Vísir - 31.10.1966, Page 9

Vísir - 31.10.1966, Page 9
VÍSIR . MáiX'i'i • Spjallað við Baldvin Skaftfell um esperanto, en Islendingar undirrituðu nýlega áskorun til S.Þ. um eflingu esperanto Sjötíu milljónir manna viða um heim standa að áskorun til Sameinuðu þjóðanna þess efnis, að esperanto verði eflt sem al- þjóðlegt hjálparmál 02 afhenti Almenna esperantosambandið S. Þ. þessa áskorun fyrr í þess- um mánuði. Yfir ein milljón manna, fulltrúar þessara 70 milljóna, einstaklingar og félaga- samtök, skrifuðu undir áskorun- ina og meðal þeirra íslendinga, sem það gerðu, voru þrír ráð- herrar og Alþýðusamband Is- lands. Þótt íslendingar hafi viljað sýna þessu máli slíkan áhuga hjá S. Þ., þá hefur áhugi al- mennings ekki verið nægur til að halda reglulega uppi kennslu í málinu á undanfömum árum. Þó hefur esperanto verið kennt í Bréfaskóla SÍS og ASÍ og í sambandi við það hefur verið framburðarkennsla í útvarpinu. Þá hefur og verið gerð tilraun í eldri bekkjum barnaskóla með esperantokennslu, með sjálfboða vinnu kennara. Höpur manna hér hefur þó óbilandi áhuga á esperanto og einn þessara manna er Baldvin Skaftfell, en hann hefur m. a. sýnt áhuga sinn í verki með því að semja íslenzk-esperanto orða- bók í frístundum sínum og að verkinu loknu gaf hann Félagi esperantista í Reykjavík hand- ritið oc kom bókin út í fvrra. þaö hefur aldrei verið skoðun esperantista að esperanto eigi að vera alheimsmál, eins og margir virðast halda, sagði Bald- vin er Vísir leitaði til hnns til að fá hjálp við að fræöa les- endur sína um þetta tungumál, s6m beir, lesendumir segjast vilja útbreiða. — Hver þjóð á að tala og varðveita sína tungu, en esneranto á að vera hjálpar- mál, koma á eftir móðurmálinu. Með hinum síauknu samskipt- um þióða í milli vex þörfin fyrir eitt alþióðlegt hjálparmál, sem allir skilia. — Það hafa margir gert til- raunir til að búa til tungumál, sem verða mættu alþjóðleg hjálparmál, en esperanto er það mál, sem reynzt hefur bezt fall- ið sem slíkt og því náð mestri útbreiðslu. Pólski læknirinn Zamenhof (1859—1917) bjó betta tungumál til og gaf árið 1887 út bók er hann nefndi „Alþjóðamál — formáli og full- komin kennslubók handa Rúss- um‘‘. Hann skrifaði hana undir dulnefni esperanto við málið. ið tók að breiðast út festist dulnefnið seperanto Við málið. Esperanto fékk mjög fljótlega fvlgismenn í ýmsum löndum. Eftir að esperanto kom fram hafa þó nokkuð mörg málakerfi verið samin, t. d. Ido, Inter- lingua, Occidental og Novial, en sum þessara mála eru aðeins af- bakað esperanto. — Er esperanto líkt einhverj- um þjóðtungum, sem talaðar eru? — Orðstofnamir era að mestu leyti fengnir úr rómönskum mál- "m og byggingin er nokkuð lík En það er á ýmsan hátt gert einfaldara, t. d. er greinirinn alltaf sá sami, „!a“, og breytist ekki eftir kynjum. J-Ivemig „stendur esperanto í heiminum f dag? — Ég gæti trúað að það væri upp undir ein milljón esperant- ista í heiminum, en í Almenna esperantosambandinu, sem er ráðgefandi aðili að UNESCO og stendur m. a. að áskoruninni ti! S. Þ., era merkilega fáir, ekki nema- 35—40 þúsund. Forseti bess er Júgóslavinn Ivo Lapcnne Esperanto hefur nú einna mesta útbreiöslu í Hollandi, Júgóslav- íu, Ungverjalandi, Póllandi og Englandi, því að þótt merkilegt megi virðast þá era margir Bret- ar hrifnir af esperanto. Þeir reka sig líklega á að þeir komast ekki eins langt á enskunni og við höldum að þeir geri. — Hvernig starfar Almenna esperantosambandið? Baldvln Skaftfell blaðar í orðabók slnni. I barmi hans má sjá litlu grænu stjömuna, merki Almenna esperantosambandsins. VIÐTAL! DAGSINS uöina, en virkir félagar eru því miður allt of fáir. — Er ekki alltaf eitthvað ritað hér á esperanto? — Jú. Baldur Ragnarsson er aðal rithöfundurinn okkar nú. Hann hefur bæði ort og þýtt kvæði á esperanto, t. d. Eddu- Ijóð og kvæðabók eftir Þorstein frá Hamri. Á allsherjarþingi esp- erantista í Haag árið 1964 var hann kjörinn „rithöfundur árs- ins“ og það þykir okkur ekki svo lítiö. — Það er þó nokkuð um bókaútgáfu á esperanto i heiminum, bæði frumsamin rit- verk og þýdd og hér á landi má fá bækur á esperanto í bóka- verzlunum. Fjölmargar útvarps- stöðvar hafa reglulega stutt- bylgjuútsendingar á esperanto — ég hlusta t. d. oft á erindi á esperanto frá Hilversum, Róm, Varsjá, Barcelona og Bern, svo ég nefni einhverjar stöðvar. — Nú hefur þú lagt esperanto hreyfingunni hér lið og þó eink- um með fslenzku-esperanto-orða bókinni. Var það ekki mikið verk og seinlegt? — Jú, því verður ekki neitað. Ég byrjaði á orðasöfnun árið 1935 ásamt Haraldi Jóhannes- syni og tókum við saman lítið íslenzk-esperanto orðasafn, sem I NÆST A EFTIR MOÐURMALINU" — Það á að sjálfsögðu fyrst og fremst að vinna að útbreiöslu esperanto og tengja saman esperantista í hinum ýmsu lönd- um. Það hefur t. d. 3600 svo- nefnda umboðsmenn í 62 lönd- um og eiga þeir að greiða götur erlendra esperantista, sem til þeirra landa koma — og það eru því fáir staðir, þar sem maður getur ekki komizt í samband við esperantista. Ámi Böðvarsson cand. mag. er aðalumboösmaður hér á landi, en ég er umboðs- maður ferðamála. Sambandiö heldur allsherjar- þing árl. nú í ár var það í Búda pest. Næsta ár verður það í Tel Aviv og árið 1968 í Madrid. Til þessa þings koma esperant- istar alls staðar úr heiminum og úr öllum stéttum og þeir geta rætt saman sem væru þeir af sama þjóðemi. Þama era að sjálfsögðu rædd hin sameigin- legu áhugamál, sem varða esper anto, en auk þess hittast þarna starfshópar og hópar áhuga- manna og ræða sín mál, t. d. kennarar, læknar, skákmenn og frímerkjasafnarar. Margir þess- ara manna hefðu engin tök á að skiptast á skoðunum ef þeir kynnu ekki esperanto. — Esper- antosambandið er það fámerint að því má eiginlega Hkja við alþjóðlegan klúbb. Þegar maður er erlendis og mætir manni með esperantostjörnuna í barminum finnst manni maður hljóti að vera að hitta vin sinn eða landa. — Vinnur sambandið ekki að útbreiöslu • esperanto? — Það er eins og ég sagði áðan ráögefandi aðili hjá UNESCO og með fvrmefndri til- lögu er verið að stuðla að þvi að esperantokennsla verði tekin upp 1 skólum, annað hvort sem skyldunámsgrein í miðskólum eða frjáls grein. Málið er þegar kennt í skólum víða um heim. Mér finnst að esperantohreyfing in þurfi að vinna að þvf að vekja áhuga æskunnar á málinu og mætti jafnvel fá Bítlana og aðra þá sem njóta vinsælda til að syngja það inn í hjörtu unga fólksins. — Hvað er langt síðan esper- antohreyfingin náði til íslands og hvemig er staða þessa tungu- máls nú? \ jpyrsti íslendingurinn, sem fór að kynna esperanto hér var Einar Ásmundsson I Nesi, en Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu stjóri samdi fyrstu kennslubók- ina árið 1909. Blómaskeiö esper- anto hér á landi var á þriðja og fjórða tug aldarinnar og kom það með Þorbergi Þórðarsyni. Hann hélt námskeið f esperanto í fjöldamörg ár, annaðist útvarps kennslu og samdi kennslubæk- ur. Ég var á námskeiði hjá Þor- bergi veturinn 1932—33 og þá voru nemendurnir 50. Þorbergur var fyrirtakskennari og notaði þá kennsluaöferð að tala við okk ur, og til dæmis um hve virk þessi kennsluaðferð var og hve fijótlært málið er þá get ég sagt að eftir þennan eina vetur, um það bil 100 kennslustundir, stóð ég betur að vígi f esperanto en þeim málum, sem ég hafði lært til stúdentsprófs. — Auk Þor- steins og Þorbergs hafa Magnús Jónsson og Ólafur Þ. Kristjáns- son samið kennslubækur f esper- anto og Ólafur hefur gert esper- anto-fslenzka orðabók. — Hve margir íslendingar heldurðu að kunni esperanto? — Það er ómögulegt að segja. Það hafa margir fengizt eitt- hvað við esperanto — ég gæti trúað, að 500—1000 manns hér hefðu Iært og kvnnu esperanto. Hér í Reykjavik höfum viö með okkur félagsskap, „Auroro“ og höldum fundi yfir vetrarmán- við ætluðum til hjálpar vió bréfaskriftir, en það var aldrei gefið út. Síðan snerti ég ekki við þessu fram til ársins 1949. Þá haföi Ivo Lapenna verið hér á ferð, flutt erindi og haldið námskeið. Glæsileg ræöu- mennska hans á esperanto varð til þess að vekja áhuga minn á málinu á ný og ég tók þá aftur til við orðasöfnunina. Vann ég við það í öllum mínum frístund- um, á kvöldin og um helgar til ársins 1956 að ég lauk við hand- ritið og gaf það esperantohreyf- ingunni á íslandi. í fyrra kom orðabókin svo út. í henni era um 23 þúsund uppsláttarorð, en í esperanto er hægt að hafa þau færri en í öðrum málum vegna þess hvemig málið er byggt. F.r það sannfæring þín að esp- eranto muni eða geti sigrað og orðið alþjóðlegt hjálparmál? — Já. Esperanto hefur flest það til að bera sem það þarf til að geta oröið alþjóðlegt hjálparmál og það hefur verið talið meistaraverk að rökvlsi og einfaldleik. En það fer eftir skiln ingi almennings hve langan tíma það tekur. Aö vísu skeröir það hagsmuni margra, til dæmis þeirra sem fást við að túlka og þýða svo að einhverjir séu nefnd ir. Þó er það von mín að tak- ast megi sem fyrst að koma esperanto inn í skólana og kenna það næst á eftir móður- málinu. t

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.