Vísir - 24.09.1966, Qupperneq 8
8
VISIR
Utgefandl: BlaöaOtgátan VISER
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AðstoðarrJtstjóri: Axe) Thorsteinson
Auglýsingar- ÞinghoJtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 f5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Hvoð ber á milli?
það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt með /
nokkrum haldbærum rökum, að í árslok 1959 var /
gjaldeyrisstaða íslands orðin svo slæm, að við )
greiðsluþrotnun lá, þ. e. a. s. landið gat varla staðið )
við umsamdar skuldbindingar sínar erlendis. Mátti \
ekkert út af bera til þess að í algert óefni kæmist. (
Allir yfirdráttarmöguleikar bankanna höfðu verið /
nýttir til hins ýtrasta og mjög tilfinnanlegar hömlur )
orðnar á öllum gjaldeyrisyfirfærslum, jafnvel til brýn- j
ustu nauðsynja. (
Engum gat því blandazt hugur um að taka varð /
upp nýja stefnu í efnahagsmálum, og það var gert )
þegar viðreisnarstjórnin kom til valda. Sú stefna var )
að dómi hinna hæfnustu sérfræðinga í efnahagsmál- )
um eina leiðin, sem þá var fær til þess að komast út (
úr ógöngunum. Þeirri stefnu hefur síðan verið fylgt (
með þeim árangri, að lífskjör þjóðarinnar hafa aldrei /
verið betri en nú og gjaldeyrisaðstaðan er orðin eins )
góð og liúrf'hefur bezt verið áður. )
Þessi stefna hefur þó verið umdeild, eins og stjórn- )
arstefnan er ævinlega í lýðræðislöndum. Stjórnar- (
andstaðan hefur margt við hana að athuga og telur (
sig kunna betri ráð á ýmsum sviðum, eins og gengur. /
Það voru þó núverandi andstöðuflokkar ríkisstjórn- )
arinnar, sem ráðið höfðu stjórnarstefnunni, sem leiddi )
til þess ástands, sem ríkti þegar viðreisnarstjórnin tók )
við þjóðarbúinu. (
í þessu sambandi er fróðlegt að athuga skýrslu Efna- (
hagsstofnunarinnar, sem birt hefur verið nú nýlega. | /
Tíminn sagði fyrir nokkrum dögum, að hún væri )
mjög í samræmi við þær skoðanir, sem Framsóknar- )
flokkurinn hefði haldið fram og barizt fyrir í stjórn- \
arandstöðunni. En hvernig má það vera? Tökum t. d. )
eftirfarandi kafla úr skýrslunni, sem er ein af megin )
niðurstöðum hennar: (
„Þau meginatriði, sem stefnt er að í efnahagsmál- (
um hér á landi, eru þau sömu og í nágrannalöndun- //
um: næg atvinna og ör hagvöxtur samfara jafnvægi /)
í greiðsluviðskiptum við önnur lönd og í verðlags- ))
þróun innanlands. Þær leiðir, sem farnar hafa verið \)
hér á landi til þess að ná þessum markmiðum, hafa y.
einnig á undanförnum árum verið þær sömu og tíðk- {(
ast í nágrannalöndunum: frjálsræði í framkvæmdum !(
og utanríkisviðskiptum samfara ákveðinni stjórn J
fjármála og peningamála og vaxandi notkun áætlun- jj
argerðar um opinberar framkvæmdir og um stefn- \\
una í málum einstakra atvinnugreina“. \(
Og ennfremur: „Árangur þessarar stefnu í efna- (
hagsmálum hefur verið mikill og sízt minni en náðst /
hefur í öðrum hlutum heims, þar sem aðrar leiðir )
hafa verið farnar til þess að ná svipuðum markmið- )
um . )
Sé þetta það sem Framsóknarflokkurinn vill — en (
svo er að skilja á Tímanum núna — ætti hann ekki (
að greina mikið á við núverandi stjóm um stefiauna. II
V í S I R . Laugardagur 24. september 1966.
-k
Sambandskanslarí í lausu lofti — Sud-deutsche Zeitung.
VESTUR-ÞÝZKA
STJÓRNIN
ENDURSKIPUÐ
FYRIR ÁRAMÓT
- VON HASSEL FÉKK GÁLGAFREST
í dag leggur Ludwig Erhard
forsætisráðherra Vestur-
Þýzkalands af stað í feröalagið
til Washington til viðræðna við
Johnson Bandaríkjaforseta. Þær
viðræöur munu snúast um Norð
ur-Atlantshafsbandalagið, sam-
starfið innan þess, Iandvamimar
yfirráð kjamorkuvopna, ákvörð
unarvaldið um hvort þeim skuli
beitt.
Vegna mikilvægis þessara við
ræðna var það vitaö fyrirfram
að Erhard mundi ekki taka til
greina kröfu jafnaðarmanna um
að von Hassel landvamaráð-
herra færi frá völdum, enda
fór svo sem greint hefur veriö
frá í fréttum, að von Hassel
hélt velli með 246 atkvæöum
gegn 199, en í ýmsum blöðum er
talið, að hann hafi aðeins fengið
gálgafrest.
Það hefur nætt allnapurlega
um Ludwig Erhard að undan-
förnu. í kjölfar allrar gremjunn
ar og gagnrýninnar á von Hassel
út af Starfighter-slysunum —
og sú gremja virðist enn vax-
andi — komu hershöfð-
ingjaskiptin — þrír viku eöa
urðu að víkja og 12 voru settir
á eftirlaun, þar næst deila um
efnahagsmál — og svo — nú
Franz-Josef Strauss
fyrir skömmu, rétt fyrir hina
margumtöluðu Washington-heim
sókn, virtist stjómarkreppa vera
yfirvofandi, er lausnar baðst
nánasti vinur Erhards dr. West-
rik ríkisritari og „hinn einasti
er hann treysti algerlega."
Auðsjáanlega hefði það valdið
Erhard óþægindum í heimsókn
inni, ef ekki hefði tekizt að af-
greiða þessi mál fyrir hana, þótt
ekki væri nema til bráöabirgða
eða leggja þau til hliðar og það
hefur tekizt. — Fyrir umræð-
una um landvamimar er jafn-
aðarmen báru fram vantraust
á von Hassel höfðu stjórnar-
flokkamir náð samkomulagi um
að fella hana.
Og Erhard lýsti yfir í flokks-
stjóminni og við leiðtoga sam-
herjanna f sambandsstjóminni
að hann myndi ekki gera nein-
ar breytingar á stjöminni fyrir
Washington-heimsóknina.
BREYTING I NÓVEMBER
En breyting er áreiðanlega
framundan á skipan Bonn-stjórn
arinnar — sennilega í nóvemb
er, aö minnsta kosti fyrir ára-
mót. — í Berlingske Aftenavis,
sem hér er stuðzt við er talið
að vænta megi að Franz-Josef
Strauss fái þá sæti f stjóminni
Andspyrna Frjálsra lýðræðis-
sinna gegn þvf, að hann fái sæti
í stjórninni, er sögð dvínandi.
„Ekki er vitað,“ segir blaðið
„hvaða embætti hann fær í
stjóminni, en það er augljóst
að hann verður áhrifamesti mað
ur stjómarinnar" („hinn sterki
maöur stjórnarinnar" eins og
blaðið orðar það.)