Vísir - 21.06.1966, Side 15

Vísir - 21.06.1966, Side 15
V><-' VÍSIR. Þriöjudagur 21. Júní 1966. 15 CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN KVIKMYN D ASAGA TÓNABÍfl »Mætti ég vekja athygli yöar á þeim vandræðum, sem þér komið yðnr í, með þvf að sigla þannig í strand, ef svo mætti að orði kom- ast, í framandi landi, án vegabréfs peninga eða landgönguleyfis? Ég geri að vísu ráð fyrir að þér hafið fundið einhverja óbrigðula lausn.“ Rödd hans var eilítið hæðnisleg, þegar hann mælti síöustu setning- una. „Þar getið þér rétt til,“ svar- aði hún, eins og ekkert væri aug- ljósara. ,,En ég kem ekki um borð aftur eftir það sem þar gerðist.“ „Er það stolt — eða herbragð?" „Hvað eigið þér við?“ „Sé það herbragö, óska ég yður til hamingju. Þér megið reiöa yður á fyllstu aðstoð mína. Segið mér einungis fyrir verkum. Ég bíð ... Jæja, svo að þér svarið ekki. Þá er það sem sagt ekki herbragð, heldur fyrirtekt — og heldur vanhugsuð. Hef ég ekki rétt fyrir mér?“ „Við skulum ekki þrasa um merkingu vissra orða,“ svaraði hún „Gamli maðurinn er óþolandi. Ég get ekki lynt við hann lengur. Það er allt og sumt.“ „En ... vina mín, gerið þér yður í hugariund aö þér getið komizt yfir hin mestu auðæfi fyrirhafnarlaust eða án þess að leggja eitthvað í sölumar? Sagði ég yður ekki það fyrirfram, að hann væri svipaöur við að fást og sprengiefni? Þér er uð svo sannarlega heimskari, en ég hélt yður vera.“ Hilda hagræddi svæflunum við bak sér. „Við finnum enga lausn þó við förum að rífast, eða haldið þér það? Þér hafið á réttu aö standa hvað það snertir, að ég lét skapið hlaupa með mig í gönur. Það er ekki auðvelt að láta fara með sig eins og dulu." „Nú líkar mér betur við yður. Og nú skulum við hraða okkur aft ur um borð áður en hann veit um flótta yðar.“ Hilda reis á fætur, og stóð á nær kjólnum frammi fyrir Anton Korff án þess að finna til minnstu blygð unar, þó að hann hefði ekki aug- un af líkama hennar. Svo reis harm á fætur, vafði hana örmum, hún bauð honum þvalar, varirnar. Hann kyssti hana fast og lengi, en þeg ar hann reyndi að sveigja hana aft- ur á bak upp í rekkjuna, losaöi hún sig ákveðin úr örmum hans. Hagræddi úfnu hárinu og leit fast í augu honum. „Hvað áttuð þér við, þegar þér minntust á herbragð?" spurði hún allt í einu. „Ég geri ráð fyrir að þér kynnuö að luma á einhverju slíku,“ svar- aði hann. „Hví skyldi ég ekki gera það?“ „Hvað eigið þér við með því?“ „Nema hvað ... að ég noti strok mitt til að eggja gamla manninn?" sagði hún. „Það er hættulegur leikur. Enn höfum við ekki neina sönnun fyrir því, að hann hafi litiö við tálbeit- unni. Hafi hann hins vegar gert það, vær það meistaralegt her- bragð. Ef ekki, lægjuð þér á eig- in bragöi," varð honum að orði. „Hvað álítið þér?“ „Það hef ég sagt yður. Það er of mikið í hættu til þess að forsvaran legt sé að tefla svo fífldjarft." „Komi ég aftur um borö — þá hef ég tapað orrustunni," mælti hún. „Ekki ef hann kemst ekki áður að raun um að þér hafið fariö £ land.“ „Hann hlýtur að vita það, þó að enginn segi honum frá því. Við erum í höfn. Ég hlaut að yfirgefa skipiö, eftir slíka framkomu hans það getur hann sagt sér sjálfur. Það mundi hver manneskja, sem í enn ætti eftir snefil af sjálfsvirð- j ingu, hiklaust gera. Haldi hann ! hins vegar, að ég hafi ekki gert það | glatar hann allri virðingu fyrir j mér. Orrustan er því töpuö hvort eð er.“ „Við getum ekki leyft okkur.. maldaði hann enn í móinn. „Mér dettur nokkuð í hug,“ sagði hún. „Þér farið aftur um borð. Minnizt ekki á mig, en athugið hvernig málin standa. Hafi hann ekki neinar áhyggjur af mér, sný ég til baka innan skamms. Annars sjáið þér svo um að hann láti leita mig uppi, og þá skal ég sjá um framhaldið." Anton Korff var bersýnilega allt annað en hrifinn af hugmyndinni. „ÞaS er víst ekki um aðra lausn að ræða“. sagði hann. „Við skulum vona, að hann gefi ekki skipun um aö láta í haf án frekari eftir- grennslana". ^ Hilda brosti. | „Ég geri ráð fyrir að hafnaryfir- I völdin þurfi eitthvað að tala við j hann í sambandi við það, að hann j hefur hleypt mér í land án þess að I leyfi þeirra kæmi til“. Anton Korff starði undrandi á hana. „Þér eruð sannarlega ekkert blávatn, vina mín, að þér skulið athuga þetta ...“ Hann gekk út úr herberginu, án þess að segja fleira. Það var satt, þetta var djarft teflt, en sendi gamli maðurinn eftir henni, mátti hún hins vegar sigri hrósa. Úrslit málsins voru sem sagt að öllu leyti komin undir óút- reiknanlegum viðbrögðum ofsa- mánnsins. Anton Korff hélt um borð og gerði sér eitthvað til erindis inn í skrifstofu hans. Honum brá í brún, þegar hann sá hve gerbreytt fram- koma hans var oröin, og var Ant- on þó ýmsu ófyrirsjáanlegu vanur úr þeirri átt. Gamli maðurinn brosti vingjamlega við honum. „Við leggjum af stað til Split £ kvöld“, sagði hann. „Sjáðu svo um að allt sé undir brottsiglingu búið, og að við þurfum hvergi að koma £ höfn fyrr en þar“. Anton Korff var samt við öllu búinn. Spurði með varúð hvers vegna hann hefði ákveðið að sigla til Split. En gamli maðurinn var bersýni- lega £ sólskinsskapi. Kvaðst eiga margar góðar endurminningar um þá borg og þv£ langaði sig til að koma þangað einu sinni enn. Þó að litið væri f rauninni upp úr þeirri skýringu að hafa, gat hann ekki spurt frekara að sinni. „Hafið þér skýrt skipstjóranum frá þessari ákvörðun, eða á ég að gera það?“ „Nei, ég hef gengið frá því. Fáöu þér sæti, við skulum taka eina skák, kárlinn. Við getum víst ekki fengið vatn á geymana fyrr en um fimmleytið". Anton Korff settist og þeir byrj- uðu taflið. Hvorugur þeirra vildi hefja máls á því, sem þeim var báðum efst £ huga. Gamli maðurinn blimskakk- aði óþrútna auganu við og við á ritara sinn. En þegar Anton Korff tók ekki til máls, sagði hann eftir nokkra hrið, eins og annars hugar: „Ungfrú Meisner er ekki í klefa sínum“. Anton Korff leit ekki upp frá taflborðinu, og svaraði eins og hann hefði ekkert hugsað það mál: „Ég er ekkert hissa á þvi, eins og heitt er í veðri". „Ég hef vfst ekki komizt nógu greinilega að orði. Ég á við — hvar mundi hún halda sig, fyrst hún er ekki í klefa sínum?“ „Skipið er stórt ...“ Gamli maðurinn glotti eins og sá, sem veit að hann veit alltaf allt betur en allir aðrir. Það var ber- sýnilegt að hann naut yfirburða sinna á þvi sviði. „Hún er ekki um borö. Ég hef fengið vissu mfna fyrir þvi. Og það sem meira er ... einn af yfir- mönnunum sá hana fara i land og halda á ferðatösku £ hendinni". „Ætli hún hafi ekki skroppið eitthvað upp í borgina?" „Með ferðatösku í hendjnni? Korff minn góður, ég hef hingað til álitið þig sæmilega gefinn. Hún er farin fyrir fullt og allt. Tekið saman föggur sínar og yfirgefið okkur. Hafið þér ekki veitt þvi athygli, að hún er ekki eins og kvenfólk er flest á hennar aldri?“ Anton Korff fann augu gamla mannsins hvíla á sér. Hann lék fram riddara og yppti öxlum. „Ég skal sjá svo mn að þér fáið aðra hjúkrunarkonu. Hún er heimsk og stolt, og það fer ekki vel saman ... hjá kvenmanni". „Ég kæri mig ekki um aðra hjúkrunarkonu. Hana eða enga ella, heyrirðu það. Auk þess er hún ráðin sem ein af áhöfninni, og hún fer ekki af skipinu án mins leyfis, annars yrði úti um allan aga. Ég hata alla óhlýðni, það veiztu. Farðu í land og hafðu upp á henni og komdu með hana um borð ...“ „Haldið þér ekki að vissara væri að ráða aðra £ hennar stað? Við höfum ekkert af þessari nema vandræðin, og þar að auki er alls ekki vist að það takist að hafa upp á henni“. „Það er ekki eins og við séum í New York. Leitaðu hennar í gisti- húsunum — þau geta ekki verið svo mörg, að það taki langan tíma. Komdu svo með hana rakleitt um borð“, skipaði gamli maðurinn og brosti nú ekki lengur. „En ef hún neitar að koma með mér til baka, hvað þá?“ ' T A R Z A N Og Tarzan heldur áfram sögunni af uppruna sínum. í Freetown fóru foreldr- ar mínir um borð £ skipið Fuwalda, sem átti að flytja þau til ákvörðunarstaðar. ‘At freetowh my íaothek aw» FATHER 50AKFEF THE SHIF 'FUWALPA' 10 BEAK THEM TO • THEIK FIMAU FESTWATIOM... '1THIS WAS TO BE THE LAST TIME L0K7 ANF LAFY GKEVSTOK.E WEKE TOPE SEEM... *F0R THE SAIUHG VESSEL WAS MANNEF RyACKEW OF CUT-THKOATS ANF A SWAKTHy SULLY FOR A CAPTAINl Þetta átti eftir að vera í síðasta skiptið sem lávarður og lafði Greystoke sáust . . „Hvers vegna ertu svona tregur, Anton. Það mætti halda að þú værir þvl fegnastur, aö hún er farin ...“ „Það er ég líka, herra minn. Að vissu leyti ...“ „Hvað hefur hún svo sem gert á hluta þinn?“ „Ekkert. En ég tel að hún sé skylduræknari, ef svo mætti að orði komast, heldur en henni særnir". Hörður Ólafsson hæstaréttarlögmaður löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. (enska). Austurstræti 14 Símar 10332 35673 því að seglskipið var mannað glæpa- mönnum og skipstjórinn svartskeggja grimmdarseggur. la cjningm betur meö íá\íM fiianz larlestig oámM* glans hárlagningar- vökva MIILDSðLUIItaeik ISLENZK ERLENDAVERZUJNARfÉIAGIÐHF HAMlllUSLORtTTlXOI AMAMTI 'nP Kk lí U li. \i H> U r. «• *> V I ; I U íi ! .(. (i ',\ i .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.