Vísir - 02.02.1967, Síða 16
Fimmtudagur 2. febrúar 1967.
11 tonn í róðri
Á þriðjudagirm leit út sem eitt-
hvað væri að lifna yfir vertíð-
inni. Línubátar frá Faxaflóahöfn-
um fengu óvenju góðan afla. Kefla-
víkurbátar, sem róa með línu voru
með þetta upp í 11 tonn. 5 bátar
eru byrjaðir netaveiðar frá Grinda-
vík og voru þeir með yfir tíu tonn
á þriðjudaginn. — Aflinn var aftur
á móti minni í gær. —
Vertíðarbátar eru nú víðast hvar
að búa sig til netaveiða og eru
nokkrir þegar byrjaðir hér syðra.
Breiðafjarðarbátar eru einnig
nokkrir byrjaðir netaveiðar, þeir
fyrstu lögðu net sfn þar fyrir um
viku og hefur netavértið aldrei
byrjað jafn snemma
KYNNA FRJÁLSARIFORM ÍJASSI
Nokkrir hljóðfæraleikarar
hafa tekið sig saman og stofnað
nýjan jassklúbb í Reykjavík og
hyggjast hafa jasskvöld fram-
vegis á þriöjudögum viku
hverja, í Silfurtungiinu. — Það
er Guðmundur Ingólfsson sem
aðallega stendur fyrir þessum
nýja klúbbi og ræddi frétta-
maður Vfsis lítillega við hann
og félaga hans, eftir fyrsta
jasskvöld þeirra á þriðjudaginn.
— Það hafa margir spurt um
þetta síðan það lagðist niöur
niður frá (í Tjarnarbúð). Ég
held ekki, ég veit, að hér er
dágóður hópur jassunnenda,
sagði Guðmundur og það virðist
fremur vanta jassmúsik en hitt.
— Eitthvað nýtt á prjónun-
um?
— Við höfum hugsað okkur
að kynna hér, það sem kallað
er „freeform". Það er eins kon-
ar abstraksjón í músík, algjört
frjálsræði í improvisasjón.
— Ætliö þið að reyna að fá
erlend númer hingaö?
— Við erum nú ekki farnir
aö hugsa út fyrir landsteinana
ennþá, en við munum reyna að
ná í kunna jassleikara, sem eiga
leið hér um, ef nokkur kostur
er. — Við höfum fengið svo
marga þekkta krafta á undan-
fömum árum, að það er eigin-
lega synd að missa niður þráð-
inn, en fyrsta skilyrði fyrir því
aö þeir komi, er að hér sé eitt-
hvað iökaður jass, eitthvert
„lokal“ fyrir reglubundin jass-
kvöld.
— Fyrst um sinn veröa þessir
sömu hljóðfæraleikarar að
mesiu eða minnsta kosti sama
hljóðfæraskipan, nema hvað
breytt verður til með sólóista.
— Fyrsta kvöld hvers mánaöar
verður opið til klukkan eitt,
annars til kl. 11.30. — Það tek-
ur fólk nokkurn tíma að átta
sig á því að hér sé eitthvað á
ferðinni, — en við erum bjart-
sýnir á þetta.
Frumvarpið um jurðeignu-
sjóí komiB frum
í gær var lagt fram fyrir Alþingi
frumvarp til laga um stofnun Jarö-
eignasjóðs ríkisins, en hinn 29.
sept. ’66 skipaði landbúnaöarráö-
herra 5 manna nefnd til að endur-
skoða frumdrög aö frumvarpi
þessu, sem samin höfðu verið að
tilhlutan Ingólfs Jónssonar, land-
búnaðarráðherra.
Tilgangurinn með löggjöf þessari
er sá, að stofnaöur verði Jarð-
eignasjóður ríkisins, sem hafi það
hlutverk að kaupa jarðir af bænd-
um, sem vilja hætta að búa, en
geta ekki selt jarði'r sínar á frjáls-
um markaði. Enn fremur á sjóður
inn að ráðstafa þeim jörðum, sem
hann festir kaup á, á sem hag-
kvæmastan hátt fyrir sveitarfélög-
in, sem jarðirnar eru í, og þjóðar-
heildina. Jarðir þær, sem með þess
um hætti er ætlað að fella úr ábúð,
eru jarðir sem þessar: 1) Jarðir,
sem ekki seljast með eðlilegum
hætti, en eigendur verða að hætta
búskap vegna aldurs eða van-
heilsu. 2) Jaröir, sem hafa óhag-
stæð búskaparskilyrði. 3) Jarðir,
sem ekki njóta framlaga og lána,
sem veitt eru til umbóta á lögbýl-
um, sbr. 4. kafla jarðræktarlaga
nr. 22/1965. 4) Jarðir, sem afskekkt
ar eru og liggja illa við samgöng-
um. Auk þessara sem upp hafa
verið taldar, jarðir, sem hlunnindi
fylgja og líkur eru til að verði ekki
nýttar til búrekstrar, en hafa sér-
stakt notagildi fyrir sveitarfélag
eða ríki. Kaupverð jarða, sem
Jarðeignasjóöur festir kaup á, en
ekki seljast með eðlilegum hætti,
skal vera matsverð þriggja manna
Framh. á bls 10
Hljómsveit jassklúbbsins: Guöm. Ingólfsson, píanó, Kristinn Svavarsson,
tenor-saxóf., Aðalsteinn Brynjúlfss., bassi, Erlendur Svavarss., trommur.
Færeyska landsstjórnin talin
hiynnt umsókn Flugfélags Islands
Færeyska landsstjórnin er talin | Er þetta haft eftir færeyska blað
mjög hlynnt bví að Flugfélag ís-j inu Tingakrossu, sem er handgeng
lands fái lendingarleyfi á Færeyj-
um tvo daga vikulega, eins og FÍ
hefur óskaö eftir.
iö landsstjórninni. ,Faroe Alrways'
hefur einnig sótt um lendingaleyfi
og mun landsstjóm Færeyja telja
eðlilegt að umsókn þess verði einn-
ig samþykkt. Mun það vera álit
hennar að ekki sé ástæöa til að
I leggja hömlur á samkepnni þess-
ara tveggja flugfélaga, enda mun
hún vera mjög andvíg því aö Flug-
félagi i Jands veröi bolaö út úr
Færeyjaflugi.
Það var Flugfélag íslands, sem
hóf Færeyiaflug að undirlagi Fær-
eyinga árið 1962. Síðan tóku smá-
flugfélög að sækja inn í Færeyja-
flug, en hættu því fljótlega. Flug-
félag íslands hefur hingað til flog-
Valtýr Bjamason yfirlæknir tekur blóð af Geir Hallgrímssyni borgarstjóra í fundarherbergi borgar-
ráös, en borgarstjórinn varö fyrstur til að gefa blóð til Blóðbankans eftSr að blóðsöfnunarbíll RKÍ
var tekinn i notkun í gær.
Bjurgií lífí
— Ráðamenn Reykjav'ikur fyrstir til oð gefa blóð i söfnunarherferð
Blóðbankans og Rauða kross Islands. Blóðsófnunarbill tekinn i notkun i gær
Árleg útbreiðsluvika Rauða
kross íslands hófst i gær, en að
þessu sinni er vikan helguð
blóðsöfnun. „Bjargið IfFi — gef-
ið blóð“ eru einkurmarorð v!k-
unnar. Blóðsöfnunarbíll RKI var
tekinn opinberlega í notkun, en
fyrstur til að gefa blóð var borg-
arstjórinn í Reykjavík, Geir
Hallgrímsson, borgarráð, borg-
arritari og þeir þrír aðilar, sem
oftast hafa gefið blóð síðan Blóð
banldnn var stofnaður 1953.
Blóðbankinn tók nýja skil-
Framh. á bls 10
ið einu sinni í viku á Fokker
Friendship flugleiðina island, Fær-
eyjar, Glasgow — Færeyjar, ís-
land. Nú hefur Flugfélagiö óskað
eftir að fá að lenda tvo daga í viku
á Færeyjum. Búizt er við því að '
flugfarþegum til Færeyja geti
fjölgað mjög í sumar, ef til vill
allt að 13 þúsundum í samanburði
viö 7 þúsund á sl. ári.
Flugfélag I'slands mun fyrir sitt
leyti ekkert hafa á móti því að
fljúga til Færeyja þótt annað flug-
félag fái einnig sömu réttindi.
Færeyingar telia danska aðila yf-
irleitt hafa verið mjög áhugalitla
um flugsamgöngur við Færeyjar.
Lokaákvörðun verður tekin af
dönskum yfirvöldum.
Iðnaðarmannafélagið í
Reykjavík 100 ára á morgun
Á morgun eru liðin 100 ár frá
stofnun Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík. Afmælisins hefur þeg-
ar verið minnzt með sýningu, sem
stendur yfir í Iðnskólanum, en af-
mælisfagnaðurinn verður annað
kvöld að Hótel Sögu.
Stjóm Iðnaðarmannafélagsins
mun á morgun ganga á fund borgar
Framh. á bls 10
Danir leggja til að Færeyingar
fái fulltrúa i Norðurlandaráð
Forsetar Norðurlandaráös koma
saman til íundar £ Osló á morgun
og verður þá tekin fyrir stjórnar-
tillaga frá Dönum um að Færey-
ingar fá; fulltrúa i Norðurlandaráð.
í dönsku tillögunni er gert ráð
fyrir að færeyska lögþingiö kjósi
tvo fulltrúa og landsstjórnin tvo
fulltrúa til setu í Norðurlandaráði
meö sömu réttindum og fulltrúar
annarra landa hafa.
Gert er ráð fyrir að löggjafar-
þing þeirra landa, sem aöild eiga
nú að Norðurlandaráöi, taki inn-
göngu Færeyja til meðferðar að
ósk forsetafundarins. Vegna inn-
göngu Færeyinga þarf að gera
breytingar á reglum um Norður-
landaráð og veröa löggjafarþingin
að samþykkja þær hvert í sínu lagi
Efnahagsmálanefnd Norðurlanda
ráðs er að liúka fundum sinum i
Helsingfors, en þar hefur hún m.a
verið að ræða afstöðu Norðurland
a/.na 1 Kennedyviðræðunum í Gen'
Menntamálanefnd Norðurlanda
ráös kemur saman 5.-6. febrúai
nk., félagsmálanefnd og samgöngu
málanefnd hafa nýlokið fundum
en laganefnd kemur saman 8.-9
þ. m.
Noröurlandaráö kemur saman 1.
apríl í Finnlandi.