Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 2
Beatrix og Claus nota sólina sem
vopn gegn Ijósm yndurum '
Cólskiniö suður í Mexikó hef-
^ ur orðiö til þess, að þaö
verður lítiö um hveitibrauðs-
dagamyndir af Beatrix ríkisarfa
Hollands og eiginmanni hennar
Claus von Amsberg.
Hvemig má það vera?
Jú, brúðhjónin hafa „tekiö sól
ina í þjónustu sína“ og notað
hana til þess að blinda blaðaljós
myndara.
Beatrix og Claus dveljast núna
suður í Karíbahafi á lítilli eyju
úti fyrir Mexico, sem Yucatan
heitir. Fyrrverandi forseti Mexi
kó, Lopez Mateos lánaði þeim
hús, sem hann á þar, til afnota.
Strax eftir brúðkaupið, þegar
vitað var að brúðkaupsferðin
yrði farin til Mexikó, þutu blaða
ljósmyndarar af stað til þess að
vera viðbúnir að mynda brúö-
hjónin í krók og kring. Er sagt
að þeir hafi Jtomið tíu á einu
bretti til Mexikó. Bjuggust þeir
við að hitta fyrir hamingjusamt
par, sem biði eftir að geta bros
að til þeirra og sagt hve yfir
sig hamingjusamt það væri. En
það var langt frá að svo væri.
f stað brúðhjóna tóku á móti
þeim vopnaðir hollenzkir lag-
anna verðir — Beatrix og Claus
höföu neitað að láta taka af
sér þessar venjubundnu hveiti-
brauðsmyndir. Það reyndist
ekki nokkur vegur að fá að
koma stundarkom í „villuna“
hans Lopez Mateos.
Fjórir dagar liðu og þá á-
kváðu ljósmyndaramir að setj-
ast að á ströndinni fyrir neðan
húsið, en í lögum Mexikó segir
að ströndin sé almenningseign.
Ætluðu þeir að bíða þar eftir að
brúðhjónunum þóknaðist að fá
sér bað í Karíbahafinu. En þeim
varð ekki lengi vært á strönd-
inni, hollenzkir lífverðir brúð-
hjónanna flæmdu þá burtu.
Daginn eftir reyndu þeir ann
að: taka mydir meö aðdráttar
linsu. En það reyndist árangurs
laust, því að leynilögreglulið og
þjónustulið brúðhjónanna stóð
á verði með spegla og endur
varpaði sólarljósinu í augun á
ljósmyndurunum, um leið og
brúðhjónin ráku nefið út. Og
Claus sjálfur var alltaf með
spegil sér við hlið, tilbúinn að
verja sig ef þörf gerðist.
Sem sagt, þaö verður lítiö um
hveitibrauðsdagamyndir af Beat
rix og Claus, nema hvaö við
höfum hér nokkrar, sem sýna
varnarbaráttu þeirra.
...........
Claus átti von á Beatrix út til sín og greip þá strax spegilinn.
Þetta er eina myndin, sem tókst að ná af þeim saman, Beatrix og Claus, þegar þau voru að leggja
af stað í slglingu f bátnum, sem þau höfðu. Lífverðimir voru svo önnum kafnir að undirbúa brott-
förlna, að þeir tóku ekki eftir ljósmyndara, sem leyndist í runna viö ströndSna.
I
Vorið, sem ég fermdist
Jþað snjóaði f fyrradag; það
skóf og dró saman í skafla
og unga fólkið leit spyrjandi
hvert á annað — var ekki nóg
að eiga á hættu að sjá hvítar
mýs, gat maöur líka átt á hættu
að sjá snjó . . . og sumt af
þessu unga fólki fékk snert af
taugaáfalli og ákvaö aö hætta
eftir tvo-þrjá daga; fékk sér
einn lítinn því til staðfestingar,
leit út um gluggann, og sjá —
það snjóaði enn, kannski væri
vissast aö hætta strax, tvö-þrjú
glös af undirsætisvodka! Annað
ungt fólk varð gripiö uppreisn
aranda; þetta að sjá snjó rétt
fyrir sumardaginn fyrsta — jafn
vel presturinn hafði ekki minnzt
neitt á það, þegar hann var að
útmála afleiðingar ofdrykkjunn
ar, og allir spurningakrakkamir
að tveim eða þrem sófapúða-
hvolpum undanskildum, slógu
saman i leigubíl og komu slomp
full heim um nóttina . . . þau
sem ekki urðu eftir uppi í sum
arbústaðnum. Nei, hann hafði
ekkert minnzt á annað af þessu
tagi nema hvítar mýs og fíla og
þau höfðu hvorugt séð; ekki
einu sinni á fermingarveizlunótt
i ina, ekki heldur síðar, hvað og
hvemig sem þau helltu í sig
— en nú sá maður allt í einu
snjó, helgina fyrir sumardag-
inn fyrsta, þetta var ekki ein
ungis fyllidella, þetta var svindl
. . . og þetta uppreisnargjama
unga fólk ákvað að drekka
sleitulaust þangað til það sæi
hvítar mýs með fílsrana vaða
þennan hvíta snjó.
En eldra fólkið var salla-
rólegt; jafnvel að sama skapi
rólegra og það var eldra og
meira snjóaði. Loks gat það
sannað þeim yngri marg endur-
teknar frásagnir sínar af þvf
hvemig veðráttan var í gamla
daga, þegar dagkaupiö var tí-
kall og brennivínsflaskan kost-
aði túkall og stelpurnar urðu
ekki óléttar fyrr en í fyrsta lagi
um tvítugt . . . hvemig veðrátt
an var, vorið þegar það fermd-
ist, þegar hvergi sá dökkan díl
um hvítasunnu þrátt fyrir sum
arpáska, og fólk kól á tám og
eyrum við töðusláttinn. Nú gat
unga fólkið þó séð það, hvítt á
svörtu malbikinu, þar sem
milljónafjóröungarnir dönsuðu
keðjulausan ólaskanz, að það
var ekki eintómt kalkmas, hvern
ig hún hafði verið veðráttan vor
ið sem maöur fermdist!
Kári skrifar:
T Tmferðarmálin hafa sjaldan
verið eins mikið á dagskrá
eins og í vetur. Ber öllum sam
an um það aö stórt átak þurfi
að gera í þeim efnum og kem-
ur margt þar inn í eins og
hvort breyta eigi til og taka upp
hægri akstur. öryggi í umferö-
inni er annað mál, sem alla varö
ar. Hrýs víst flestum hugur viö
þeim tölum, sem umferðamefnd
ir og bifreiðatryggingarfélög
gefa upp um slys og tjón í sam-
bandi við þau. Ef dæma á eftir
þeim tölum eigum við íslending
ar margt eftir ólært í sambandi
við akstur og virðist sem
hrottamennska og aðgæzluleysi
í akstri sé oft aðalorsök slys-
anna.
Dragbítur í
umferðinni
í fréttum af slysum er oft
sagt að ökumaður hafi ekiö ó-
gætilega og er þá oftast átt við
að hann hafi ekið of hratt og
ekki tekið nógu mikið tillit til
annarra ökum. og farartækja
Sjaldnar er minnzt á dragbít-
ana í umferöinni.
Hafði ökumaður nokkur tal af
Kára og var hann reiður mjög.
Sagði hann frá reynslu sinni á
Hafnarfjaröarveginum og af ein
um dragbít í umferðinni. Ætl-
aði ökumaðurinn í bió til Hafnar
fjarðar með sinni ektakvinnu og
þótt ýmsar .smátafir yrðu áður
en hægt var að leggja af stað
þá taldi ökumaöurinn að hann
hefði nægan tíma til stefnu til
þess að þau gætu mætt tíman
lega áður en kvikmyndin byrj-
aði. Var nú haldiö af stað og
ekið sem leið liggur yfir Digra
neshálsinn og voru þá aðeins
tvær bifreiöir á undan öku-
manni, svo langt sem augað
eygði en hins vegar straumur
bifreiða á leið í borgina þar sem
þetta var rétt fyrir klukkan níu
Á þesum vegarspotta að Silfur
túninu er hraðinn leyfður 60
km. á klst. en fyrri bílnum af
tveim fyrir framan ökumanninn
var ekið á um 30—40 km. hraða
Gekk þetta þannig þar til komið
var í byggðina í Silfurtúni aö
ökumaður fyrri bílsins virtist
allt í einu vera farinn að flýta
sér og jók hraðann að mun.
Sagði ökumaður aö ekki hefði
hann séð sér fært að aka fram
úr dragbítnum vegna umferðar
innar á móti og lét sér nægja
að bölva ökumanninum hátt og
í hljóði og létta meö því af sér
taugaæsingnum, sem þessi drag
bítskeyrsla hafði á hann.
Vildi ökumaður stinga þvi að
þeim sem umferðarmálin hafa á
sinni könnu að ekki sé síður
nauðsynlegt að taka upp lág
markshraða á þeim vegum, sem
sæmilega eru gerðir og mikil
umferð liggur um og mætti
þessi lágmarkshraði vera tak-
markaöur við vissa tíma sólar
hringsins eða þegar sem mest
umferð liggur um og það ríður
á að hún gangi greiðlega og lip
urlega. Kvaöst ökumaður vera
þess fullviss að orsök margra
slysa mætti rekja til þessara
dragbíta í umferöinni er yllu
taugaæsingi ökum., sem á eftir
væru og tækju þá frekar „sjans
inn“ á framúrakstri.