umræður þær, sem skýrt
hefur verið frá á undan.
Loftleiðir —
Framh. af bls. 1,
og Viscount vél Flugfélagsins
tekur enn færrl farþega, en þess
ar tvsr tegundlr en þær teg-
undir sem fslenzku flugfélögin
nota á leiðum ttl og frá SAS-
löndunum.
Á þessu stigi málsins hefur Ss-
lenzka utanríkisráðuneytið með
málið að gera fyrir hönd Loft
leiða og hafði blaðið f morgun
samband við Níels P. Sigurðs-
son, deildarstjóra þar og spurð
ist fyrir um gang mála.
Nfels sagði, að hinn íslenzki
aðili í málinu hefði farið fram
á viðræðufund allra aðilanna
síðar í sumar og hefði sá fundur
verið ákveðinn í Kaupmanna-
höfn í lok ágústmánaðar. Gang
ur málsins hafði verið hugsaður
sá, að hinn íslenzki aðili gerði
tillögur sínar í málinu og sfðan
gerðu SAS-löndin sínar athuga
semdir við þær, af þau hefðu
einhverjar athugasemdir fram að
færa, og ætti þessu að vera Iok
ið fyrir byrjun fundarins f Höfn
í lok ágústmánaðar. Níels sagði
það því rangt, sem hefði komið
fram í blöðum, að SAS-löndin
hefðu sett þau skilyrði fyrir lend
ingarleyfi Loftleiða i þeim lönd
uro að Loftlelðir hækkuðu far-
gjöld sín til móts við fargjald
það sem er hjá SAS flugfélaginu
og öðrum IATA félögum og að
auki fengju Loftleiðir ekki að
fljúga með fullar vélar til og fró
þessum löndum. Slíkar kröfur
hefðu ekki komið fram, sem von
legt væri, því eins og hann hefði
sagt áður, væri það ekki í verka
hring þessara aðila að gera til-
Iögur á þessu stigi málsins, held
ur hins íslenzka aðila.
Bændur
Framhald af bls. 16
ina við Iausn málsins ásamt
stjórn Stéttarsambandsins og
Framleiðsluráði. í þessa sex
manna nefnd voru kosnir; Af
Suðurlandi: Ölver Karlsson
Þjórsártúni og Sigmundur Sig-
urðsson, Syðra-Langholti. Af
Norðurlandi eystra: Stefán Val-
geirsson, Auðbrekku. Af Norð-
urlandi vestra: Pálmi Jónsson,
Akri. Af Vesturlandi: Guðmund
ur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli.
Af Austurlandi: Friðrik Sigur-
jónsson, Ytri-Hlíð, Vopnafirði.
Kórar —
Framhald af bls. 16
reyna að halda slík mót fram-
vegis á fimm ára fresti. Hingað
til landsins eru mættir kórmenn
fjögurra kóra erlendra ásamt
söngstjórum, yfirmönnum og
eiginkonum, alls 168 gestir.
Lögreglustjórinn I Reykjav:k,
Sigurjón Sigurðsson setti nor-
ræna lögreglukóramótið í gær
við Sjómannaskólann, en þar
hafa hinir erlendu gestir aðset-
ur. Að loknum kvöldverði var
síðan æfing og í morgun var
samæfing kóranna. Verður úti-
söngnum í kvöld hagað þannig
að fyrst syngur hver kór 2—3
lög, en að lokum syngja þeir
allir saman eitt lag frá hverju
landi. Hefst útisöngurinn með
því aö allir kóramir syngja
saman lag, sem Páll ísólfsson
hefur gert og helgað mótinu en.
textinn er „Á samhljóma
vængjum" eftir Steingrím Thor'
steinsson. Lýkur útisöngnum.
einnig með þessu lagi.
Reykjavíkurborg bauð til há-.
degisverðar I dag og síðan var
farið I kynnisferð um borgina.
Á morgun verður farið i ferða-
lag austur að Skálholti og veriS-
ur helgistund í Skálholtsdóm-
kirkju. Flytur Ingólfur Guð-
mundsson á Mosfelli, sem eir
fyrrverandi lögregluþjónn bæin
og ávarp. Að athöfn lokinni
leikur Páll Kr. Pálsson orjsel-
verk eftir Pál Isólfsson.
Á fimmtudagskvöld verða út-
varpsupptökur og kl. 17.15
verða tónleikar í Háskóla,bíói
og verður þangað boðið ö'ilum
þeim sem studdu LögregltfRór-
inn við undirbúning mó'tsins.
Um kvöldið verður síðan kveðju
hóf.
Allir þátttakendur 1 lögueglu-
kóramótinu munu bera merki
mótsins en það teiknaði CMafur
Guðmundsson lögregluþjánn og
er það byggt upp á lögreglu-
stjömunni og fánum bfierður-
landanna og merkj Reykjavíkur
komið fyifir í hinum sex horn-
um stjöriHinnar.
FormaiJur Lögreglukórsins er
Ingólfur borsteinsson en fram-
kvæmdast jóri mótsins er söng-
stjórinn, ,'Páll Kr. Pálsson.
Útsým —
Framh. af bls 9
legum borgarbrag. Einn daginn
verður skoðunarferð um borg-
ina, m., a. Schönbrunn, Stephans
dóml.ic'kju og Beethovenhúsið,
en anaars er tilhögun frjáls. Hér
minnifr hvert fótmál á líf snill-
inga, sem lifðu í sárri fátækt á
veraldarvísu en eftirlétu heim-
inu: ódauðleg listaverk af auð-
legð anda síns. Áletranir á
veggjum húsanna minna á, að
hér bjó Beethoven eitt sinn,
þama samdi Mozart Töfraflaut-
unn,. hér bjuggu Grillparzer og
Schubert og svo mætti lengi
telfja. Efnt verður til ferðar í
V-'toiarskóg og Grinzing, og 4
dagar llða fljótt við glaum og
gkíði i Vínarborg. Þaðan verður
flogið til Dubrovnik á Dalmatíu-
stjrönd Júgóslavíu og dvalizt þar
á yndisfögrum baðstað síðustu
víku ferðalagsins. Fyrr á öldum
var Dubrovnik keppinautur
.Feneyja, og hvítir múrar hennar
:gnæfa enn stoltir og tígulegir og
vitna um veldi og forna frægð.
, Gist verður i hinu nýbyggða
hóteli Argentína, bezta hóteli í
borginni, og hafa öll herbergi
einkabað og sólsvalir með út-
sýni yfir hafið. Á síðari árum
er Júgóslavía orðin eitt vinsæl-
asta ferðamannaland Evrópu og
Dubrovnik er þekkt nafn í ferða
mannaheiminum, enda vinsæl-
asti sumardvalarstaður landsins,
þar sem ein af tónlistar- og
leiklistarhátíðum álfunnar er
sett á svið í heillandi umhverfi
i júli og ágústmánuði ár hvert.
Fagurt landslag, litríkur suð-
rænn gróður, nýtízkuhótel,
glampandi sólskin yfir hvítum
baðströndum og dimmbláum
haffleti er baksvið þðSs sumar-
leyfis, sem hér bíður sólþyrstra
íslendinga. Að lokum gefst þátt-
takendum kostur á að dveljast
nokkra daga í London á heim-
leið. Svo vinsæl er Dubrovnik,
að fjöldi Norðurlandabúa, sem
eitt sinn hefur komið þangað,
sækir þangað ár eftir ár.
Saga —
heimsótt ein af Iitskrúðugustu
borgum Mexíkó, silfurborgin
Taxco. Frá Taxco verður haldið
til Acapulco á Kyrrahafsströnd
inni, en það er dýrlegur bað-
staður, sem kallaður hefur ver-
ið Riviera Mexíkó. Þar verður
dvalið í tvo daga á baðströnd-
inni í dásamlega fögru um-
hverfi. Frá Acapulco verður síð-
an ekiö til Mexico með við-
komu í Cuernavaca.
Síðasti dagurinn í höfuðborg
inni er til frjálsrar ráðstöfunar
fyrir ferðafólkið. Flogið veröur
aftur til New York á heimleið,
og þar gefst fólki kostur á að
skoöa sig um í þrjá daga.
HÚS TIL SÖLU
íbúð á Paetreksfirði er til sölu í skiptum fyrir
húseign í Reykjavík eða Kópavogi. Sími
41173.
Skrifstofuhúsnæöi
Til leigu ca. .'3;5 eða 60 ferm. húsnæði í Austur-
stræti 6, leigist fyrir skrifstofur eða álíka
rekstur. Sínrar 12644 og 17213.