Vísir - 24.09.1966, Síða 9

Vísir - 24.09.1966, Síða 9
VlSIR. Laugardag-ir 24. sepTmber 1966 9 >f ffjndir Jökli eru löngum talin einhver fengsælustu fiski- miö hér við land, enda fara sög- ur af útræði á Snæfellsnesi snemma á öldum. Þar voru lsngi blómiegastar verstöðv'ar, sem löðuðu til sín fólk hvaðan æva af landinu, líkt og nú gerir síldin á Austfjöröum. Gömlu útgeröarstaðimir und- ir Jökli eru flestir löngu liðnir undir lok. Þeim ber nú ekkert annað merki en grónar rústir og veðraðar — og nokkrar sögu- sagnir, skráðar og óskráðar. En þorskurinn er enn þá nægur úti fyrir ströndinni og þangað sækja sjómenn frá verstöðvum víða af Snæfellsnesi. Séð út hafnarlænuna í Rifsósi. Bátarnir liggja við bryggjuna, sem byggð var 1955, til vinstri sér í endan á nyrðri skjólgarðinum og til hægri í endan á syðri skjólgarðinum og stálþilið. Vaxandi útgerð og athafnalif i kring um Landshöfnina steypa síðan 5 metra breiöa plötu ofan á. Þessi garður varð um 510 metra langur á árunum 1951—1955. Hólmkela vár stífluð ofan við Rifsósinn og henni gerður annar farvegur til sjávar, innar, nær Enni. Síðan var tekið til við dýpkun óssins og fór aðal- dýpkunin fram árin 1955—1959 og var gerð 475 metra löng, 30—40 metra breið og 3ja metra djúp renna frá væntanlegu bryggjustæöi miðja vegu í ósn- um og út eftir honum fram á móts við Rifshaus. Sandinum var dælt úr ósnum norður fyrir grandann og gekk allt vel í fyrstu. — En svo kom sú dapurlega staðreynd í ljós að sjórinn skolaði sandinum jafnóðum fyrir skjólgaröinn á grandanum og inn í ósinn aft- ur. Einnig skreiö sandur úr syöri bakka óssins undan svo- kölluðu Melnesi niður í lænuna. /~irðrómurinn um þessi vinnu- brögð og erfiðleikana sem þessi aðferð olli hafa jafna hvílt á Rifshöfn síðan og mönnum öx mjög i augum það fjármagn, sem þarna fór í að dæla „sama sandinum" eins og sagt var. Og ekki er því að neita að þarna var á árunum 1955 og fram til 1958 eða svo, margt hand- takið unnið fyrir gýg. Fljótlega var hætt að dæla sandinum út fyrir skjólgarð- inn og var ósinn þá stíflaður og sandinum síðan dælt upp fyr ir stífluna í stöðuvatnið, sem þar myndaðist. Þar er nú aö mestu þurrt land oröið eins og fyrr segir og er þar aðalathafna svæði hafnarinnar. Þá var einn- ig byggð bryggja (1955—1956) frá stíflunni út í ósinn, 85 metra löng 12 metra breið og hófst upp úr því útgerð á Rifi. Þrjú hlutaféíög höfðu veriö stofnuð á Hellissandi til útgerðar stærri báta, en til þessa höfðu tíðkazt þar um slóöir, enda voru hafnar Á árum vélabyltingarinnar í útgerðinni var farið að huga að hentugu hafnarstæði fyrir hina sístælckandi báta. Það skyldi gerð landshöfn á utan- verðu Snæfellsnesi — lífhöfn Breiðafjarðarbáta. JJöfninni var svo valinn stað- ur á Rifi sem kunnugt er, rétt innan við Hellissand en þar hafði náttúran skapað eink- ar hentug skilyrði fyrir höfn. Þannig var háttaö á Rifi áöur en hafnarframkvæmdir hófust þar, aö áin Hólmkela féll þar fram meö háum klettarönum, sem heita Háarif og Virkisklett- ur og hét þar Rifsós, sem hún féll í sjó fram. Þar er nú Rifshöfn og Hólmkelu var fundinn annar farvegur til sjáv- ar. Efri hluti óssins hefur nú verið fylltur upp með sandi, sem dælt var upp úr höfninni og er nú þurrt land, þar sem áöur var skipalægi — þegar Rif var verzlunarhöfn fyrr á öld- um. Það var í þann tíð, að Danir voru að reyna að sælast eftir einokun á íslandsverzlun og áttu í erjum við Englendinga, sem ráku verzlun hér og stefndu skipum sínum meðal annars í Rif. Þar er enn þá frægt merki þessara verzlunar- erja, Bjömsteinn, hvar Björn ríki er talinn hafa fallið fyrir Englendingum 1467, en hann hafði umboð Dana til að út- rýma enskri verzlun. Djörnssteinn stendur undir klettarananum, sem gengur áfram til norðausturs frá Virk- iskletti og heitir þar Snoppa. í suðaustur frá þessum sögu- fræga steini gengur langur grandi, sem rétt vatnaöi yfír í stærstu flóðum og beygöi ósinn út með honum. Endi grandans stóð þó alltaf vel upp úr sjó, þar heitir Rifshaus. f fram- haldi af þessum Rifshaus eru skerjarif í boga til suðurs, i átt til lands og heita: Þangsker og Sölvasker, en yzta skerið Taska. Fyrir innan þennan nátt- úrlega skjólgarð rann ósinn en norðan hans gnauðar opið hafið og brotnar. Þetta þótti hinn ákjósanleg- asti skjólgaröur fyrir væntan- lega höfn í Rifsósi. —0— Framkvæmdir við hafnar- Uppdráttur af Rifshöfn. X-in tákna fiskverkunarhús, sem eru í byggingu. SHtróttu línumar tákna gerðina hófust meö því að bæta . stálþil og bryggjur, sem fyrirhugaðar eru í höfninni, en tvöfalda linan fyrir endanum á hafnarbakk- erjóti ofan á grandann og anum táknar stálþil, sem reka á niður í haust. skilyrði í gömlu höfn Hellis- sandsbúa i Krossavík (rétt ut- an við Sand) engin fyrir stóra fiskibáta og naumast hægt að leggja þar stærri bátum en 50 —60 tonn við bryggju og þurfti þó aö sæta sjávarföllum. Þessi hlutafélög hófu síðan útgerð í Rifi og urðu þau smám saman stærri. TJafnargerðinni þótti jafna miða hægt og enda þótt var væri gott í höfninni og gott viðlegupláss, var á henni sá annmarki þessj fyrstu ár að sæta þurfti sjávarföllurp.til þess að koma skipum inn iænuna. — Gerði það sandurinn ,sem sí- fellt skreið ofan í hana og þurfti að hreinsa hana æ ofan í æ. Til þess að vama þessu stöö- uga sandrennsli var gripið til þess ráðs, að gera vamarþil sunnan óssins, eða hafnarlaen- unnar, út frá Melnesi. Þilið varð þannig til á því herrans ári 1959 að tréstaurar vom reknir nið- ur í sandinn og varð 180 metra langt. En þetta þil átti sér skamma sögu. Hún endaði í norðaustan roki sama ár og spýtumar rak á land á Melnes- inu og víðar. Sandrennsliö varö ekki stöðv- að fyrr en með tilkomu stál- þilsins sem rekið var niður fyr- ir tveimur árum í hitteð-fyrra sumar. En um það leyti var unnið stórátak í hafnargerðinni, höfnin dýpkuð, byggður 70 m langur brimbrjótur frá Melnesi til móts við garðinn' að norðan verðu á grandanum en sá garð- ur var lengdur nokkuð og lok- aði þessi garöur höfninni utan innsiglingaropinu. Stálþilið var rekið niður, 250 metra út með lænunni. k rið 1960 höfðu ðfáar milljónir króna farið til hafnarframkvæmda á Rifi. Þá var gerð áætlun um hafnargerð- ina næstu árin og fjárveiting- ar auknar til muna af alþingi. Kostnaðaráætlun yfir þær fram kvæmdir sem gerðar hafa verið síðan hljóðaði þannig 1960: Lenging brimbrjóts (frá Rifsnesi 750.000 Stálþil 250 metra 7.500.000 Gröftur (dýpkun hafn- arinnar) 200 þús m3 7-000.000 Grjót 15 þús. m" (í suðurgarð) 2.000.00 Model, tilraunir o. fl. 1.000.000 Lýsing, vatn o. fl. 500.000 Steypt akbraut 500.000 STALDRAÐ VIÐ A RIFI Samtals kr. 19.250.000 Framh á bls. 6.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.