Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1966, Blaðsíða 1
I VISIR 56. árg. — Föstudagur 2. desember 1966. — 277. tbl. Erfiðleikar vegna þess að póstmenn vilja ekki eftirvinnu Jólapósturinn er nú senn væntan-1 hér um að ræða hvort tveggja, legur til „udsin, Fyrs.a g„.t magnið kemur væntanlega meö megaj starfsmanna póstsins undan Kronprins Olaf á fimmtudaginn. Er I farið með ýmis kjaramál og munu Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var lögð fram með fyrirvara ■ Borgarstjóri leggur til að áætlunin verði endurskoðuð á miðju ári, komi i Ijós, oð útsvór nái ekki áætlaðri upphæð næsta Fjárhagsáætlun Reykja- víkur var lögð fyrir borg arstjórn í gær. Geir Hall grímsson, borgarstjóri, haföi framsögu fyrir á- Geir Hallgrímsson borgarstjöri ætluninni. Tekjur borg- arinnar eru áætlaðar 984.1 millj. kr., sem er 16.9% hækkun frá áætl- un yfirstandandi árs. Rekstrargjöld eru alls áætluð 787.189 millj. kr., 18.6% hækkun og fært til eignabreytingar 196. 950 millj. kr., 10.5% hækkiin. 1 tekjum borgarinnar er á- ætlað að útsvör nemi 636.9 millj. kr. eða hækki um 17.7% frá fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs. Er gert ráð fyrir því, að lagt verði á eftir sama útsv,- stiga og í ár með 5% afslætti. Mesta hlutfallsaukning tekna er áæfluð vegna arðs af eign- um 37.5%. Mesta aukning í krónutölu er áætluð vegna aukningar á tekjuskatti, 95.839 millj. kr. Áætlað er að rekstrargjöld hækki um rúmlega 123 millj. kr. Rúmlega 85% af þessari hækkun stafar af hækkun fjög- urra gjaldaliða : Framlag til fé- lagsmála hækkar um 33.8 millj. kr., til gatna- og holræsagerö- ar 30.2 milljónir, hreinlætis- og heilbrigðismál 23.9 milljónir og til fræðslumála um 17.5 milljón ir króna. Borgarstjórinn lagði á það á- herzlu í framsöguræðu, að fjár- hagsáætlunin væri gerð með þeim fyrirvara að hin áætlaða útsvarsupphæð kæmi inn með sömu álagningarreglum og giltu í ár. — „Framtöl einstaklinga og fyrirtækja, er greina frá tekjum þeirra og eignum, koma ekki fram fyrr en í byrjun næsta árs og verða því ekki yfirfarin. fyrr en rétt fyrir á- lagningu á miðju næsta ári. — Hér er því um mikla óvissu aö ræða. Talið er, að tekjur einstakl- inga hækki um 18—20%, en hins vegar liggur ekkj fyrir á- ætlun um afkomu félaga eða atvinnufyrirtækja, en tæplega er hækkunin þar meiri. Þá ber þess að geta, að ávallt er um' fjölgun gjaldenda að ræða frá ári til árs og tekjuhækkun al- mennt verður til þess að fleiri gjaldendur komast á hærri út- svarsstiga, en á móti því veg- ur að nokkru skattvísitala í Framhald á bls. 6. starfsmenn nú neita algjörlega að vinna eftirvinnu. Er þetta skiljanlega mjög baga- legt einmitt nú, þegar jólaösin er sem mest og kemur til með að seinka veruléga afhendingu send- inga ef ekki rætist úr. I morgun náðist ekki í Tryggva Haraldsson, sem er formaður fé- lags starfsfólks hjá póststofnun- um borgarinnar, en nánar veröur sagt frá máli þessu sfðar. Lokunartími verzl- ana fyrir jól Stjóm Kaupmannasamtaka Is- lands hefur ákveðið í samráði við hin einstöku aðildarfélög og aðra aðila, að verzlanir skuli vera opn- ar í desembermánuöi eins og verið hefur þ.e. laugardaginn 3. des. til kl. 16.00, laugardaginn 10. des. til kl 18.00, laugardáginn 17. des. til kl. 23.00 og Þorláksmessu föstu- daginn 23. des. til kl. 24.00. Undanþegnar þessari ákvörðun em þó matvöm- og kjötverzlanir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Suðurnesjum og Akranesi, en þær loka kl. 12.00 á hádegi alla fyrr- talda laugardaga, en hafa opið á Þorláksmessu föstudaginn 23. des. til kl. 21.00. BISKUPINN TIL ENGLANDS Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson leggur af stað í opinbera heimsókn til ensku biskupakirkj- unnar 5. þessa mánaðar. Það er í fyrsta skipti að íslenzka kirkjan þiggur opinbert heimboð til Eng- Iands. Heimsóknin stendur vikutíma og mun biskup heimsækja helztu kirkjuhöfðingja biskupakirkjunnar, svo sem erkibiskupinn af Cantara- borg, sr. Michael Ramsey, bisk- upinn í Birmingham dr. Leonard Wilson og biskupinn í Sauthwell. Biskup mun meöan á dvölinni Framhald á bls. 6. Unnið að sfldarfrystingu í gærdag. Ein mesta síldartörn sem komið hefur á Fuxafióahöfnum Unnið fram á nótt i frystihúsum í gær var unnið fram á nótt í flestum frystihúsum við Faxaflóa að frystingu sfldarinnar sem bát- amir komu með að austan í gær. Stærstu frystihúsin tóku á móti 3—400 lestum af síld til frystingar og svo var saltað eins og hægt var. Törnin heldur áfram í dag og stend- ur fram á næstu nótt, Bæjarútgerð Reykjavíkur tók á móti 400 lestum af tveimur skip- um, Hafrúnu ÍS og Þorsteini RE. j Um 50 konur unnu við að pakka! síldinni til frystingar, en um 150 lestir af aflanum fóru til söltunar. Bæjarútgérð Hafnarfjarðar tók á móti 3i þúsund tunnum til frysting- ar, sem er mesta síldarmagn sem frystihúsið hefur nokkru sinni tek- ið á móti. Þar unnu um 35 konur í frystihúsinu. 3 bátar komu til Akraness, Höfrungur II með 200 lestir, Sól- fari með 150 og Ólafur Sigurðsson með 190, sem ýmist fór í salt eða frystingu. Nokkrir bátar komu til Keflavík- ur svo og til Grindavíkur og var afla þeirra báta ekiö til frystihús- anna í Revkjavík og Hafnarfirði. Þá mun einnig hafa verið unnið að síldarvinnslu í Eyjum. Síldin nýtist ágætlega til vinnslu og sagði verkstjóri hjá B.Ú.R. að nýtingin færi upp í 85&" í vinnslu. Engin veiði er nú fyrir austan, stórhríð og hvassviðri búið að vera 1 á miðunum nær tvo sólarhringa og allir bátar í landi. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.