Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 8
V í SIR . Fimmtudagur 6. október 1966. VÍSIR __ 0 Utgetanai: Biaöaatgaran VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel rhorsteinson Auglýsingar; Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritatjórn Laugaveg) 178 Simi 11660 (5 iinur) Áskriftargjald kr. 100.00 ð mðnuði mnanlands I lausasölu kr. 7,00 elntakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f i Samningaviðræður Verkamannasambandið og vinnuveitendasamband- \ ið eru byrjuð að ræðast við. Á fyrsta fundinum varð \ samkomulag um, að verkfall yrði ekki boðað að sinni ( meðan viðræðum væri haldið áfram. Þessi góða byrj- / un gefur þjóðinni vonir um, að báðir deiluaðilar muni / sýna fulla sanngirni og ábyrgðartilfinningu í þessum ) samningum, og að unnt verði að finna lausn, sem báð- \ ir aðilar geti sætt sig við. 7 \ Vinnudeilur hér á landi hafa ekki verið eins hat- ( rammar síðustu árin og þær voru fyrr á árum. Verk- / fallsvopninu hefur verið beitt mun minna ^n áður. \ Enda hafa menn séð, að löng verkföll draga úr þjóð- \ artekjunum, sem eiga að standa undir tekjum einstakl- ( inganna. Öll löng verkföll hafa orsakað afturkipp í / efnahagslífinu, sem oft hefur tekið langan tíma að / vinna upp. Það er einmitt framleiðsluaukning, sem er ) forsenda tekjuhækkana. \ Júnísamkomulagið 1964 markaði tímamót. Þá var ( stöðvuð verðbólguskriða, sem var komin af stað. Ár ( ið 1963 hafði ríkt mikil spenna í verðlags- og kaup- ( gjaldsmálum og urðu miklar umræður um þau mál / á Alþingi. Ólafur Thors stöðvaði á síðustu stundu )) afgreiðslu frumvarps um kaup- og verðbindingu í von \ um, að frjálst samkomulag næðist með aðilum vinnu ( markaðarins. Það samkomulag náðist síðan um sum ( arið og var þar ekki gert ráð fyrir neinum grunn- ! kaupshækkunum. Ríkisstjórnin framkvæmdi jafn- ) framt ýmsar hliðarráðstafanir, t.d. í húsnæðismál- ) um, til að bæta aðstöðu láglaunamanna. _ \ Hagvöxtur á íslandi hefur síðustu árin verið meiri ( en nokkru sinni áður. Má rekja þá aukningu að tölu- ( verðum hluta til friðarins, sem ríkt hefur í atvinnu- / lífinu. Framleiðslutækin hafa ekki verið trufluð af ) verkföllum að ráði og þannig hafa þau nýtzt betur / en áður var. Árið 1965 var gert samkomulag um / kjaramál í svipuðum anda og árið áður. Það samr ) komulag var hins vegar að ýmsu leyti dýrkeyptara \ en hið fyrra. Samið var um vísitölutryggingu launa, ( en slíkt kerfi skapar jafnan mikla verðbólguhættu ( vegna víxlverkana kaupgjalds og verðlags. / Nú í haust hefur það gerzt, að samkomulag hefur ) náðst milli bænda og neytenda um sáralitla hækk- )) un á búvöruverði. Sú hækkun kemur ekki fram fj í verði til neytenda, því ríkisstjórnin hefur y, ákveðið að greiða hana niður. Hækkun búvöruverðs- ins á haustin hefur jafnan haft alvarleg áhrif í átt til [ verðbólguþróunar, svo sérstök ástæða er til að fagna / þessu samkomulagi í haust. Skömmu síðar var samið )) um og úrskurðað verð á síld. Var þar tekið tillit til \ hins mikla verðfalls, sem orðið hefur á afurðum síld- \ arverksmiðjanna á erlendum markaði. Bæði við á- ( kvörðun búvöruverðsins og síldarverðsins hafa samn / ingsaðilar haft að leiðarljósi hinn augljósa vilja ah / mennings, að verðhækkanir verði stöðvaðar. I yfir ) standandi kjarasamningum er tækifæri til að gera \\ stærsta átakið til verðstöðvunar. \( Aukið samstarf Norðurlandanna — Kaflar úr stefnuskrá samtaka Norrænu félaganna DAGUR NORÐURLANDANNA ER í DAG 1 dag fimmtudaginn 6. októ- ber, er dagur Noröurlandanna. Þaö var árið 1936, aö ákveöið var að helga noirænu samstarfi einn dag á fimm ára fresti og var fyrsti dagurinn áriö 1936, en heimsstyrjöldin 1939—45 kom í veg fyrir að upphaflega hugmyndin kæmist í fram- kvæmd. Árið 1951 var þráður- inn síðan tekinn upp á ný, þar sem frá var horfið og hefur Noröurlöndunum síðan verið helgaöur einn dagur á fimm ára fresti og er þetta í fimmta skipti, sem Norðurlandabúar minnast sérstaks „norræns dags“. Aðalfundur Norrænu samtak- anna (sem eru heildarsamtök Norrænu félaganna) var haldinn í borginni Drammen í Sviþjóð hinn 3. september sl. og á þeim fundi var samþykkt stefnuskrá samtakanna. Hér á eftir verða birtir kaflar úr fyrrgreindri stefnuskrá. NORÐURLÖND í NÝJU LJÓSI. Unnið hefur verið markvisst að þvl að efla norrænt samstarf á árunum, sem liðin eru frá lokum slðari heimsstyrjaldar, og af meiri stefnufestu en áður. Samningar hafa verið gerðir, og raunhæfur árangur hefur náðst f svo ríkum mæli, að slíkt hefði naumast verið álitiö kleift áður. Öllum hindrunum, sem staðið hafa f vegi fyrir frjálsu samneyti norrænna þjóða, er rutt I burtu, hverri á fætur annarri. Á æ fleiri sviðum eru félagsleg bönd tengd yfir landa- mærin. Norræn samhygð styrk- ist stöðugt, og sannfæring nor- rænna manna um nauðsyn þess að starfa saman vinnur sífellt á. Þetta stafar ekki sfzt af aukn- um skilningi manna á því, að smáríki á borð við hin norrænu geta bezt nýtt möguleika sína með samvinnu og verkaskipt- ingu. Jafnframt þessu vex skilningur fólks á því, að líta verður á norræna samvinnu sem lið í almennri samstarfs- viðleitni allra þjóða, og að Nor- urlönd gagnast bæöi fbúum sín- um og öllu mannkyni bezt með því, að þjóðir þeirra vinni vel saman á öllum sviðum, bæöi inn á við og út á við. Með þessum skilningi er komin forsenda þess og grund- völlur, að hægt er að taka ný mið, stefna að nýjum mark- miðum og nota nýjar aðferðir í norrænni samvinnu. Umfram allt ríöur á að líta á Noröur- lönd sem eina heild og hegða sér samkvæmt þvi. Nauösyn ber til þess, að litið verði á Noröurlönd í nýju ljósi, og að menn öðlist meira áræði og sterkari vilja til aðgerða. NORRÆNU FÉLÖGIN. 1 næstum hálfa öld hafa Nor- rænu félögin, sem nú hafa stofnað með sér samband Nor- rænu félaganna, unnið að því á öllum sviðum að auka og efla samvinnu hinna nórrænu þjóða inn á við og út á við. Norrænar rfkisstjómir hafa unnið saman á æ skipulegri hátt í meira en þrjá áratugi. Þingmenn frá þingum allra Norðurlanda hafa komið saman til sameiginlegra ráðageröa og samstarfsumræðna í Norður- landaráði síðan árið 1953, og árið 1962 var undirritaður milli- ríkjasamningur Norðurlanda um norrænt samstarf, hinn svo- nefndi Helsingforssamningur. Norrænu félögin eiga nú sem fyrr að ganga f fararbroddi þeirra, sem beita sér fyrir nor- rænni samvinnu. Þau eiga aö benda á ný markmið, sannfæra borgarana um, að það sé f þeirra þágu og hagsmunum þeirra hagkvæmt að stefna að þessum markmiðum, og þau eiga að hvetja hinar opinberu samstarfs stofnanir, sem komið hefur ver- ið á fót á Norðurlöndum, til þess að gera norræna samvinnu æ umfangsmeiri og raunhæfari f anda Helsingforssamningsins. NORÐURLÖND OG EVRÓPA. Náist samkomulag í náinni framtíð um viötækt efnahags- samstarf í Norðurálfu, sem leiða mundi til öflugra og nánara samlags Evrópuríkja á flestum sviðum, verða Norðurlönd einnig að taka þátt í slíku sam- starfi. Framtíð vora eigum vér sameiginl. með öðrum þjóðum Norðurálfu. Þess vegna eigum vér að koma til móts við Evr- ópu. Slíkt skref verðum vér að stíga í sameiningu og mjög ná- inni samvinnu. Á þann hátt ein- vörðungu getum vér lagt fram áhrifaríkan skerf til þróunar mála í Evrópu; haft áhrif á framvinduna; um leið og vér eflum hagræna hagsmuni vora f sameiningu, höldum á lofti og kynnum félagslegar og stjómmálalegar hugsjónir vorar og þroskum menningu vora inn- an hins stærri ramma, Evrópu, f frjósamri sambúö viö önnur ríki og aðrar þjóðir heimsálfu vorrar. STEFNA í EFNAHAGSMÁLUM. Efnahagsleg eining Norður- landa innan ramma evrópsks samstarfs er markmiðið, sem oss ber að stefna að. Tollar á iðnaöarvörum falla' niður milli ríkja vorra í árslok 1966, og er það aðildinni að Fríverzlunar- bandalagi Evrópu (EFTA) að þakka. (Hér er ísland undan- skilið, enda er þaö ekki aðili að EFTA). Viðskipti milli Norð- urlanda aukast mjög ört, og samvinna í atvinnulffi eflist stöðugt. Möguleikarnir, sem þessj þróun felur f sér, krefjast frjáls kapítalsmarkaðar og sam- eiginlegrar fjármögnunar mik- ils háttar framkvæma, svo að framleiösluöflin fái notið sín ti! fulls. Efla ber samstarfið, sem þegar er hafið f norrænum iðn- aði. Þar sem enn finnast opin- berar eða duldar hindranir. er standa í vegi fyrir framleiöslu og verzlun, á aö ryðja þeim burtu tafarlaust. Tilraunaniður- stöður og eftirlitsrannsóknir, Framh. á bls. 7 '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.