Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 1
 ÍSIR 56. árg. — Fimmtudagur 6. október 1966. — 228. tbl. Ný stórbygging Loftleiða á Keflavíkurflugvelli var sýnd fréttamönnum í morgun. Er þetta stálgrindarbygging, sem keypt var tifbúin frá Bandaríkj- unum og flutt hingaö ósaman- sett. Byggingin er 6100 rúm- metrar og 1100 fermetrar að stærð, en uppsetningin tók 68 vinnudaga. Þama verða til húsa tollvöru- geymsla Loftleiða, vörugeymsl- ur, viðgerðarhúsnæði og ýmis- legt annað í sambandi við reksturinn. Hús þetta kostar uppsett 3.5 miiljónir króna og hafa Loft- leiðir þá varið alls 12 milljónum króna í kaup á ýmsum af- greiðslutækjum og mannvirkjum frá því þær tóku yfir reksturinn á farþegaafgreiðslu á flugvellin- um 1963. Farþegar á ári hverju voru þá um 36.000, en á síðasta ári 170.538, sem fóru um Kefla- vfkurflugvöll. PrentaraverkfaH annað kvöld? Sáttasemjarafundur var hald- inn í gær með deiluaðilum i —-------------------------------<S>, Nýjn hverfið Sundin við Lagt af stað með Herðubreið Strandferðaskipið Herðubreið, sem strandaði við Djúpavog síðast- liöinn sunnudagsmorgun, hefur nú verið þétt og undirbúið aö öðru leyti fyrir aö vera dregið til Reykjavíkur. — Mun eitthvert stærri varöskipanna leggja af stað með Herðubreið í drætti áleiðis suður seinnipartinn í dag — Erf- itt er að spá hve langan tíma tekur að draga skipið til Reykjavfkur. Það fer eftir sjólagi, veðri og öðru. Nýja hverfiö inni við Sæviðar- sund og Kleppsveg hefur verið að rísa síðan vorið 1965. Þama er nú allmyndarlegt hverfi fjöl- býlishúsa, raöhúsa og einbýlis- húsa. Samkv. upplýsingum Sig- urjóns Sveinssonar, byggingar- fulltrúa mun stærð bygging- anna í heild vera rétt innan við 100 þúsund rúmmetrar en gólfflötur tæpir 30 búsund ferm íbúðimar eru 271 talsins, bar af 170 í fjölbýlishúsum. Gera má ráö fyrir að íbúar séu 4—5 í hverri íbúð. Byggingarfram- kvæmdimar hafa gengið ágæt- lega, einkum hefur smíði fjöl- býlishúsanna miðað vel áfram. (Ljósm. Vísis B. G.). um verndun fískistofnuimu — sagði Emil Jónsson, utanríkisróðherra á þingi SÞ — Sameinuðu þjóðirnar eiga þakkir skiliö fyrir forgöngu sína að setningu nýrra réttarreglna á hafinu. Að tilhlutan SÞ var reglan um 12 mílna fiskveiðilögsögu al- mennt viðurkennd. Þessi regla hef- ur haft mikla þýðingu fyrir ís- lendinga, þar sem áður horfði til algerrar eyðingar fiskistofna. En jafnframt ber að skilja aö frekari aðgerða er þörf og þær aðgerðir og lausnir sem nú eru í gildi verö- ur aö nýta betur en orðið er og styrkja þær sem bezt. Á þessa leið talaði Emil Jónsson,^ utanríkisráðherra Islands, á ails- I herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í j gær, er hann ræddj hlutverk og störf samtakanna. I ræðu sinni kvaðst utanríkis ráðherra telja friðargæzlu þýðing armesta viðfangsefni Sameinuði þjóöanna. Þar næst mætti nefna baráttuna gegn hungri í veröldinni. í sambandi við seinná atriðið minnti utanríkisráðherra á nauð- syn þess að vemda fiskistofnana Frh. á bls. 6. i prentaradeilunni. Hófst fundur- inn kl. 8.30 og stóð til rúmlega 11 án þess að nokkuð þokaðist í samkomulagsátt. Sáttasemjari ríkisins mun boða annan fund með deiluaðilum í dag eða á morgun, en prentarar fara í verkfall kl. 24 á morgun ef ekki semst. Með prenturum fara bókbindarar, offsetprentar- ar og prentmyndasmiðir f verk- fall. Kl. 17.15 verður almennur fundur í Hinu ísl. prentarafélagi um samningana. Vianustöðvun i Sementsverk- smiðjunni ? Sáttaaemjari, Torfi Hjartarson, boðaði fund með fuikrúum Starfsmannafélags Sementsverk smiðjunnar og Vinnuveitenda- sambandi íslands kl. 11.30 í morgun. Ef ekki semst í dag hafa starfsmenn boðað vinnu- stöðvun í Sementsverksmiðj- uimi kl. 24 í kvöld. 3800 tonn nf lýsi flutt til Jnpnn fró Seyðisfirði apanir hafa nú í fyrsta ikipti keypt síldarlýsi af íslendingum. Hafa þeir keypt 3800 tonn af Síld- arverksmiðjum ríkisins VILJA REISA BITT STÚRT SJÓN- VARPSLOFTNET Á AKUREYRI! Bæjarstjórn skorar á r'ikisstjórn og útvarps- ráð oð hraða uppsetningu endurvarpsstöbva Norðlendingar ræða þessa dagana mikið um sjónvarp, ekki síður en þeir sem búa innan f jalla hringsins, sem nýtur „sjónvarps Reykjavík“. í gær samþykkti bæjar- stjóm Akureyrar að skora á ríkisstjórn og útvarpsráð að hraða sem mest verður byggingu endurvarpsstöðva fyrir íslenzka sjónvarpið, þannig að Akureyringar og Eyfirðingar megi fylsiast með siónvarpi. sem mundi ná til þeirra ekki síðar en í vor. Þaö var fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn, sem bar upp tillöguna, og gátu allir full- trúar verið á einu máli um efni hennar og kom fram óánægja fulltrúanna yfir því að hafnar skyldu útsendingar áður en dreif ingarkerfi sjónvarpsins væri orö ið víðtækara en það er í dag, það hefði útvarpið þó gert á sín um tíma. Fréttamaður Vísis á Akureyri sagði í morgun aö vaknaður væri almennur áhugi á sjónvarpi á Akureyri og rætt væri um stofnun félags sjónvarpsáhuga- manna þar. Meðal þess sem rætt er um er aö reisa eitt sjón- varpsmastur fyrir allan bæinn, en það er talið að hægt sé aö nota eitt mastur í stað þeirra hundraða sjónvarpsloftneta sem þykja hvarvetna til óprýði. Þá er epnfremur rætt um sameig- inleg innkaup á sjónvarpstækj- um, þegar þar að kemur, til að komast að enn betn skilmálum en nú tíðkast. og mun lýsið hert í Jap- an og notað til smjör líkisgerðar, notað í stað jurtaolíu. — Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jónssonar hjá S.R. var ætlunin að selja meira til Japan, en botninn datt úr frekari samn- ingaviðræðum, a. m. k. í bili. Norska tankskipið Lotos frá Oddfjell-skipafélaginu í Bergen kemur til Seyðisfjarðar um miðj an mánuðinn og lestar 1800 tonn af lýsi. Skipið kemur hingað frá Tees í Englandi, en siglir héðan „eystri leiðina" til borganna Kobe og Yokohama f Japan með viðkomu í Port Said við Súez-skurðinn. Siglingin mun taka nær 3 vikur. Lotos er um 4100 lestir að stærð, en umboðsmenn skipafé- lagsins hér er Harald Faaberg h.f. Seint í þessum mánuði mun annað tankskip væntanlega koma og lesta 2000 lestimar, sem eftir eru til Japan, en sem fyrr segir er enn óráðið með áframhaldandi viðskipti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.