Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 06.10.1966, Blaðsíða 15
V1S IR . Fimmtudagur 6. október 1966. 15 Hún opnaði dyrnar og fannst gott að finna svalann leika um sig, þótt hún sæi ekkert_fyrir myrkr- inu. Hún heyrði stöðugt drunur í fjarska — og nú sá hún glampa á eitthvað fyrir fótum sér. 'Það glitti í vatn og tvö neöri tröppu- þrepin voru komin í kaf. Ósjálfrátt steig hún aftur á bak eitt eða tvö skref. Hún horfði út eins og í leiðslu, sá ekkert — en fyrir hugskotssjónum sínum sá hún ekkert nema vatn, sem alltaf varö dýpra og dýpra og færöi allt í kaf. Allt í einu stirðnaöi hún af hræöslu. Þaö stóð einhver fyrir aft an hana — rétt fyrir aftan hana. Óttaslegin lokaði hún augunum rétt sem snöggvast. Var það þessi gamla galdranom — þessi Re- bekka Femm? Svo heyrði hún hljóö, eins og eitthvað dragnaöist eftir gólfinu og heyrði þungan andardrátt, eins og sog og nú vissi hún hvað þetta var — það var risinn, kraftajötun- inn, skrímslið í mannsmynd — Morgan. Hún opnaði augun og sá luralega hendi, hann teygði hana fram til aö loka dyrunum — og henni varð óglatt af daun, sem lagði fyrir vit henni, daun sem var sem af rotnandi hræi. í örvæntingu sinni tók hún stökk frá honum, en svo var sem hún gæti ekki hreyft sig úr sporun- um. Hún stóð þama og starði á hann. Hana langaöi til að æpa, en kom ekki nokkra hljóði yfir varir sér — gat aöeins kreppt hnefana og nælt nöglunum í hörund sér. Kannski hafði hann ekki ætiað að gera neitt annað cn að loka dyr- unum. Ef hún bara stæði kyrr, gerði ekkert .rnundi hann kannski fara sína leið. Og nú fékk hún þrek til þess að ganga þvert yfir gólfið og að am- inum. Henni fannst furðulegt hve langt var að honum og henni rann eins og kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún reyndi að stappa í sig stálinu. Hann mundi fara, hin mundu koma, og það væri engin hætta á ferðum. Hún var komin að borðinu og jók það dálítið traust hennar, ekki sízt vegna þess að kertaljós logaði á borðinu. Hvaö aðhafðist hann? Hún kipraöi saman augun og sneri sér við og sá, aö hann stóð þama kyrr í sömu sporum, en í daufri birtunni sá hún hann óljóst. Hún sá þó, að hann hallaði sér ekki lengur að dyrastafnum, og hann hafði snúið sér svo aö hann gat horft beint á hana. Henni fannst, að það hefði ekki verið eins ægi- legt að sjá hann. ef hún hefði getað séð hann greinilega, en að sjá tröll þarna, eins og drang í þoku þaö var skelfandi. Stóð hann kyrr eða var hann að fikra sig í áttina til hennar? Hún gat ekki séö það greinilega, henni fannst nú allt í kringum sig ógnum þrungið, já, næstum sem allt í heimi ógnaði henni því að allur heimurinn var ógnum þranginn. Jú, hann var að fikra sig i átt- ina til hennar, — hún var ekki lengur í vafa um það, færðist nær henni eins og gríðar stór veghefill. Hún bjóst til að hlaupa, en nú nam hann staöar aftur um 3-4 skref frá borðinu og nú sá hún hann greini- j lega, hár hans, úfið, strýlegt skegg-1 ið, augun sokkhi inn í augnatótt-j ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplosti: Format ir.rráKsngar bjóða upp á annaS hundraS iegundir skdpa og litaúr- val. Allir skópor með boki og borðplata sér- smíffuð. Eldhúsið f*st með Itljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerð. - SendiS eSa komið msð mól af oldhús- inu og viS skipuloggjum eldhúsið samstundis og gcrum ySur fast verStilboð. Ótrúlega hag- stætt verS. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og . lækkið byggingakostnaðinn. JKjrafT€kÍ HÚS & SKIP ,hf.- LAOGAVBGI «1 • BIMI ÍIIIS i j i í i irnar. Þetta var ófögur sjón en þó var það skárra en að sjá hann óljóst þar sem skugga bar á, — hann Ifktist þó líka manneskju svona. Manneskju? Hann var kannski ekki | skrímsli í mannsmynd, bara vesa- lings manneskja, fáviti, mállaus, heimskur þjónn. Var nokkurt vit í því, að vera svona hrædd? Kannski — ef hún léti sem henni stæði alveg á sama þótt hann væri þar, og væri ekkert hrædd, myndi hann fara. Óstyrk sneri hún baki aö honum og gekk hægt að amin- um. Svo nam hún snöggt staðar og sneri sér við. Hann hafði flutt sig og stóð nú, þar sem hún hafði áð- ur staöið. — Hvaö viljið þér? hrópaði hún angistarfull, en svo veikum rómi, að honum gat ekki dulizt, ef nokk ur vitglóra væri í honum, hve ein- mana og hrædd hún var. Ósjálfrátt hafði hún spurt, en hann gat ekki svarað, hann var mállaus. Augu hans hvíldu á henni eins og hann væri með því að reyna að svara henni. Svo lyfti hann annarri hendi sinni, eins og bjarndýr þungum hrammi. Að öðra leyti hreyfði hann sig ekki, en þó kom eins og korrhljóö úr barka hans. Og nú lék glott um varir hans. y Hver vöðvi í líkama hennar var þaninn. — Farið burt, megnaði hún nú að hrópa. Og svo barst aftur að vitum hennar þessi andstyggilega lykt. Enn óttaslegnari en áður reyndi hún að vera róleg á svip og fikraði sig hægt smáum skref- um til hægri kringum borðið, unz það var á milli þeirra. Nú var hún komin þangað, og hún gat komizt að stiganum og hlaupið upp stig- ann ef kjarkurinn og kraftamir biluðu ekki. Philip var þar uppi og hann gat — hlaut að vera að koma niður. Hún gaut homauga til Morgans. Hann stóð enn kyrr og gaf henni gætur. Nú sneri hún sér frá hon- um og leit í áttina til stigans... Hún gekk þangað — herti göng- una, var nú aðeins einn metra frá neðsta þrepinu. Hann veitti henni eftirför, var nálægt henni. Hún rak upp hræðsluvein, því að það var sem hrammur óargadýrs hefði verið lagður á öxl hennar, fann nálægð skeggjaðs andlits, og skrímslið reyndi að vefja hana hrömmum. — I æðiskenndri reiöi reyndi hún að slíta sig af honum, kjóllinn hennar rifnaöi, en hún Ipsnaði úr greipum havis og hrökkl aðist aftur, en hann gnæfði yfir hana og I örvilnan æddi hún fram og tókst að komast upp fyrstu þrep in og hrópa: — Philip, Philip! — Ó, hvar var hann? Því koia hann ekki, það brakaöi í þrepun- um er hún æddi upp stigann, hár- ið féll laust niöur herðar hennar, niður yfir andlit hennar líka, og henni fannst hún sjá einhverja ljós skímu. Hanri kom á eftir henni og hún studdist viö handriðið og hélt áfram upp, reyndi að komast und- an honum. Stynjandi og másandi kom hann á eftir, en nú var bugða á stiganum, og hún var aftur, þar sem skugga bar á og eftir andar- tak yrði hún komin upp. Þótt hún vart gæti náð andanum fyrir mæði gat hún hrópaö: Philip, Philip — og hún bað um að þetta seinasta neyðaróp bærist til hans inn í þann myrkrageim sem var þarna uppi, sem hann hafði horfið inn í. Hann var einhvers staðar þarna uppi og hlaut að heyra til hennar. 9. KAFLI Philip gekk hugsi upp stigann á eftir Horace Femm. Hann tók hvert skref með tregðu eins og maö ur sem er á leið upp á aftökupall — til gálgans, en þótt hann væri hugsi, leið honum betur en áður en farið var í spurningaleikinn, ef leik skyldi kalla þarna niöri við boröið. Honum hafði létt við að tala þar eins og honum bjó í brjósti Og honum skildist, aö það hefði verið boðskapur til hans í svari Margaretar. Og sannast að segja hefði hann verið í þann veginn að gera gangskör að þvi að tala viö hana í þeim tilgangi, að þau gætu sætzt heilum sáttum, en svo hafði tækifærið glatazt, er ljósið slokkn- aði og svo hafði hann séð bregða fyrir þessu gamla yfirboröslega til liti úr augum Margaretar. — Hvort tveggja hafði spillt miklu, en samt var það nú til bóta, að allir höfðu getaö létt af sér einhverju af því fargi, sem á þeim hvíldi. Og var það ekki það sem mestu máli skipti að allt gæti gengiö snurðulaust í skiptum manna, en þá urðu menn að vera einlægir og tillitssamir. Þeir gengu upp stigann með út- fararhraða hann og Horace Femm. Þegar þeir voru komnir upp á fyrsta stigapall, nam Horace staö ar og hélt uppi ljósinu, eins og til þess að gesturinn gæti litiö í kringum sig og það gerði Philip — og það með áhuga. Hann fór þegar að athuga þiljurnar. — Frá 17. öld? spurði hann. — Já, það var víst þá, sem hús- ið var byggt, svaraði Femm og hreyfði sig ekki úr sporanum, eins og hann væri áfjáður í að miðla meiri fróðleik. Og það gerði har.n og Philip kinkaði kolli, því að hann hafði áhuga á öllu sem hús varðaði og þetta hús haföi í upphafi verið fagurlega skreytt að innan, en allt í niðumíðslu nú, og Philip fannst það synd og skömm. Sjáðu, þama kemur vinkona þín að heilsa Mundu eftir þvl, elskan min, að þú ert Ég heyri að þú beitir þínum gömlu brögö- upp á þig. Naomi hjúkrunarkona. núna konan mín. um, núna hefurðu bjargað Bilski flugstjóra. Mér hefur verið vel launað, í fyrsta lagi þessir fallegu vængir... svo koss frá fag- urri konu. IWKSH’HE- Nú fannst honum hann skilja hvers vegna húsið hafði þegar haft þessi þyngjandi áhrif á hann — allt sagði líka sömu sorglegu sög- una. Ef gengiö heföi veriö þrifálfaga um þetta hús og öllu haldið vel við mundi hafa veriö unun að búa í því. Svo sannarlega var þama skemmtilegt viðræðuefni fyrir þau Margaret. — Þeir gengu eftir löngum göngum og framhjá mörgum dyrum og er þeir komu að þeirri síðustu benti Korace Femm á þær og sagöi: — Þetta er herbergið mitt og ég gæti trúaö aö þar væri sitt af hverju sem þér hefðuð gaman af að sjá. 4. auglýsing Handleggsbrotið. Signý: Manstu eftir eldhúsi hennar ömmu á Raufarhöfn? Hún handléggsbrotnaði, þegar hún ætlaði að ná í vöfflujámið á efstu hillunni og datt við það af stiganum. Jón: Já, skelfing eru verkin í gömlu eldhúsunum tafsöm og stundum beint hættuleg. Við verðum aö bjóða ömmu, þegar við erum búin aö fé fallega nýja eldhúsið okkar frá OSTA. Signý: Gavuð- og við sem eig- um eftir að fara til Skorra — (aftur hjá Skorra) Sölustjórinn: Tilboðin og nýju teikningarnar verða tilbún- ar eftir hádegi á morgun. Jón: Konan min segir, að ég eigi að ákveða, hvaða rafmagns- áhöld vis tökum. Hún er stund- um svo lýðræðisleg — En hvaða rafmagnstæki eru bezt? Sölustjórinn: í trúnaði sagt: öll rafmagnstæki eru bezt, öll eldhús eru bezt — lesið bara auglýsingarnar. Signý: Þér ættuð þó að vita betur. Sölustjórinn: Þaö veit ég líka. En ég þarf engum að segja frá þvi. Sjáið þér til: gestir okkar komast sjálfir að þvi, að OSTA- eldhúsinnréttingamar henta þeim af mörgum ástæðum bezt. Þeir gera nefnilega samanburð. Þess vegna panta fleiri og fleiri hjá okkur. Signý: Jón, undirskrifaöu. S K O R R 1 H F. Suðurlandsbraut 10. - Sími 38585 METZELER hjólbarðamir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Ai "onna Verzlunarfólagið h.f. Skipholti 15 Stmi 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.