Vísir - 05.08.1966, Side 6

Vísir - 05.08.1966, Side 6
6 V í S IR . Föstudagur 5. ágúst 1966. Að$ins léttabáturinn fannst Eftir seinustu helgi var hafin mikil leit að skemmtiferðasnekkju lítilli með 31 manni um borö, en þar af voru 7 böm. Óttast var að snekkjan hefði farizt við strendur Waies. — Léttbátur frá snekkjunni fannst á floti skammt frá Eddystone á Comwall-ströndinni og er myndin af honum tekin úr lofti. Leitin hefur engan árangur borið. Aðeins léttbáturinn fannst. Vængjalaus flugvél ætluð geimförum vængjalausu flugvél á tilraunaflugi yfir Edwards flugstöðinni í Kafiforníu. Kaupmannafélag ó Sauðárkróki Föstudaginn 29. júlí s.l. var ítofnað kaupmannafélag á Sauð- irkróki. Félagið var stofnað að tilhlutan Kaupmannasamtaka íslands. Fundinum stýrði formaður Kaup mannasamtakanna Sigurður Magn ússon, en Knútur Bruun hdl., fram kvæmdastjóri K.l. gerði grein fyrir aðdraganda að stofnun fé- Lindargötu 25 sími 13743 lagsins, og lagði fram frumvarp að lögum þess. Fundarritari var Jón I. Bjamason. Formaður Kaupmannafélags Sauðárkróks var kjörinn Haraldur Ámason, en aðrir í stjóm, Ámi Blöndal, Evert Þorkelsson, Pétur Helgason og Steingrímur Arason. FuHtrúi félagsins í stjóm Kaup- mannasamtaka íslands var kjör- I inn Anton Angantýsson. Á Sauðárkróki eru starfandi um 30 verzlunarfyrirtæki. Frú Brauðskál* onum Lang- holtsvegi 126 | SMURT BRAUÐ og SNITTUR BRAUÐSKÁLINN Sítni 37940. Setjum upp Mælum upp Loftfesting Veggfesting Rannsókn lokið í smyglmálinu Rannsókn Skógafoss-smyglsins. — Málið virðist hafa gengið upp er nú lokið og er nú unnið við að ■ hjá okkur, tjáði Jón Abraham Ól- vélrita skýrslu um málið, sem afs^on, fulltrúi í Sakadómi, Vísj í send verður saksóknara ríkisins.1 morgun. Ekkert nýtt hefur komið 14 menn eru flæktir í málið, en í ljós og engar viðbótarkærur hafa þeim hefur öllum verið sleppt úr, borizt frá tollgæzlustjóra. haldi. I Breytingar á bifreiða- Ákveðið hefur verið að fella nið ur bifreiðastöðubann á Tjarnar- götu að vestanveröu milli gömlu slökkvist. og Vonarstr. en þó ekki á 30 metra kafla næst Vonarstræti. Afnámið stafar af flutningi slökkvi stöðvarinnar úr Tjamargötu upp í Öskjuhlíð. Þá hefur veriö ákveðið að feila niöur stöðubann að sunnanverðu á Lindargötu frá Frakkastíg aö Vitatorgi, og jafnframt hafa verið bannaöar bifreiðastööur norðan- megin götunnar á sama kafla. Þessar breytingar hafa þegar tek ið gildi. iiíliilliiilliiillil G AN GSTÉTT AHELLUR Nýjar tegundir (Bella hoj) að Bjargi við Sundlaugaveg (bakhús). Sími 24634 eftir kl. 7 s.d. HEIMILI — VINNA Stúlka (um 35 ára) óskast, góð og reglusöm, sem vildi taka að sér aö stjóma léttu og fallegu heimili til frambúðar. Hátt kaup. Tilboð ásamt upplýsingum og síma sendist blaðinu innan 3 daga merkt „Framtíð — 808“. LOFTPRESSUR Tökum að okkur hvers konar múrbrot og sprengivinnu í húsgrunn- um og ræsum. Leigjum út loftpressur og vibrasleöa. Vélaleiga Stein- dórs Sighvatssonar, Álfabrekku við Suðurlandsbraut. Sími 30435. STARFSMENN VANTAR á Kleppsspítalann. Uppl. gefur forstööukona í síma 38161. Síld — Framh. af bls. 1. Flutningaskip ríkisverksmiðjanna, Haföminn, er nú kominn á miðin', og lestar þar síld, sem væntanlega fer í bræðslu á Siglufirði. Fyrsta söltunarsíldin barst til Dalvíkur í gær. Þangað kom Björg vin EA með 40 tonn af fallegri síld. Boranir — Framhald af bls. 16 fyrradag var búið að bora nið- ur á 33 m dýpi, en áætlað var að bora niður á 50—60 m dýpi, og mun borunum á þessum stað þvi Ijúka nú í dag eða mjög bráðlega. Síðar er áætlað að hefja boranir neðar í Fljóts- dalnum eða þar sem Gilsá renn- ur út i Lagarfljót, en þar hafa myndazt miklar áreyrar, og á að bora á þessum eyrum. Munu vera um 100 m þar niður í föstu jarðlögin, þannig að alla vega verður að bora þar dýpra, enda verður þar stærri og öflugri bor að verki. Þjóðhátíð — Framh. af bls. 1. ur á þjóðhátiðinni, en hann fer mjög mikið eftir veðri. Veðrið er mjög gott hér núna og útlit fyrir að hátíðargestir fái sól- skin í dag. í fyrra voru milli 4 og 5 þúsund manns á þjóð- hátíðinni, bæði heimamenn og aðkomufólk og við reiknum frekar með að fjöldinn verði nokkuð svipaður nú. — Dagskráin verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár, en skemmti- kraftar að sjálfsögðu aðrir eins og ég sagði áðan. Verður reynt að gera öllum til hæfis, bæði börnum og fullorðnum. — Þjóðhátíðin hefst í dag kl. 14 með því að Jóhann Frið- finnsson kaupmaður setur há- tíðina og síðan prédikar séra Þorsteinn L. Jónsson og kirkju kór Landakirkju syngur. Þá verður frjálsíþróttakeppni, lúðrasveit leikur, bamatími verður og Skúli Theódórsson sýnir bjargstig. Þá fer fram knattspymukeppni milli Þórs og Týs og dansleikur verður fyrir böm. í kvöld verður úti- skemmtun fyrir fullorðna með margvíslegum skemmtiatriðum og kl. 23 hefst dansleikur á báðum danspöllunum og stend- ur hann til kl. 4 eftir miðnætti. Á miðnætti tendrar brennu- kóngur eld á Fjósakletti og skot ið verður upp marglitum sól- um. Flugeldasýning verður ekki nú eins og oft áður, því að flugeldar hafa valdið slysum, en sólirnar eru taldar alveg hættulausar. — Á morgun heldur Einar H. Eiriksson skattstjóri hátfða- ræðuna, en að öðru leyti verður dagskráin mjög svipuð þvl sem er í dag og dansað verðui til kl. 4 eftir miðnætti. Á sunnudag verða dagskráratriðin færri, leikin verða létt lög síðdegis, frjálsíþróttakeppni fer fram, bamatími verður og að lokum dansað til kl. 2 eftir miðnætti. — Þess má að lokum geta að þjóðhátíðarlag 1966 hefur Oddgeir Kristjánsson samið við ljóð Ása í Bæ, en auk þess hefur Þórunn Frans gert lag til- einkað íþróttafélaginu Þór á þjóðhátfð 1966 en textann hef- ur Guðrún Gísladóttir gert.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.