Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 8
,8 V í S I R . Laugardagur 20. ágúst 1966. VISIR Otgefandl: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórl: Gunnai G. Schram Aðstoðarritstjórl: Axel Thorstelnson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Oalldór Jónsson Auglýsingar' Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. Sorpskrif Timans Tíminn hefur undanfarið verið að endurtaka gömul ósannindi sín um lausn landhelgisdeilunnar. Það er furðuleg óskammfeilni hjá blaðinu, að tyggja enn á ný upp þann blekkingavaðal, sem þar flæddi um all- ar síður um það leyti, sem lausn deilunnar stóð yfir. Og það ber vott um takmarkalausa fyrirlitningu á dómgreind almennings, að bjóða honum enn upp á að trúa þessum þvættingi. Lausn landhelgisdeilunnar var stjórnmálaafrek sem allar ríkisstjórnir hefðu verið stoltar af, enda er mála sannast, að forustumenn stjórnarandstöðunnar voru grænir af öfuncf yfir því, að viðreisnarstjórninni skyldi takast svo giftusamlega sem raun varð á um lausn þessa erfiða deilumáls. Vinstri stjómin hafði léð máls á, eða jafnvel boðið upp á samninga, sem gengu miklu skemmra en það samkomulag, sem Tíminn er að fordæma. Öll þjóðin, að undanteknum nokkrum pólitískum ofstækismönnum í forustuliði stjórnarandstæðinga, fagnaði lausn landhelgisdeilunnar og taldi hana mik- inn sigur fyrir íslendinga. Þúsundir manna, sem að öðru leyti eru andstæðir núverandi ríkisstjóm, við- urkenna, að í landhelgismálinu hafi mikið samnings- afrek verið unnið. Vinstri stjómin fór að mörgu leyti óheppilega að í landhelgismálinu. Þar voru áhrif kommúnista fyrst og fremst að verki. Þeir vonuðust til að útfærsla fiskveiðilögsögunnar gæti komið af stað illindum, sem yrðu til að hrekja okkur úr Atlantshafsbandalag- inu. Það var þeim aðalkeppikeflið. En þarna var jafn- framt gullið tækifæri til þess að láta líta svo út, að þeir væru að hugsa um þjóöarhag. Hvenær sem Tíminn hefur hreyft þessu máli, hafa þau skrif verið hrakin svo gersamlega, að þar hefur ekki staðið steinn yfir steini. Og öll þjóðin veit fyrir löngu, að blaðið fer þama með blekkingar og stað- lausa stafi. Það mætti því halda þessum vaðli áfram endalaust þjóðarinnar vegna. Hún tekur ekkert mark á honum. En það getur orðið málstað okkar skaðlegt út á við þegar málgagn næststærsta stjómmálaflokks ins í landinu rangtúlkar sýknt og heilagt samninga við önnur ríki. En sem betur fer er þetta oftast gert á svo ofstækisfullan og klaufalegan hátt, að slík skrif munu hvergi vera tekin alvarlega. Þetta er blaða- mennska á lægsta stigi, eða hvað segja þeir, sem lásu „Á víðavangi" í Tímanum sl. miðvikudag? Er hægt að hugsa sér öllu tuddalegri og ófyrirleitnari sam- setningu? Tæplega. Þeir mega hafa sig alla við í Þjóð- viljanum, ef þeir eiga að komast svo langt í dónaskap. Það er engu líkara en ritstjórar Tímans keppi mark- visst að því að gera hann að mesta sorpblaði á ís- landi. Hvar verður Shape staðsett? Þaö er deilt áfram um það hvar SHAPE — herstjórnarstöð N-Atlantshafsbandalagsins eigi að vera, en það á að vera búið að flytja hana frá Frakklandi innan 7 mánaða. Bandalaginu stendur til boöa að hún veröi staðsett I Belgíu, en eins og áður hefur veriö getið er Lemnitzer yfirhershöfðingi bandalagsins óánægður með staðinn, sem í boði er — Brosio Chievrés-Casteau, milli Ath og Mons, en Lemnitzer vill stað- setningu nær Briissel, á Wavre eða Waterloo-svæðinu. Lemnitzer kom og skoðaöi Chievres-Casteau-landsvæðið 1. ágúst. Það var hellirigning og í- búamir fóra ekki út fyrir hús- dyr og á húsum margra voru spjöld með óvinsamlegum orð- um í garð NATO. Ekki hafði Lemnitzer miklar áhyggjur af því og fór þegar til Wavre. Meðal þess, sem Lemnitzer fann staðnum til foráttu er, að það- an er 80 mínútna akstur til Brússel, en þar eru margar NATO-skrifstofur (að vísu ekki hemaðarlegar) og hálfs annars tíma akstur til alþjóðaflughafn arinnar. Á hinn bóginn er þess að geta, að það er hemaðariegur flugvöllur nálægt Chievrés-Cast eau, og áformað er að leggja bílabraut milli Brússel um Mons til Parísar, skammt frá þeim stað, sem aöalbygging stöðvar- innar myndi standa. Lemnitzer virðist hafa gran um að belg- íska stjómin vilji ekki leggja fram fé, fyrr en hún eigi vísa fjárhagsaðstoð til þess frá NATO. Afstaða ríkisstjórnar Belgíu er sögð þessi: Ríkisstjómin ræð- ur þqma yfir 700 hekturum Iands. Efnahagur manna er bág- borinn þama þar sem hefur orð ið að loka mörgum verksmiðj um, en héraðið yrði íbúunum gósenland, ef herstjómarstöð- in yrði staðsett þama, því að þangað myndu flytjast 2-3000 NATO-liðsforingjar og fulltrúar. Og bærinn liggur á mörkum „tungumálalandamæranna'* — þ.e. þar sem mætast sá landshl. Belgíu er fólk talar flæmsku, og hinn, sem franskan er mál íbú- anna. Og þar sem Belgía yrði að leggja fram vegna flutnings ins sem svarar 300 millj. ísl. kr. vill hún fá eitthvað fyrir snúð sinn og ráða nokkru um hvað hún fái. Engum dylst, að deila er upp Lemnitzer komin og að framkvæmdastjóri NATO — Brosio — styður Lemnitzer. En belglskir ráðherrar segja: Belgía hefur ekki óskað eftir gestgjafahlutverki, , og gestir þeir, sem boöið hafa sjálfum sér til Belgíu, veröa að koma fram sem gestir. Um þetta eru sam- mála stjórnarflokkamir og stjómarandstaöan. Kaþólska blaðið HET VOLK segir: Við getum ef til vill ekki boðið hinum háu herrum frá NATO upp á skemmtanalíf á borð við þaö sem er £ París, en það verða þeir að sætta sig vió. Við gerum heldur ekki ráð fyrir að NATO-Iiösforingjamir komi til Belgíu til þess eins að skemmta sér. Ákvöröun veröur- tekin á næsta ráðherrafundi Noröur-At- . lantshafsbandalagsins. Uppdráttur, sem á eru staðim- ir, sem um er deilt. Deila um landgrunnið Embættismenn frá Hollandi V-Þýzkalandi og Danmörku samþykktu nýlega í Kaupmanna höfn að vísa mjög alvarlegu deilumáli þessara landa tll al- þjóðadómstólsins í Haag. Deilu mállð er hver eigi rétt á að nota Iandgrunnið i Norðursjónum, en Iandgrunnið er talið ná út á 200 m. dýpi. Þessir samningar hafa stað- ið yfir í næstum 2 ár, og það er ekki lítið sem er í húfi. Und- Kort af Norðursjónum. Land- grunnið er þverstrikað. Feitu strikalínurnar sýna, hvemig á- kveðið var áriö 1958 að skipta landgrunninu. Á kortinu sést, að Þjóðverjar fengu minnsta bitann. ir botni Norðursjávarins er nefnilega tugmilljóna króna virði af olíugasi. England hefur með fjórum borunum fyrir vestan þetta svæði fundið gas, og Holland hefur fundið milljarða kúbik- metra gass undan ströndinni, og það er ekki nóg með, að þama séu óhemjulegar birgöir af gasi, heldur telja menn líklegt, að einnig olia sé þama undir botn- inum. Á alþjóölegri ráðstefnu í Genf 1958 var samþykkt sú grund- vallarregla, að löndin eigi rétt á að nota landgrunnið fram á brún úthafsins. Ef landamæri Hollands eru dregin áfram út f sjóinn, fá Hollendingar og Dan ir stórar skákir af Norðursjón- um, en V-Þjóðverjar fara mjög illa út úr þvi, þar sem landa- mærin liggja þannig, aö þeir fá aðeins lítið hom. Þeir hafa því verið mjög óánægðir með þennan úrskurö og hafa ekki viljað samþykkja hann. Raunar átti þetta deilumál að vera útkljáð, þegar Sameinuðu þjóðimar samþykktu 1963 rétt- arreglur um að löndin ættu land grunnið undan ströndum sínum. Til þess áð leysa þetta deilu- mál hafa löndin þrjú nú sam- þykkt að vísa málinu til alþjóða dómstólsins f Haag og hann á að kveða endanlegan úrskurð um það, hvaða hlutar Noröur- sjávarins tilheyri hverju landi, og þá náttúrlega líka, hvaða lönd fái afnotarétt af verömæt- ustu gaslindunum á þessu svæöi ► Nokkrir ættarhöfðingjar í Yemen, stuðningsmenn iýðveld- isstjórnarinnar hafa tekið sér stöðu með Hassaa A1 Hamry forsætisráðherra í andspyrnu hans gegn Abdullah E1 Sallal, sem nýtur stuðnings egyp ku hersveitanna í landinu. Hafa ættarhöfðingjarnir sent Nasser skeyti og krafizt þess, að hann hætti stuðningi við Sallal og kveðji heim egypzku her- sveitirnar úr höfuðborginni. I skeytinu segir: Sallal hefir ver- ið forseti 4 ár með yðar stuðn- ingi. Á þessum tíma hefir Yem- en ekki haft af öðru að segja en ósigrum og h'tilsvirðingu, efnahagslegu hruni um gervallt landið. Þetta ástand og afvopn- un þjóðhollra hersveita hefir vakið megna óánægju um landið allt. Þetta allt hefir grafið undan trú okkar á þær stoðir, sem þér hafið byggt á skoðanir yðar og afstöðu — og á þeim tíma, sem þér segizt vera leið- togi arabiskra þjóða sendið þér Sallal til Sanaa til þess að stjórna í stað löglegrar rikis stjórnar. Era því nú tvær rík- isstjómir, leppstjórn með stuðr ingi Egypta, og þjóðholl stjóri) sem nýtur hylli hersiiis og þjóð arinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.