Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 16
Hekla afhent um helgina Strandíerðaskipið Hekla hefur nú verið selt tíl Grikklands og mun formleg afhending væntanlega fara fram nm helgina. Verið er að byggja skála aftan á skipið til að auka rúmlestafjölda skipsins. Er það gert að ðsk kaupenda, þar sem þeir telja nauðsynlegt að skip- iö sé ekki talið undir 1500 tonnum að stærð. Landssmnðjan er nú að vinna þetta verk og hefur veriö gert ráð fyrir því að verkinu gæti lokið um þessa helgi. Söluverð skipsins var 137 þúsund sterlingspund. Kaup- andinn er ferðaskrifstofumaöur, sem hyggst nota skipið til sigl- inga á Miðjaröarhafi. Skipshöfnin sem á að sigla skipinu út er kom- in hingað til landsins. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins tjáði Vfsi í morgun, að verið væri að undirbúa útboð aö smíði nís strandferðaskios. Það mundi taka nokkurn tíma. Gert er ráð fyrir að útboðið fari eingöngu fram í Evrópu. Otgerðin hefur færeyskt leiguskip í sex rnánuði. Forstjórinn gat þess í samtali sínu við Vísi' að hann hefði orðið var mikils /i«gs á Skipaútgerðina frá kaupsýslumönnum og öðrum úti á landi, sem gerðu fyrirspumir um ferðir skipanna vegna þess að ó- færð er nú víöa og vöruflutningar á iandi ganea stirðlega. Olíumöl í Kópavogi. Keflavíkurvegur kostar 270 millj. Gert er ráð fyrir aö stofnkostn- aður Keflavíkurvegar verði um næstu áramót kominn upp f 270 milljónir króna. Hafa verið tekin föst lán, sem nema um 230 milljón- um. Til vegarins hafa farið á þessu ári rúmlega 45 milljónir, þar af um 35 milljónir til greiðslu vaxta og afborgana af lánum. Umferðargjaldið sem tekiö er hjá Straumi gaf allmiklu meiri tekjur en áætlað hafði verið. í áætlun Efnahagsstofmmar hafði verið reiknað meö 1200 bílum að meðal- tali á dag þetta ár. Fyrstu 9 mán- uði ársins varð umferðin þó all- miklu meiri. Á tímabilinu fóru að meðaltali um 1426 bílar á dag um Keflavíkurveginn. Tekjur frá ára- mótum til 31. október hafa numið rúmlega 12 milljónum króna, en þegar frá er dreginn kostnaður reynast tekjur af umferðargjaldinu vera netto 10.9 milljónir króna á tfmabilinu. Þessar tekjur eru nokkru lægri en áætlað hafði verið, vegna þess að gjaldið var lækkað 1. apríl s.l. Sendir utan flugleibis / morgun eftir gistingu i Steininum 5 skipverjar af brezkum tog- urum voru sendir út f morg- un með Flugfélagsvél, heim til Bretlands. Togarasjómennimir fóru frá borði í fússi þegar skip þeirra komu í höfn laust fyrir mánaðamótin á Vestfjörðum. Tveir struku af Real Madrid á Þingeyri 28. og 3 af Hudd- ersfield Town á ísafirði þann 30. nóvember. Orsökin mun hafa verið sú í öðru tilfellinu að skipstjórinn neitaði að láta skipverjunum eftir vínföng, þegar komið var í höfn, enda er slíkt bannað á erlendum togurum f fslenzkum höfnum. Þetta lét einn af skip- verjunum sér ekki vel líka, og rauk í land með það sama á- samt félögum sínum tveim. Það ku vera nokkuð algengt að' skipverjar erlendra togara strjúkj frá borði á sælueyjunni íslandi, en það er skammgóður vermir, þar eð þeir eru sendir til síns heima um hæl á kostnað viðkomandi ríkis og taka vænt- anlega út viðeigandi þegar heim kemur. Gistingu í Reykjavík fengu þessir vösku sjómenn í Stein- inum við Skólavörðustíg, með- an þeir biðu eftir flugfari. Margvíslegar tilraunir viB JÓLABASAR Jólabasar EIU- og hjúkrunar- , heimilisins Grundar verður um / næstu helgi, á laugardag og ‘ý sunnudag kl. 14—18 báða dag- Í ana. Verða eins og oft áður ? á boðstólum munir, sem vist- ' fólkið sjálft hefur unnið, marg- Ivísleg handavinna og listmunir. Basarinn verður í Áhaldahúsi Elliheimilisins. Þetta er vinna sem unnin hefur verið undir umsjón Magn eu Kjálmarsdóttur og áttu um 50 manns, flest konur, hlut að máli. Basar Elliheimilisins hef- ur ætfö verið vinsæll. Þetta er í 13. skiptíð sem basarinn er haldinn og hefur það aldrei komið fyrir að ekki hafi allt selzt upp, sem þar hef- ur verið á boðstólum. viö þessar rannsóknir var á- ætlaöur 200 þúsnnd krónur. Síðan árið 1957 hefnr At- vinnudeild háskólans mmið að reglubnndnum rannsókngm á malamánram í byggð landsins, Framhald á hte. 6. og gatnagerð á jtessu ári Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar á þessu ári við vega- og gatnagerð í landinu. Gerir vegaáætlun 1966 ráð fyrir að veittar séu 2—3 milljónir kr. til þessara tilrauna. Lokið er við tilraunir sem hófust árið 1965 með olíumöl á 2 km. kafla Álftanesvegar og 0.3 km. kafla Suðurlandsvegar í , Svínahrauni og er honum einkum ætlað að sýna áhrif keðjuaksturs á olíumöl. Endan- legt uppgjör liggur ekki fyrir, en búast má við, að kostnaður verði um 1400 þúsund krónur og er þá undirbúningskostnað- ur reiknaður meö. Rannsóknarstofnun byggingar iðnaðarins hélt áfram rannsókn olíum og asfalti til notkunar í um á steinefnum, bindiefnum, olíumöl og malbiki. Kostnaður VISIR Föstudagur 2. desemtíer 1966

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.