Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 11
Ný sending DÖMU- og BARNA-SUNDBOLIR í miklu úrváli. Lítið í SKEMMUGLUGGANN mmuí LAUGAVEG 66 • SÍMI 13488 ! ' REYKJA VÍK VANN VARNAR- UÐSSTYTTUNA Glæsilegur leikur úrvalsliðs Reykjavíkur i körfuknattlelk færði liðinu sigur gegn úrvali vamarliðsmanna í Keflavík á föstudagskvöidið. Síðari hálf- leikurinn var þó einkum glæsi- legur og snemma náði liðið góðu forskoti, en i hálfleik hafði lið Bandarikjamanna yfir 26:25. Á fyrstu minútum síðari hálfleiks skoraði reykvíska liðið 16 stig gegn einu og var þá sýnt að hverju stefndl. Dró nú heldur sundur með liðunum og var Reykjavík á timabili 21 stig yfir, en leikn- um lauk með sigri úrvalsliðs Reykjavíkur 73:64. Kolbeinn Pálsson, sem stóð sig með svo miklum ágætum á Norðurlandamótinu um pásk- ana sýndi nú enn frábæran lelk og það var ekki hvað sízt leik hans ,og Birgis Birgls að þakka að Reykjavíkurliðið vann nú til eignar einn glæsilegasta grip, sem keppt hefur verið um hér á landl, styttu, sem vamarliðið gaf. Kolbeinn skoraði 19 stig í leiknum, Birgir 12 og Einar Matthiasson 10 stig. Hjá vamarliðsmönnum voru beztlr Sterling, sem skoraði 17 stig, Anspangh með 11 stig og Hoover. Leikurinn var fimmti leikur liðanna i vetur. Unnu varnar- liðsmenn fyrsta Ieikinn, sem var leikinn á Keflavíkurflug- velli, annan unnu okkar menn, en þann þriðja unnu vamarliðs- menn. Ailir þessir leikir fóru fram á Keflavíkurflugvelli. Fjórða og fimmta lelkinn unnu Reykvíkingar f litia salnum á Hálogalandi, sem var þeim tals- vert til hagræðis. — jbp — necr Hver fer í 1. deild? ★ 1 kvöld fer fram þýöingarmikiH leikur í 2. deild karla á Hand- knattleiksmóti íslands. Það em IR og Þróttur, sem leika og fari svo að Þróttur vinni eöa geri jafntefli, hefur liðið þar með unnið 2. deildarkeppnina í ár og flyzt upp i 1. deild. ★ Fari hins vegar svo að ÍR sigri em þrjú liö jöfn með 12 Stig 1 deilcfinni. Þróttur, ÍR og Vfkingur. Mundu þau þá verða að leika að nýju sín á milli um 1. deildarsætiö næsta vetur, en þá verður vonandi leiidð í Iþróttahöllinni nýju og við talsvert önnur skilyrði en nú í vetur. ic Engu skai hér spáð um úrslitin í kvöld, enda er sjón sögu ríkari og eflaust mun marga fýsa að sjá þennan leik. ÍR-liðið er nokkuð ungt að árum með einstaka „gamla kempu“ innan um, en Þróttarliðið er leikreyndara og hefur sterkari leikmenn, en liklega ósamstiiltari, auk þess sem Guðmundur Gústafsson er markvörður liösins og hefur varið af snllld i ieikjum sfnum, án þess þó að landsliðsnefnd hafi svo mikið sem frétt af því mitt í markvarðaleysi sínu. — Leikkvöldið á Háiogalandi hefst kl. 20.15. Kolbeinn Fálsson, fyrirliði Reykjavíkurliðsins me ö hina glæsilegu styttu. Bak við hann sjást Ólafur Thorlacíus, Hólmsteinn Sigurðsson, Agnar Friðri ksson, Birglr Birgis og Kristinn Stefánsson, en Einar Matthiasson og Gunnar Gunnarsson hafa eln hvemveginn orðið utan gátta á þessari annars ágætu mynd, sem Bjamlelfur Bjamleifsson tók fyrir Vísir. ÍR-SVEITIN SI6RADI Á STEINÞÓRSMÚTINU Steinþórsmótið (6 manna sveitakeppni í svigi) var haldið í Hamragili við Í.R.-skálann s.l. sunnudag og hófst keppnin kl. 2 e.h. mótsstjóri var Sigurjón Þórð- arson formaður skíðadeildar I.R. Snjókoma var og hvasst og 3ja stiga frost. Brautina lagði Eysteinn Þórðarson og var hún 53 hlið og 500—550 metra löng. Keppendur voru frá Í.R., K.R. og Ármanni og| fóru leikar þannig að sveit Í.R. bar sigur úr býtum.| á samanlögðum tíma 781,1. B-sveit Ármanns varð úr leik. í sveit Í.R. kepptu feðgamir Harald- ur Pálsson og sonur hans Eyþór, 15 ára gamall, og vildi svo skemmtilega til að í fyrri umferð komu þeir í mark á sama tfma, 60.1, en f seinni umferð fór Eyþór fram úr föður sínum. Mót þetta fór hið bezta fram þó veðrið væri ekki sem ákjósanlegast. Sveit Í.R. var skipuð þessum mönnum: Eyþóri Haraldssvni, Guðna Sigfússyni, Haraldi Páls- syni, Sigurði Einarssyni, Þóri Lárussyni, Þorbergi Eysteinssyni,1 og fór sveitin á samanlögðum tíma 721.5. Nr. 2 varð sveit K.R. og var hún skipuð þessum mönnum: Ásgeiri Olfarssyni. Boga Nilsson, Einari Gunnlaugssvni, Gunnlaugi Sigurðssyni, Hinrik Hermanns- syni, Leifi Gíslasyni, og fór sveitin á samanlögðum tlma 743,3. Nr. 3 varð sveit Ármanns og var hún skipuð þessum mönnum: Amóri Guðbjartssyni, Ásgeiri Eyj- ólfssyni, Bjama Einarssvni, Georg Guðjónssyni, Sigurði R. Guðjóns- syni, Erni Kærnested, og fór sveitin Hafnarfjörður nágrenni Trésmiður óskar eftir 3—4 herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 51375. Fjórðungsmót Vestfirðíngu Fjórðungsglímumót Vestfirðinga fjórðungs verður háð f Stykkis- hólmi laugardaginn 23. apríl n.k. Keppt verður um fagran silfur- bikar, sem Sigurður Ágústsson, al- þingismaður, hefur gefið til keppn- innar. Auk þess verða þrenn verð laun veitt. Þetta er f fyrsta skipti sem FjórS ungsglfmumót Vestfirðingafjórð- ungs er haldið og er vonandi að góð þátttaka verði f keppnmni. Þátttöku skal tilkynna fyrir 20. apríl n. k. tii Más Sigurðssonar, fþróttakennara f Stykkishólmi, ■san ^VfSIR . Þriðjudagur 19. apn 196b.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.