Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 7
V í S IR . Fimmtudagur 6. október 1*966. --srurrwmm Fyrsti íslenzki fall- hlífarstökkskennarinn — Rætt við Eirik Kristinsson, sem nýkominn er frá Bandarikjunum, þar sem hann lærði fall hlifarstókk Það vakti mikla athygli í sum ar, er nokkrir Islendingar hófu að stunda fallhlífarstökknám hjá amerískum fallhlífarstökks- hermanni frá Keflavíkurflug- veBi. Þrátt fyrir miklar vinsæld- ir erlendis, hefur þessi iþrótt ekki átt miklu fylgi að fagna hér á landi, en nú virðist sem að úr því fari að rætast. Fyrsti íslendingurinn sem hefur lokið námi sem Ieiðbeinandi í fall- hlífarstökki, Eirikur Kristinsson flugumferðarstjóri á Reykjavík- urflugvelli, er nýkominn heim til íslands frá Bandarikjunum, þar sem. hann lagði stund á falihlífar stökk, sérstaklega með það fyr- ir augum að geta leiðbeint lönd- rnn sinum í þessari skemmti- legu íþróttagrein. Vísir hitti Ei- rík að máli i gær og bað hann aö segja lesendum blaösins í stuttu máli frá dvölinni vestra. — Ég var fimm vikur í ferð- inni, og sjálft námið í skóianum tök £jórar vikur. Skólxnn, sem ég var í, er staðsettur í smá- bæ í ríkrnu Massachusetts á vesturströnd Bandaríkjanna. Skóli' þessi er annar af tveimur stærstu skólum. sinnar tegxmdar i Öllum Bandaríkjunum. Utan fór ég á vegum Élugbjörgunar- sveitarlnnar og með aöstoð'Flug- málastjóra. Ferðin og dvölin í skólanum tókst í alla staði mjög vel og er ég sériega ánægður með hana. — Er ég fór utan haíöi ég stokkið 7 stökk hér á'Sandskeið- inu hjá hinum ameriska leiðbein anda, en nú eru stökkin orðin rösklega 80. Ég stökk þetta frá 4—8 stökk á dag. Sjálf stökkin eru ekki erfið, það sem erfiðast er, er að pakka saman fallhlíf- inni að stökkinu loknu. Pökk- unin er bæöi töluvert erfið, og einnig vandasöm, því aö mikið Jiggur við, að hún sé rétt fram- kvæmd. — Ég stökk hæst úr 12.500 feta hæð, og þá lét ég mig svífa niður í 2.500 feta hæö, áöur en ég opnaöi hlífina, og þessi 10.000 fet eru farin á 60 sekúndum. Annars var nám mitt fólgiö í mjög alhliða þjálfun við fallhlíf- arstökk, og ég geröi mér far um að kynnast sem flestum hliðum þessarar íþróttagreinar. — Fallhlífarstökk er alls ekki hættulegt, ef farið er eftir settum öryggisreglum, og menn dæma rétt hinar mismunandi að stæður. Allir sem stökkva verða að gangast undir læknisskoðun og uppfylla viss skilyrði. Allir, sem stökkva hafa á sér tvær fallhlífar, eina aðalfallhlif og aðra til vara, sem notuð er til öryggis og opnast sjálfkrafa, ef aöaifalihlífin bilar. Að visu má segja, aö menn geti slasað sig I joessari íþróttagrein líkt og öðr- um, en hættan er svipuð og maður væri aö æfa skíðaíþrótt- ir. — Mikii áherzla var lögð á aö kenna mönnum að stjóma fallhlífiimi, geta lent á afmörk- Myndin sýnir, er Eiríkur lenti I skóginum. Verið er að reyna að losa fallhlífina úr trjánum. uðum bletti. Það henti mig einu sinni óhapp, eða réttara sagt spaugilegt atvik. Er ég hafði stokkið úr vélinni, ienti ég í miklum snúningi (spin), og fannst mér ég ekki geta losað mig úr honum nema með þvi aö opna fallhlífina, svo að ég ákvað aö gera þaö. En ég var þá í of mikilli hæö, og var iengur niöur en upphaflega var áætl- að. Allt þetta gerði þaö að verk- um aö ég barst yfir skóglendi, og ég lenti þar í trjánum, en engin hætta er að því, eða a.m.k. lítil hætta aö menn meiöi sig vegna þess. — Ég býst viö, að bráðlega geti ég farið að leiðbeina meö- limum Flugbjörgunarsveitarinn- ar, og síðar er gert ráð fyrir, aö þjálfa upp sveit þjálfaöra fall- hlífarstökksmanna, sem hægt verður að senda af staö, ef nauð- syn liggur við, vegna slyss eða í slíkum tilfellum. Þaö mun varla veröa alveg strax, að al- menningi verði gefinn kostur á að nema fallhlífarstökk, en aö því mun koma hér sem annars staðar. Eirikur Kristinsson, flugumferðarstjóri og fallhlífarstökkskennari á heimili sínu í gær. Eiríkur Kristinsson við flugvélina, sem notuð var við kennsluna. Mynd þessi birtist í amerísku dagblaöi, sem sagði frá Eiríki og dvöl hans ytra. Dagur — Framhald af bls. 8 sem gerðar eru í einu Norður- landanna, eiga án undantekn- ingar að öölast gildi í þeim öll- um. Koma skal á norrænni stöðlun, til dæmis á hlutum og efniviöi í byggingariðnaði. Hinni norrænu einkaleyfaein- ingu ber að hrinda í framkvæmd eins fijótt og unnt er. Norðurlönd eiga að reka sameiginlega viðskiptastefnu út á við, að eins miklu leyti og unnt er, og innbyrðis eiga þau að samræma verðlagsmál sín. Gerð og fyrirkomulag skatt- kerfisins á að vera eins um öll Noröurlönd. Vinna ber að því að endrureisa norræna mynt- bandalagið. Nú veldur framkvæmd samn- inga um samvinnu á sviði efna- hagsmála tilfinnanlegum útgjöld um eins eða fleiri aðilja vegna aölögunar og annarra breytinga, og skulu útgjöldin þá borin sam- eiginlega. Sama skal giida um kostnað af meiriháttar, sameig- inlegum framkvæmdum á ýms- um sviðum. Nota á sérstakar aðferðir til þess aö afla fjár til slíkra hluta. Einkum gæti orðið um það að ræða að nota til þess tolltekjur frá ytri toll- mörkum Noröurlanda. Norður- landaráö á að fá heimild til þess aö ákveða hina sameiginlegu fjárhagsáætlun vegna slikra út- gjalda og tekna. ÖNNUR MÁL. Síðar er í stefnuskránni vik- ið aö öðrum þáttum norræns samstarfs, svo sem varðandi samgöngumál, skipulagsstarf- semi, félagsstarfsemi, og fleira. Rætt er um samstarf á sviöi út- varps og sjónvarps, og er þar m. a. rætt um að koma á £ót sam- eiginlegum útvarps- og sjón- varpsdagskrám og einnig um skólasjónvarp. Þá er vikið að aukinni samvinnu í utanrflusmál um, t. d. er sagt, að sendiráöa- stöður, eins og t. d. embætti mennirigarfulltrúa eigi að vera samnorræn i eins ríkum mæli og unnt er. „Skulu þeir, sem þess- um stööum gegna, vera fulltrú- ar alls hins norræna heims.“ Þá er rætt um mun nánara sam- starf fulltrúa Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en nú tíðkast, og eigi fulltrúarn- ir aö koma fram sem einn ó- skiptur skoðanahópur. Loka- kafli stefnuskrár samtakanna hljóðar svo: SAMSTARFSVILJI. Nauðsynlegt skilyröi þess, aö nýtur árangur náist af samvinnu vorri í nálægri framtið, er aö samstarfsviljinn sé sterkur og lifandi meöal hins norræna fólks. Því er nauðsynlegt að vekja og sameina almennings- álitið á Norðurlöndum, svo að þaö veröi afl, sem taka verður tillit til, þegar vér byggjum hinn norræna heim framtíðarinnar. Hver og einn tekur jákvæöa afstöðu til hugsjónar hins nor- ræna samstarfs með því að ganga í Norræna félagið í heima- byggð sinni. Um leið tekur hann þátt í því að auka styrkleikann á bak viö hina norrænu hug- sjón frammi fyrir yfirvöldunum. Þvi skora Norrænu félögin á alla að styðja samtökin sem hafa bráðum í hálfa öld gert það að verkefni sínu að fá Norðurlanda búa til þess að skilja betur mik- ilvægi ’ norrænnar samvinnu, bæði fyrir þá sjálfa og . sem þátt í hinum almennu tilraunum til bættrar alþjóðasamvinnu. Landsbanki Islands óskar eftir að ráða nú þegar pilta eða stúlkur til sendi starfa í vetur. Umsækjendur snúi sér til starfs mannastjóra bankans. Landsbanki íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.