Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 5
V1 SIR . Mánudagur 9. janúar 19(í’. morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í rnorgmi útlönd Barizt / Shanghai og viSar / Kína Veldi Mao Tse-tung ognad Mikil og harönandi átök eru sögð vera í Kína, víða barizt og sam- gönguerfiðleikar komnir til sög- unnar. Flugvélaiðnaður landsins er sagður lamaður vegna togstreit- CHOU — brá hart við. unnar í landinu. í fréttum í gær- kvöldi og morgun segir, að veldi Mao Tse-tung sé ógnað meira í Shanghai nú en öðrum borgum landsins, og hefir þó eftir fyrri fréttum að dæma verið barizt við- a.', einkum í Nanking. Augljóst er, að Mao telur sér meiri hættu búna nú af viöburðun- um í Shanghai en annars staðar, því að Peking-útvarpið hvatti í morgun til þess aö hegnt yröi harðlega öllum í Shanghai, sem berjast gegn Mao, og sagöi útvarp- ið, að öll blöðin í Shanghai hvettu til hins sama. Fréttir hafa borizt um bardaga milli stúdenta og verkamanna víða. Rauða varðliðið hefir haft sig mjög í frammi, límt upp áróðursspjöld með svívirðingum um þá menn, sem þeir saka um svik við Mao Tse- tung, — handtökur hafa verið fram kvæmdar og menn hart leiknir, og stundum að sögn limlestir hroða- lega. Hátt settum leiðtogum er ekki hlfft við ásökunum frekar en fyrri daginn og hefir það bitnað allmjög á Chou En-lai forsætisráðherra seinustu dagana, en hann hafði ann ars sloppið vel. Nú voru m. a. límd- ir upp áróðursmiðar og stóð á sum- um: Brennum Chou lifand>, en þaö var brugðið hart við og áróOurs- miðamir rifnir niður — í Peking að minnsta kosti — og aðrir honum til stuönings festir upp. — Augljóst er af fréttum í morgun, aö Mao telur sér hættu búna, því að útvarpið í Peking (sem hlustað er á í Hong- kong) tilkynnti vaxandi kröfur um að taka hart á þeim mönnum í Shanghai, sem snúizt hafa gegn Mao. Shanghai er sem kunnugt er mesti hafnar- og viðskiptabær Kína. HERINN ... ? Sú spuming er nú ofarlega í allra | hugum, að því er sagt var í frétta auka í brezka útvarpinu í gær- kvöldi, hvort hersveitum yrði teflt fram, en það er ekki til þess vitað, aö hemum hafi verið beitt, enn sem komið er, og ekki veriö talað um agaleysi eða upplausn í honum. ÖRYGGISLEYSI. En öryggisleysi er áreiðánlega vaxandi í landinu. Hin sífellu átök hafa lamað framleiðsluna, sam- göngutruflanir eru komnar til sög- unnar, og svo framvegis. MENNINGARBYLTINB — BORGARALEG BYLTING. Fréttaritarar ýmsir telja, aö gagn rýni á menningarbyltinu Maos veröi ekki lengur þoluð — og þvíerspurt: Veröur hemum beitt? í fram- kvæmdaráði menningarbyltingarinn ar eru : Mao og kona hans Chiang- ching, Lin Piao landvarnaráðherra, Chou En-lai og Chen-Po-te. MAO — veldi hans ógnað. Dagblaðiö í Peking hvetur verka- menn til þess að auka framleiðsl- una og kæfa borgarabyltinguna. Heimshom milli a Moskv3: Sovétrikin, Bretland og Bandaríkin undirbúa hátíðlega und- irritun sáttmálans 'um bann við kjamorkuvopnum í himingeimnum. Samkomulagið var sem kunnugt er einróma samþykkt á Allsherjarþingj Sameinuðu þjóðanna og á undirrit- un sáttmálans að fara fram í höf- i uðborgum áöumefndra landa. Stokkhólmur: Sær.ska rannsókn- arlögreglan hefir grafizt fyrir starf- semi glæpamannafélags sem hef- ir starfað að minnsta kosti í 5 ár. 31 árs gamall Stokkhólmsbúi hefir játaö á sig 50—60 innbrot og 46 ára gamall maður 25—30 o. s. frv. Fleiri hafa veriö handteknir. Alls hafa sakborningar stolið vörum fyr ir 6—700 milljónir króna, ef til vill fyrir tvö- eða jafnvel þrefalt meira fé. ► Charusat'hian — innanríkis- ráðherra Thailands — hefur lýst því yfir, að Thailand ætli að senda 1000 manna lið til Suöur-Vietnam ► Búizt er viö mikilvægri yfirlýs- ingu í Jakarta Indónesíu 13. jan- úar. — Áður hefur verið boðað, að Sukarno hafi fallizt á að gera grein fyrir afstöðu sinni til bylt- ingarinnar haustið 1965. ► Á gamlársdag, nýársdag og 2. janúar, biðu 460 manns bana í umferðarslysum í Bandaríkjunum (564 sömu daga 1965) ► Bandaríska utanríkisráðuneytið segir það rangt hjá Harrison Salisburv fréttaritara New York Times að engin hernaðarleg mann- virki séu í Nam Dinh, þar sem 89 manns hafa beðið bana í mörgum loftárásum Bandaríkjamanna og hefir fréttin um það vakið feikna gremju vestan hafs sem austan. ► París var mesta flugumferðar- miðstöð Evrópu sl. ár. Þangað komu 'og fóru 7.6 milljónir far- þega. ► Padgornij forseti Sovétríkjanna gengur fyrir páfa er hann kemur til Rómaborgar í janúarlok. í Modena á Norður-Ítalíu hefir fundizt málverk, sem kann að hafa verið málað af Michael Angelo, Það er af Kristi á krossinum og fjórum konum og Nikodemusi við fót krossins. umninGflR nnsms 1967 30000 ummncBB snmrBLS RumnR liii! nDcrm UHeIiIU umnmGRR nnsms 1967 2 vmmngai á 1 000 000 ki 2.000 OOO ki 22 vmmngar a 500 000 kr 11 000 000 ki 24 vmmngai a 100 000 kr 2.400 000 ki 1.832 vmnmqai á 10 000 ki 18.320 000 ki 4.072 vinningai á 5.000 kr 20.360 000 ki 24.000 vmmngai á 1 500 kr 36.000 000 kt Aukav nningar: 4 vinningar á 50 000 kr 200.000 ki 44 vinningar á 10.000 kr 440.000 kr 30.000 90.720.000 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.