Vísir - 22.08.1966, Blaðsíða 16
VISIR
Mánudagur 22. ágflst TO66.
Hellusund 3, sem Verzlunarskól inn hefur fest kaup á.
AKUREY SELD
í dag gefur norski útgerðarmað-
urinn Bjarne Benediktsen ákveðin
svör um, hvort hann ætlar að
kaupa Akurey, nýsköpunartogara
Akumesinga, en útgerðarmaöurinn
hljóp frá samningunum fyrir nokkr
um vikum út til Noregs.
Aö því er bæjarritari á Akra-
nesi tjáði Visi í morgun, voru samn
ingar komnir á lokastig, þegar
Benediktsen stakk af til Noregs.
Hafði hann þá látið mála togarann
og kostað upp á hann talsverðu fé
til viögerða.
Síðan hefur útgerðarmaðurinn
séð sig aftur um hönd og tjáð sig
reiðubúinn til þess að ræða málin
að nýju. Haf. af þessum sökum
gengið skeyti og sfmtöl á milli
Akraness og Tromsö. Er nú svo
komið, aö útgerðarmaðurinn hefur
strengt þess heit að segja af eða
á í dag. Eru því nokkrar líkur til
þess að Akurnesingum takist loks-
ins að selja skipiö og er sölusaga
þess þá orðin nokkuð viðburðarík,
og er þá fyrst að minnast Fær-
eyjaævintýrisins fyrir tveimur áwr* ''
um, en þar lenti togarinn í hönd-
um svikulla kaupenda og var end-
urheimtur til íslands, vegna samn-
ingssvika.
Verzlunarskólinn kaupir Hellusund 3
Verzlunarskóli íslands hefur ors og á þar að fara fram ön
keypt húsið að Hellusundi 3 og
flytur þangað alla vélakennslu
í haust. Losnar við þetta hús-
næði í gamla skólahúsinu, sem
mikil þörf var orðin á, en tví-
sett er núna í fimmta bekk og
er það annað árið í röð.
Hellusund 3 var áður í eigu
Ágústs H. Bjamasonar prófess-
kennsla á ritvélar fyrst og
fremst og reiknivélar eins og
fyrr greinir. Með kaupum húss-
ins og lóðarinnar var Verzlun-
arskólinn fyrst og fremst að
tryggja sér aðstöðu fyrir bygg-
ingarframkvæmdir i framtíð-
inni, en skólinn þarf mjög á
auknu húsnæði að halda.
4. STÓR VEIÐIDA GURINN IRÖÐ
40 þúsund tunnur saltaðar á Raufarhöfn
Enn helzt góð veiði á síldarmið-
unum eystra. Sólarhringsaflinn var
7.550 tonn hjá 48 sktpum. Skiptist
hann nokkum veginn jafnt milli
veiðisvæðanna SA af GerpiogNNA
af Raufarhöfn. Mikið hefur verið
saltað á flestum söltunarstöðvum,
sem starfræktar em noröanlands
og austan. Saltað var á 9 söltunar
stöðvum á Siglufirði yfir helgina.
Þar er nú hlé á töminni i bfll, en
von 'er á bátum inn þangað með
nóttinni.
Á Raufarhöfn er nú búiö að salta
í rúmlega 40 þúsund tunnur, hæsta
söltunarstöðin er Norðursfld með
9.774 tunnur. Söltunin þessa síð-
ustu daga, eða síðan þann 18. að
veiði hófst á norðursvæðinu nem-
ur tæpum 13 þúsund tunnum.
Ágætis veður er á miðunum og
margir bátanna eru á útleið svo að
búast má viö áframhaldandi veiði
næstu daga. 3 flutningaskip eru á
miðunum og landa mörg veiðiskip
anna í þau, en nokkur leggja þó
upp í siglingu í land til þess að
koma aflanum í salt.
1 bandaríska vikuritinu NEWS
WEEK, sem út kom í dag, segir,
að innrás verði gerð í Norður
Vietnam í haust. Gerir ritið ráð
fyrir landgöngu á suðurhluta
Norður-Vietnamstrandar tfl þess
að rjúfa samgönguleiðir suður
á bóginn, um afvopnaða svæðlð
á landamærunum. — Heimildir
nefnir blaðlö ekki, en segir þær
frá borgaralegum athugendum,
sem góð skilyrði hafl tfl að
fylgjast með málum.
Douðaslys
Mánudaginn 15. ágúst beið Þór-
hallur B. Snædal húsasmiður á
Húsavfk bana í bifreiðarslysi
skammt frá Eyvik á Tjörnesi. Fór
bifreið hans þar fram af klettum
og mun fallið hafa verið einir 40
metrar, en Þórballur var eirm í
bílnum. Er að var komið var Þór
hallur með lifsmarki, en hann and
aðist f sjúkraftagvél á leið suður.
Þórhallur var rúmiega fertogur
að aldri.
— Hvargi fullt>roskuð ber nema á Vestfj'órðum, segir Þórður á Sæbóli
Fólk er nú að venju fariö að
leita eftir berjum, sem í venjulegu
ári eru orðin fullþroskuö um þetta
leyti, Eftir þeim upplýsingum sem
blaðið hefur aflað sér munu ber
vera óvenju illa þroskuð víðast
hvar. Talsvert er um krækiberja-
grænjaxla, en lítið um svört og
þroskuð ber. Bláber fyrirfinnast
varla.
Vfsir áttí í gær tal við Þórö Þor-
steinsson frá Saebóli, sem nýlega
fór f berjakönmmarieiðangur víða
nm Jand.
-— Sagöi hann að hann hefði
ekki orðið var við þroskuð ber
nema á Vestfjörðum.
Hér sunnanlands er mikið af berj
um sagði hann, en þau eru illa
þroskuð og virðast mánuði á eftir
því sem venjulegt er.
Ég fór um Suðurland og meöal
annars upp í Þjórsárdal. Þar er oft
mikið af berjum. Við tíndum inni á
afréttum til dæmis um 400 kg. fyr
ir nokkrum árum, þegar hvergi
fengust ber annars staðar, en nú
var þar ekkert að hafa.
Einnig fór ég um Vesturland,
Snæfellsnes, Dali og á Vestfirði.
Þar var ekkert um ber, nema á
Vestfjörðum. Þar tíndi ég við ann
an mann um 300 kg.. Það er eina
svæðið, þar sem berin virðast vera
nokkurn veginn þroskuð. Ég er að
leggja upp í annan leiöangur þang
að til þess að tína um helgina.
Fyrir fjórum dögum var nætur
frost til heiða þar sem ber væri
kannski helzt að finna. Það er því
hætta á, að þau nái ekki að þrosk
ast og eyðileggist úr þessu.
Nú um helgina hélaði viða niður
í byggð á Norðurlandi, svo að bú
ast má við, að útséð sé um alla
berjatínslu þar. — Þegar kemur
fram í september fer að verða
allra veðra von og óvíst að berin
náist nokkurs staðar að þroskast.
— En vonandi verður hægt að
skrapa eitthvað upp í Heiðmörk
eða í Hafnafjarðarhrauninu ef
hann helzt frostlaus hér sunnan-
lands fram í næsta mánuð.
Farnir utan vegna
Loftleiðafundar
Eins og kunnugt er af fréttum
verður haldinn fundur fulltrúa ot-
anríkisráðuneyta Norðuriandanoa
fjögurra, íslands, Svíþjóðan, Kor-
egs og Danmerkur í Kaupwnanna-
höfn vegna óskar Loftleiða um
lendingarleyfi fyrir htaar stóru
RR-400 á flugvöllum í SAS-fónd-
unum. Mun fundurmn hefjast bmn
25. ágúst n.k. Fulltrúar íslands á
fundinum verða: Gunnar Thorodd-
sen, sendiherra, formaðor nefndar-
innar, Niels P. Sigurðsson, deitaar-
stjóri í utanrikisráðuneytinu og
Agnar Kofoed Hansen, Qugmála-
stjóri. Tveir hinir síðamefndu, ecu
farnir utan 1 sambandi vfð þenoan
fund, en þó mun utanferð Niefsar
P. Sigurðsson einnig standa í
sambandi við væntanlegan fund
utamfkSsráðherra Norðurlanda,
sem hefet nman skamms í Ála-
borg.
Unnið nf fullum kmfti
við Strákagöngin
Unnið er nú af fullum krafti
við framkvæmdir við Strákagöng-
in við Siglufjörð. Hefur verkið
gengið greiðlega undanfarið og
munu nú vera um 50 metrar eftir,
unz komið er í gegn. Nú er byrjað
að sprengja af fullum krafti Siglu-
fjarðarmegin, sunnan megin í fjall-
inu, og einnig er verið að sprengja
noröanmegin, rétt fyrir ofan Sáms
staöamúlann. Þá er og verið að
malbera veginn í Almenningnum
, svokallaða, svo að sjá má að unnið
| er af fullum krafti að því að veg-
, urinn verði eins og hann getur
| beztur verið, er göngin opnast.
I Göngin munu verða Siglfirðingum
mikil samgöngubót, sérstaklega á
veturna, en þá er vegurinn þangað
oftast lokaður vegna snjóa.
Alllíflegt hefur verið á Siglufiröi
yfir helgina, mikið saltað og er
búizt við, aö meiri síld komi í nótt.
Fyrstu íslenzku kartöfiurnar á markaðinn í dag
— Næturfrost fella kart'óflugr'ósin
Fyrsfai islenzku kartöflumar
í ár koma á markaðlnn f dag. Er
uppskeran frá Eyrarbakka og lít
ur mjög vel út. Kostar kg. af
kartöfiumim kr. 17.30 út úr
búð.
Er þama um að ræöa snemm
vaxna tegund, sem að sögn for
stjóra Grænmetisverzlunar land
búnaðarins Jóhanns Jónassonar
er þó ekki eins góð og þær teg
undir kartaflna, sem þurfa
lengri tíma til þess að verða
fullþroska.
— Við bíðum í offænj næstu
vikur eftir því hvernig uppsker
unni reiðir af sagði Jóhann í við
tali við blaðið í morgun. Næsta
hálfa mánuöinn getur gerzt
geysilega mikið. Komi nætur-
frost næstu nætur og taki þar
með fyrir vöxt karflnanna verð
ur uppskeran ekki mannamatur
vegna smæðar.
Jóhann sagði að aöfaranótt
laugardags hefði vottað fyrir
frosti og sézt á grösum vestan
fjalls, þó tiltölulega lítið, en sér
væri ekki kunnugt um ástandið
austanfjalls.
Norðanlands hefði komið næt
urfrost aðfaranótt sunnudags-
ins og sást verulega á grösum
sérstaklega að vestanverðu í
Eyjafirðinum hjá Dalvík og í
nágrenni.