Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 15
V I S IR . Þriðjudagur 19. aprl 1966. 13 HARVEl FERGUSSON: Xr Dön Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum á ágætum smákökum og kexi, og hann skar nautaketið í bita og velti um í hveiti, og steikti, og þetta bragðaðist vel, en til drykkjar var whisky eöa sterkt kaffi. Og brátt, þegar Coppinger var að matreiða, fór hann að segja frá réttunum, sem móðir hans bjó, er þau áttu heima á smábýli við Guadelupe- ána, næstum við sjó fram í Texas. Er hann var búitin aö segja frá kjúklingasteikum og bláberjatert- um og öðru góðgæti, sem móðir hans bjó til fór hann að segja frá ýmsu á þessum slóöum. Coppinger- ættin var fjölmenn og bændur af þeirri ætt áttu stórar jarðir og gripahjarðir. — Faðir Coppingers hafði átt tveggja hæða hús með rúmgóðum herbergjum á báöum hæðum, og fyrir styrjöldina hafði hann fimm eða sex blökkumenn að staðaldrí I vinnu, og það voru haldnir dansleikir og farið í skemmtiferðir, ríðandi og akandi, efnt til kappreiöa og farið á búff- alóaveiðar. Hann gróf þannig margt upp, sem lengi hafði veriö grafið í fylgsnum hugans, og auöheyrt að hann saknaði þessa liðna tíma. Þegar Coppinger var kominn á skrið varð hann næstum mælskur og Leo hlustaði á frásögn hans af mikilli athygli. Leo naut þess á- vallt að hlýða á menn segja þann- ig frá, og þá fannst honum — þegar vel var sagt frá — sem hann hefði sjálfur verið með í öllu. Og að hann eignaðist sameiginlegar minningar með sögumönnum. Það fór ekki fram hjá honum, að margt var líkt um Coppingerættina og Vierraættina í Don Pedro, báðar ættimar áttu miklar jarðeignir og mfklar gripahjarðir, en höfðu ekki mikil fjárráð, og hvoruga ættina skorti vinnuafl, höfðu þjóna og þræla. Coppinger og Don Augustin höfðu einu sinni verið samtímis í verzluninni og þeir horfðu hvor á annan eins og þeir væru fomir fjendur, en þó var margt líkt um þá, nema að Vierra skirrti framtak Texasmannsins. — Þetta hefur verið skemmtijegt líf, sagði Leo. Þú ert kannski að hugsa um aö hverfa aftur heim einhvem tima? Coppinger sat lengi þögull eins og jafnan, er Leo bar upp einhverja spumingu, vafði sér vindling, og var greinilega að hugleiða, livoít hann ætti aö halda áfram frásögn- inni. — Það kom dálítið fyrir mig heima, sagði hann loks, ég hef aldrei sagt neinum hér frá því, og ekki hugsað mikiö um það tvö seinustu árin, en ég fór að hugsa um það aftur, þegar þú sagðir þetta um byssukúluna, ef hún væri þér ætluð, myndi hún lenda í skrokknum á þér. Enginn má sköp- um renna, sagðirðu. Aftur þagnaði hann, en hann var ekki í vafa um, aö hann mundi fá að heyra af munni Coppingers frá- sögn um það, sem vaknað höfðu á ný minningar um„ og af því að hann hefði þörf fyrir aö tala um það við einhvem. — Þaö var mikið um sennur og átök í Texas, einkum eftir styrjöld- ina, og svo er þaö enn. Deilurnar milli Coppinger-ættarinnar og Shelby-ættarinnar hafa ekki hjaön- aö, þær blossa alltaf upp við og við, og það er þess vegna, sem ég fer aldrei heim aftur, því þá mundi ég aldeilis lenda í því. — Spurðu mig ekki um hvemig það byrjaöi, því að það veit í rauninni enginn. Fyrir styrjöldina var þarna allt friðsamlegt, en eftir styrjöld- ina fór allt á verri veg. Faðir minn var kapteinn í Suðurríkjahemum og ég var seytján ára og hafði eign- azt hest og fyrstu byssuna mina, þegar hann kom heim úr striðinu, og nú var allt fullt af negmm, sem höföu fengiö frelsi, og sumir þeirra fóm að ybba sig og sumir voru drepnir. Norðanmenn höfðu setulið í okkar héraði og þeir virt- ust hafa það hlutverk eitt, aö gera allt sem þeir gátu okkur til hrell- ingar. Setuliðsflokkur hafði bæki- stöð við vað á Guadelupe og þeir gerðu sér leik að þvi ,að afvopna hvern mann, sem fór yfir á vað- inu. Og svo voru þeir sem voru hlynntir norðanmönnum og við köll uðum þá heybrækur og „attaní- ossa" og menn af Shelby-ættinni voru þeirra meðal. Við Ed Shelby vorum leikbræður í æsku, busluð- um saman í ánni og stálum vatns- melónum. Einn drap föðurbróður minn. Þeir höfðu deilt um strætið. Deilur leiddu oft til þess, að ein- hver var drepinn. Þessi atburður var fyrsti áreksturinn milli ætt- anna eftir stríðiö. Þegar eitthvað þessu líkt gerðist vissi enginn hver átti upptökin. Og svo drap einn frænda minna mann af Shelby-ætt- inni og þá var kominn til sögunn- nr fullur fjandskapur milli ætt- anna. Annars var loft allt lævi blandið út af styrjöldinni og hatur og heift rikti og enn versnaöi vegna framkomu norðanmanna og blökku manna, sem voru frjálsif orðnir. Þetta var eins smitandi og hita- sótt á vætusumri. En þrátt fyrir hatur og ríg milli ættanna fór Shelby-fólk og Coppingermenn enn á sömu dansleiki og skemmt- anir — en hatrið lá í loftinu, ef svo mætti segja. og allir voru viss- ir um að fyrr eða síðar myndi allt fara í bál. Og svo komst oröróm- ur á kreik um það, að Ed Shelby væri meö kúlu í byssunni sinni, sem hann ætlaði mér. Ég efast um að nokkur fótur hafi verið fyrir þessu, en það eru alltaf einhverjir bastarðar, sem koma illu af stað, og það má vel vera, aö sá sem kom orðróminum af stað, hafi líka sagt, að ég væri með kúlu, sem ég ætlaði Ed. Ég var að temja hesta þá eins og nú og ég vildi engin illindi, en því var slegið föstu, að við Ed bærum haturshug hvor til annars og sumir veöjuðu um hvað myndi gerast, þegar við hittumst. Ef ég hefði farið að heiman þá hefði ég verið kallaður heigull og hefði aldrei getað komiö heim aft- ur. Margir fóru vegna ástandsins, en þeir sem voru flæktir orðnir í þetta gátu ekki farið sæmdar sinn- ar vegna. Sumir eru hræddastir við það sem aðrir hugsa eða segja, svo furðulegt sem það er. Ég segi þér það í fullri hreinskilni, að ég forð- aðist að hitta Ed, oftar en einu sinni, en sá dagur kom er við hitt- umst. Hann var að koma út úr búð f bænum Cuero, og ég var ný- kominn þangaö, var að stífa af hesti mínum. Ég gleymi aldrei þess ari stund. Það voru margir staddir á gangsvölunum fyrir framan verzl unina og allt í einu fór þaö eins og eldur í sinu um allt, aö við Ed værum þama báöir, og fólk1 flýði í allar áttir eins og hrædd hænsni. Maöur nokkur stakkst á hausinn út um glugga og annar skreið undir gangsvalimar. Kona hljóp æpandi út á götu til þess að sækja krakka og draga hann burt með sér. Og við Ed horföumst í augu — og við gripum báðir til skammbyssanna. Ég var einum fimmta úr sekúndu fljótari en hann. Skothvellurinn, er ég hleypti af á hann úr sexhleypunni minni, kveö ur enn viö í eyrum mér, en ég hafði gripið til byssunnar án þess að hugsa, og svo reið skotið af. Og þá fyrst geröi ég mér grein fyrir, að ég hafði miðað á hann og hleypt af. Ég man enn svipinn á Ed er hann varð fyrir skotinu. Það var ekki séð af svip hans, að hann hefði særzt. Hann starði bara á mig steinhissa, og það var eins og augun í honum hefði stækkað og hann starði á mig með opinn munn. Það var eins og hann gæti ekki trúað þvf, að við stæðum þarna, til þess að drepa hvor ann an, og svo datt hann á grúfu, og ég vissi að hann var dauður. Þeir eru alltaf dauðir þegar þeir detta svona. Coppinger var þögull um stund, eftir að hann hafði lokið frásöng sinni og Leo fannst ekki til- hlýðilegt að hann færi að gera þessa viöburði að frekara viðræðu efni. Honum skildist, að til grund- vallar gerðum hans lá sú frum- hvöt, að hefna fyrir mótgjörð gegn sér eða sínum, — hann hefði farið eftir þeirri kenningu, sem skráð er í Gamla testamentinu: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, og að sá sem vegur fyrir með sverði mun einnig veginn verða. Forfeður hans sem fylgdu hjörðum sínum yfir eyðimörkina höfðu allir revnslu af þvf, að réttlætinu varð ekki fullnægt nema með því að úthella blóði. — Ég varð að gera það, sagði Coppinger eftir langa þögn. Kúlan vor honum ætluð, þótt ekkert væri fyrir fram um það vitað, eða öllu heldur honum var ætlað að falla fyrir henni, þetta átti að vera svona. Og kannski hafði hann verið á leiðinni i áttina til þessarar byssukúlu allt sitt líf. Ég var búinn að fá mig fullsaddan á sennum og átökum og bardögum. Og þótt ég hefði verið búinn að drýgja dáð f augum sumra, myndu margir kalla mig heigul, ef ég færi, en mér fannst nú einhvemveginn, að það þyrfti meira þrek til þess að taka ákvörðun um að fara en að halda kyrru fyrir. Sióstakknrnir ódýru fást enn, svo og flest önn- ur regnklæði, regnkápur (köflótt- ar) og föt handa börnum og ungl- ingum Vinnuvettlingar og plast- vettlingai o.fl. — Vopni h.í.' Aðal- stræti 16 (við hliðina á bflasölunni) Fernsingar- © » jP( r r gfoiBBi i m Gefið menntandi og þrosk- andi fermingargjöf: NYSTROM Upphleyptu landakortin og hnett- irnir leysa vandann við landafræði- námið. — Kortin innrömmuö með festingum. Fæst í næstu bókabúð. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. Sími 37960. T A R Z A N Þegar trommurnar hefja upp raust sina kemur liðleg vera fram á sjónarsviöið. hún heldur áhorfendunum föngnum með mjúk- legum hreyfingum sínum. Hún dillar sér í táknrænum dansi hinna innfæddu Peter, þessi dansmær! Ég veit ekki hvað þér finnst, gamli minn, en mér finnst hún afbragð. Ia< gnsngin he!zt betur meö íuUeK’ sianZ’ iarisslisi evfa&M9 glans hárlagningar- vökva HIILDSÖtUBIRCDIK ISLENZK ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐHF rHAMLIIDSLUlUTTINDI AMAHTI HF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.