Vísir - 05.08.1966, Síða 8
8
VI-SIR . Föstudagur 5. ágúst 1966.
VISIR
Utgetandi: Blaöaútgáfan VTSIR
Ritstjörl: Gunnar G. Schram
Aðstoöarrltstjðri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Auglýsingast].: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugaveg) 178. Siml' 11660 (5 iínur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 7,00 elntakið
Prentsmiöja Vtsis — Edda h.f.
Hlutverk Hagráðs
í fyrradag kom hið nýstofnaða Hagráð saman til
fyrsta fundar síns. Hlutverk þess er að vera vettvang-
ur, þar sem fulltrúar stjórnvalda, atvinnuvega og
stéttarsamtaka geti haft samráð og skipzt á skoðun-
um um meginstefnuna í efnahagsmálum hverju sinni.
Ekki má ætla að Hagráð muni vinna nein kraftaverk
á því sviði að lægja öldur kjarabaráttunnar í þjóð-
félaginu eða komi skyndilegu jafnvægi og ró á í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Til þess hefur það hvorki
vald né verksvið. En engu að síður getur stofnun
ráðsins markað merk spor í sögu efnahagsmála okk-
ar. Þar er í fyrsta sinn skapaður vettvangur fulltrúa
stærstu hagsmunasamtaka almennings, auk ríkis-
valdsins, sem hafa eiga það hlutverk að lesa úr opin-
berum skýrslum óbrenglaðar staðreyndir efnahags-
lífsins og ráðleggja á hlutlægum grundvelli um stefn-
una hverju sinni. Það er einmitt þetta sem skort hefur
í þjóðfélagi okkar á liðnum árum. Þar hefur hver full-
yrðingin staðið gegn annarri um kaupmátt og ár-
angur kjarabóta, og endalaust verið pexað um hlut-
deild stéttanna í þjóðartekjum og vaxandi þjóðar-
hagsæld. Þar hefur oft verið sem blindur leiddi blind-
an með þeim afleiðingum, að vinnudeilur hafa títt
verið háðar á fölskum forsendum og sjálfsagðar efna-
hagsráðstafanir affluttar vegna þess að tekizt hefur
að koma á þær stimpli hinnar pólitísku fjölbragða-
glímu. Hagráð á að koma ljósi nýs dags inn í þetta
makalausa myrkviði, skilja rétt frá röngu, og túlka
og kynna einföldustu staðreyndir efnahagsmála lands-
ins. Þá fyrst, þegar slíkt hlutlægt mat fulltrúa stétt-
arsamtakanna liggur fyrir, er von til þess að unnt
verði að byggja á þeim grunni skynsamlegar að-
gjörðir og koma á hæfilegum réttarbótum þeim til
handa, sem sannanlega eru afskiptir við gnægtaborð
þjóðfélagsins. Þess vegna er fyllsta ástæða til þess
að vona að Hagráð reynist hlutverki sínu vaxið —
og að starf þess megi lægja öldur stéttastríðs og
hjaðningavíga, sem lengi hafa tafið frá átökum .við
verðugri verkefni.
Hvar er stefnuskráin?
I vetur fann Eysteinn Jónsson það upp að þjóðin
ætti að fara „hina leiðina". Þrátt fyrir ótal áskoranir
fékkst hann aldrei til að segja hvert hún lægi. Nú er
Tíminn farinn að tala um „þriðju leiðina"! Sú leið
virðist engu minni vegleysa en „hin leiðin“ og enda
í sömu áttavillunum. Þjóðin öll brosir að þessari vega-
gerð þeirra Framsóknarmanna, þar sem yfirsmiður
inn kann sýnilega ekkert til sinna verka. I öllum
menningarlöndum er það talin skylda stjórnarand-
stöðunnar að birta ítarlega stefnuskrá um helztu
vandamál þjóðarinnar. Hver minnist þess, að íslenzka
stjómarandstaðan hafi rækt þessa skyldu sína?
a
Horfir verr um sterl-
ingspund en opmber-
ar tilkynningar herma
Síðari grein
um efnahags
ráðstafanirn-
ar brezku
Lundúnablöóin skýrðu frá því,
þegar Wilson var að fljúga vest-
ur yfir haf til fundarins í Was-
hington, að á skrifborði forset-
ans lægl skýrsla um efnahags-
mál Bretlands og horfur,
skýrsla, sem samin var af banda
rfskum sendiráðsmönnum og
sérfræðingum f Lundúnum. — í
þessari skýrslu var sagt berum
orðum, að gengisfellingu (punds
ins) hefði aðeins verið frestað
með selnustu efnahagsráðstöf-
unum WUsons, og ekki geti hjá
því farið, að hún verði stað-
reynd, ef til vill á næsta ári.
En blöðin segja, að f skýrsl-
unni sé ekki eingöngu rætt um
fjárhagshorfumar á Bretlandi,
þar sé og haldið fram, að al-
varlegast af öllu sé afstaða
brezku þjóðarinnar og viðhorf
til mála. Brezka þjóðin er — aö
áliti þessara stjómmálamanna,
ófús að láta hendur standa fram
úr ermum og vinna af dugnaöi.
Og gagnrýninni er haldið áfram
og sagt, að dvfnandi sé hinn
gamli kjarkur og seigla, að duga
þegar í harðbakka slær og aldrei
betur en þá.
„Eins og Svíþjóð“
1 raun og veru, segir i skýrsl-
unni, viröast talsverðar lfkur
fyrir, að áður Iangt um líður
verði Bretland önnur Svíþjóö,
með svipaða aðstöðu og hún til
áhrifa á alþjóða vettvangi".
Daily Express segir, að ekki
hefði verið hægt að leggja þessa
skýrslu fyrir Johnson forseta
á óheppilegri tíma. Hið versta í
þessari skýrslu, sem stjómmála
menn vestra líti á sem „dýna-
mit", sé það, hver áherzla sé
lögð á dvínandi kjark og dug
brezku þjóðarinnar nú. Þar sé
erfitt um að bæta, en efnahags-
veilur séu annars eðlis og hægt
að bæta úr þeim. Og fallist for-
setinn á þessar skoðanir sé hin
„sérstaka sambúð" og samstarf
brezku þjóðarinnar og hinnar
bandarísku f hættu. En blaðið
tekur fram til þess að gæta
allrar sanngimi, að ekki sé hægt
að dæma um hversu efnahags-
ráðstafanir Wilsons reynist fyrr
en eftir að ár er liðið.
En Johnson talaði
í öðrum dúr
Forsetinn og Wilson ræddust
við einslega f fimm stundarfjórö
unga, en í hádegisverðarboði sfð
ar sagði Johnson, að Banda-
Harold Wilson.
ríkjamenn þekktu Breta og
vissu af reynd, að mesti vara-
sjóður Bretlands væri hugrekki
og dugur sona þess. Hann sneri
sér að Wilson og fór nokkr-
um viðurkenningarorðum um,
að f síðari heimsstyrjöldinni
hefðu Bretar sýnt sama dug
og þrek og svo oft áður og bjarg
að landi sfnu og verið öllum
heiminum til fyrirmyndar. Það
hafi verið hugrekkið og kjarkur-
inn, sem þá réði úrslitum, og
hann bar lof á Wilson sem
harðfengan og glæsilegan þjóð-
arleiðtoga.
Og er heim kom og slagurinn
stóð um hinar nýju efnahags-
ráðstafanir sigraði Wilson í
fyrstu lotu, þrátt fyrir and-
spymuna f verkalýðsfélögunum,
hvemig sem síðar fer.
Vinnuveitendasambandið og
stjóm Verkalýðssambandsins
hafa hvatt til stuönings við
stjómina, en Verkalýðssamband
ið langt frá þvf eins hjartan-
Iega, eins og það var orðað f
einni frétt, en verkalýðsleiðtog-
amir settu ýmis skilyrði.
Og enn sigraöi stjómin við
atkvæðagreiðslu f fyrrakvöld,
en með aðeins 26 atkvæða meiri
hluta. Og opinberlega liggur fyr-
ir að 26 þingmenn krata sátu
hjá í þessu stórmáli.
Er reynt að
„breiða yfir“.,.
Það liggur auðsæilega fyrir,
að ekki aðeins meðal stjómar-
andstæðinga heldur og í flokki
krata sjálfra er rfkjandi vantrú
á að efnahagsráðstafanimar nái
Vísi hefur borizt eintak af
merku þýzku iðnaðarriti. Er það
skrá yfir alla framleiöendur
véla í Vestur Þýzkalandi. Nefn-
ist bókin á ensku „Who Makes
Machinery" og er f henni listi
yfir framleiöendur bæði í Berlín
og Vestur Þýzkalandi, ásamt
skrá yfir hvaða vélategundir
hveri firma framleiðir.
Eins og geta má nærri er
þetta mikið rit og er þar skýrt
frá 17.000 vélategundum og
tækjum og getið um 23.000
firmu sem framleiða þau. Hér er
raunar um fleira en vélar að
tilætluðum tilgangi, og sagt er,
að margir aðrir en hinir róttæku
kratar sem hjá sátu, séu í vafa
ekki síður en íhaldsmenn. En
margir vilja hjálpa Wilson,
þeirra á meðal hinir efagjömu,
og þrátt fyrir skýrslu sérfræð-
inga sinna i London, styður
Johnson Wilson drengilega. Þaö
er mikið í húfi. Það verður að
treysta stoöimar, fá menn til
þess að trúa á, að markinu veröi
náð og umfram allt trúa á aukna
framleiðslu, aukinn útflutning
og traust sterlingspund, — en
hefur verið gripiö til tæpast
Lyndon Johnson.
sagt vafasamra aðferða til þess
að leyna hversu ástatt er með
pundið: Birtir fjármálaráðuneyt-
ið brezka og Englandsbanki til-
kynningar, sem sýna ekki hið
rétta ástand?
1 skeytum frá London á þriðju
daginn til Norðurlandablaða var
sagt, að þegar tilkynning fjár
málaráðuneytisins um aö gull
og gjaldeyrisforðinn hafi minnk
að um aðeins 25 milljónir punda
í júlí hafi menn rekið upp „hjart
anlegan hlátur" í kauphöllinni
— vegna þess að hið raunveru-
lega tap sé 3—6 sinnum meira.
Eftir þessa tilkynningu hækkaðí
pundið örlitið brot úr banda-
risku centi — m. ö. o. raunveru-
Iega engin breyting varð, sem
„þýðir það, að óvissa rikir stöð-
ugt um pundið".
ræða því framleiðenda alls kon-
ar tækja er getið og útbúnað-
ar, m. a. allra framleiðenda
tækja í þýzka fiskiðnaðinum.
Ritið er gefið út af sambandi
þýzkra vélaframleiðenda og
kemur út á fjórum tungumálum.
Það kostar 100 krónur og faest
frá forlaginu, Hoopenstedt &
Co. Havelstrasse 9, Darmstadt,
í Vestur Þýzkalandi. Má ætla aö
bók þessi geti orðið fslenzkum
iðnrekendum og fleirum sem
hyggjast kaupa vélar og tæki
erlendis frá hinn bezti leiðar-
vísir.
Skrá um þýzka
vélaframleiðendur