Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 6
o Þrír aðaNeikendanna á Reykjavikurflugvelli í gær: Wisnevsky, Uwe Bey er (SSgurður Fáfnisbani), Rolf Henninger (Gunnar Gjúkason). Þýzka kvikmyndafólkið kom i gær: Surtsey notuð sem eldfjall í myndinni VISIR. Laugardagur 20. ágúst 1966. skilningi, annars vegar í sam- bandi við fyrirhugaða breytingu á læknishéruðum, þar sem í at- hugun er að sameina tvö eöa fleiri læknishéruð og hafa eina læknamiðstöð fyrir héruðin, en hins vegar hefur orðið lækna- miðstöð veriö notað um sam vinnu lækna í einu læknishér- aði eins og t. d. fyrirhugað er á Húsavík og í Vestmannaeyj- um. Áhugi mun nú vera mikill meðal lækna í landinu á sam- starfi og eru t. d. þeir tveir læknar sem sitja á Sauðárkróki að undirbúa samstarf og á Hvammstanga hefur verið vísir að slíku samstarfi. Hífeladalur — Framhaíd af bls. 16 bátar héðan á snurvoð og hefur afli þeirra veriö ágætur, en gæft ir hins vegar verið frekar stirðar Byggingarframkvæmdir eru all- miklar á staðnum. Nýlega var hafizt handa um nýbyggingu Pósts og síma og veröur það mikil bygging. Þá er og verzlun Jón Bjarnason að auka viö hús- næði sitt, verður þaö 50 ferm. viöbygging á þremur hæðum. Nýr bamaskóli veröur væntan- lega tekinn í notkun í haust, en bygging hans hefur staðiö lengi yfir og gengið hálferfiölega. Nú er verið aö ljúka við að mála bygginguna og leggja síöustu hönd á innréttingu hennar. Skólabyggingin er á tveimur hæöum, og eru í henni 4 stór- ar kennslustofur auk aöstööu fyrir skólastjóra og kennara. Söltun — Framhald af bls. 16 Sauöárkrók. — Til þessa hefur sáralítið verið saltað á Eyja- fjarðarhöfnum og aðeins rúm- ar 5 þús. tunnur á Siglufirði. — Haföminn, nýja síldarflutninga skipið ríkisverksmiðjanna var á Siglufirði og landaöi þar 2650 tonnum og gekk löndunin mjög vel, skipið er nú á leið aftur á miðin. Mest mún þó um aö vera á Raufarhöfn. Hreiöar Valtýsson hjá Norðursíld, sagði í samtali við Vísi síðdegis í gær að fram boðið á síldinni væri miklu meira en þessar 10 söltunar- stöðvar á staðnum gætu annaö og væri þó saltað á þeim öllum — Nýting aflans til söltunar virtist mjög góð og fulltrúar kaupendanna, sem staddir eru á Raufarhöfn væru mjög ánægðir með síldina. — Við erum að byrja söltun úr þriðja skipinu og búnir að salta um 1000 tunnur síðan i gær- kvöldi sagði Hreiðar og hérna vinna mikil 60 og 70 stúlkur, en við fluttum stúlkur frá Seyðis firði i gærkvöldi, þegar fréttist um þessa miklu og góðu síld hér noröur frá. — Mér finnst Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á Siguröi Bjamasyni eiga þakkir skildar fyrir að taka sig svona út úr flotanum og sigla einskipa þarna noröureftir. Hann fékk þarna góöan afla sólarhring á undan öðrum, sem varð til þess aö allur flotinn kom á eftir, sagði Hreiðar að lokum. Loks höfðum við samband við Kristján Sigurðsson hjá söltun- arstööinni Bára á Eskifiröi, stóð þá yfir söltun úr tveimur skip um, sem komu af syöra svæðinu — Síldin er stór og feit, sagði hann og alveg óskemmd. Þetta er fyrsta almennilega síldin sem við fáum í salt héma og ég gizka á að nýtingin verði um 60%, við vorum búnir að salta f 850 tunnur fyrir þessa töm, en hæsta planið hér, Auðbjörg, er nú komiö með um 3 þúsund. Bílaþurrkunarstöðin er lengst til vinstri í þvottastöðinni. jburrkaðir og ryksognir á 10 minútum Kl. 10 í gærkveldi kom til Reykjavfkur, með flugvél Flugfé- lags íslands, 35 manna hópur þýzks kvikmyndafólks, sem mun dveljast hér f rúman hálfan mánuö við töku myndarinnar „Die Nibel- ungen". Það er þýzka kvikmynda- fyrirtækið C C C-film, sem lætur gera þessa mynd, sem verður sú dýrasta, sem Þjóðverjar hafa ráð- izt í, en hluta útiatriðanna á aö taka hér á landi. í HveravelGir — Framhald af bls. 1. ir aö spyrja þau hvernig dvölin á öræfunum legðist i þau. „Ágætlega“, segir Kristján, sem veröur aðallega fyrir svör- um og Hulda tékur undir það. „Við eigum fjórtán ára dóttur en hún verður ekki með okkur, veröur í heimavistarskóla í vet- ur, ég held að henni lítist ekld svo illa á þetta, hún kemur til með að vera hjá okkur næsta sumar og ég htíid, að hún hlakkl til þess. Annnrs stírðnaði fólk upp, þegar maður sagðist vera að fara, það heldur að þetta sé milclu erfiðara, en það er í raun og veru,“ segir Krist ján. Hvemig þeim hafl dottið f hug að sækja um starfið, og hyort þau kvíði ekki vistinni? „Það eru fyrst og fremst laun in, sem eru sæmileg er þaö ekkj það, sem fólk sækist eftir f dag? Við erum alin upp á þeim stöðum þar sem er hörð veðrátta, á Vestfjörðum og Austfjörðum, ég er ísfirðingur, en Hulda Reyðfirðingur. Ég segí fyrir mig, að mér iíður ekki illa þótt ég sjái snjó“. Hér grípur Þórir Sigurðsson veðurfræðingur inn í samtalið og segir, að snjólétt hafi verið á Hveravöllum í vetur, mesta snjó dýptin hafi mælzt á annan metra og að síðasti snjór hafi horfið þann 31 maí Gera verður veðurathuganir á þriggja stunda fresti, en hjón- in láta sér ekki bregða við það. „Við höfum ekkert annað að gera“, segir Hulda. „Við hlökkum bæði til þess að fara“, segir Kristján, „þótt við verðum þama í aiian vetur þá held ég að það verði ekki meiri einangrun en á sumum sveitabæjum í gamla daga. Við höfum þó bæði talstöð og út- varp“. Framkvæmdastjórinn við kvik- myndatökuna, Caritovski, gat þess, er Vísir náði tali af honum á flugvellinum f gær, aö flogið hefði veriö yfir Surtsey, en til stæði aö nota hana fyrir eldfjall f myndinni. Væri því einkar hag- stætt fyrir myndatökuna að gosið væri byrjað þar aftur. Meðal leikenda í myndinni eru margir þekktir þýzkir leikarar — Leikstjórinn, Dr. Reinl, gat þess að hin þekkta kvikmyndaleikkona Karin Dor heföi ekki getað komiö fyrr en í dag ( laugardag) þar eð hún hefði verið að leika í nýrri James Bond-mynd í Japan og kæmi hún beint þaöan. Surtur — Framh. af bls 1. morgunsárið aö sögn Áma Johnsens athugunarmanns, þeg ar blaðið talaði við hann í gær kvöldi. Hefur Ámi verið við athuganir úti í Surtsey und- anfariö og varð fyrstur manna var við gosið, lýsti hann því á þessa leið. — Gosið hefur töluvert sfö- an f dag og er hrauntungan samfelld, 250 m. á lengd, lið- lega 100 m. á breidd og iíklega 3 m. á hæð. Hér hefur aldrei verið hraungos áður, aðeins öskugos. Mótaðist gosið úr þrem hrauntöppum og sér í opna spranguna 150 m. á lengd og breiddin er breytileg frá 7-15 m. Gosstöðvamar eru aust arlega á eynni um 500 m. frá hömrunum. Ég var á gangi austur með eynni um eittleytið ásamt Sig- urði Richter, sem ætlaði um borð í Maríu Júlíu, þegar viö heyrðum mikinn hvin og læti í loftinu. Þegar fyrir fjallsnöf- ina kom austarlega á eynni sá ég alla dýrðina. Um morgun- inn haföi ég vaknað við jarð- skjálftakipp, þegar klukkan var að halla í sjö, en sinnti því engu, þar sem þarna eru oft jaröhræringar, þótt þeirra hefði ekki orðið vart f nokkra daga. Gosiö verður tilkomumeira, þegar líður á kvöldið og sól sezt, sagöi Ámi að lokum, séð í austur er rauð glóð, sem legg ur daun af og hita, en hraun- sletturnar ná allt aö 50 m. í loft upp. Tvæ.r ferðir voru farnar út f Surtsey í gærdag frá Heimaey með vfsindamenn, kom fyrri hópurinn þangað kl. 6.15. Fóru út f eyju þeir Þorbjöm Sigurgeirsson prófessor, Sig- urður Steinþórsson, jarðfræð- ingur, Steingrímur Hermanns- son, formaður Rannsóknarráös ríkisins, Bandaríkjamaöur nokk ur og Osvaldur Knudsen. Flutti þyrla Landhelgisgæzlunnar þá úr eynni um kvöldið nema Þor- bjöm og Osvald, sem urðu eftir í eyjunni ásamt Áma. Um morg- uninn var von á Sigurði Þórar- inssyni o.fl. vísindamönnum til eyjarinnar. Um hálftíu í gærkvöldi náði blaðið tali af Þorbimi Sigur- geirssyni þar sem hann var staddur f Surtsey. — Ég er að huga að jarð- skjálftamælum, sagði Þorbjörn Mælarnir era fimm á ýmsum stöðum á eyjunni. Var einn mælanna rétt þar hjá sem gos ið kom upp, en gosið eyöilagöi leiðslu f mælinn, sem tók jarð- hræringarnar upp á segulband og verður lesið úr þeim síðar. Við sjáum ekki að svo stöddu hvenær gosið byrjaöi, en Ámi Johnsen vaknaði upp við jarð skjálftakipp kl. 7 í morgun og getur það verið byrjun á gosinu Sagði Þorbjöm að lokum að f ráði væri að fara og mæla hitastigið þá á eftir en úr Surts ey fer hann morguninn eftir. fþróttir — • .mhald af bls 2 Markús Jóhannsson bar sigur úr býtum. Markús er sonur hins góð kunna kylfings, Jóhanns Eyjólfs- sonar, og er aðeins 15 ára gam- all. Hann hefur verið mjög á- hugasamur við æfingar og keppni í sumar, og má áreiðanlega mik- ils af honum vænta f framtíð- inni, ef hann leggur áfram slíka alúð í þjálfunina. Ásamt honum hafa nokkrir aðrir unglingar æft allvel í sumar og verður gaman aö fylgj ast með meistarakeppni unglinga, sem háð verður í lok þessa mánað- ar. Urslit urðu annars sem hér segir: högg 1. Markús Jóhannsson 64-20= 44 2. Hilmar Pietsch 66-21=45 3. Haukur Guðmundss. 60-14=46 4. Erlendur Einarsson 64-17=47 5. Jónatan Ólafsson 73-23=50 Læknamiðstöð - Framh. af bls. 1. Á tillöguuppdráttum þeim, sem nú liggja fyrir heilbrigöis- yfirvöldunum er heilsuvemdar- stöð f sambandi við læknamið- stöðina en áður var búið að ákveða teikningu að heilsuvernd arstöð í sambandi við sjúkra- húsið. Er ákvörðunar um þessi mál að vænta innan skamms. Eins og fram kom í viðtali við Gisla Auðunsson lækni f Vísi í fyrradag, mun verða kom- ið á fót lækningamiðstöð á Húsa vík í haust, með samstarfi lækna sem þar eru, en þeir verða tveir í vetur. Það skal tekið fram að orðið læknamiðstöð hefur verið notað í tvennum Fyrstí Bilarnir þvegnir, Bílaþurrkari hefur verið tekinn í notkun í þvottastöðinni við Suður landsbraut og þurrkar hann bílana eftir þvottinn og tekur þurrkun- in ekki nema 2]/2 mínútu. Þá er og hægt að fá bílana ryksogna að inn an á sama stað og tekur þvottur, þurrkur og ryksugun ekki nema um 10 mínútur. Þvottastöðin hefur nú verið starfrækt í 10 mánuöi með góðum árangri og eru það tvær sjálfvirk ar þvottavélar sem þvo bílana upp úr bílaþvottaefni, sem skilur eftir siliconhúð á bílunum, og eftir að þurrkarinn hefur feykt vatninu af meö sterkum loftblæstri gljáir lakk ið næstum eins og nýbónað væri. Verö á þurrkun veröur frá kr. 25 til kr. 35 eftir stærö bíla og ryk- sugun kostar 15 kr. Stöðvarstjóri er Wágner Walbom. Milli kl. 9 og 11 á morgnana verður hægt að panta tíma fyrir bílana og geta þeir sem vilja skil ið þá eftir í umsjá stöðvarstjóra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.