Vísir - 24.09.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 24.09.1966, Blaðsíða 11
SíÐAN Bítlamir ætla ekki að halda fleiri hljómleika á þessu ári, nema hvað þeir hafa fallizt á stutta hljómleikaferð í heima- landinu — Bretlandi. Þótt þeir hlytu allmikla gagnrýni á feröa laginu um Bandaríkin, þá mega þeir vera ánægðir með ferðina hvað fjárhagslega hliö hennar Græddu 50 millj krónur í Am- eríkuferðinni Bitlarnir undirbúa snertir. Hagnaðurinn varð um það bil 50 milljón krónur (ís- lenzkar). Nú eru Bítlarnir önnum kafn ir við að semja tónlistlna í næstu kvikmynd, sem tekin verður í janúar. John Lennon er að visu ekki viðlátinn því að hann er önnum kafinn við kvik myndaleik í Þýzkalandi. Leikur næstu kvikmynd hann þar í brezkri kvikmynd sem Richard Lester er að láta gera, og nefnist hún „How I Won the War“, eða „Hvemig ég vann stríðið." 1 „Hvemig ég vann striðið" leikur John brezkan hermann og áður en kvikmyndatakan hófst varð John Lennon að fóma höfuöprýði sinni, hárinu. Klæddist hann síðan herklæðum og setti upp gamaldags gler- augu. Hárinu fræga, sem á svo marga aðdáendur, var að sjálf- sögð ekki fleygt eftir að það hafði verið klippt heldur var því safnaö í plastpoka. Mun það síðan verða bundið í litla poka, sem gefnir verða aðdáendum. Fimmburafjölskyldan í Auckland Deborat og Shirlene með afmælisterturnar. ! Fimmburaafmœli Þekktustu böm á Nýja Sjá- landT eru Lawson-fimmburarnir í Auckland. Nýlega áttu þeir eins árs afmæli og þá var nú heldur betur haldin veizla. Syst umar fjórar sem heita Silena, Shirlene, Lisa og Deborah og bróðirinn Samuel,/ (sem hlýtur að búa við konuríki) fengu hvert sina afmælistertuna. Jafn framt fékk hvert systkinanna sinn smekk, og þau máttu boröa terturnar eins og þeim sýndist Afleiðingin varö sú að varla sást í litlu finguma eöa andlit in fyrir rjóma. Það er ouð- velt oð kljúfa danskan „tíkall" Öðm hverju kemur það fyrir í Danmörku að bönkunum ber- ast tíukrónaseðlar, sem eru reyndar engir tíukrónaseölar lengur, því að búið er að kljúfa þá í sundur. Þegar slíkir seðlar komust fyrst I hendur sérfræð inga þar í landi sögöu þeir að svindlaramir hefðu hlotið aö hafa góð og beitt tæld til að kljúfa þá í sundur — en nu er komið í ljós aö það er ósköp auðvelt að kljúfa „tier“ eins og þeir kallast. Þegar seölamir fara að velkj- ast klofna þeir oft á homun- um og ef gætilega er að farið má kljúfa seðilinn út frá hom- unum eins og sést á meðfylgj- andi myndum. Sérfræðingar Þjóöbankans í Danmörku vom fyrir skömmu spuröir hvort þetta stafaði ekki af því aö pappírinn í seðlunum væri of þykkur og hvort ekki væri ráö að nota þynnri papp- ír I seðlana. Svömðu þeir því til að ef þynnri pappír væri not- aöur myndu seölamir rifna of fljótt, og þetta væri ekki það mikiö vandamál að þaö tæki þvl aö fá nýja seðla. Því verður hver sá, sem tek- ur við dönskum „tíkalli** að at- huga sjálfur hvort hann er með „þunnan eða þykkan „tíkall“ í hendinni — hann á ekk; neina kröfu á bankann til nýs seðils. ATHUGIÐ Kári skrifar: % ^_______——_____________ JL Höfum opnaö trésmíðaverkstæði undir nafn inu Timburiðjan h.f. Tökum að okkur: Eldhúsinnréttingar — og fataskápa, gluggasmíði — bílskúrshurðir, — úti- hurðir — svalahurðir — veggklæðning- ar — sólbekki. Spónleggjum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Reynið viðskiptin. Timburiðjan hi. við Miklubraut Sími 34069. (Áður Byggir h.f.) »• „Húsmóðir“ skrifar: •: Kex og kökur „Mig minnir, aö það hafi ver / ið birt bréf hjá þér, Kári sæll, := þar sem harmað var, að kex- •J verksmiðjan Lorelei á Akureyri ;» hefði neyözt til að hætta störf- um, og tek ég undir það, og ■J sömuleiðis man ég, að minnzt Jo var á það hér I dálkinum, að »; vissar kextegundir fslenzkar :■ væru mjög vinsælar, og ég veit, V að mikið er keypt af íslenzku ■J kexi, þrátt fyrir að í mörgum ;» verzlunum eru öll borð full af ■: alls konar erlendu kexi, köku- í" botnum, smákökum og formkök •- um. Dálítil samkeppni skaðar ekki, en hér er of langt gengið, og ekki er ég trúuö á, að smá- kökur og kökubotnar, sem kennski eru búnir að vera lengi í plastumbúðum, þoli nokkurn samanburð við heimabakað bakkelsi. Ég segi nú fyrir mig, að mér finnst íslenzka kexið mjög sæmileg vara, en nokkra fjölbreytni skortir, og annaö kex erlent kaupi ég ekki en te kex, því að enskt tekex er þaö bezta, sem fæst, en ef jafngott íslenzkt tekex fengist mundi ég kaupa það. Umkvörtun En ég vil kvarta yfir einu. Litfar piparkökur framleiddar hér voru orðnar mjög vinsælar og þaö hefur areiðanlega ekki verið framleitt nærri nóg til þess að fullnægja eftirspurn- inni, því að margoft varð ég að bíða dögum saman, þegar ég ætlaði að kaupa mér poka. Ég keypti þær vanalega í mjólkur- búö og segja stúlkurnar mér, að mikið sé spurt um þær. Nú vil ég spyrja: Er hætt að framleiöa þær? Og ef svo er hvers vegna er ekki sinnt óskum neytenda, sem vilja eiga þess kost að fá þessa vörutegund keypta á- fram.“ Húsmóðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.