Vísir - 05.08.1966, Blaðsíða 9
VISIR . FÖ-.Usdíir
VerSur Hengílssvæðið framtíðar-
hitaveitusvæði
Rætt við Guðmund Pálmason forstöðu-
mann jarðhitadeildarinnar um
veiturannsóknir þar
hita-
Notkun jarðhita til húshitun-
ar hefur farið mjög vaxandi
hin síðari ár. Þó að meginhluti
þeirrar notkunar sé í Reykja-
vlk, hafa alhnargir kaupstaðir
og kauptún lagt í kostnað við
rannsóknir á jarðhita í nágrenn
inu með tilliti til væntanlegrar
hitaveitu og hafa þegar verið
lagðar hitaveitur á nokkrum
þessara staða, svo sem Sauð-
árkróki, Ólafsfirði, Selfossi og
væntaníegá verður ekki langt
að bíða hitaveitulagna til Akur-
eyrar og Húsavíkur.
Reykjavik er öðrum stöðum
betur sett hvað hitaorku snertir,
þar eð hana er að finna svo til
við bæjardymar, sem kunnugt
er. Framsýnir menn hafa þó séð
fram á að það svæði, sem nú
er hagnýtt fyrir Reykjavík mun
ekki endast síaukinni notk-
un svo að viðunandi verði i
framtiðinni. Er þá ljóst að leita
verður út fyrir borgarmörkin
og koma þrjú svæði einkum til
greina. Hengilssvæðið, Trölla-
dyngjusvæði og Krýsuvík.
Þessi svæði hafa öll verið
rannsökuð nokkuð á vegum
jarðhitadeildar Raforkumála-
skrifstofunnar. Þessar rann-
sóknir hafa að undanfömu eink
um beinzt að Hengilssvæðinu
norðanverðu eða jarðhitasvæð-
inu á Nesjavöllum. Svæðið
sunnan Hengils, norðan Hvera-
gerðis, hefur verið öllu betur
kannað til þessa.
Vísir leitaði til Guðmundar
Pálmasonar, forstöðumanns
jarðhitadeildarinnar, um upp-
lýsingar varðandi þessar rann-
sóknir.
1950 birtist skýrsla um rann-
sóknir á Hengilssvæðinu i tíma-
riti Verkfræðingafélagsins og
er það hið fyrsta, sem vitað er
um rannsóknir þar. Siðan hafa
verið boraðar þar nokkrar hol-
ur og síðan má geta um jarð-
fræðikort af svæðinu, sem
Kristján Sæmundsson gerði.
Þeim rannsóknum, sem unnið
er að núna, má skipta í 4 liði.
Hluti þeirra rannsókna er gerð-
ur f samVinnu við Eðlisfræði-
stofnun Háskólans og Rann-
sóknarstofnun iðnaðarins. Þews-
ar fems konar rannsónir, sem
einkum er unnið að á Nesja-
vallasvæðinu eru:
1. Segulmælingar.
2. Þyngdarmælingar.
3. Jarðsveiflumælingar.
4. Jarðefnafræðilegar athug-
anir á hverum.
Segulmælingamar geta gefið
mikilsverðar upplýsingar um
jarðhita. Það mál er þannig
vaxið, að jarðhiti getur eyði-
lagt segulmögnun bergsins, af-
Ieiðing þess verður sú að segul-
sviðið ofan við þessi berglög
verður óreglulegt og kemur
fram við mælingamar. Þetta
fyrirbæri er þekkt frá jarðhita-
svæðinu við Námafjall. Prófess
or Þorbjöm Sigurgeirsson sér
um þessar mælingar, sem eru
gerðar úr lofti með sérstakri
ljósmyndun. Hann hefur þegar
mælt helming svæðisins, en
talsverðan tíma tekur að vinna
úr niðurstöðunum.
Þyngdarmælingarnar, eru
rannsóknir á þyngdaraflinu.
Orsaka þessara breytinga er að
leita í bvggingu bergsins und-
ir mismunandi eðlisþyngd þess.
Þyngdarmælingamar gefa góða
viðbótarvitneskju við alhliöa
Guðmundur Pálmason.
ar jarðvegsrannsóknir.
Jarðsveiflumælingarnar (berg
málsmælingar) eru framkvæmd
ar með því að sprengja dínamít
og senda hljóðsveiflur niður í
um gefa mikilsverðar upplýsing
ar um byggingu bergsins.
Út frá þessum rannsóknum
er unnið að segulkorti af 400
ferkm. svæði og þyngdarkorti
af minna svæði, um 100 ferkm.
Jarðsveiflumælingarnar eru
hins vegar línubundnar. Nauð-
synlegt er aö beita öllum til-
tækum aðferðum til þess að
gera sér grein fyrir gerð og á-
standi berggrunnsins á jarðhita
svæðinu og rennsli heita vatns-
ins um hann, með því vonumst
við til þess að minnka áhætt-
una við síðari vinnsluboranir.
Fyrir Hitaveitu Reykjavíkur
voru á Nesjavöllum boraðar
þrjár holur, en 8 djúpar holur
hafa verið boraðar á suðurvæð-
inu (við Reykjakot). Ein þess-
ara þriggja hefur nú verið
dýpkuð verulega með bomum
sem notaöur var á Seltjamar-
nesi í vor. Árangurinn gefur
tilefni til nokkurrar bjartsýni.
Hitastigið var orðið 259° á 721
metra dýpi, þegar það var mælt
||||i|i||| lipililliii::;;
í'f) 5 i
Krakkar í gufubaði á jarðhitasvæði í Henglinum,
jarðfræðikönnun svæðisins, eins
konar hjálpargagn jarðfræðinn-
ar og sama er að segja um aðr-
jarðlögin, þessum sveiflum end- í gær. Það er mesti hiti, sem
urkastar bergið upp aftur. Mæl- mælzt hefur í borholu hér á
ingamar á þessum hljóðsveifl-
hefur í holu áður var norður
við Námaskarö í svokölluðu
Bjamarflagi. — Mesti hiti sem
mælzt hefur á Reykjakotssvæð
inu er hins vegar 232 stig.
Er Reykjanes eitt og
sama jarðhitasvæðið?
Sumir hafa viljað halda því
fram, að Reykjanesið væri eitt
og sama jarðhitasvæðið og
Reykjavíkursvæðið væri einn-
ig tengt þessum svæðum. Við
spyrjum Guðmund þvi, hvort
hann telji tengsl vera milli
þessara svæða.
— Ég tel ekki útilokað að svo
sé. Ekki er hægt að fullyrða
neitt um það. Við vitum ennþá
tiltölulega lítið um rennsli
heita vatnsins á þessum svæð-
um. Það er eitt af meginverk-
efnum jarðhitarannsóknanna að
kanna betur vatnsstreymið um
berggrunninn og leita að varma
gjafa jarðhitasvæðanna.
Og hvað svo um væntanlegt
framtíðarhitaveitusvæði Reykja
víkur og nágrennis?
— Það fer að koma að því,
að Reykjavík þurfi á viðbótar-
varma (hitaorku) að halda. Þá
þarf að vera búið að gera sér
grein fvrir hvar á að bera nið-
ur. Það er okkar sjónarmið
hérna hjá Jarðhitadeildinni að
fyrst beri að kannát nærsvæði
Reykjavíkur og þegar þau
svæði hafa veriö nýtt eins og
hægt er, þá eru það tvö svæði
sem helzt koma til greina:
Hengilssvæði og Krýsuvik á-
samt Trölladyngju.
Það er talsverður áhugi hjá
sveitarfélögunum hér í ná-
grenninu að koma á samvinnu
um jarðhitarannsóknir. í því
sambandi má geta þess merka
átaks sem unnið hefur verið á
Seltjarnarnesi. Árangur þess
lofar góðu.
Þama á Seltjamarnesi er í
vissum skilningi um nýja stefnu
að ræða í jarðhitaleit, því að
þar var borað á svæði, sem
ekki var jarðhiti fyrir á yfir-
borðinu eða I næsta nágrenni,
en óvenjuhár hitastigull hafði
hins vegar mælzt í gmnnum
borholum.
landi. Mesti jarðhiti sem mælzt
Aukin vegaþjónusta F.Í.B.
'l/'egaþjónusta Félags ísl. bif-
’ reiöaeigenda hefur aldrei
verið jafnvíðtaék og um nýaf-
staðna verzlunarmannahelgi, —
F.Í.B. hafði úti á þjóðvegum 17
vegaþjónustubíla og aðstoðuðu
þeir ca. 605 bíla, auk þess sem
fjölmargir bílar voru dregnir til
nærliggjandi verkstæða eöa
kauptúna. Hefur vegaþjónustan
aldrei aðstoðað jafnmarga öku-
menn yfir eina helgi. Þá haföi
F.Í.B. sjúkrabíl úti á þjóðveg-
um og flutti hann 4 slasaöar
manneskjur í sjúkrahús.
í fyrsta skiptið rak F.Í.B. vega
þjónustubíl út frá Isafiröi, og
kom hann að góöum notum, að-
stoðaði m. a. 35 ökumenn. Voru
því vegaþjónustubílar frá F.Í.B.
í öllum landsfjórðungum Fyrir
tilstuölan F.l.B. voru allmörg
viðgerðarverkstæði opin yfir
verzlunarmannahelgina og leit-
aði til þeirra fjöldi ökumanna.
Að venju rak F.Í.B. sérstakan
sjúkrabíl, sem útbúinn er tveim-
ur sjúkrakörfum, og var hann
einkum staðsettur á Stóru-Mörk
undir Eyjafjöllum. Flutti hann
þrjár slasaðar manneskjur, er
komu frá Þórsmörk til Reykja-
víkur og ennfremur var ein fót-
brotin kona sótt langleiðina inn
í Landmannalaugar og flutt til
Reykjavíkur. — Þá aðstoðaði
sjúkrabillinn fjölmarga vegfar-
endur t. d. með sjúkragögn og
var bflnum ekið alls um tvö
þúsund km. yfir verzlunar-
mannahelgina.
í fyrsta skiptið í sögu félags-
ins hafði það úti á vegum yfir
verzlunarmannahelgi tvo full-
konma kranabíla, sem nýlokiö
er við að byggja upp. Lyftu þeir
alls 18 bílum, og fluttu flesta
þeirra til Reykjavíkur. Var ann-
ar kranabíllinn á vegum f Ár-
nessýslu, en hinn í Hvalfirði og
Borgarfirði.
Siö af bílum F.I.B.