Vísir - 09.01.1967, Síða 15

Vísir - 09.01.1967, Síða 15
VÍSIR . Mánudagur 9 janúar 1967. 75 Kvikmyndasaga eftir Henry Williams Markús Antóníus kom hoppandi jnn yfir þröskuldinn í sömu svifum og gerði virðingarveröa tilraun til að bíta herra Ford í fótinn. „Jap, jap,“ gelti hann, þegar herra Ford hratt honum frá sér. „Róleg, róleg ...“ stundi herra Ford. „Mætti ég fara fram á að annað ykkar talaði f einu?“ Charles og frú Ford létu sér það að kenningu verða Markús Antóní us hins vegar ekki og fyrir bragð- ið var hann rekinn út fyrir þrösk- uldinn aftur. „Jæja, Charles", mælti herra Ford, „hver fjandinn er það eiginlega, sem gengur hér á?“ Charles lagði frá sér gulrætum- ar og rétti úr sér með allri þeirri sjálfsvirðingu, sem honum var gef- in. „Herra minn, ég vona að aldrei verði annað um mig sagt, en ég sé séntilmaður. En ég er tilneyddur aö ræða þetta mál af fullri hrein- skilni. Þar fyrir leyfi ég mér að láta í ljL; þá skoöun mína, að þetta nýja fyrirkomulag muni ekki reyn- ast þannig, að allir aðilar telji sig mega vel við una ..“ „Andartak, Charles. Ég hélt að við hefðum ...“ mælti herra Ford. En ofsinn i rödd og látbragði hins alfullkomna þjóns jókst frem- ur en hitt, og bersýnilegt að þar varð ekki tauti við komið. „Herra Ford“, mælti hann. „Ég er ekki í minnsta vafa um að þessi ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harð'plosti: Format innréttingar bjóða upp á annaS hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skúpar meS baki. og borSplata sér- smíSuS. EldhúsiS fæst meS hljóSeinangruS - um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - ScndiS eSa komiS meS mól af cldhús- inu og viS skipulcggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hag- stætt verS. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboSum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiSsIuskilmóla og /2\—— — lækkiS byggingakostnaSinn. ICI HÚS&SKIPhf. LAUGAVIGI 11 SIMI XISIS kvenpersóna er snarbrjáluð. Það er ekki nóg að hún sé að matreiða þennan búðing — þér ættuð að vita hvað hún er að brugga í pott- inum! Grænir tómatar, brúnaðir í smjöri, þeytt egg bókstaflega synd- andi í ólívuolíu — þegar mér verð- ur hugsað til allra þeirra blóðtappa og æðakölkunar, sem manneskjan er að framleiða í þessum potti, liggur mér við aðsvifi! Og kjötið ... guð minn almáttugur — kjötið og fleskið ..“ Charles dró upp vasaklút og þerr- aði svitaperlurnar af enni sér. „Þvílík ósköp, herra minn — kjötið svamlar í sjóðandi rauðvíni. Og nú, sjáið þér — nú bætir hún rjómaosti saman við.„Hún er snar- brjáluð, manneskjan ... morðingi! Og það eruð þér, herra minn, þér, sem hún hefur einsett sér að rnyrða!" Undir skelfingarþrungnu augna- tilliti tveggja titrandi karlmanna, gerði frú Ford sér litið fyrir og mældi pela af hanusþykkum rjóma í búðinginn. Hún brosti við, sjálf- umglöð og sigri hrósandi. „Nú ætla ég að gefa þér ofboð- lítið bragð“, mælti hún ástúðlega við eiginmann sinn. Að svo mæltu deif hún sleif í búðningsblönduna og bar hana að vörum herra Fords. „í guðanna bænum, bragðið þetta ekki“, mælti Charles. „Gætið yðar herra minn ...“ En það var sama sagan og með Adam, Evu og eplið. Stanley Ford mátti ekki viðnám veita. Frú Ford gaf manni sínum — og hann át. Og þar með var hann glataður. „Ég er því ekki vanur að setja úrslitakosti, herra Ford“ tók Charles enn til máls, þegar hann hafði jafnað sig það, að hann mátti mæla, eftir að hafa orðið sjónar- vitni að upphafi hins síðara synda- falls. En hann komst ekki lengra, þrí frú Ford rak í sömu svifum upp fagnaðaróp, svo heitt og ástríðu- þrungið, að einungis getur komið úr kvenmannsbarka. Hin goðfagra húsmóðir hafði lokið við að koma búðingnum inn í ofninn. Nú rétti hún úr sér og tók af sér svuntuna, allshugar fegin því að vera laus við matreiðslu- skyldurnar nokkurt andartak. Þeg- ar hún hafði tekið af sér svuntuna,! kom í ljós heimabúningur, svo þunnur og aðskorinn og eggjandi, að jafnvel Charles gleymdi bæði sjálfsvirðingu sinni og úrslitakost- um í bili. „Tesoro ...“ æpti frú Ford og varpaði sér í faðm eiginmanni sln- um, um leið og hún kyssti hann heitt og innilega. „Herra minn“, mælti Charles, þegar hann hafði endurheimt sjálfs- virðingu sína. „Herra minn — að- stæðumar eru óvefengjanlegar. Annað hvort okkar hlýtur að fara! sína leið, ég eða þessi kvenper-’ sóna ..“ Og Charles setti upp brezka heimsveldissvipinn, niðurstöðum sínum tli áreéttingar. „Andartak, Charles“, mælti Stan-! ley Ford, þegar honum gafst naumt i ráðrúm til að smeygja orðunum á milli kossanna, sem eiginkonan lét dynja á öllu andliti hans. „Ég held að þér ýkið aðstæðumar nokkuð. Svona — svona, stilltu þig and- artak ... é’g er að tala við hana ... hevrðu, ég þarf að segja nokkur orð við hann . . .“ En frú Ford herti því meir kossahríðina. „Vilji maður líta á málin af sann- girni“, hrópaði Stanley Ford til Charlesar gegnum ástríðugnýinn, „þá er þetta fyrsti dagurinn hennar hér á heimilinu, og ekki unnt að ætlast til þess að hún sé þegar öll- um hnútum kunnug". Hann hefði eins getað talað við graníthöggmynd af brezkum fyrir- myndarþegn. „Það er öldungis óþarft að við- hafa fleiri orð, herra rninn". Brezki heimsveldissvipurinn var sem hraðfrystur. „Ég skil þetta fullkomlega. Og þar sem ég hafði að sjálfsögðu rökstutt hugboð um aö svona hlyti að fara, hef ég þeg- ar látið allar föggur mínar aftur ofan í ferðatöskumar ..." Charles snerist á hæl og gekk út úr eldhúsinu, ,hægum og virðuleg- um en mjög ákveðnum skrefum. Herra Ford elti hann tvö eða þrjú skref, en ekki heldur lengra, þar eð hann varð að bera konu sína hálfvegis og hálfvegis að draga hana. „En, Charles ... hvað ætlizt þér fyrir? Hvert ætlið þér?“ „Satt að segja, herra minn, þá hringdi herra Rawlins til mín í morgun". Stanlev Ford varð bæði hneyksl- aður og furðu lostinn. Tobey Raw- lins — gat hann lagzt svo lágt að reyna að stela þjóni náunga slns? „Hefur herra Rawlins boðið yður vinnu?“ spurði hann. „Já“, svaraði Charles ákveðið. „Og þar sem herra Rawlins er stað- ráðinn I að kvænast ekki, og þar sem hið gagnstæða á sér bersýni- lega stað hvað yður snertir, þá þótti mér sem það mundi eiga betur við mig að vera í þjónustu hans“. Charles beit sem snöggvast á vörina. „í rauninni get ég ekki sagt annaö en það, að með okkur herra Rawlins hafi tekizt ákjósanlegt samkomulag, herra minn“. Þar sem Charles hafði opnaö eldhúsdymar í hálfa gátt, notaði Markús Antoníus sér tækifærið til að skoppa inn fyrir þröskuldinn og gera aðra tilraun tli að bíta herra Ford í fótinn. Og herra Ford var í þann veginn að greiða honum vel úti látið spark — þ.e.a.s. hundkvikindinu — þeg- ar hin goðfagra og ástríðuheita frú Ford laut niður að því og tók það f faðm sér. Þá varð djúp þögn nokkra hrið. „Er .mælti frú Ford og reyndi af öllum lífs og sálar mætti að, finna ensk orð yfir hugsanir sín- ar. „Er ... bless, Charles ... já?“, „Hvað?“ „Hann fara . . nei?“ WE ARE NOT QUITTING/... WE KNOW THIS fAAOMAU IS AFTER GOLD... AND UNTIL JANE LEADS HIM TO OPAR., SHE WILL BE SPARED/... SO WE GET , THEKE F/PST/ v JoiJ CSjWpO „Það er alltaf betra að þekkja óvin sinn, Muviro. Nú getum viö ráóist til atlögu við hann. „En hann er heilum degi á undan okkur. Tarzan. Þá skulum við hætta að elta hann" „Hvað? Við hættum ekki fyrir fullt og allt. Viö vitum, að þessi brjálæðingur sæk- ist eftir gulli og þangað til Jane hefur fylgt honum til Opar mun henni verða þyrmt. Svo við förum þangað beinustu leið.“ „Hann fara ... já“, svrraði Stan- ley Ford dapurlega. Frú Ford hóf enn átök við ensku sína, og harðari jafnvel en fyrr. „Ekki kvíða, ástin min. Ég gera fyrir þig allt ... hann geta ... og svo mikið ... mikið ... meira“. Eiginmaður hennar svaraði ekki Hún gekk við hlið hans út úr eld húsinu og inn ganginn. Þegar þau komu að bamum, opnaði hann kæliskápinn en þar var ekkert kokkteilglas sjáanlegt. Stanley Ford náði i gin og vermouth og tók sjálfur að blanda sér drykk. „Ástin mín , elskan mín“, hvísl aði frú Ford og hafði ekki af hon- um augun. „Ef einhvern tíma kem ur að því, að við þörfnumst að- stoðar, ástin mín, þá get ég -eðið móður mína að koma til okkar Stórmyndarleg kona, og jafnvel betri matreiðslukona en ég“. Til allrar hamingju fvrir þá vit- glóm, sem herra Ford hélt þó enn, skildi hann ekki hvað hún sagð' umfram elskan og ástin. En hann skildi það, sem konan hans tók Þegar hún þreif af honum kokk- teilglasið og hellti úr þvf I hand- laugina. „Engan kokkteiI“, sagði hún á furðu óbjagaðri ensku. „Engan kokkteil ...“ endurtók hann og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En nú þraut enskukunnátta eigin konunnar gersamlega. Hún hafði lært þessi tvö orð af Ednu, þegar þær gengu í verzlanimar, og hún lagði hinni ungu, ítölsku stúlku lífs- reglumar varðandi nauðsynlega framkomu eiginkvenna við banda- rlska eiginmenn vfirleitt. Og nú tók hún til við ítölskuna. „Edna sagði mér aö fara svona að og segja þessi orð“, mælti hún hrein- skilnislega. „Hvaða gagn eða gam- an væri líka að því að matreiða handa þér ljúffengasta kvöldverð. til þess að sýna þér hve ákaft ég elska þig, ef þú ert of dmkkinn til að finna bragð af honum?“ „Engan kokkteil?“ endurtók herra Ford, eins og bam, sem svipt hefur verið leikfangi sínu. Frú Ford tók ástúðlega um arm honum og leiddi hann með sér frá bamum. „Komdu, ástin mín,“ sagðí hún á sínu móðurmáli. „Við skul- um sitjast a ðborðum. Búðingurinn hlýtur að vera fullbakaöur .. ÞVOTrASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT SIMI 38123 OPIÐ 8-22,30 SUNNUD.:9-22,30 SPflRlfi TÍMfl ^ETDC FYRIRHOFN fJ==3B/lA.l£/GAM IM/L/lffÆP RAUDARARSTlG 31 SlMl' 22022

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.