Vísir - 02.02.1967, Side 12

Vísir - 02.02.1967, Side 12
12 V í SIR , Fimmtudagur 2. febrúar 1967. Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler Ég gerði afrit af kvæðinu og lof aði s'kólabræðrum mínum að lesa það, en því næst datt mér f hug það gróðabragð að leyfa þeim að afrita það, en tók fjögur pens fyrir. Ég hafði grætt á þessu álitlega fúlgu, þegar það gerðist að dreng- ur einn úr fjórða bekk gleymdi af- ritinu í vasanum á treyju sinni, svo móðir hans komst yfir það. Maður hennar skrifaði skólastjóranum óö- ara kæru. skólastjórinn yfirheyrði piltana, hvern fyrir sig, til þess að komast að raun um hver ætti upp- hafið að þessum ósóma, og loks bár ust öll bönd aö mér.rÉg sagði sem satt var, að ég hefði komizt yfir kvæðið hjá skólabróður mínum, sem lokið hefði námi fyrir ári. Skólastjórinn gat að sjálfsögðu ekki komið neinni refsingu fram við hann, og hræddur er ég um, að hann hafi ekki trúað mér, þótt hann gæti ekki sannað á mig að ég segði ósatt. Hann baröi blý- ant sínum án afláts í kennaraborð- ið og tautaði „andstyggilegur viö- bjóöur,“ hvað eftir annað. Hann var eldrauður í framan, rétt eins og hann blygðaðist sín sjálfur fyrir þær hugsanir, sem kveðskapurinm vakti með honum, ég man að ég var far- inn að spyrja sjálfan mig, hvort verið gæti að hann ætti við eitt- hvert óeöli að stríða. Loks tilkynnti hann, að þar sem þetta væri síð- asti veturinn minn í skólanum, þá ræki hann mig ekki, en hann fyrir- byði mér stranglega að hafa nokk- uð við yngri nemenduma saman að sælda, það sem eftir væri náms- tímans. Ekki lét hann mig fá að kenna á spanskreyrnum, ekki skrif aði hann heldur stofnuninni, sem kostaði mig til náms í skólanum og varð ég hvoru tveggja harla feginn En engu að síður hafði þetta djúp- læg áhrif á mig, og ég geri ráð fyr ir, að það hafi í rauninni verið or- sök þess, að ég hlaut mjög lága einkunn í stærðfræði við Jokapróf í skólanum. Nú var það talin metnaðarsök, þama að standa sig ekki sem bezt í stærðfræði. Annars gat maður, að því er virtist ekki fengið virðingarstöðu í banka eða hjá vátryggingarfólögum. Ég ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSplasti: Format innréttingar bjóSa upp á annaS hundraS tcgundir skópa og litaúr- val. Allir skópar meS baki og borSplata sér- smíðuS. EldhúsiS fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið cða komið mcð mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ötrúlega hag- stætt veið. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmúla og lækkið byggingakostnaðinn. HÚS&SKIPJhf. UVMVHI tf * SIMI tllll kærði mig ekkert um að starfa í banka eða hjá vátryggingarfélagi — nú var hr. Hafiz dauður og móðir mín viidi að ég kæmi til sín aft- ur og kynnti mér gistihúsarekstur — en engu að síður tók ég mér hina lágu stærðfræðieinkunn harla nærri. Ég geri að minnsta kosti ráö fyrir, að það hefði orðið allt annað, ef skólastjórinn hefði tekið á málinu af meiri skilningi og víð- sýni, en ekki komið inn hjá mér því að ég hefði gerzt sekur um eitthvað glæpsamlegt athæfi. Ég var tilfinn inganæmur piltur, og mér þótti sem skólinn hefði niðurlægt mig á viss an hátt. Fyrir bragðið sótti ég aldrei um inritöku í Samband gamalla Cor amnemenda. Nú get ég að sjálfsögðu brosað að þessu öllu saman, þegar mér verður litið um öxl. Ég segi ein- ungis frá þessu til að vekja athygli á því hve menn £ ábyrgðarstöð- um — skólastjórar og lögreglu menn svo dæmi sé nefnt — geta hæglega va'ldið öðrum verulegri ó- gæfu einfaldlega fyrir skort á skiln ingi og hæfni til að setja sig í þeirra spor, líta á málin frá þeirra sjón- armiða., . Hvemig átti ég að geta vitað hvers konar maður þessi. Harper var? Eins og ég hef áður skýrj; frá, átti ég það eitt erindi út á .flugv.öll- inn £ Aþenu, að verða mér úti um hagkvæm viðskipti. Ég kom auga á þennan mann, þegar hann kom út frá tolleftirlitsmönnunum, og veitti því athygli, að hann stakk farmið- anum £ veski, sem bar einkennis- merki bandarisku hraðlestanna. Ég stakk tveim drökmum að einum af burðarkörlunum, til þess að hann kæmist aö nafni mannsins fyrir mig hjá tollþjónunum. Þv£ næst fékk ég hlaðfreyjuna til aö afhenda honum nafnspjald mitt, en á það hafði ég skrifað: „Bill hr. Harpers bfður fyrir utan;“ , ; Þetta var brella, sem ég hafði margsinnis beitt, = og svo að' -segja alltaf með tilætluðum árangri. Fæst ir Bandarfkjamenn eða Bretar tala grísku sérlega leikandi, og þegar. þeir hafa losnað úr klóm tolleftir-: litsins á flugvellinum og olnbogað j sig gegnum þröng aðgangsharðra j burðarkarla með farangur sinn, eru i þeir orðnir svo aðframkomnir, að| þeir verða ekki öðru fegnari, en að; komast i samband við einhvem,! sem talar og skilur mál þeirra og í getur bjargað þeim frá að verða; rúnir inn að skyrtunni. Og þennan í dag var ákaflega heitt i veðri og j mollulegt. I Þegar hann kom fram fyrir, vék! ég mér að honum. „Þessa leið, hr. Harper." Hann nam staðar og virti mig fyrir sér. Ég brosti vingjamjega, en hann brosti ekki á móti. „Andartak," mælti hann. „Ég hef ekkgbeðið um neinn bfl;“ Ég lézt verða undrandi. „Banda- ríska ferðaskrifstofan sendi mig til móts við yöur, herra minn,“ svar- aði ég. „Mér var sagt að þér þyrft- uð á enskumælandi bflstjóra að halda...“ Hann starði á mig. Yppti siðan öxlum. „Þá það. Ég hef fengið her- bergi á Hótel Grande Bretagne." | „Allt í lagi, herra minn. Er þetta allur farangur yðar?“ Þegar við vorum komnir út á veginn, sem liggur með ströndinni! til Glyfada, tók hann að spyrja. Var ég brezkúr? Venju samkvæmt kom ég mér hjá að svara þeirri spurningu beinlínis. Átti ég bílinn? | Það vilja þeir alltaf fá að vita. Það vill svo tií að ég á bílinn, eri við þeirri spumingu hef ég alltaf tvenns konar svör á reiðum hönd- um. Bíilinn er Plymouth, af ár- gerð 1954. Ef ég ek Bandarikja- manni, fer ég að gorta af því hvað mörg þúsund mílur ég sé búinn að j áka bílnum, ■ án þess að minnstu bilunar hefði orðið vart. Sé farþeg- inn brezkur, bít ég á; vörina, og kveðst staðráðinn í að selja bíiinn sundurtekinn sem varahluti, strax þega-r ég hafi efni á því að kaupa mér Austin Princess, notaðan Rolls Royce eða einhvern annan.bíl, sem maður megi treysta £ staðinn fyrir þet-ta jámarúsl. Hvers vegna skyldi maöur ekki tala við viðskiptavin- ina eins og þeir kjósa helzt? Þessi Harper virtist ósköp venju legur viðskiptavinur þegar til kom. Hann hlustaði á mál mitt og við og við ramdi í honurn. Þegar maður verður-þess .var, að þeim finnst nóg komið- af svo góðu, er þaö nokkum veginn öruggt merld þess að allt verði í lagi. Þá er um að gera að þagna,- Hann spurði ekki hvemig á því stæði að ég héldi mig í Grikk landi, en þaö gera þeir þó flestir. Ég hugsaði sem svo, að harm mundi spyrja þess fyrr eða siðar, það er að segja, ef um „síðar“ yrði að ræða. Því varð ég að komast að. „Komið þér ti‘1 Aþenu í verzlun- arerindum, herra minn?“ „Þaö er ekki óhugsandi." Raddblærinn jafngilti því, sem hann segði mér að vera ekki að skipta mér af því sem mér kæmi ekkt við; En ég lét sem ég tæki ekkiveftimþví. —• '■ ,‘,Ég spýr vegtía þess, herra minn,“ hélt égáfram, „aðmérmundi vera það ánægja að vera til taks, ef þér kynhuð aö þurfa á bíl og bílstjóra að halda, á meðan þér dveljizt héma.“ „Já?“ Undirtektimar voru ekki beinlín- is örvandi, en ég skýrði honum engu að síður frá því hvað ég tæki fyrir daginn og hvaða staði væri merkilegast að skoða — Delhi, og allt það. „Ég ætla að hugleiða það,“ svar aði hann. „Hvaö heitið þér?“ I Ég rétti honum nafnspjald mittj yfir öxl mér, og veitti honum at-j hygli í speglinum meðan hann las á þaö. Síöan stakk hann því á sig. „Eruö þér kvæntur, Arthur?“ Spurningin kom mér á óvart. Það er mfög óvenjulegt, að slíkir far- þegar spyrji nokkurs um einkalíf manns. Ég sagði honum um fyrri konu mína, hún hefði beöiö bana í sprengjuárás í átökunum um Suez- skuröinn 1956. En ég minntist ebk- ert á Nicki. Veit ekki hvers vegna kannski af þvi að mig langaði ekk- ert að hugsa um hana sérstaklega þá stundina. „Þér kváðuzt vera brezkur, var ekki svo?“ spurði hann enn. „Faöir minn var brezkur, herra minn, og ég hlaut menntun mína í brezkum skóla,“ svaraði ég og lézt annars hugar. Mér er lítið um þess háttar yfirheyrslur. En ha—i var ekki á því að láta mig slá sia af laginu. „Hverrar þjóðar eruð þér bá?“ „Ég hef egifzkt vegabréf,“ svar- aði ég. Það var satt, en kom hon- um ekkert við. „Var konan yðar egifzk?“ „Nei, hún var frönsk." „Áttuð þið engin böirn?“ „Því miður ekki, herra minn,“ og rödd mín var orðin kuldaleg. „Ég skil...“ Hann hallaði sér aftur á bak í sætinu, og mér fannst sem hann hefði allt í einu þurrkað mig alger- lega út úr hugsun sinni og vitund. Mér varð hugsaö um Annettu og hvað það væri komið upp í vana hjá mér að segja, að hún heföi beð- ið bana í sprengjuárás. Þaö lá viö að ég væri farinn að leggja trúnað á það sjálfur. Þegar .ég staðnæmd ist vegna götuvitanna við Omonias torg, spurði ég sjálfan mig hvaö orðið mundi um hana nú, og hvort þeim glæsilega heimsmanni, sem hún tók fram yfir mig, hefði nokk um tíma tekizt að uppfylla þá ósk hennar að geta bam við hana. Ég er ekki þanmg gerður, að ég taki nöldur nærri mér, en ekki gat ég aö mér gert að vona, að hún hefði feng ið að komast að raun um, að bam- leysi okkar hefði verið henni sjálfri að kenna. Loks stöövaöi ég bílinn úti fyrir Hótel Grand Bretagne. Vikakarl- amir báru inn farangurinn, en Harp er sneri sér að mér. „Jæja, Arthur,“ sagði hann, „þá er þetta umsamið. Ég geri ráð fyr- ir að verða héma þrjá. til fjóra daga.“ Þetta kom mér gleðilega á övart. „Þakka yður fyrir, faerra mmp. Haf ið þér hug á að fara til Deíhi á morgun. Um helgar fyllist þar allt af ferðamönnum." „Við getum rætt um það seinna" svaraði hann. Hann virti mig fyrir sér nokkurt andartak og sVo vott- aði fyrir brosi um varimar. „Ég væri til að skreppa út í kvöld og skoða borgina. Ég þykist vita að þér séuð þar öQu kunnugur." Ég þóttist viss um að hann væri einungis að þreifa fyrir sér. Brosti því ekki um of áberandi, þegar ég svaraði: „Aö sjálfsögðu er það, herra minn.“ „Ég bjóst við því. Komið hingað klukkan níu. Er það í lagi?“ „Klukkan niu, herra minn. Ég bið stúlkuna við skiptiborðið að hringja upp í herbergið til yöar, þegar ég kem...“ Simi 13645 f A IS l A I ..TO TME POSTFNG SEMTRIES ATOP THE MINARBTS... ÍHt CíiMte ... FROM THE STRANGE ACT OF JAILING THE WAZiRlS-. In THE ANCIENT CITY OF OPAR, PREPARATIONS ARE MAÐE FOR THE ARRIVAL OF THE PESPO/LERS ' 1 hinni fornu borg, Opar, er hafinn undir- búnlngur fyrir komu óvinanna. Wazirimenn fangelsaöir fil aö blekkja Krona ... og varörpenn settir , upp í tum- spírumar tH aö fylgjast með feröum óvín- K®] ®Tj URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JÓNSSON SKOLAVORÐUSIÍG 6 - SÍMI: 18588 4 ----—’BJJAlFISAfif FYRiBHÖFN rvw'^ • A/rv' f ’Þ“rr9íA-t*,rrVW-.. RAOÐARÁRSTÍG 31 SflBH' 22022

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.