Vísir - 04.01.1967, Síða 3
VÍSIR. Miðvikudagur 4. janúar 1967,
3
Fáeinar athugasemdir að lokinni æfingu, f. h.: leikstjórinn Benedikt Árnason, höfundurinn Matthías Jóhannessen, Valur Gíslason, sem
fer meö aöalhlutverkin i báöum þáttunum, og Gísli Alfreðsson er e kki búinn aö taka af sér bítlagervið.
ÞIÐ MEGIÐ H AFA ÞAÐ EFTIR MÉR,
EF ÞIÐ SEGIÐ RÉTT FRÁ ÞVÍ, AÐ...
Frn æfingu á einþáttungum Matthiasar í Lindarbæ
— Ert þú senumaður? spurði
höfimdurinn, þegar Myndsjár-
maöur rak höfuðið inn um gætt-
ina aö Lindarbæ. Æfingin var
hálfnuö, matarhlé, annar þátt-
urinn búinn, EINS OG ÞÉR
SÁIÐ, sá fyrri. — Höfundur og
leikstjóri töluðu í bröndurum i
viðurvist stóreflis jólatrés, sem
stóö þar úti undir vegg alsett
glóandi glingri.
£
Þeir áttu eftir að fara yfir
„JÓN GAMLA“, en þessir tveir
einþáttungar Matthíasar Johann-
essen eiga aö frumsýnast um
helgina. Einhern veginn hefur
það kvisazt út aö þeir fjölluöu
um valdið og beitingu þess hvor
með sínum hætti, hvort heldur
þaö segir lesendum mikið eða
Iítið um innihaldið. Hins vegar
kvaö Benedikt Ámason leik-
stjóri það máia sannast, aö
þættirnr væru gjörólíkir - og
hreint og beint ótrúlegt að þeir
skuli vera eftir sama manninn.
A
— Þið megið hafa þaö eftir
mér, ef þið segið rétt frá því, að
þetta hafi verið góöur skóli
fyrir mig. Það er lærdómsríkt
aö vinna með svona mönnum,
þetta eru engir smákallar hérna,
eins og Valur og Lárus. Gísli
er ágætur maöur líka og Bene-
Jikt hefur gert þetta ákaflega
■el.
— Hefurðu breytt miklu, eft-
• að farið var aö æfa?
— Ég hef breytt alveg eins
ég hef getað. Þetta gera flest-
ir leikritahöfuúdar. Ég veit ekki
um neinn nema Ibsen, sem
breytti engu, sendi bara hand-
ritin. — Jú, mikil 'ósköp, þaö
er ákaflega mikilsvirði aö kynn-
ast leikhúsinu.
Blaöamennska og leikhús,
þetta er ekki ólíkt hvort öðru.
Þetta er hvort tveggja svona
kanall, sem lífið gengur í gegn
um. Blaðamennskan er alltaf í
snertingu viö lífið, að tala við
fólk undir vissum kringumstæð-
um. Hún er bara raunverulegri.
Hitt er alltaf „theater“.
&
— Annars er þetta tómur
misskllningur, ég skil ekkert i
aö þeir skuli vera að sýna þetta.
Ég hélt aldrei að þetta yrði sett
á sviö. Benedikt fékk bara að
■lesa þetta yfir og hann sagði að
þetta væri leikrit.
— Við erum nú héma frá
Myndsjánni ...
— Já, þaö hlýtur aö vera allt
í lagi að þið takið myndir, en
þiö megið bara ekki taka mynd
af leynigöngunum sem ég' ætla
aö læöast út héðan af frumsýn-
ingunni, ef ....
&
Síðan hófst æfingin og ljós-
myndarinn smellti af nokkrum
sinnum. Þegar henni var lokið
ruddist Þjóödansafélagiö 1 sal-
inn, tugir bama, klædd sjald-
hafnarflíkum, tóku aö dansa
kringum jólatréð.
Láms Pálsson og Valur Gíslason í hlutverkum sínum.
Táningurinn flytur Jóm Gamla frumort kirkjugarðsljoö.