Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 6
[ V1SIR. Föstudagur 2. desember 1966. t 19 o Eflaust hafa margir bíleigendur átt í erfiðleikum með bí!a sína í morgun. Frostið í nótt varð mest 8 stig í Reykjavík, en 5-9 stig víðast hvar um landið, mest f Kvígindisdal 12 stig. O Slys varð í Kópavogi í gær. Fjögurra ára drengur á þríhjóli varð fyrir stórum flutningabíl á mótum Hábrautar og Kársnesbrautar. Bíl- stjórinn taldi að meiðsl væru óveruleg og flutti drenginn heim tii hans, að Hraunbraut 18. Móðir hans lét síðan flytja hann á Slysavaröstofuna og kom í ljós að hann var lærbrotinn. @ Um 40 bílar tepptust i fyrrakvöld vegna ófærðar á þjóðveginum skammt frá Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Veghefill greiddi braut- ina fyrir bilana. Flutningabílar úr Reykjavík voru 7 uma upp i Borg- arnes, en þessi leiö er venjulega ekin á 3 tímum. Fólk af Akranesi á leið á fullveldishátíð Stúdentafélags Akraness í Ferstiklu lagði af stað kl. 18 með bíl frá ÞÞÞ, en komst aldrei á leiðarenda, varö að snúa við og kom aftur til bæjarins kl. 23. O „Bárður minn á Jökli“ nefnist fjórði og síðasti fyrirlestur próf. Þórhalls Vilmundarsonar, sem hann flytur á sunnudaginn kl. 14.30 í Háskóla íslands um svokallaða náttúrunafnakenningu sína. Öllum er frjáls ókeypis aðgangur. FjárhasgsáæfSun — Framhald at bls. 1. höfuðatriðum, svo sem verðlags breytingar segja fyrir um. Komj 1 ljós við álagningu út- svara að áætluð upphæö kemur ekki inn, hlýtur borgarstjóm að taka áætlunina til endur- skoðunar á miðju næsta ári“. Jafnframt er ástæða til að taka fram, sagði borgarstjórinn að framkvæmdir borgarinnar geta ekki gengið hraðar en greiðslufjárstaðan leyfir. — Segja má, að helmingur tekna borgarinnax komi inn frá 1. okt. til ársloka.-, í upphafi framsöguræðu sinn ar vék borgarstjórinn að af- komu borgarsjóös yfirstandandi ár. — 1 fjárhagsáætlun fyrir árið 1966 voru rekstursgjöld áætluö rúmlega 663 millj. ,kr. og yfirfærsla til eignabreytinga 178.250 millj. króna. Heildar- gjöld vom því áætluð rúmlega 842 ^milljónir. — Samkvæmt bókfærðum tölum 31. okt. sl. virðast gjöld á rekstrarreikn- ingi þó munu fara tæpl. 40 millj ónir fram úr upphaflegri fjár- hagsáætlun eða hækka um 6%. Þar af nema kauphækkanir 3. 27% éða 21.7 milljónum. Af öðrum • gjöldum, sem hækka, má nefna greiðslur vegna sjúkra manna og örkumla, sem fóru 3 milljónir fram úr áætlun Tekjur virðast aftur á móti aðeins munu fara' 6 hiillj. kr. fram úr áætlun. — Niðurstaöan verður því sú, að á eignarbreyt- ingarreikning færast 144.390 milljónir í stað 178.250 milljóna Sfldarlöndun var i Reykjavík í gærdag og langt fratn á icvöld Á for- sfðn í dag er sagt frá þcssum tnikla síldardegi vlð Faxaflóa. Þátttéku- tilhynningar Þátttökutilkynningar fyrir ís- landsmótið í körfuknattleik árið 1967 þurfa að hafa borizt Körfu- knattleikssambandi íslands fyrir 15. desember n. k. Ráðgert er að mótið hefjist um miðjan janúar- mánuð. Tekið skal fram, að hverju félagi um sig er aöeins heimilt aö senda eitt lið til þátttöku ,í hverj- um flokki. Þátttökugjald eins og það var ákveðið á nýafstöönu þingi KKÍ skal greiða um leið og þátttökutilkynning er lögð fram eða send. Þátttökugjald er sem hér segir: Mfl. karla kr. 1000.00. 1. og 2. fl. karla og mfl. kvenna kr. 250.00. 3. og 4. fl. karla og 2. fl. kvenna kr. 100,00. Þátttökutilkynningar skulu send- ar til Körfuknattleikssambands ís- lands, íþróttamiöstöðinni, Laugar- dal, Reykjavík. FSugmáluráðherB'ur fjuBla um Loffleiðamál Deilumáli Loftleiða og SAS vegna lendingarleyfa á Norður- Iöndunum fyrir hinar stóru RR- 400 skrúfuvélar hefur nú verið skotið tll fundar flugmálaráð- herra Norðurlandanna. Var þetta samþykkt f gær á fundi forsætisráðherra Noröurland- anna í Kaupmannahöfn. Bishupiun — Framhald at bls. 1. stendur prédika við hátíðamessu í St. Dunstan í London, einnig er ráðgert að hann flytji fyrirlestur í Nottingham háskóla. — Einnig i mun hann nota ferðina til þess að heimsækja enska Biblíúfélagið, en allmikil samvinna hefur verið milli þess og Hins íslenzka Biblíufélags, meðal annars um útgáfu Nýja texta mentisins fvrir böm á fermingar- aldri, sem félagið lætur ókeypis í té. Vegaáæflim — Framhald af bls. 16 sérstaklega með tilliti til notk- unar malar til mannvirkjagerð- ar, sem steypuefni, í slitlag á vegi o. s. frv. Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins hefur nú tekið við þessum rannsókn- um. Búnaðarbanki íslands og Vegagerð ríkisins bera kostnað af rannsóknum þessum og var hlutdeild Vegagerðarinnar á þessu ári 125 þús. krónur. Þá hafa verið gerðar tilraun- ir með ræktun flaga meðfram vegum. Fóru tilraunir þessar fram á vegum Landgræðslu 1 ríkisins. Tilgangurinn var að fá úr því skorið hvaða fræ hentar bezt og hvemig haga skuli fræ- og áburðardreifingu. Undirbúnar hafa verið tilraun ir með slitlög úr asfalt „emuls- ionum,“ upplýsingum safnað tækjakostnaður kannaður og steinefni send til rannsóknar til Skotlands. Þar sem niðurstöð- ur þeirra rannsókna lágu ekki fyrir fyrr en í september, var tilraunum frestað til næsta sum ars. Loks eru í undirbúningi rann sóknir á burðarþoli vega, eink- um í mýrlendi. Leitaö hefur ver ið tilboða í mælitæki til þess- ara rannsókna, en reikna má með að þau veröi tilbúin til notkunar næsta vor. Þessar upplýsingar koma fram i skýrslu samgöngumála- ráðherra til Alþingis um vega- áætlun 1966. Gjöf fil Öryrkja Svo sem áður er getið, mun veggur í anddyri hins nýja Ör- yrkjaheimilis við Hátún verða gerð ur sérstaklega til að geyma nöfn þeirra, sem gefa fé til byggingar- innar. Nýlega barst Öryrkjabanda- laginu svohljóðandi bréf: „Á fundi, sem haldinn var í Lionsklúbb Kjalamesþings, fimmtu daginn 13. október 1966, var sam- þykkt, með öllum atkvæðum, að gefa til byggingar öryrkjaheimilis þess, sem nú er hafin framkvæmd við í Reykjavík, fjármuni að upp- hæð tuttugu og fimm þúsund kr.“ Öryrkjabandalagið flytur hug- heilar þakkir fyrir þessa rausnar- legu gjöf, sem sannarlega kemur í góðar þarfir. Klábbfundur Næsti klúbbfundur Heimdallar verður haldinn á morgun, laugar- daginn 3. desember í Tjamarbúð og hefst hann með borðhaldi kl. 12.30. Gestur fundarins verður að þessu sinni Gylfi Þ. Gíslason og fjallar erindi hans um menntamál. Heimdallarfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. U Thant y 7hmf sfarfar áfram næsfu 5 ár Öryggisráð Sþ hefur mælst form lega við U Thant til þess að 'hann gegni framkvæmdastjórastarfinu áfram næstu 5 ár og er búizt við, að hann fallist á það., Heildverzlun — lönfyrirtæki Duglegur sölumaöur óskar eftir starfi nú þeg ar. Hefur unnið við verzlun og sölustörf und anfarin 15 ár. Vinsamlega hringið í síma 52061. Bifreiðákaupéndur Athugið notuðu bifreiðimar hjá okkur. ión Loffsson h.f. Vökull h.f. Hringbraut 121 . Símar 10600 & 10606 RÖSK STÚLKA óskast til afgreiðslustarfa. Verzl. VÍÐIR Starmýri 2 . Sími 30420 Brjjnavarðastöður Ákveðið hefur verið að fjölga brunavörðum í Slökkviliði Reykjavíkur frá 1. janúar 1967 að telja. Samkvæmt 10. gr. Brunamálasamþykktar fyr ir Reykjavík, má ekki skipa í stöður þessa/ aðra en þá, sem eru á aldrinum 22-29 ára. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, og hafa fulla líkams og starfsorku. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna Reykja víkurborgar. Eiginhandarumsóknii um stöður þessar á- samt upplýsingum um náms- og starfsferil sendist undnrituðum fyrir 12. desember n.k. 29. nóvember 1966 Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.