Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 3
VÍSIR. Laugardagur 20. ágúst 1966. Gengið á milii bílasala Allflest heimsmet íslendinga eru þvl aöeins heimsmet, að þau séu miðuö við fólksfjölda, en með því veröur tala heimsmet- anna okkar líka álitlega há. Við. héma hjá Myndsjánni gerumst svo djarfir að áætla íslending- um eitt slíkt met til viðbótar þeim mörgu — eða teljum þá að minnsta kosti standa því mjög nærri — Petta met miðast ekki við neitt einstakt afrek, heldur áralanga iðju til viðhalds þeirri lítt afmörkuðu atvinnu- íþróttagrein, sem nefnist í flestra munni bílabrask. ★ Ætli þaö væri ónýtt aö eiga svona dollaragrín aö gamna sér við á síðsumarkvöldum. Þetta kaupa ekki aðrir en fjaliafarar og fisksalar, e n ætli hann sé ekki verður svo sem eins og 130 þús- imda. Victor Gestsson hjá Bilasalanum við Vitat org skyggnist inn í sölugripinn, eigandinn stendur hjá söluglaður á svip. Það er veriö að semja um söluna. — Segji.a 95 þúsund. Það er toppverð fyrlr módel ’63, en biilinn er líka í toppstandi. Slgurður Davíðsson ræðir við seljandann, Öldu Benediktsdóttur og kaup- andann, Eirík Jónsson, á planinu við Bílaval á Laugavegi. Það er ekki ofsagt að margur stundi það eins og hverja aðra íþrótt, sér til ánægju og til þess að fylia út í eyðu daganna, að kaupa bíla, laga þá svolítið til, ýmist til hins betra, eða til hins verra, selja þá síðan — og allt af með hagnaði! Hér I borg eru ekki færri en 8 bílasölur sem verzla með notaða bíla og þær virðast allar yfirfullar af þeim Inni á kontórum bílasalanna liggur oft spenna í loftinu, rétt eins og í spilavítum eða við veðbanka á kappreiöum. Menn reykja í sífellu og velta því fyr ir sér með taugaspenntri yfir- vegun, hvort þeir eigi að veðja á þennan eða hinn og eigandinn situr með sakleysisgrímu á and- litinu og kann af gripnum enga lesti að segja. Hér áður fyrr fóru sögur af því að menn færu æði flatt í bílakaupum á stundum og bíla- sala fékk á sig prangaraorðróm. Nú heyrast slíkar sögur varla lengur og bílar þykja orðið rétt eins heiðarleg verzlunarvara og hvað annað, þó að menn geri að sjálfsögðu misgóð kaup eftir sem áður. Þó að íþróttabíla- braskaramir setji kannski sinn svip á þessi viðskipti er þó stærsti hópur viðskiptavinanna á bílasöiunum ósköp venjulegt fólk, sem er að basla viö ýmist að kaupa eða selja bíl. ★ Myndsjáin brá sér í smáferöa lag um bæinn og leit inn á nokkrar bílasölur til þess aö skyggnast örlítið inn í þessi viöskipti. Fyrst komum við aö Bílasölu Guðmundar Guðmundssonar á Bergþórugötunni. Bílastæðið var fullt af bílum af flestum stærð- um og gerðum. Við h'tum inn á skrifstofu Guðmundar og spyrj um hann hvort hann hafi til lítinn bíl fyrir okkur góðan og ódýran. — Það er bara spurning hversu góður hann getur orðið, ef hann á aö vera ódýr segir Guðmundur um leið og hann býður okkur inn á innri kontór inn — sem er auðsjáanlega ekki notaður svona hvundags. — Erlendis sér maður myndir af þjóðhöfðingjum á skrifstof- um fyrirtækja. Ég hef hvergi séð þetta á íslandi nema hér, segir hann um leiö og hann bendir á myndir af forsetunum í veg- legum gylltum römmum uppi á einum veggnum. — Og þykir bílasala víst ekki merkilegt fyr irtæki, bætir hann við. Síminn hringir í sífellu og Guðmundur er stöðugt á þön- um við að sinna viðskiptavin- um. Hann gefur sér þó tíma til þess að segja okkur, að hans viðskiptavinir séu mjög margir utan af landi. Salan sé alltaf mest í minni bílunum. — Hvað marga hann hafi selt í dag — Það segist ekki, en íbygginn Framh. á bls. 6. Guðmundur Guðmundsson við Bergþórugötuna lýsir kostum og göllum fyrir viðskiptavininum. i ' ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ LÍTA INN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.