Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 11
HEIMI ER ATTATIU — er danskur og kaBlaður Ófelíu • ■ ý....... • v a ■ -x'v j&g V"'V; Ófelía að koma í mark í BrSghton-akstrinum. Fordæmi Kópara Kópavogur er svó til ný land- námsbyggö. Ekki eldri en þaö, aö hennar Ingólfur Amarson er enn í fullu fjöri og ekki ólík- legt aö þess veröi enn langt aö bíða, að fógetarósir angi á moldum hans. Sagan sýnir að þeir menn, sem gerast land- nemar, eru menn gæddir viss- um eiginleikum — kjarkmiklir og dugmiklir en um leiö skap- harðir og óeirnir, enda leita þeir oft bólfestu á ónumdu landi fyrir þaö, aö þeir líöast ekki í gamalli byggö, þar sem allt er komið I sínar föstu skorö- ur. Er því löngum agasamt í héröðum landnámsmanna, þar gerast löngum miklar sögur af görpum og ribböldum, sem ekki sjást fyrir, og eru fomsögur vorar ljósast dæmi um það. Ekki hefur landnámiö við Kópa vog heldur afsannað þá kenn- ingu, þar hafa átt sér stað að- farir og átök, sem eflaust veröa skráðar af sögur þegar frá líð- ur, og þó að garpar þeir hafi yfirleitt ekki klofið hverir annan í herðar niður, sannar það einungis almætti tízkunnar, sem innleitt hefur aörar bar- dagaaöferöir, einnig í byggðum landnámsmanna — en ekki hitt, að Kóparar heföu ekki skap til þess eða krafta. En það er þó ekki óeirnin, sem einkenn- ir landnámsmenn einvöröungu. Þar sem þeir viröa lítt viötekn- ar venjur, og eru ófeimnir viö að taka upp nýja siði, verða þeir forgöngumenn um margt, sem mikil tramför er að og jafnvel alltitt að þeir leggi grundvöll aö nýrri og grósku- T Tm þessar mundir á elzti öku- ^ færi bíll í heimi 80 ára af- mæli. Þótt undarlegt megi virö- ast er þessi bíll danskur. 6. ágúst s.l. var hann dreginn út úr tæknisafni Danmerkur, hellt bensíni á geyminn, logandi eld- spýta borin aö og sjá, bíllinn rann af stað. Þessi bíll er nefndur Ofelía eftir unnustu Hamlets. Nafnið fékk bíllinn árið 1954, þegar hann tók þátt í Brighton akstr- inum. í þeim akstri taka þátt gamlir bílar og verða þeir aö aka um 80 km vegalengd. Ham let var eins og allir vita dansk- ur prins og þvi nefndu Eng- lendingar bflinn Ofelíu. Fyrir 80 árum voru Benz og Daimler í Þýzkalandi hvor fyrir sig að vinna að því að setja bensínvélar I tveggja, þriggja og fjögurra hjóla farartæki. . Á sama tíma var smiöur í Kaupmannahöfn, Hans Urban Johansen, að smíða bíl meö tveggja strokka bensínvél. Hon um tókst það og um nokkurt skeið ók Johansen bílnum um götumar í nágrenni heimilis síns vinum sínum til skemmt- unar. Ekkert varð samt meira úr þessu framtaki, smiðurinn smíð- aði ekki fleiri slíka og á endan- um gleymdist bíllinn inni í skúr. Hann varö ekki forfaðir neins dansks bílaiönaðar. Þegar konunglega danska bif- reiöaeigendafélagið átti 25 ára afmæli árið 1926 var haldin bílasýning og þá rifjuöu menn upp söguna um þennan gamla bfl. Það var gerö leit að honum og hann fannst í gömlum skúr. Hann var í mjög slæmu ástandi, vélin var öll ryðguð saman. Bíllinn var hreinsaður upp og sandblásinn og látinn aka á af- mælinu. Síðan var hann afhentur tæknisafni Danmerkur til varð- veizlu. Safninu hafa verið boðn- ar 45 milljónir ísl. kr. fyrir bíl- inn, en auðvitað er hann ekki til sölu. Ofelíu var ekið aftur á 50 ára afmæli bifreiöaeigendafélags- ins. Alheimsathygli vakti Ofel- ía fyrst árið 1954, þegar hún tók þátt í Brightonakstrinum £ Englandi, sem jafnan vekur mikla eftirtekt. Ofelia var elzti bíllinn sem tók þátt í þessum 80 km akstri og vakti óskipta hrifningu áhorfenda. Ofelia var tólf og hálfa klukkustund að aka þessa leið undir hvatning- arhrópum 100 þús. áhorfenda. Þegar Ofelia var reynd um daginn gekk hún snurðulaust. Hún er enn í dag í sinni upp haflegu mynd og jafnvel oliu- lugtirnar eru frá gamla tfm- anum. Nú ætla Danir að nota bfl- inn til þess að auglýsa vörur sínar á erlendum vettvangi. Því er ráðgert að senda hann á dönsku vikuna sem verður hald- in í Monaco um jólaleytið, en Monaco er einmitt bær sportbíl- anna. í ráði er að Ofelia fái nægan starfa á næstu árum, meira en hún á að venjast. Það á að fara með hana á milli sýninga, þar sem Danir sýna útflutningsaf- urðir sínar, smjör og svínakjöt og þess háttar og á Ofelia að vera tákn um verkmenningu Dana. Ofelia er ekki fyrsti bíll- inn sem smíðaður var, en hún er eini bíllinn af þessum aldri sem enn getur ekið. mikilli menningu. Merki þess sjást og í Kópavogi þar keppir bæjarstjómin í knattspymu við valið lið borgara, og lætur ekki hlut sinn fyrr en í fulla fæt- urna. Þarna er um aö ræöa merkilegra fyrirbæri, en viröast kann í fljótu bragði. Fyrst er það, að þetta sýnir, að þótt bæjarstjórnin sé þar, sem ann- ars staðar, skipuð fufltrúum hinna ýmsu pólitísku flokka, þá getur hún sameinazt í eina virka heild þegar á reynir. Hitt er þó merkilegra, að þetta getur orðið upphaf þess, að ekki verði kosið þar £ bæjarstjóm ein- göngu eftir pólitískum skoðun- um, heldur leikni og garpskap manna á knattspymuvelli f og með — eða jafnvel fyrst og fremst. Yrðu frambjóðendur þá látnir heyja með sér keppnis- leiki undir kosningar, þar sem þeir sýndu og sönnuðu getu sfna í fþróttinni og yrði þaö skemmtileg tilbreyting frá fundakjaftæðinu og blaðsnepla- áróðrinum. Ekki þarf að efa aö slíkir kosningakappleikir yrðu hinir fjölsóttustu, enda senni- legt að þeir yrðu háðir af hinni mestu hörku. Færi vel að þessi háttur þeirra Kópara næði sem mestri útbreiöslu, það mundi ekki einungis veröa til þess að beina bæjarstjórnakosningapóli tíkinni inn á nýjar og skemmti- legri leiðir — heldur gæti þaö og orðið knattspymuíþróttinni almennt sú lyftistöng, að við þyrftum ekki lengur að heyja landsleiki við lið frá fámennum útkjálkahéruðum erlendis í von um að geta jafnað mörkin á síðustu sekúndunum.— Svona Iítur Ófelía út enn I dag Kári skriíar: Vegimir enn Á. S. skrifar: Nokkur orð til viöbótar um vegina. Ég minnti á ástand þeirra í smágrein f þessum dálki á miðvikudag í þessari viku, benti á nauðsyn mikils átaks til þess að fá steyptan eða malbikaðan veg austur yfir fjall. Ég hefi áður minnt á þetta mál og fannst vera tími til kominn, að minna á það á ný, þótt ég vissi að ríkisstjórn- in og vegamálastjómin heföu þetta mál til athugunar, eins og kemur fram f ritstjórnargrein í Morgunblaðinu sama dag. Er gott til þess að vita, að fullur skilningur er á þessum málum á æöstu stöðum, og ég treysti bæði ríkisstjórn og vegamála- stjóm til hins bezta, en það sakar ekki að minna á þörfina, því að það má ekki dragast á langinn að hefjast handa. Hálfnað er verk þá hafið er Ég tel þörfina á að bæta veg- inn austur svo brýna, að þaö megi alls ekki dragast lengur að hefjast handa en til næsta árs. Ég spyr nú í fáfræði minni hvort undirlag á löngum köflum þessa vegar, sem eru ofaníburðarlausir sé ekki það traust aö setja jnegi slitlag á þessa kafla eins og þeir koma fyrir sé þaö gert í þurrkatíð, Hvað sem þvf líður er það að- alatriði að hafizt verði handa sem fyrst og haldið áfram unz markinu er náð. Hálfnað er verk þá hafið er. Og umfram allt: Suðurlandsvegur á að sitja fyrir þvi að þær er þörfm mest. Að síðustu: Mér finnst það sýna illt innræti og vera heimskulegt aö skamma vega- málastjórnina fyrir það, sem hún hefir ekki framkvæmt. Ég trúi ekki að það slandi á henni, ef hún fær per.ingana til aö vinna verkið. Á. S. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.