Vísir - 05.08.1966, Side 11
SíÐAN
Sara Churchill gefur út ljóðabók
Sara var uppáhaldsbarn föð-
ur sins, Winstons Churchills.
Hann batt miklar vonir við
framtíð hennar, en hún fór í
mörgu á annan veg en hann
hafði óskað. Sara gerðist leik-
kona en svo kom að því að hún
fór að drekka og eitt sinn varð
að hætta leiksýningu í miðju
kafi vegna þess að Sara var
drukkin á sviðinu.
Sara hefur alltaf verið heims
blöðunum kært efni. Fréttir
hafa borizt um að hún hafi
fengið sektir vegna ölvunar við
akstur í París, London og Róm
og margir furðuöu sið á er hún
afþakkaöi 100 þúsund dollara
tilboð frá bandarísku vikublaði
fyrir að skrifa ævisögu föður
síns.
Nú er Sara aftur á dagskrá
en í þetta sinn er það ekki
vegna einhvers hneykslis, held
ur vegna þess að hún er oröin
skáld og dómamir, sem hún fær
eru svo góðir að hún sjálf segir:
— Ég er alveg bit.
Sara gaf nýlega út ljóðabók.
Það vissi enginn fyrr en nú að
hún hefur skrifað Ijóð allt frá
því að hún var ung stúlka. Það
vissi enginn fyrr en nú, að þessi
kona, sem ávallt hefur lifað
mjög óreglusömu lffi hafði
skáldgáfu.
Ljóðasafnið „The empty
spaces“ hefur eins og fyrr er
sagt fengið mjög góða dóma og
eitt Lundúnablaðanna segir:
— Líf. Söru, þar sem alltaf
hafa skipzt á skin og skúrir,
endurspeglast í ljóðunum. Hún
segir frá sínum innstu tilfinn
ingum. Það eru hugsanir gáfaðr
ar, tilfinninganæmrar og sannr-
ar konu, sem endurspeglast í
ljóðunum.
Margir álíta að útgáfa þessa
ljóðasafns sé svar Söru við öll
um „Churchill-iðnaðinum", sem
orðið hefur til í kringum minn
ingu föður hennar. Henni hefur
alltaf þótt leiðinlegt, þegar
hershöfðingjar, stjómmálamenn
þjónar og læknar hafa gert sér
pening úr kynnum sínum af
föður hennar, með því að skrifa
um hann greinar — og þegar
hún hefur séð myndir af föður
sínum á ölkrúsum segir hún,
að sér hafi orðið óglatt.
Vinir Söm segja að hún sé
gerbreytt manneskja. Hún sé
miklu ánægðari með lffið og
fyrir heimmum, ef svo má
segja.
Hún hélt kokkteilboð, sem
stóð í 5 daga. Hún þakti veggi
íbúöar sinnar með málverkum
Nochos og listamaðurinn, sem
hélt sig við hlið Söm komst í
sviðsljósið.
Sara var klædd svörtum stutt
um kjól, netsokkum og í eyrun
um hafði hún langa svart-hvíta
eymalokka.
Lobo er hálfgerður bóhem í
eðli sínu. „Allur heimurinn er
heimili mitt“, segir hann. „Ég
veit aldrei hvar við verðum á
morgun.“
Og nú er spumingin vöknuð:
Ætlar Sara að draga Lobo upp
aö altarinu? Hún hefur nefni-
lega yndi af að giftast óvenju-
legum mönnvun. Fyrsti maöur
hennar var leikarinn Vic Oliver,
sem var af ungverskum ættum.
Annar var Ijósmyndarinn Anth
ony Beauchamp, sem framdi
sjálfsmorð og sá þriðji var
Verður málarinn
fjórði maður
Lobo Nocho
hennar?
tilveruna en hún var og líti bet
ur út en nokkru sinni fyrr.
Þetta sé allt vini hennar, Lobo
Nocho að þakka.
Sara hefur verið í vinfengi
við ameríska málarann Lobo
Nocho, sem er 45 ára og 5 ár-
um yngri en Sara, í nokkur ár.
Fyrir nokkm tók Sara á sig
rögg og kynnti þennan vin sinn
Audley lávarður, sem lézt af
hjartaslagi — og verður sá
fjórði málarinn Lobo Nocho?
Sara og Lobo Nocho
ÆTLAR AÐ EIGNAST
3 ÓÞEKKA STRÁKA
Soffia Loren á von á fyrsta barninu
Soffía Loren á von á bami.
Þetta þykir heldur en ekkl frétt
þar sem hún hefur verið gift
í fjöidamörg ár og hjónabandiö
verið bamlaust. Reyndar var
gifting hennar og Carlo Ponti
ekki viðurkennt af yfirvöldum
ítalíu fyrr en í vor sem leið,
|>ar sem ekki var fyllilega geng
Auglýsingafsímar Vísis
ið frá skilnaði Ponti frá fyrri
konunnl.
Soffía er um þessar mundir
að leika I kvikmynd á Suður
Ítalíu og þar skýrði hún frá
þessum „merkisviðburði."
— Ég er himinlifandi, sagði
Soffía. Ég hef verið að vonast
eftir bami í mörg ár, frá því
löngu áður en hjónaband mitt
varð „alvöruhjónaband." Við
emm bæði afskaplega ánægð,
þótt þetta komi auðvitað til
með að kosta það að ég verð að
taka mér frí frá kvikmyndaleik
um tfma. Allt frá því ég var
ung stúlka hefur minn stærsti
draumur verið að eignast þrjá
óþekka stráka. Og þessi draum
ur skal rætast.
Þegar fæðingin nálgast mun
Soffía draga sig í hlé og dvelj
ast í höll sinni skammt utan
við Róm.
AUGLÝSIÐ í VÍSI
Kári skrifar:
Heimamaður í Háteigshverfi
skrifar:
Þeir sem eiga daglega leið
eftir Háteigshverfi taka trúlega
ekki svo mikið eftir höggmynd,
sem stendur við heimreiðina
að Sjómannaskólanum, neðan
við vatnsgeyminn gamla. Þetta
er allstór mynd í steyptum
ramma, táknmynd úr íslenzku
atvinnulífi og sýnir fulltrúa
hinna stritandi stétta við störf
sín.
Nú ber ekki svo að skilja að
höggmynd þessi sé engrar at-
hygli verð og menn gangi fram
hjá henni þess vegna án þess að
gefa henni gaum. Nei það er
umgjörðin, sem gerir hana
svo hversdagslega tilsýndar.
Ramminn utan um hana er úr
steinsteypu og má sjálfsagt um
þaö deila, hvort hann hæfir
verkinu, en hann sæmir því á-
kaflega illa eins og hann er
ópússaöur og ófrágenginn og
þaö hefur hann raunar verið í
allmörg ár. Listaverkið verður
því tilsýndar eins og stakur
veggur að húsi, sem hætt hefur
verið við í miðjum kllöum.
Þarna umhverfis hafa nú á
undanfömum árum risið fjöl-
mörg glæsileg hús, tvær kirkj-
ur, kennaraskóli auk fjölda í-
búðarhúsa. Keppzt hefur verifi
við að prýða umhverfi þessara
húsa og er það að verða til fyr-
irmyndar að öllum frágangi. —
En listaverkið hefur alveg
gleymzt í öllum þeim tiltektum
og er það þó öllum þessum hús
um eldra. Það hefur orðið fóta
skinn krakka og unglinga, sem
leyfa sér að klifra upp um það,
enda enginn sem bannar þeim
það. — Hvers á þetta iistaverk
og höfundur þess að gjalda?