Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 4
V1SIR . Þriðjudagur 19. apríl 1966. Þjóðræknisþing ís- fendinga í Kanada Lögberg—Heimskringla, blað islendinga í Kanada, birti nýlega frásögn af Þjóðræknisþinginu síð- asta, sem var mikið sótt. Gestur þingsins var Brynjólfur Jóhannes- son leikari, sem flutti þar ávarp og kveðjur frá íslandi. Birtast hér kaflar úr frásögn Lögbergs- Heimskringlu af þinginu. AÖsókn íjað er hrein furða að nokkur skyldi sækja þing Þjóðræknis- félagsins í þetta skipti, svo hafa þulir og fréttamenn látið illa af veðráttunni undanfarnar vikur í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum; þeir hafa talið hana með eindæm- um og margt fólk hefur lagt trún- að á þennan barlóm og varla þor- að að hreyfi sig út úr húsi og heizt viljað fara til heitari landa. Sann- leikurinn er sá að veðrið hefur verið hressandi fyrir þá sem kunna að klæða sig gegn kuldanum, og borgarfólk ætti sízt að bera sig illa, því hér er ekki langt á milli húsa og það fer flest ferða sinna í notalegum bílum. Eins' og ávallt að undanfömu er það aðaliega eldra fólk sem sækir þingið á daginn því aðrir eru bundnir við vinnu sína, en þessum íslendingum rennur víkingablóð I æðum og létu þeir ekki veðrið aftra sér frá að koma fremur en endranær. Níu deildir sendu full- trúa og voru þeir þessir: Deildin „Báran“, Mountain: Dr. Richard Beck, Mrs. Margrét Beck. „Lundar", Lundar: Gísli S. Gíslason, Mrs. Ingibjörg Rafnkelson. „Brúin“, Selkirk: Mrs. Jafeta Skagfjörd, Thorleifur Skagfjord. „Ströndin“, Vancouver: Mrs. Marja Bjömson. „Esjan“, Arborg: Miss Kristín Skúiason, Jón Pálsson, Gestur Pálson, Jóhann K. Johnson. „Gimli“, Gimli: Ingólfur N. Bjamason, Ragnar Baldwinson, Bjöm Baldwinson, Frank Oison. „ísland“, Morden: Mrs. Lovísa Gíslason, „NorðurIjós“, Edmonton: Walter Arason. „Frón“, Winnipeg: Páll Hallson, Miss Guðbjörg Sigmundson, Miss Regina Sigurdson, Miss Margrét Sigurdson, Mrs.' Kristín R. Johnson, Gunnar Baldvinson. Boð til heiðurs gestum Þjóöræknisfélagsins Á sunnudaginn eftir hádegi gafst fólki, sem hefur haft forústu í ís- 'enzkum félagsmálum hér i borg, kostur á að heilsa upp á hina góðu gesti, ambassador Pétur J. Thor- steinsson og frú Oddnýju og Brvnj- ólf Jóhannesson ieikara, að heimili ræðismannshjónanna Grettis og frú Dorothy Johnnson, 76 Middle- gate. — Höfðu þau í félagi við stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins efnt til þessa boðs. Var þessi vina- fundur á hinu fallega og vingjam- lega heimili mjög ánægjulegar. Þjóðræknismessa Nokkur undanfarin ár hefir þing- ið hafizt í vissum skilningi með guðsþjónustu í Fyrstu lúthersku kirkju sem báðir íslenzku prest- arnir taka þátt í, en venjulega hef- ur Dr. Richard Beck stigið í stól- inn og eins gerði hann á sunnu- dagskveldið og flutti einstaklega endur og væntum við að mega fagurt erindi, Sælir em friðflytj- birta það síðar meir. Þessir þrír menn, séra Valdimar J. Eylands, séra Philip M. Pétursson og Dr. Richard Beck hafa allir verið for- setar Þjóðræknisfélagsins í mörg ár hver og lagt á sig mikið og ó- metanlegt starf í þágu þjóðræknis- mála okkar. Þingsetnmg Eins og að venju hófst þjóðrækn isþingið með sálmasöng og bæn, er séra V. J. Eylands flutti. Síðan flutti forseti, séra Philip M. Pét- ursson, skýrslu yfir starf félagsins á árinu og sagði frá ferð þeirra hjóna og hópsins sem fór til ís- lands sl. sumar á vegum Þjóð- ræknisfélagsins og hinum hlýju móttökum er ferðafólkið átti áð fagna. Var fulltrúa hinnar nýju deildar félagsins Norðurljós, Walter Arason, sérstaklega fagnað. Hefur sú deild afar fjörugt félags- líf og á sinn eigin samkomustað í Scandinavian Sentre; heldur fundi mánaðarlega, nema á sumrin, er nýlega búinn að hafa Þorrablót. Mikill áhugi er í félagsmönnum og eru um 150 manns í félaginu. Kveðjur Eftir hádegi á mánudaginn komu boðsgestir félagsins á þingið. Fagn aði forseti og þingheimur þeim vel. — Ambassador Pétur Thorsteins- son flutti nokkur hlýleg orð og las kveðjur til félagsins, er hon- um höfðn borizt frá forseta og for- sætisráðherra íslands: Ég sendi innilegustu kveðjur til Þjóðræknisþings íslendinga í Vesturheimi með kærri þökk fyrir langt og mikið starf 1 þágu íslenzks þjóðemis og menningar og ein- j staka frændrækni, sem Vestur- 1 Islendingar hafa jafnan sýnt okkur j hér heima. I Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands. Hugheilar kveðjur til allra sam- komugesta á Þjóðræknisþinginu og allra Vestur-íslendinga, með þökk- um fyrir unnin störf og óskum um farsæla framtíð. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra íslands. Ennfremur flutti ambassadorinn þingheimi hlýjar kveðjur frá Hannesi Kjartanssyni, ambassador Islands til Sameinuðu þjóðanna. Kveðjuskeyti bárust og frá Sig- urði Sigurgeirssyni, forseta Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavik: Sendum þingheimi öllum kærar kveðjur. Brynjólfur Jóhannesson, leikari flutti fagurt ávarp, sem við vænt-1 1. FræðsBuþáttur GurðyrkjuféSugs Islunds Matjurtafræ og sáning þess í hverju fullþroska fræi er vís- ir aö nýrri jurt. Til þess að fræið spíri þarf nægilegt vatn, ákveðið hitastig og loft. Ekk- ert þessara skilyrða má vatna Sé garðmoldin ekki nógu rök getur fræið ekki spírað. Þess vegna er sáð, þegar útlit er fyr ir regn, eða vökvaö eftir sán- ingu. Vatnið mýkir fræskum- ina, síast síðan inn í fræiö, sem þá tekur að þrútna og spíra. Hver frætegund hefur sitt lág marks og hámarks hitastig til spírunar. Hæfilegur jarðvegs- hiti eykur efnabreytingu í fræ- inu og flýtir fyrir spírun og vexti hinnar ungu jurtar. Fræið þarf súrefni til öndunar eins og allar lifandi verur. Öndun er mjög ör í spírandi fræi, því að allar frumur þess eru þá í ör- um vexti. Öll garðvinnsla verður að fara fram á réttum tíma. Vel unnin garðmold þarf að vera laus og fínmulin svo að sáning takist sem bezt. Margt hefur á- hrif á sáðtímann á vorin eink- um veðurfarið, sem er mjög breytilegt bæði eftir landshlut- um og árferði. Lega garðsins hæð yfir sjó, jarðvegstegund o.fl. kemur einnig til greina. Sandjörð er fyrr hæf til sáning ar en leir- og moldjörö. Sáð skal að jafnaði eins snemma og tíð leyfir. Klaki þarf að vera farinn aö mestu úr garöinum og garðmoldin tekin að hlýna og þoma. (Gulrótum er þó oft sáð fyrr en svo er orðið). Of þurr eða of blaut og köíd mold teftrr spírun fræsins. Hentugt er aö sá fljótt eftir að garövinnslu er lokið, áður en illgresi fer að spíra og vaxa. Nytjajurtimar þurfa að vera á undan illgresinu Ætti að sá til fljótvöxnustu teg- undanna meö nokkurra daga millibili. Með því er hægt að sjá svo um að uppskerutiminn leng ist og nýtt grænmeti lengur til en ella. Er þaö hentugt bæði fyr ir heimaneyzlu og sölu. Þær matjurtir, sem þannig koma til greina eru: næpur, hreðkur, blaðsalat, spínat, karsi og stein selja. Eigi er hægt að gefa ákveðn ar reglur um sáðdýpt fræa, en hafa má í huga að þrisvar sinn um þykkt fræsins er hæfileg sáðdýpt að jafnaði. Stórum fræj um er sáö dýpra en smáum. Karsafræjum og öðrum mjög smáum fræjum er aðeins þrýst niður í yfirborð moldarinnar. Dýpra er sáö í sandgarða held- ur en í leir- eða moldarjörð. Hægt er að flýta spírun fræja með því að leggja þau í bleyti á hlýjan stað. Ekki er vert að láta fræið liggja í vatni. Betra er að halda því röku t.d. í rök- um klút eða filterpappír, þar til frærótin sést. Síðan er fræ ið látið þorna en ekki um of, og því sáð. Sé sáö seint til gulróta er sjálfsagt að bleyta fræjö. Matjurtafræi er annað hvort dreifsáð eða raösáð. Dreifsán- ing er þaö kallað þegar fræinu er dreift að jafnaði yfir sáðbeð- ið og síðan rakaö yfir og þjapp að varlega niður í moldina með garöhrífu. Þessi aðferð er aðeins notuð við ræktun smávaxinna fljótþroska matjurta, sem eiga að standa þétt. Dreifsáning er fljótleg, en hefur þann ókost að eyðing illgresis verður að gerast með höndunum og hlýtur að verða seinleg og dýr. Rað- sáning er það kallað þegar fræ- inu er sáð í beinar raðir með höndunum, sáðhjóli eða sáövél. Fjarlægð milli raða fer eftir teg undum matjurtanna og getur verið 40, 50 eða 60 cm. Sá kost ur fylgir raösáningu, að hægt er að nota handverkfæri eða vélar við arfahreinsunina, sem þá verður miklu ódýrari og auð- veldari en ella. Markað er fyrir röðunum í pioldinni með snúru. eöa merki- hrífu. Á handsáðvélum er sér- stakur markari áfastur, sem strikar fyrir röðurium um leið og vélinni er ýtt áfram. Þegar notuð er garðsnúra þarf að marka fyrir röðinni með ráka- jámi eða priki. Fræinu er síð an sáð með höndunum og þjapp að vel yfir á eftir. Fræin eru tek in milli fingranna og sáð hæfil. þétt, einu og einu í röðina. Einnig má sá úr smádós, sem V-lagað skarð er skorið í. Nota má líka flösku, fræpoka eöa öskju. Merkihrífan er þannig notuð, að hún er dregin eftir garðinum og markar þá fyrir röðunum. Fræinu er síðan sáö í raðirnar. Sáðhjólið er með holu skafti, sem er frægeymir. Þegar hjólinu er ýtt áfram fell ur fræið úr skaftinu niður í smá rauf á því og síðan í mold ina. Stilla veröur raufina eftir stærð fræsins. Handsáðvélin markar fyrir röðinni, sáir og þjappar moldinni yfir fræin. Vél in er stillt þannig að fræið falli með ákveðnu millibili. Vaxtarrými matjurta verður að miðast við þau verkfæri sem notuð eru við eyðingu illgresis og aðra umhiröu garðsins. Minna bil má vera á milli raða þegar handverkfæri eru notuð heldur en þegar vélverkfærig eru notuö. Fjarlægð milli jurta í röðinni ákveðst af vaxtarrými hverrar tegundar. Flatarmál lít- illa garða mótast bezt þegar sáð er til þeirra tegunda matjurta sem þurfa líkt vaxtarrými í sömu röð eða í samliggjandi raðir. Beinar raðir með jöfnri millibili bera vott um vand- virkni. Það er fallegra og bætir aðstöðu garðyrkjumannsins við, eyðingu illgresis og vamir gegnj jiriíasjúkdómum. Frá þeim tíma, er sáning fer1 fram og þar til jurtimar komaj upp líða nokkrir dagar. Stöku sinnum getur verið nauðsynlegtj að losa varlega yfirborð mold- arinnar til aö flýta fyrir upp- komu jurtanna, einkum ef rign ingar hafa gengið og hörð skorpa myndazt á yfirborði moldarinnar. Oftast standa ný-l uppkomnu jurtimar þéttar en æskilegt er til frambúðar. Verð ur þá að nema sumar á brott þ.e. grisja jurtimar. Grisjun ætti aö framkvæma tvisvar. Fyrst 7-10 dögum eftir að jurt- irnar eru komnar vel upp, en í síðara sinni þegar 1-2 laufblöð hafa myndazt. Flugbeitt arfa- skafa er notuö til að grisja með þar sem hægt er að koma henni við, ella hendurnar. Grisjun er framkvæmd þannig að maður gengur í götunni meðfram jurta röðinni og heggur með arfasköf unni burt allar aukajurtir og þær, sem veiklulegar eru og van þroska, en skilur eftir þær heilbrigðustu og þroskamestu meö hæfilegu millibili. Vaxtar- rýmið fer eftir tegundum. Gæta skal þess að hreyfa sem minnst við þeim jurtum, sem eiga að standa eftir. Gott er að þjappa moldinni að rótum þeirra svo að þær hvorki þomi né visni. Einar I. Siggeirsson um að birta síðar. Hann flutti kveðjur frá borgarstjóra Reykja- víkur, Geir Hallgrímssyni, til Þjóð- ræknisfélagsins og allra Islendinga vestra með innilegir ósk um að fé- lagsstarfsemin dafni og blómgvi; Brynjólfur afhenti og forseta fyrir hönd borgarstjóra fána Reykjavíkurborgar, er það blár og hvítröndóttur borðfáni, en mynd af Ingólfi Arnarsyni á stangarfæt- inum. Brynjólfur flutti félaginu hlýjar kveðjur frá Gylfa Þ. Gísla- syni, menntamálaráðherra og bróður hans Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, útvarpsstjóra. Ennfremur kveðjur frá Félagi íslenzkra lelkara og Leikféiagi Reykjavíkur. Auglýsið í Vísi Samsalun — Jramh. af bls 9 ursalan á sölusvæðinu nam um 59% af heildarinnvigtun mjólk ur eða um %% lægra hlutfall en árið áður. Sala nýmjólkur hafði þó aukizt um 3.2%. Af skráða meðalveröi mjólk- ur á árinu fóru tæplega 22% til reksturs mjólkurbúanna, flutn- inga á afurðum á sölustað og reksturs Mjólkursamsölunnar, tæplega 71.5% kom í hlut bænda og um 6.5% var sölu- skattur, stofnlánasjóðsgjald, verðmiðlunarsjóðsgjald, sölu- laun til annarra, vinnsluafföll o.fl. Gert er ráö fyrir að útborg unarverð til bænda, að meðaltali verði 774.5 aurar á lítra. Úr stjóm Mjólkursamsölunn- ar áttu að ganga Ólafur Bjarna- son Brautarholti og Sigurgrím- ur Jónsson Holti en vom báðir endurkjömir. Aðrir í stjórn em Sveinbjörn Högnason, Staðarbakka, for- maður, Sverrir Gíslason, Hvammi og Einar Ólafsson, Lækjarhvammi. Eldhúsinnrétting Ný eldhúsinnrétting (plast) til sýnis og sölu. Uppl. í síma 18405. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.