Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 11

Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 11
Stóriðfa — Framhald af bls. 9. hægt ef útveggimir væru burðar veggir. Umbúnaður um glugga verður þannig úr garði gerður, að all- ur veggurinn, sem glugginn er 'l, verður smíöaður úr tré um- hverfis gluggann. — Þannig munu skiptast á tré og stein- steyptar einingar f útveggjum húsanna, sem verða verksmiðju framleiddar. 1 öllum herbergjum húsanna, nema baði, veröa parket-gólf sem mun valda verulegum tíma- og vinnuspamaði enda minni til- kostnaöur. Parketið verður lagt beint á gólfin og þarf því ekki að leggja í þau og það, sem meira er um vert, þegar flýtir inn er aðalatriðið, það þarf ekki að bíða eftir því að hin ílögðu gólf þomi, sem tekur fleiri vik ur ef vel á að vera. Undir parket gólfunum verður vatns-, hita- og rafmagnslögnum komið fyr ir. Allir stigamir í húsunum hafa verið boðnir út og verða þeir verksmiðjuframleiddir. 23 verksmiðjuframleidd, tilsnið in hús verða reist í neðri hluta Breiðholtshverfis í tilraunaskyni en stofnunin hefur að engu leyti séð um teikningar þeirra. — Þau verða fyrst og fremst reist þama til að reyna þau við íslenzkar aö stæður. 7E,tIunin er, að hefja byggingar 1 JLíframkvæmdir við íbúðir 1. áfanga byggingaráætlunarinnar f aprfl næstkomandi. Munu fyrstu íbúðimar verða tilbúnar til aö flytja inn í þær fyrir næstu áramót, en það þýðir að lokið veröur við meira en eina íbúð á dag að meðaltali, jafnt virka daga sem heigi- og sunnudaga. — Þó að við höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að heppi- legast sé að byggja íbúðir 1. á- fanga eins og að ofan hefur verið lýst, er ekki þar með sagt að það sama gildi fyrir þær rúm m * striði vio Ungur lögfræðingur bílaframleiðendur Fyrir u. þ. b. ári síöan, kom út í Bandaríkjunum bók, eftir ung- an, bandarískan lögfræðing, Ralp Nader að nafni. í bók þessari Myndsjó — Framhald af bls. 3. geysilegu breytingum, sem orð- ið hafa. — Myndin er tekin 11. apríl 1964 eða viku eftir að hraun byrjaði aö renna í Surtsey Hefur hraunkragi þegar mynd- ast suðvestanvert á eyjunni. Þegar mynd 3 var tekin í á- gústmánuöi 1965 „hafði mikið hraun runnið til sjávar,“ en hraungos I eyjunni legið niðri um nokkum tíma (bað hófst fyrst aftur 19. ágúst í sumar). — Syrtlingur litli, fyrir ofan Surts ey, sem alla tíð háði tvisýna baráttu fyrir tílveru sinni, var þá í fullu fjöri, en gos hófst þar 22. maí 1965 og lauk 17. október sama ár. Var eyjan horf in 24. október. Mynd 4 — Tilskyldum sorgartíma vegna andláts Syrtl ings var varla Iokið, áður en ný eyja fæddist 2. jóladag 1965 fyr ir suðvestan „maddömu“ Surts ey. Sést hvar brýtur á eyjunni lega 900 fbúðir, sem eftir verða, sögöu þeir félagar. — Þá munu að ýmsu leyti gilda aðrar forsendur fyrir vali byggingaraöferða, þar sem stofn unin mun gera heildarskipulag hverfisins á sama tíma, sem húsin verða teiknuð og hönnuð. —■ Með sameiningu skipulags og teikninga gefst möguleiki á, að hafa gerð og staðsetningu húsa á svæðinu með tilliti til þess að nýta megi sem bezt kosti fjölda framleiðsluaðferða, er tiltækar eru. Þeir félagar sögðu að lokum að þeir væru mjög ánægðir með þessa þróun í byggingarmálum þjóðarinnar, sem hafi hafizt með stofnuninni. — Þáttur skipulags ins hefur alltaf verið vanmetinn í byggingariðnaðinum hérlendis, en nú hefur stórt spor verið stigið í rétta átt. V. J. hélt Nader því fram, að svo mik- ill áróður hefði verið rekinn fyr- ir öryggi í akstri og svo miklar neðarlega á myndinni, sem var tekin 4. febrúar 1966. Eyjan var aldrei vatni ausin, enda hvarf hún alls 6 sinnum af yfirborði sjávar til að stinga kollinum upp úr aftur. Eyjan var þó oftast kölluö Jólnir. — Seinast sást gos í eyjunni 10. ágúst 1966 og hvarf hún endanlega skömmu seinna. Enn má þó sjá brjóta á henni. Þegar mynd 5 er tekin hefur tvennt gerzt í Surtsey. Ágúst- gigurinn byrjaði að gjósa 19. ágúst si. sumar, en hann hefur aukið allmikið við eyjuna til suð austurs eins og sjá má, ef mynd in er borin saman við mynd 4 — Þá hófst gos í nýrri gos- sprungu um áramótin, en hraun ið úr beim gíg hefur að tölu- verðu leyti runnið til norðurs, þar sem ekkert hraun hefur áð- ur runnið, hálffyllt lónið, sem myndaðist við jarðsig í febrúar 1964 og ógnar nú skála Surts- eyjarfélagsins, sem félagið og Björgunarfélag Vestmannaeyja hafa komið sér upp með tnikl- um myndarbrag og töluverðum erfiðleikum. — V.J. kröfur gerðar til ökumanna, að mikið meiru fullkomnunar væri varla að vænta af mönnunum í umferðinni. Taldi hann aö frekar bæri að stefna að, og leggja meiri áherzlu á það, að gerð og búnaður bifreiða yrði með þeim hætti, að þær yröu hættuminni vegfarendum. Vakti hann máls á því, hve furöu fáar tilraunir væru gerðar í þá átt. Nánast eng- ar stórvægilegar breytingar, að- eins nokkrar smávægilegar svo sem eins og tilkoma öryggis- belta o. s. frv., hefðu komið fram á síðustu árum. í rauninni hefði bíllinn í þessu tilliti elckert breytzt síðustu áratugi. Sakaöi hann jafnvel í bók sinni bandaríska bílaframleiðendur um að hafa bundizt samtökum um að hafast ekkert að í þessum málum vegna þess kostnaðar, sem slik- ar tilraunir mundu óneitanlega hafa í för með sér fyrir verk- smiðjurnar. Bók Naders vakti I upphafi ekki mikla athygli, en nokkrum mánuðum seinna upplýstist, að nokkrir bílaframleiðendur hefðu látiö einkaspæjara halda uppi njósnum um einkahagi Naders. Fóru njósnir þessar fram með þeim hætti, og upplýsingamar, sem einkum var sótzt eftir, voru þannig eölis, að menn fengu illan bifur á þeim. Héldu menn jafnvel að þær væri ekki ætlunin að nota í heiðarlegum tilgangi. Það mál varð til þess að vekja svo mikla athygli á bók Naders, að skipuð var þingnefnd, sem koma skyldi á löggjöf, er gerði bflaframleiðendum skylt aö halda uppi aö einhverju leyti kostnaði viö tilraunir og rannsóknir. er miðuðu að því að betrumbæta bfla í framtíðinni. Niðurstöður þeirrar þingnefndar urðu svo ein- mitt, að slíkri löggjöf var komið á. Nader hefur nýlega lagt upp i aðra krossferð, í þetta sinn á hendur eigendum þeirra bifreiða, sem komu gallaðar frá verksmiöj um G. M. Hér er um að ræöa Ghevrolet-bifreiðar af árgerðun- um '-964 og ’65 og Cheveller með sjálfskiptingu. Verksmiðiurn ar höfðu látið aðvara alla eig- endur þeirra bíla, sem þegar höfðu verið seldir, þegar gallinn uppgötvaðist, og boðist til að taka að sér nauðsynlegar við- gerðir á þeim. Nader ákærir f fvrsta lagi. verk smiðjumar fyrir að reka slælega á eftir því, að komið sé með bif- reiðamar til viðgerðar, og I öðru lagj eigendur bílanna fyrir að trassa að fara með þær í við- gerð. Nader segir, að eigendur þess- ara bifreiða seti ekki aðeins sjálfa sig f hættu, heldur og aðra vegfarendur. Gallar þeir, sem Nader talar um, voru í sambandinu milli elds neytisfetilsins og blöndungsins. Það var þannig úr garði gert, að snjór og ís gat safnast bar á og fest inngjöfsstillinguna — General Motors hafa levst benn- an vanda, með því að koma fyrir hlffðarplötu við blöndunginn. Verksmiðjumar hafa bent á að ennþá hafi engin slys hlotizt af þessu. SKÓÚTSALA 1967 Gerið góð skókaup. — Alh góðnr og ógallaðar vðrur. — Komið og sannlærlzt 3KÖVERZLUN SKÓVERZLUNIN FRAMNESVEGI 2 Laugavegi 17 Skógræktarbréf í framhaldi af skrifum um skógræktarmál og birtingu brófa um þau mál, hefir bor- izt „hógvært“ bréf sem birt er hér með: „Hr. Þrándur í Götu. Eftir síðasta nafnlaust bréf, sem þér birtið um skógrækt, þá vil ég sem kaupandi Vísis og velunnari, mega segja við yður nokkur orð í fullri hrein- skilni. Sem blaöamaöur ættuð þér að gera yður það ljóst, að því fylgir mikil ábyrgð að stýra þætti í blaði, sem birtir aösend bréf um ýmis málefni. Slikir þættir eru hinir prýði- legustu, meðfram vegna þess, að þar geta hlédrægir menn komið skoðunum sinum á fram- færi undir dulnefnL Að minni hyggju hafið þér gert yöur beran að siíkum dóm- greindarskorti með birtingu bréfsins undir duinefninu „Nokkrir garðyrkjubændur“ þ. 5. 1. ’67. Auk þess hlakkið þér yfir skrifinu og Iýsið þar með velvilja yðar á slfku skrifi. Vður er að sjálfsögöu frjálst að hafa ákveðnar skoðanir á skógrækt. En skftkast úr laun- sátri hefur aldrei þótt drengi- Iegt á íslandi, nema slíkt sé breytt með vaxandi vinsældum James Bond. Ég vil þvi biðja yður um að birta rétt nafn yðar einu sinni, svo alþjóð megi vita, hver þér eruð. Þættist ég ekki viss um, að bak við nafnið „Nokkrir garðyrkju- bændur“ leyndust þær mann- gerðir, sem helzt vilja erja ann- arra manna garða, myndi ég skora á þá að birta sín réttu nöfn. En ég hygg, að þeir kjósi myrkrið, eins og lyddum er títt. Ef þér viljið fá fram rökleg- ar umræður um skógrækt á ís- landi, þar sem forsvarsmenn skógræktarmála setja fram sfn sjónarmið, þá hlýtur einhver fullorðinn þama á blaðinu að geta sagt yður hvers vegna eng inn maðúr með sjálfsvlrðingu leggur sig niður við að svara nafnlausum svíviröingum. Að svo mæltu, vil ég áma yður sífellds vaxtar á blaða- mennskuferli yðar En ég vænti þess, að þér hugleiðið, hver sé munurinn á sorpblaöamennsku og þess gamla spakmælis Ara fróöa, „að hafa þaö er sannara reynist". Virðingarfyllst Halldór Jónsson verkfræðingur.” Það virðist, sem skrif um skógræktarmál séu viðkvæm. sem sannást á þessu bréfi, og hygg ég, að málið sé ekki út- rætt. Ég þakka Halldóri hans sel- egga bréf til fulltingis skóg- ræktarmálunum. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.