Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR . r •rnvtdagnr G. c: 'bcr 1966. 9 Þá erum við stödd í Skarðsrétt í Bjamar- firði. Gangnamenn em allir komnir. Þeir hafa fengið gott veður og telja að smölun hafi gengið vel. Ég hitti að máli Guðmund Ragnar Guðmundsson bónda í Bæ á Selströnd. Hann hefur nú verið réttarstjóri í Skarðsrétt í fimm ár. Nokkuð hefur verið breytt til um fyrirkomulag gangnanna frá því sem áður var. Hólsfjall og Balafjöll, sem liggja norður í Trékyllisheiði og eru leituð til móts við Ámes- hreppsbúa eru gengin daginn Strandamenn í réttum áður. Þá er Bjarnarfjarðarháls nú eitt leitarsvæði, var áöur fjögur. Það er fyrst f haust, að nokkrir erfiðleikar voru á að fá menn í göngur og veldur þar mestu að nú hafa allir bæir á Bölum fallið úr byggð, einnig Víkurbæimir, Kaldbak- ur og Kleifar. Haustslátrun er ennþá ekki byrjuð, svo að hægt sé að segja um fallþunga dilka, en eftir því sem fjallafé lítur út á fæti, segir Guðmundur aö vel muni horfa. IÁ flestu finnst mér nú svip- mótið hið sama og áður var. Bændur hyggja að fé sínu og bjóða hver öðrum „einn gráan“. Húsfreyjur hafa slegið upp tjöldum og framreiöa veiting- ar. Flest fólk úr byggðinni, ung ir og gamlir, er hér á ferð. Glað ar bamaraddir, léttir æskuhlátr ar, hávær kö31 blandast kinda- jami og bílaargi. Jú, þar er svip mynd breyttra tíma. Við rétt- ina sést enginn hestur. Allir eru á bíl. Létt hófatak, söngur góð- glaðra gangnamanna, sem heyra mátti víða aö, þegar þeir ráku fé sitt frá réttinni til heima- haga í húmi haustsins, verður innan tíðar, og er þegar aðeins minning eldri manna. NU flytja flestir fé sitt á bflum. Skarösrétt, sú er nú stendur, Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, réttarstjóri. mun á næsta ári eiga hálfrar aldar afmæli, en ekki eru þau ellimörk auðsæ. Henni hefur greinilega verið vel viö haldiö og í upphafi svo vel til vandað, að vel skyldi standa. Hinir fögru margbreytilegu haustlitir lynggróinna ása og bjarkalunda í hlíðum Bjamar- fjarðar hafa sama svipmót og áður, en landið milli fjallanna er breytt. Þar sem áður voru blaut- ar engjabreiður og vallgrónir árbakkar eru nú töðuvellir. Og allar athafnir virðast benda til að sú sé hugsun Bjamfirðinga, að þar skuli allt land í akra brotið. Bakki, sem forðum var lftil hjáleiga, er nú líkari því að vera höfuðbólið, sem stóð á nes inu út við sjóinn. Á hólnum á Klúku, skammt frá lauginni, sem Guðmundur biskup góöi vígði sem baðlaug og sfðan hefur verið heilsulind, er nú að rfsa skóli og leikvang ur til menningarauka þeirri æsku, sem upp vex í byggðinni. Dagur er að kvöjdi kominn. Við réttina er hljóðnað. Margir hafa haldið heim þreyttir, en glaðir eftir góðan dag. En æsk- an hefur þó ekki fengið sig full- sadda. — Réttardansleikur f Ár- nesi. Þangað þjóta nú bflamir úr Bjamarfirði. Á leið minni um Selströnd hitti ég Guðmund Sigurgeirs- son, gamlan Húnvetning, sem örlögin fleyttu vestur yfir fló- ann og um langt árabil hefur staðið framarlega í félagsmálum Strandamanna. Hress og kátur sem fyrr kemur hann á móti mér út í dyrnar í Hamravfk og býður „einn léttan". Hann hefur ekki farið til réttar en man þó eftir deginum. Kannski var það hending að við hittumst hér. Svo fæ ég að heyra eina ferhendu frá honum að lokum: Hending kætir hugans inni, hending bæði þar og hér. Hending ræður hendingunni. Hending skæöin sníður mér. Þ.M. Nýjung hjá Andvöku: Verðtryggð líftrygging Líftryggingafélagið Andvaka systurfélag Samvinnutrygginga hefur tekið upp nýjan starfs- þátt og býöur upp á liftryggingu sem hægt er að verðtryggja, en verðtryggð líftrygging hefur ekki áður þekkzt hér á landi. Trygging þessi er hrein áhættu- trygging með föstu iðgjaldi, en tryggingarupphæðin lækkar eft- ir þvi sem menn eldast. — 100 þúsund króna verðtryggð lfftrygging kostar 403 krónur fyrsta árið fyrlr 25 ára gamlan mann. Með því getur hann feng- ið 496 þúsund króna liftrygg- ingu fyrir 2000 króna ársið- gjald. — Konur greiða nokkru lægra iðgjald yfirleitt. Iögjaldið helzt jafnt alla tið en það hækk- ar eftir því sem menn eru eldri þegar þeir kaupa trygging- una. Á fundi með fréttamönnum sögðu forráðamenn Samvinnu- trygginga að Ifftryggingar hefðu átt erfitt uppdráttar hér á landi vegna óstöðugs verðlags en þar kæmi ef til vill fleira til svo sem almannatryggingar okkar og fleira. Þröunin hefði hins veg ar orðið sú í nágrannalöndun- um að liftryggingar hefðu átt vaxandi vinsældum að fagna og verið samfara vaxandi velmeg- un. Líftrygging hefur verið meö ýmsum skilmálum, en algeng- ustu form þeirra hafa verið sparilíftryggingar, þar sem á- kveðin upphæð greiðist við dauða og áhættutrygging, þar sem ákveðin upphæð greiðist við dauða fyrir ákveðinn aldur. Þessar nýju tryggingar And- vöku greiða trvggingarupphæö- ina út við dauða fyrir 65 ára aldur. en fellur úr gildi ef að menn Kfa fram yfir þann aldur. Samkvæmt núgildandi skatta- lögum er heimilt að færa ið- gjöld sem nema allt að 6 þús- und krónum sem frádrátt við skattaframtalið og bentu þeir Andvökumenn á að þessu gæfi fólk ekki nógu mikinn gaum. Forráðamenn tryggingafélags- ins sögöu að þessi verðtryggða líftrygging hefði verið alllengi í bigerð og þeir gerðu sér vonir um að hún kæmi til með að njóta mikilla vinsaelda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.