Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 2
 • i- Þeteta er Cassius Clay, helmsmeistarinn i hnefaleik, en eins oc er reynist það erfitt að fá handa honum verðugan mðtherja. Á myndinni ber Clay heimsmeistarabelti sitt, en yfir axlirnar hef- ur hann lagt dýrindis silkikápu. SVIPTINGAR í STARFI DÓMARAFÉLA GSINS srrora7T;:.-..v.v!h. málum veröi að vinna, þar til við- unandi grundvöllur fæst fyrir starfsemi félagsins. í reikningum KDR kemur fram að dómarafélagið hefur fengið greiddar 71.800 krónur fyrir unnin störf á síðasta sumri og var rekstr- arhagnaður 10.872 krónur. í tekna- dálki reiknings er síöasti lið- urinn „gjöf ... 0.55 kr.“. Það virðast engar stórgjafir, sem dómurum okkar berast, ef dæma má af þessu. Oskar Pétursson sextugur Sextugur er í dag Óskar Pét- ursson, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaöur Knattspymufélagsins Þróttar. Óskar er öllum Þrótturum og öðrum að góðu kunnur fyrir sitt geysimikla starf í þágu fé- lagsins um margra ára skeið eða allt frá því er hann gekk 1 fé- lagiö á bemskuskeiði þess. Óskar hefur í þau ár sem hann hefur veriö í félaginu ávallt staðið í fremstu víglfnu ef svo mætti að orði komast, í stjóm félagsins hefur hann verið I nær 13 ár samfleytt og þar af lengst sem formaður. Ætt Óskars og æviatriði er ekki ætlunin að rekja hár, enda er þetta fyrst og fremst afmæl- iskveðja og örlitill þakklætis- vottur frá félaginu fyrir hið mikla og fómfúsa starf sem Ósk ar hefur innt af hendi fyrir Þrótt. Ég undirritaöur kynntist Ósk- ari ekki að ráði fyrr en ég hóf að starfa í stjóm félagsins fvrir nokkrum árum, en mér verður ávallt minnisstætt hve áhugasarny ur Öskar er um hag félagsins, og í einu máli hefur hann að mfnum dómi unnið hvað mest starf, en þar á ég við félags- svæöið, sem félaginu var úthlut að á 15 ára afmæli sínu. Að endingu vil ég fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Þróttar þakka Óskari fyrir hans marg- víslegu störf og óska honum heilla á þessum merkisdegi. Jón Björgvinsson, ritari. Vinur minn, Óskar Péturs- son, skátaforingi og íþróttaleið- togi, sívinnandi að málum æsk- unnar f höfuðborginni er sextug- ur í dag. Skátastarf Óskars á einnig afmæli f dag, þvf að á 10 ára afmælisdaginn fékk hann fyrst að kynnast þessari hollu hreyfingu. íþróttastarfið varð til þess að við Óskar hittumst fyrst og stofnuðum til kynna, sem ég mun seint gleyma. Óskar segir sjálfur að „honum hafi verið flækt út í þetta“, eins og hann sjálfur segir. Ég bæti við „sem betur fer fyrir íþróttahreyfing- una“. Hvað hefði orðið af litlu knattspyrnuféiagi sem Þróttl á „óvitaárum“ þess félags, ef ekki hefði notið styrkrar stjórnar og persónuleika sem Óskars Pét- urssonar? Það er nú einu sinni svo með öll félagsmál í dag, hvort heldur það eru málefni íþróttamanna, skáta eða annarra, að forystu- menn eru fáir, menn vilja litlu fórna, mikið þiggja, þeir vilja vera óábyrgir þegnar félags- starfsins og kasta ábyrgðinni yfir á annarra herðar. Óskar hefur þau 13 ár, sem hann hefur starfaö fyrir Knatt- spymufélagið Þrótt unnið það óeigingjamasta starf, sem ég hef kynnzt I áralangri sam- vinnu við íþróttafólk. Hann hefur aldrei óskað eftir því að starfi hans væri hampað og ef- laust verður hann ekkert hrif- inn af þessum hólskrifum mín- um hér á undan. En hvað um það, heill þér Óskar Pétursson sextugum. Vinir Óskars og kunningjar halda honum hóf í kvöld í Tjamarbúð kl. 20 og er ekki ósennilegt' að þar verði þröng á þingi að óska afmælisbam- inu til hamingju. — jbp — Óskar Pétursson. Erfiðleikar f samvinnu við knatt- spymuyfirvöldin em megininntak ársskýrslu Knattspymudómarafé- lags Reykjavíkur, en aðalfundur félagsins var haldinn fyrir nokkm og flutti formaður félagsins, Berg- þór Úlfarsson, þar skýrsluna, sem ber vott um miklar sviptingar í og rækti hlutverk sitt með mikilli prýði. Hins vegar stóð mikill styrr milli KRR og KDR um það hvor aðilinn skyldi borga brúsann. Þá fóm fram, umræöur milli KSÍ og KDR um réttindi og skyld- ur dómara og segir svo úm það atriði í skýrslunni: Miklar umræður fóru fram milli K.S.Í. og K.D.R. um réttindi og skyldur K.D.R. innan íþróttasam- takanna. K.S.Í. taldi, að knatt- spymudómarar hefðu ekki rétt á að taka greiðslu fyrir störf sín á leikvelli á þeim forsendum, að þeir væm áhugamenn um íþróttir og myndu því slíkar greiðslur brjóta í bága við áhugamannareglur l.S.f. Þar sem stjóm K.D.R. taldi sig ekki fá nægilega greinargóð svör við ýmsum spumingum sínum um álit K.S.l. á, hver væri staða K.D.R. innan íþróttasamtakanna, þegar tillit er tekið til þess, að K.D.R. nýtur ekki réttinda' sem önnur félög innan samtakanna og gat ekki sætt sig við einfalda skýringu K.R.R. um að K.D.R. væri aðeins nokkurs konar undimefnd K.R.R. um dómaramál. Var K.S.Í. ritað bréf, þar sem farið var fram á, að K.S.Í. gæfi K.D.R. skriflega álitsgerö um stööu K.D.R., réttindi og skyldur innan K.S.f. Þessu bréfi hefur ekki verið svarað. Stjóm K.D.R. lítur svo á, aö í dag sé þvf mál málanna staða K.D.R. og hlutverk, og að þessum Bergþór Úlfarsson. .ílaginu, þ. e. félagið er að breyt- st f fagfélag knattspymudómara ]i ir félagi, sem virtist fátt annað (] ifa að markmiði en að útvega oómara á leiki, sem í sjálfu sér er ]> jtt hlutverk, en nú virðist stefn- (] i sú, að sjá um uppfræðslu dóm- a, — og hagsmunamál ýmiss mar. Ráðinn var framkvæmdastjóri, m var Gunnar Gunnarsson og sá \ mn um að boða dómara á leiki > Reykjavíkurmótið f handknatt- k heldur áfram í kvöld f Laug- lalshöllinni og hefst kl. 20,15. iklð verður f eftlrtöldum flokk- .t: . M.fl. kvenna: Valur—Fram, Ármann—Fram. 2. flokkur karla: K-R—Fram, Valur—Þróttur, Vfkingur—I.R. VI S I R . Föstudagur 2. desember 1966.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.