Vísir - 09.01.1967, Side 9

Vísir - 09.01.1967, Side 9
V í SIR. Mánudagur 9. janúar 1967, ■■Bnwai , verKrræöingur og rramkvæmctastjóri 1' ramkvæmdanetndarmnar í efri hluta Breiöholtshverfis, sem stofnunin mun gera heildarskipulag á. Hinar rúm- lega 900 íbúðir, sem stofnunln undirbýr og reisir í þessum hluta Breiöholtshverfis verða á öllu þvl svæði, sem myndin sýnir, nær frá veginum til suðvesturs, niður að sprengiefnageymsluskúmum, sem er rétt fyrir ofan miðja mynd og u.þ.b. eins langt til vinstri og myndln sýnir. Aörar íbúöir, sem reistar verða í efri hluta Breiðholts verða á svæði, sem er a.m.k. helmingi stærra og er aðallega fyrir norðaustan það svæði, sem myndin sýnir. — Frá efri hluta Breiðholtshverfis er mjög fagurt útsýni yfir sundin og Reykjavik. ingar). Hafa borizt tilboð í alla þessa liði, sem eru mjög hagstæð miðaö við gangverð. Tilboða veröur innan tíðar leitað i eftirtalda liði: eldhúsinn réttingar, útihurðir, létta inn- veggi, gluggaeiningar, handrið í stiga og svalir og hitakerfi. “YTerkefni Framkvæmdanefndar Byggingaráætlunarinnar er ekki fyrst og fremst að gera til- raunir með nýjar byggingarað- ferðir, þó að ætlast sé til aö stofnunin geri það sem í hennar valdi er til að lækka byggingar- kostnað sem mest í byggingaraðferð íbúðarhús- anna í 1. áfanga áætlunarinn- ar, sem þegar hefur veriö á- kveðinn verður þó margt að teljast til nýmæla hér á landi. — Útveggir verða gerðir úr steinsteyptum einingum, sem verða fjöldaframleiddir í verk- smiðju. Verða útveggirnir ekki burðarveggir eins og áöur hefur tíðkazt hér á landi, heldur munu nokkrir innveggjanná gegna því hlutverki. — Verða buröarveggimir steyptir á staðn um, en auðveldara er að fá grind í húsin, sem þolir jarðskjálfta séu burðarveggirnir steyptir á staðnum. — Innveggi þarf ekki að einangra eins og útveggi og þess vegna heppilegra aö fjöldaframleiða útveggina ein- angraða og fullfrágengna að öllu leyti. — Ákveðið hefur verið að nota flekamót við steypun burð arveggjanna til að losna að mestu við múrhúðun, en með því að setja ekki útveggi fvrr en seinast á húsin, verður hægt að draga mótaflekana út I heilu lagi og flytja þá þannig til milli hæða, sem ekki væri Frh á bls 11. — Það kom í ljós þegar við fó<jim að vinna við undirbúning 1. áfanga, að húsformin þarna í neðri hluta Breiðholtshverfis, eins og skipulagið gerir ráð fyr- ir að þau verði, eru ekki heppi- leg með tilliti til fjöldafram- leiðslu eininga f húsin sögðu þeir félagar. — Húsin eru t. d. U-Iaga, sem veldur miklum erfið leikum í allri hönnun. — Þegar við fórum að undirbúa eining- ar í húsin kom í Ijós að erfitt var að finna einingar sem gengju upp í lengd húsanna eins og skipulagið gerir ráð fyrir, en auk þess er ekki hægt að hafa sama frágang í einingunum í hom húsanna og annars staðar. — Vegna þessa misræmis álít- um við nauðsynlegt að sami að- ilinn teikni húsin og skipuleggi hverfin, ef verulegur árangur á fjöldaframleiðslu íbúðarhúsnæð- is á að nást. Þar með er þó engan veginn sagt að kostir fjöldaframleiðslu og skipulags, sem því fylgir, muni ekki þegar koma í ljós við 1. áfanga áætl- unarinnar, sem verður tæpur þriðjungur allra íbúðanna. Það er t. d. þegar sýnt, að íbúðabyggingar í svona stórum mælikvarða bjóða upp á meiri hagkvæmni í efniskaupum, en ellegar væri hægt. Þannig er t. d. útlit fyrir allt að 50% spam að á nokkrum liðum, sem við höfum þegar fengiö tilboð í, þó að enn hafi ekki verið um þá endanlega samið. Sem dæmi um þá efnisliði, sem þegar hafa verið boðnir út má nefna eldavélar, tvö- falt gler, hreinlætistæki, blönd- unartæki, fataskápa, parket- gólf, þvottavélasamstæður, steinsteypta útveggi (ein- Starfsmenn Byggingaráætlunarinnar ræðast við um eltthvert vandamál í sambandi við fi amkvæmdimar, en þau hljóta að vera mörg þegar stærð verkefnisins er höfð í huga. — Starfsmennirnir eru frá v instri: Bjöm Ólafs, Geirharður ÞorsteSnsson og Ólafur Sigurðsson arkitektar og Björn Ólafsson verkfræðingur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.