Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 9
M S IR . Laugardagui '0. ágúst 1966. .. Risatraktorinn, sem flytur eldflaugarnar út á skotpallana. miðstöð tunglferðanna Bandarískur leiðangur á að stíga á land á tungl- inu í apríl 1968, aðeins 10 árum eftir að fyrsta bandaríska gervihnettinum var skotið á loft. Menn vita ekki enn, hvort þessi tímaáætlun stenzt, en á- ætlunin er þó svo Iangt komin að slíkt ætti ekki að vera útilokað. Undir öllum kringumstæðum virðist vera augljóst, að Bandaríkjamönnum takist að komast til tunglsins, áður en þessi áratugur er lið- inn, og þar með ná því marki, sem Kennedy for- seti setti, þegar hann árið 1961 gerði tunglferðina að einu höfuðverkefni þjóðarinnar. Nafni hins myrta forseta er nú heiðrað með því að kalla geim- höfnina, sem leiðangurinn leggur upp frá, Kenne- dyhöfða. svo stór, aö það verður að flytja hana til Kennedyhöíöa á sérstökum pramma, sem er dreg ' inn að höfðanum eftir kerfi af sérstökum skufðum, sem hafa verið grafnir. Næsti liðurinn er eldflaug, sem er næstum 30 m. há og er tvöfalt öflugri en sterkasta eldflaug, sem hingað til hefur verið notuð fyrir mönnuð geimflug. Þriðja þrep ið er aöeins 7 m. breitt, en hæö in er samt 20 m. Ofan á þessum turni er svo að lokum Apollo geimskipið með neyðareldflaug um, eldneytisgeymi, lendingar- skipi og eldflaug til að fljúga til baka í. Þegar allt þetta er saman kom ið, heitir eldflaugin Saturnus 5 ApoIIo. Verið er að smíða 12 slíkar. ÁÖur hafa menn þekkt Saturnus 1 og Satumus 1B en þeir eru eins og dvergar í sam anburði við Saturnus 5, sem er jafnöflugur og 600 þrýstilofts- flugvélar. Þegar Satumus 5 lyft ist frá jörðu, skapar hann 7.5 millj. punda þrýsting eða um 3700 tonn. Stærsti traktor í heimi Það er þegar búið aö setja upp fyrstu Saturnus 5 eldflaug ina á Kennedyhöföa. En það er margt sem er eftir að gera, áður en hægt verður að leggja upp í fyrsta tunglleiðangurinn í apríl 1968. Annað risafyrirbrigði á Kennedyhöfða er stærsti traktor í heimi. Traktorinn vegur 3000 tonn og er á 8 beltum, sem hvert er um 4 m hátt og 10 m langt. Traktorinn getur borið um 6000 tonn með u.þ.b 1 km. hraða á klukkustund. Þegar traktorinn er fullhlaðinn, vegur hann 9000 tonn eða eins og stærstu flutningaskip. Tveir ganga á land Allt þetta er miöaö við kröf ur tunglferðarinnar. Áætlun Bandaríkjamanna miöast við að Apollo geimíarið snúist í kring um tungliö með einn mann um borð, meðan hinir tveir leið- angursmennirnir gangi á land á tunglinu úr sérstöku landgöngu skipi, sem hægt er aö láta lenda hægt á tunglinu með hjálp heml- unareldflauga. Þeir munu aðeins dvelja á tunglinu í 12 stundir. Þeir munu skiptast á um að fara út úr land gönguskipinu til þess að kynna sér landslagið á tunglinu og koma með sýnishorn af stein- tegundunum þar. Þegar þeir eru búnir að leysa þetta verk- efni, munu þeir skjóta lending- arflauginni aftur til móðurskips ins, og síðan mun móðurskipið geysast inn í lofthjúp jarðar með 40 þús. km. hraöa á klukku . stund. í heild vegur Saturnus 5 Apollo eldflaugin 3000 tonn, en geimskipið sjálft vegur aöeins 7 tonn, og það er það eina sem kemur til baka aftur. Hitt eyðileggst á leiðinni, eða er skilið eftir. Sá hluti eldflaug- arinnar sem nær til tunglsins vegur 42 tonn. Þar af vegúr landgönguskipið 15 tonn. Aðeins byrjunin Fyrsti leiðangurinn er aðeins byrjunin á tunglrannsóknaráætl uninni. Þegar búið er að leysa flutningavandamálið, verða geimfarar sendir til tunglsins á þriggja til fjögurra mánaða fresti og þar munu þeir dvelj ast í lengri og lengri tíma, Ýmis verkfæri verða flutt til tungls- ins og reist sérstök athugunar- stöð þar. Þetta eru áætlanir sem ekki er talað mikið um núna, en það er verið að vinna að þeim í kyrr þey, á sama hátt og fyrir 6 ár- um var veriö aö reikna út f kyrr þey og gera tilraunir með þá þætti, sem nú hafa náöst í tungl áætluninni. A þessum stað hefur orðið mik il breyting á þessum áratug og þeir sem voru þar um 1960, munu áreiðanlega ekki kann- ast við hann aftur. Kostnaður- inn við þetta mikla ævintýri er svo mikill, að íslenzk fjárlög margra ára mundu ekki nægja til að greiöa hann. Áætlaö er að samanlagður kostnaður til að koma mönnum til tunglsins verði um 1000 milljarðar króna Það er meira en allur gullforð- inn í Fort Knox. Stærsta hús í heimi Meðal annars hefur verið reist á Kennedyhöfða stærsta hús heimsins, þar sem eldflaug arnar eru settar saman. Þetta hús er um 1.9 millj. kúbikfet að stærö. Þetta hús, eða sam- setningarskáli, er svo stórt, að allt Pentagon, skrifstofur her- málaráðuneytisins, þar sem 35 þús. starfsmenn starfa, mundi komast fyrir innan í því, og stærsti egypzki pýramídinn mundi ekki fylla nema 60% af plássinu. Húsið er 175 m. hátt og þaö væri hægt að aka skýjakljúf Sameinuðu þjóö- anna inn um einar dymar og út um aðrar, án þess að bygg- ingin rispaöist nokkuð. Þessi mikli salur hefur kostað u.þ.b. 6 milljarða króna, og þarna á að setja saman tunglflaugamar. 3700 tonna þrýstingur Gert er ráð fyrir 4 eldflaug- um. Fyrsta eldflaugin eöa fyrsta þrepið hefur 5 vélar bg verður um 41 m. á hæð og 11 m. breið Þessi risaeldflaug er Heimsins stærsta hátt, höfninni við Kénnedy-höfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.