Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 8
xSIR. Föstuuagur desember 1966. F VÍSIR Utgetandi: Blaöadtgátan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Aðsroðarritstjórt: Axei Thorsteinson Augiýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178 Símt 11660 (5 llnun Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. / Verðbólguvaki Jslenzkt atvinnulíf mótast meira af óvissu og sveifl- um en atvinnulíf iðnaðarþjóöa. Bæði landbúnaður og sjávarútvegur byggjast á gjafmildi náttúrunnar. Land- búnaðarframleiðsla er mjög misjöfn frá ári til árs. Framleiðsla sjávarvöru er enn óstöðugri. Þar á ofan bætist, að verðlag íslenzkra útflutningsafurða er sí- felldum breytingum undirorpið. Oftast eru til í íslenzku atvinnulífi einhverjar gull- námur, störf, þar sem peningar eru skjótteknir. Síld- veiðin hefur gegnt þessu hlutverki undanfarin ár. Með dálítilli heppni hafa menn getað skapað sér stór- kostlegar tekjur á síldveiðum. Oft áður hefur síld- veiði verið almenningi gullnáma, og á öðrum tíma hafa aðrar atvinnugreinar gegnt hliðstæðu hlutverki, eins og t. d. „Bretavinnan" á stríðsárunum. íslenzka þjóðfélagið er svo fámennt, að hver veit um kjör og aðstæður hinna. Þetta hefur stuðlað að miklu meiri launajöfnuði hér en tíðkast annars stað- ar í heiminum. Menn vilja ekki sætta sig við miklu lægri laun en nágranninn. Togarasjóínanninum finnst óréttlátt, að fyrrverandi káetufélagi hans skuli hafa á síldveiðum þrefalt meiri tekjur en hann, og því krefst hann jafnræðis. Slíkur launasamanburður hefur magnað um allan helming spennuna, sem sveiflurnar í atvinnulífinu hafa orsakað. Þeir sem starfa í „fátæku“ atvinnu- greinunum benda á kjör þeirra, sem sitja í gullnám- , unni á hverjum tíma, og heimta hið sama. Þeir setja fram launakröfur, sem eru langt yfir það, sem fyrir- tækin geta borgað. Vinnuveitendur óttast stórtjón af völdum verkfalls og eru stundum linir í andstöð- unni við óhóflegar kröfur — ganga að óaðgengileg- um samningum í trausti þess, að verðlagið jafni málin. Það er furðulegt en satt, að kaup skuli oftar en einu sinni hafa hækkað hér á landi yfir 20% á ári. Slíkar hækkanir hafa vitaskuld reynzt almenningi alveg gagnslausar. Á síðustu árum hafa augu manna opnazt fyrir því, að þetta ástand var ein helzta ástæða hinnar þrálátu verðbólguþróunar hér á landi. Leiðtogar verðalýðs- félaga hafa s.l. tvö ár fylgt hófsamari stefnu en áður. Ef sú þróun heldur áfram og reynt verður að miða launagreiðslur við greiðslugetu viðkomandi atvinnu- vega en ekki stundlegar gullnámur í öðrum greinum, er fengin forsenda þess, að atvinnulíf landsins eflist verulega og að dragi úr neikvæðum áhrifum sveiflna þeirra, sem af eðlilegum ástæðum eru förunautar ís- lenzks atvinnulífs. i < í . Ohio State Uriiversity-leikfélaglð sýndl gamansöngieikinn STÖÐVIÐ HEIMINN — sem var sýndur í Þjóðleikhúsinu í fyrra, f Andrews Theatre á Keflavíkurvelli sl. föstudagskvöld. Alis fóru níu konur og sex memi með hlutverkin, auk tónlistarstjóra og píanóleikara og trommuleikara. Fremst á mynd- innl eru aðalleikendumlr: Mr. Ted Tritchard og Miss Bev Petit. (mynd: stgr.) STOÐVIÐ HEIMINN — hér fer ég út CTÖÐVIÐ HEIMINN — hér ^ fer ég út, gamansöngleik- urinn, sem hefur sigrað hinn engilsaxneska heim bæði í London, þar sem hann gekk í hálft annað ár í Queens Theatre og ennfremur í Schubert-leik- húsinu á Broadwav í New York, þetta frumlega leikhúsverk var sýnt í Andrews Theatre á Keflavíkurvelli síðastliðið föstu- dagskvöld. Af hendingu var blaðamaður Vísis áhorfandi að þessari ame- rísku útgáfu af „Stöðvið heim- inn‘ (STOP THE WORLD I WANT TO GET OFF) eftir brezka leikarann Anthony New- ley, sem samdi sjóiö að stofni til, en naut þó ríkulegrar að- stoðar vinar síns Leslie Bricusse, sem talinn er eiga bróðurpartinn af söngvunum og ljóðunum. Amerískur leikflokkur, Ohio State University-leiklistarfé- lagið færði stykkiö á svið með þokka undir stjórn dr. George W. Caeteau, sem er prófessor f framsögn við nefndan háskóla (undanfarin 18 ár). Dr. Caeteau er franskur að ætt, geöugur. Hann sagði Vísismanni, að „Stöðvið heiminn" — væri nú framflutt í amerískri, breyttri ’útgáfu — og hann hefði þó leitazt við aö yfirdrífa ekkert, hvorki í leik né tónlist né lát- bragðsleik. Aðalleikandinn Ted Tridchard, sem fer meö hlut- verkið Litli karl, spurði, hvort hann hefði yfirleikið. Þessu gat „leikmaður" ekki svarað sem von var til. Bev Petit, þokka- full ljóshærð valkyrkja, lék Evy, stúlkuna, sem Litli karl kvæn- ist til fjár til þess að komast áfram í heiminum. Miss eða Mrs. Petit, sem er ekki leik- kona að atvinnu, en stundar leiklist og leiklistarsögu viö Ohio State University, ber leik- inn uppi að sumu leyti. „Litli karl“ eða herra hver sem er trúðurinn í fjölleikahúsi lífsins er merkilega ómerkileg persóna í leikriti. Hann tjáir líf manns- ins frá fæðingu til dauða ýmist með söng, dansi, leik, látbragðs- leik og öðrum kúnstum. Höf- undar gaman-söngleiksins unnu að leikverkinu með óvenjulegum hætti. Þeir læstu sig inni á hóteli í þrjár vikur og að þeim tíma liðnum þóttust þeir hafa skapað vísi að leikhúsi allra lista, þar sem allar greinar leik- listar eru 1 einni sýningu: lát- bragðsleikur, söngur, dans, tal, leikur. Þetta virðist þeim tví- menningum hafa heppnazt í einfaldleik „Stöðvið heiminn —Verkið var frumsýnt 1961 og olli byltingu með vinsæld- um sínum. Lögin sem Leslie Bricusse samdi, eru smeliin dægurlög, t. d. What kind of fool am I (hvers konar bjálfi er ég) og Gonna build a moun- tain (gera fjall úr þúfu). Annars er leikverkið einna merkilegast fyrir ádeilu-undir- tóninn um brezkar lífsvenjur og brezkan hugsunarhátt, og þaö er á hærra plani en sýnist á yfirboröinu. — s t g r. Evy (Bev Petit) 1 mikilvægu atriði leiksins og „Litli karl“ (Ted Trldchard) sem er samnefnari fyrir ómerkilegheit í lifinu. Hljómlistarstjórinn Mr. Walker er á vinstri hönd. Hann lék á klarinet. — (mynd stgr.) ssaæfr-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.