Vísir - 21.06.1966, Qupperneq 7
VISIR. ÞHðjudagur 21. júní 196b.
7
Axel Thorsteinson: — Skyndiferð til Moskvu — II
að þá geti þeir valið úr þeim
Flugstöðvarbyggingum á al-
þjóðaflugvöllum svipar svo
mjög hverra til annarra, að þær
vekja ekki sérstaka athygli
ferðalanga, sem víða hafa farið.
Og í Sheremetyevo-flugstöðinni,
sem er í um 35 km. fjarlægð frá
Moskvu, 0£ er alþjóðaflugstöð
hennar, eru byggingar, skipulag
og afgreiðslutilhögun með sama
hætti og gengur og gerist í slík-
um flugstöðvum í öðrum lönd-
um — aðeins nafn borgarinnar
á rússnesku MOCKBA — með
risastórum stöfum á aðalbygg-
ingunni, vakti sérstaklega at-
hygli mína. Öll afgreiðsla gekk
mjög greiðlega. Vegabréf voru
tekin til skoðunar sem að lik-
um lætur, en öllum farþegum
afhent þau aftur áður en ekið
var til borgarinnar.
Fyrir voru til þess að taka á
móti okkur fulltrúar INTOUR-
IST — ferðaskrifstofu ríkisins
— þeirra meðal tvær stúlkur,
stiga hiti á Celsius — komst
upp í 36 stig mest meðan við
dvöldumst í borginni, en ekki
var hitinn, að mér fannst til ó-
þæginda, á leið til gisthússins,
enda var þetta snemma morg-
uns. Hotel National er í miðri
borginni og handan torgsins
fyrir framan það blasir við
Kreml og Rauða torgið. Er ég
renndi augum þangað áður en
inn var farið fannst mér það enn
mikilfengri sjón en mig hafði
grunað, að líta sólu roðin hin
gullnu hjálmþök kirknanna í
Kreml.
„Hotel National" er í gamalli,
en mikilli ’ byggingu, og minnti
mig i ýmsu á gömul frönsk gisti
hús, sem ég hefi gist í, í París
og víðar. í allrúmgóðum forsal
var afgreiðsla sem að líkum
lætur, blaða og póstkortasala o.
fl. en til vinstri allmikill salur,
þar sem menn geta setið og
hvílst, og þar er upplýsinga-
skrifstofan og alþjóðabúðin
því starfi. Hver okkar frétta-
manna um sig fékk í rauninni
íbúð til umráða, stórt íveru-
herbergi, með skrifborði og
síma, hægindastólum og borð-
um, og úr því innangengt í lítið
svefnherbergi með fyrirhengi,
og sér baðherbergi við hliðina á
svefnherberginu. Allt var hreint
og þokkalegt. Gólf í herbergjum
og göngum teppalögð. Geta vil
ég þess, að gist hefi ég í gisti-
húsi í París sem gestur opin-
berrar stofnunar, þar sem þrifn-
aður þoldi ekki samanburð hvað
hreinleika snertir við National.
KETILKAFFI.
Morgunverðar neyttum við í
gistihúsinu, en annarra máltíða
í öðrum gistihúsum eða mat-
stofum. Við fórum víst allir
í bað félagarnir hver í sínu
„ríki“ eftir komuna í gistihúsið
og vorum nokkuð síðbúnir til
morgunverðar. Morgunverðar-
tíma raunverulega lokið, er við
kunnu þó fáein orð í ensku og
allt bjargaðist, en stúlkurnar í
upplýsingadeildinni voru greini
lega búnar að fá dágóða æfingu
í að tala ensku. Það var tek-
ið fram í leiðbeiningum til er-
lendra ferðamanna, að þeir
megi ekki búast við að hafa
not af ensku nema á stærstu
gistihúsunum — og raunar
vart, að menn tali annað en
rússnesku. en framundan er
risaátak á sviði ferðamála, 40
gistihús á að reisa á næstu
5 árum, m. a. stórt gistihús í
Moskvu, og einn liður þeirrar
áætlunar er þjálfun starfs-
liösins, og er þar enskunám
innifalið.
MORGUNGANGA.
Þennan fyrsta dag var ekk-
ert ,,á prógramminu" fyrr en
kl. 13 svo að viö fórum á stjákl
fréttamennirnir upp á eigin
spýtur, og vil ég skjóta því
hér inn í, að við vorum ávallt
algerlega frjálsir ferða okkar,
erlendra. — Þá vakti það þegar
athygli að í þessari 6—7 millj-
óna borg breiðra stræta og
stórra torga er annar svipur,
en vestrænna borga stórta og
smárra. Mér varð hugsað til
aðalgatnanna í Kaupmannahöfn
Brussel, París, Lundúnum, svo
að einhverjar séu nefndar, þar
sem hið frjálsa framtak ríkir
og samkeppni, er af leiðir að
á grunnhæðum húsa við allar
götur eru veitingastofur og
sölubúðir, og mikil áherzla er
lögð á gluggasýningar á vam-
ingi, — það var svo miklu
minna um þetta í Moskvu, þótt
„til sé í dæminu“, aö maður
rekist á gluggasýningar, og þær
fáu, sem ég sá voru smekk-
legar.
Við héldum, félagarnir í átt-
ina til Rauða torgsins og
Kremlturna — Þótt við vissum,
að til stæði að fara þangaö
síðar við leiðsögn.
Þar sem ekki mátti fara
styztu leið yfir torgið fyrir
framan gistihúsið — urðum viö
aö taka á okkur krók nokk-
um, og á tveim stöðum á leið-
inni var farið um stiga og göng
undir akbraut, til þess að kom-
Leiðin lá um grafhýsi Lenins
helgidóma Kremlkirkna
sem áttu að vera túlkar okkar
og til leiðbeiningar og annarrar
aðstoðar. — önnur þeirra —
Zoya Kurancheva, reyndist á-
gætlega fær í enskri tungu og
hafði jafnan greið og ýtarleg
svör á takteinum, hvað sem um
var spurt. Sjálfur Vladimir I.
Babkin, ráðherra og yfirmaður
ferðamála, bar það lof á hana,
er við sátum fund meö honum
og helztu starfsmönnum hans í
Intourist, að hún væri fremst
allra hvað hæfileika og reynslu
snertir í hópi hinna mörgu, sem
stofnunin hefði til leiðbeiningar
gestum og ferðafólki. Hin stúlk-
an, Nelly Katzelman, talaði
sænsku og þýzku og varð ekki
síður vinsæl í okkar hópi.
Og Zoya Kurancheva lét dæl-
una ganga á leiðinni inn f
Moskvu og fræddi okkur um eitt
og annað. Var frásögn hennar
fjörleg og „stytti leiðina" inn i
borgina, en landslag er heldur
sviplítið og „lítið fyrir augaö“.
. Og mun ég nú rekja það
helzta, sem fyrir augun bar
og á daga okkar dreif, þann
stutta tíma, sem við gátum
dvalið f Moskvu, og vek athygli
á, að þótt við færum víða um
borgina og sæjum margt, miðað
við dvalartímann, voru þessi
kyni. eins og að dreypa á glasi
með góðum miði, sem ganga
varð frá án þess að geta notið
hans nema að litlu leyti. Hafa
mun ég í huga, að skjóta inn í
frásögnina fróðleiksmolum, og
ekki mun ég geta stillt mig um
að segja eitthvað frá áhrifum
þeim, sem ég varð fyrir, og
hugarslangri, í þessari milljóna-
borg, sem er um svo margt ó-
lík öðrum, sem ég hefi í komið.
„HOTEL NATIONAL".
Eftir þriggja stundarfjórðunga
akstur var staðar numið fyrir
framan Hotel National, þar sem
SAS hefir aöalbækistöð sína í
borginni, en þar var okkur búin
gisting. Veður var hið fegursta,
ekki ský á himni, og yfir 30
Hin gullnu hjálmþök kirknanna í Kreml voru sólu roðin.
(minjagripasala) og ekki hægt
að verzla nema fyrir erlendan
gjaldevri. Slíkar verzlanir eru
eru víðar og aö sjálfsögðu í
flugstöðinni. „National" er eitt
af mörgum gistihúsum borgar-
innar, þar sem erlendir ferða-
menn gista, hin eru Metropol,
Berlin, Ukraina, Sovetskaya,
Leningradskaya, Pekin, Minsk
og Moskva. Kynni fengum við
nokkur af tveimur þeirra,
Metropol og Berlin, og vík að
því síðar.
Engin íveruherberjzi eru á
grunnhæð National, heldur á
c “'ri hæðum, og eru þar einnig
matstofur o ,fl. í forsal niðri er
ekki lyklavarzla og eftirlit eins
og tíðkast í vestrænum gistihús
um, — lyklavarzla er á hverri
hæð fyrir sig og gegna konur
vorum allir komnir I matstof-
una. Fram var borinn venjuleg-
ur morgunverður og gengu kon-
ur um beina, og líklega hefir
það verið sökum þess hve seint
við komum, að „serveringin"
var ósköp blátt áfram, því að
ein hinna ágætu kvenna er
þarna voru gekk um með gríðar
stóran ketil og hellti lútsterku
ketilkaffi í bolla manna, þetta
var sem sagt „ekta“ ketilkaffi,
eins og maður fékk í sveitinni á
æskuárum, og bragðaðist vel.
Hina morgnana var allt annar
háttur á og framreiðslan eins
og tíðkast í nútíma gistihúsum.
mAlakunnAtta
starfsfólksins í gistihúsinu
var næsta lítil, einkum gæzlu-
kvennanna á hæðunum, en þær
alls engum hömlum háöir,
nema að sjálfsögöu þeim sem
gestum ber að sýna sínum gest
gjöfum, með því að neyta þess
og njóta, sem þeir reyna fyr-
ir gesti sína að gera. — Þá
vil ég geta þess, aö meðal
norsku fréttamannana voru
tveir, sem lært höföu rúss-
nesku f verzlunarskóla og voru
slarkfærir í talmálinu. Á morg-
ungöngunni vakti þegar athygli
breiðar götur og hreinlegar og
mikil umferð á götunum, var
hvarvetna stöðugur straumur
fólks á gangstéttum, og bif-
reiðaumferðin var mjög mikil,
og langflestir bílanna af rúss-
neskum gerðum, en innan um
þó erlendir, Volkswagen og
f-Ieiri, en ókunnugt er mér hvort
þeir voru í eigu innlendra eða
ast á gangstéttina hinum meg-
in.' Var slíkt vfða. Neðanjaröar
samgöngukerfi borgarirmar er
víðfrægt — það er „stolt henn-
ar“ vegna listaverkaskreyting-
ar stöövanna, það er eins meö
þær og göturnar, að þar er
allt hreinlegra miklu en er í
stórborgum annarra landa.
Þetta bar á góma, er ég hitti
sendiherra okkar dr. Kristin
Guðmundsson, en hann kvað
íbúa Moskvu sízt standa íbú-
um Lundúna að baki í aö hirða
vel trjá- og blómagarða sína,
en þeir eru kunnir fyrir góða
umhirðu garða sinna.
GUM
Er á Rauða torgið kom geng-
um við fram hjá GUM, stór-
verzlun í mörgum deildum, sem
rekin er af ríkinu. Ekki fór-
um viö þó inn þeirra erinda
að verzla — tilgangurinn á
þessari göngu var aðeins að
njóta góða veðursins og skoða
okkur um á eigin spýtur — og
sáum við eftir því siðar, að hafa
ekki litiö inn í GUM, því að
við fengum blátt áfram ekki
tækifæri til þess síðar, að heitið
gæti, að verzla annars staðar
en í alþjóöaverzlununum — og
var þaö eingöngu vegna þess
hve dvölin var stutt. — Geta
vil ég þess hér meðan ég man,
ef einhver vildi vita eða þyrfti
um það að vita, að í rúblunni
eru 100 kópek, og er verðgildið
miðað við dollar 90 kópek en
2,52 rúblur jafngilda sterlings-
pundi.
Við létum okkur nægja að
þessu sinni að renna augum úr
nokkurri fjarlægð á grafhýsi
Lenins og þá miklu fylkingu,
sem ætlaði að leggja leið sína
um það þá um daginn, en þama
mun hafa verið allt að 3. kfló-
metra löng breiðfylking fólks,
greinilega úr öllum áttum hins
víðlenda Sovét-samveldis og
mjög margt ferðamanna erlend-
is frá.
HJARTA BORGARINNAR —
OG ALLS SOVÉTSAMVELDIS-
INS.
Þegar við næst komum þama
og nú við leiðsögn Zoyu Kuran-
chevu var sama góðviöriö og
enn heitara — 36 stiga hiti þeg-
Framh. á bls. 5.