Vísir - 26.07.1966, Qupperneq 1
*
VISIR
Við hafrannsókn-
ir í norðurhöfum
í Reykjavíkurhöfn liggja um
þessar mundir þrjú erlend haf-
rannsóknarskip. Tvö þeirra,
Hydra og Sverdrup komu hing-
aö á föstudag og lögðust að Ing
ólfsgarði. Skip þessi hafa verið
við hafrannsóknir hér á norð-
anverðu Atlantshafi frá í vor en
hið þriðja, Vidal, sem kom hing
að á sunnudag, hefur meðal ann
ars kannað ísröndina norður af
íslandi.
Hafrannsóknir Breta heyra
undir brezka flotamálaráðuneyt
ið, en eru ekki í samráði við Al-
þjóðahafrannsóknarráðið, sem
ísland er aðili að. Þær eru því
ekki í neinum tengslum við
íslenzkar haf- og fiskirannsókn-
ir, en vísindamennirnir um borö
munu þó ræða við kollega sína
hér einhvem næsta dag áður
en skipin sigla aftur úr höfn.
Fremst á myndinni eru brezku skipin Hydra (stærra)
liggja utan á íslenzku varðskipi.
og Vidal, en á bak við sézt norska sldpið Sverdup
LAXVEIÐAR I ELLIÐAANUM
HELMINQI MEIRI EN f FYRRA
Einn veiðimnður hefur fvívegis fengið 14 luxu
Laxveiðarnar í Elliðaánum
hafa verið mjög góðar undan-
farið og eru nú komnir næstum
helmingi fleiri laxar á land en
í fyrra, þó að útlitið hafi verið
slæmt fyrst í sumar. Á hádegi
í gær höfðu veiðzt 373 laxar
móti um 200 á sama tíma i
fyrra.
Ástæðan fyrir því að meira
veiðist nú en í fyrra, er án
efa að nokkru léyti sú, að
vatnið er mun betra í ánum nú
en það var í fyrra. Álíka margir
laxar hafa gengið í gegnum
KANNAR ÞEISTAREYKJASVÆÐIÐ
teljarann. Á hádegi í gær höfðu
Frh. á bls. 6.
Síðar í þessari viku verður
framkvæmd könnun að ein-
hverju leyti á Þeistareykjasvæð
inu eftir þvf sem Sigurður Þór-
arinsson tjáði blaðinu í morg-
un.
Guðmundur Sigvaldason jarð
fræðingur er nú staddur við
rannsöknir inni við Öskju, á-
samt Eysteini Tryggvasyni og
fleiri vísindamönnum.
Kemur Guðmundur hingað til
Reykjavíkur í lok vikunnar, en
á bakaleiðinni mun hann koma
við á Þeistareykjasvæðinu og
gera einhverjar athuganir við-
víkjandi jarðhitabreytingunum
þar.
Ekki hefur frétzt af neinum
teljandi breytingum á svæðinu
síðan í fyrri viku, þegar upp
komst um jarðhitabreytingam-
ar þar.
Skátar ganga fylktu liði inn á mótssvæðið.
Flöskuskeyti voru sett á flot í tjöm við hátiðar svæðlð en tjomln er líkan af alheimskorti.
Landsmót
Landsmót skáta að Hreöa-
vatni var sett í gær kl. 4. Fylktu
skátar liði við hátíðarsvæðið.
Fluttu fyrst ávörp Borghildur
Fenger og Ingólfur Ármanns-
son mótsstjórar, en síðan var
fluttur þáttur um sögu islenzka
fánans og fánamir fjórir, sem
Eslendingar hafa átt dregnir að
húni um leið og sagan var sögð.
skáta sett
Skátahöfðingi, Jónas B. Jóns
son, flutti ávarp, en síðan voru
flöskuskeyti frá öllum tjaldbúð-
unum sett á flot í tjöm við há-
tiðarsvæðið þar sem þau munu
vera út mótið en verður siðan
kastað á haf út.
Voru mótsfáninn og þjóðfán-
ar allra þátttökuþjóða dregnir
að húni og var þá Landsmót
skáta 1966 sett.
Mikill fjöldi íslenzkra ferða-
ianga er hér um þessar mund-
ir vegna heimsmeistarakeppn-
innar í knattspymu. Sumir hafa
komið á sjálfs sín vegum og
séð um allt skipulag á eigin
spýtur, en aðrir hafa komiö í
hópum frá feröaskrifstofunum.
Stærsti hópurinn kom hing-
að í gærkvöldi, en lenti í marg-
víslegum erfiðleikum við kom-
una. Farið var beint á Wembley
og horft á leik Uruguay og
Mexíkó, en síðan var haldið til
...jtels þess, sem flokkurinn var
bókaður á. Það kom í ljós að
hótelið, eða öllu heldur her-
bergin, sem voru á víð og dreif,
voru í 3 tíma fjarlægð frá Lond
on með strætisvagni, í smábæ
einum, sem heitir Heme Bay.
Þar er allvinsæll sumarleyfis-
staður fyrir eldra fólk, en fyrir
fólk sem vill vera daglega í
London hefði veriö ógjörningur
að búa þama.
Einnig kom í ljós að hópurinn
kom tveim dögum of snemma
samkvæmt því sem hótelstýran
Mrs. Matthewsman sagði og
varð þvi að búa við ákaflega
ófullnægjandi skilyrði fyrstu
nóttina.
Fararstjórar hópsins, þeir Jón
Ásgeirsson og Magnús Péturs-
son, báðir kunnir fyrir afskipti
sín af íþróttamálum brugðust
hart og skjótt við og tókst aö
útvega 30 herbergi á sama hótel
inu á bezta staö Lundúna á
Mount Royal Hotel, og þangað
var haldið snemma í morgun og
setzt að um 5 leytið í dag.
Margir í hópnum voru ákaf-
lega óánægðir með þjónustu
þessa, ekki sízt með miðasöl-
una, því þeir höfðu pantað fyrir
meira en ári og löngu
greitt fyrir miða í sæti, en þeg-
ar til kom fengu þeir aðeins
miða í stæði fyrir aftan annað
markið, — á versta stað á vell-
inum. Þeir höfðu á orði að betra
væri að sitja inni á hótelher-
bergi og horfa á leikina í sjón-
varpi. — jbp.