Vísir - 22.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1966, Blaðsíða 3
VlSIR. Mánudagur 22. ágúst 1966. Hagbarður og tveir bræður hans koma í land Sigurðar konungs til að hefna föður þeirra Hávarðs, sem Siguröur konungur drap í einvígi, sem konungarnir tveir háðu, þegar þeir voru ungir. Hagbarður og bræður hans hevja einvígi við syni Sigurðar, sem einnig eru bræður Signýjar. Berjast þeir allan daginn, en að kvöldi standa þeir allir, enginn er fall- inn. Eins og hetjum sæmir fyll- ast þeir virðingar hver á öðrum, en andstætt við flestar hetjur Leikbrúður, sem tákna lík konungssona 1 fjorunni. Emn kvikmyndagerðarmannanna hefur fengið sér blund á einu „líkinu“. ÁSTARDRAMA í GRINDAVÍK fallast þeir á, að margt er sælla en að höggva hvem annan. Þeir sættast, er þeim gerð veizla í konungsgarði Sigurðar, fætur þeirra laugaðir og þeim borinn beini. í fagnaðinum hitt- ast Signý, dóttir Sigurðar og Hagbarður, elzti sonur Hávarðs, og fella þegar huugi saman. Þannig byrjar kvikmyndin „Rauða skikkjan", sem verið er að taka hér á landi. — Kvikmyndaflokkurinn byrjaði að vinna við töku myndarinnar 19. júlí f Kelduhverfi, þar sem flokkurinn hefur verið þar til í síðustu viku, að hann flutti sig til Grindavíkur. Þar verður lokið við að taka útisenur í þessari viku og mun hópurinn sfðan halda til Stokkhólms, þar sem allar innisenur verða tekn- ar. Konungssynir hafa allir sætzt og fellur vel á með þeim Signýju og Hagbarði, en þar sem myndin er aðeins hálfnuð er greinilegt að við svo búið má ekki sitja. Vondi maðurinn kemur inn í myndina, — Ges.t- ur Sigurðar konungs um þessar mundir er Þjóðverji, Hildigfsl að nafni. Hann fellir hug til Signýjar, eins og flestir heil- brigðir menn myndu gera, en hann er yfir sig „skotinn“ og svífst því einskis. Hann reynir með öllum ráðum að spilla á milli Signýjar og Hagbarðs. Það reynist árangurslítið og snýr hann sér því að konungs- sonum, þegar H.agbarður fer á svínaveiðar. Tekst honum að magna upp hatur þeirra aftur og þeir berjast 3 synir Sigurð- ar við tvo bræður Hagbarðs Þegar Hagbarður kemur af veiðum, eru bræður hans báðir fallnir. Fyllist hann heift, gleymir sinni ástkæru Signýju og drepur allar bræður hennar. Hann flýr síðan frá mönnum Sigurðar konungs, en snýr aftur dulklæddur f kvenfatnaði og þykist vera konungsdóttir, kom in til að læra rétta, siðu við hirð Sigurðar. Kemst hann f hús Signýjar og dveljast þau saman í rósrauðri rómantik og bezta yfirlæti um nóttina. Hildigísl, hinn armi þræll, þekkir þó aftur hross „prin- sessunnar" og segir Sigurði frá því. Sigurður og menn hans ráðast inn í skemmu Signýjar og tekst að lokum að yfirbuga Hagbarð, þegar einn húskarl- anna læðist aftan að honum og skellir um hann keðju. Hagbarður er leiddur út og hengdur. Fyllist Signý harmi við það og fremur sjálfsmorð. Eftir situr Sigurður barnlaus og búinn að láta hengja pilt, Gísli Alfreðsson (til vinstri) leikur bróður Signýjar, en Flosi Ólafs- son húskarl Siguröar. Auk þess hefur Flosi séð um og valið hest- ana, sem notaðir eru. sem honutn lfkaði f raun mjög vel við. Þetta ástardrama, mun íslend ingum gefast kostur á að sjá um næstu áramót. Myndin verður með mörgum fræknum fslenzkum og erlendum leikur- um. Má þar nefna Gunnar Björnstrand, Evu Dahlbeck, Birgittu Federspiel, Manfred Reddemann, Oleg Vidov, Gittu Hænning, Gisla Alfreðsson, Flosa Ólafsson og Borgar Garð- arsson, að ógleymdum fslenzku hrossunum og statistum. — Margar fallegar landlagssenur eru í myndinni, sem með ein- staklega vel völdum hestum (Flosi Ólafsson sá um hestana) munu gera rnyndina hina skraut legustu. Hagbarður (Oleg Vidov) með hest sinn. Þegar Hagbarður kemur dulklæddur til að finna Signýj -, þekkir Hildigísl aftur hestinn. Bak við alla harmleiki stendur kona. Signý (Gitte Hænning) þjáist mikið vegna fegurðar sinnar. eœ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.