Vísir - 18.02.1967, Page 7
Eins og aðrir Reykjavíkurklerkar er sr. Þorsteinn Bjömsson einn af kunnustu kcnnimönnum kirkj-
unnar. Hann er fæcldur 1. júlí 1909 í Garöl suðr, stúdent 1931, cand. theol. 1936. Sama ár vígðist
hann aðstoðarprestur til sr. Sveins Guðmundsso nar í Ámesi, fékk síðan það brauð og hélt til
1942, að hann fhittist tH Þingeyrar, þar sem hann var í 8 ár er Fríkirkjumenn kölluðu hann til
Reykjavíkur árið 1950. — Kona sr. Þorsteins er Sigurrós Torfadóttir frá Norðurfirði á Ströndum.
Sr. Þorsteinn skrifar hugvekju klrkjusíðunnar í dag. Efni hennar er umburðarlyndið.
Blæja kærleikans
Þrisvar hafði ég hlustað á ræðu hjá honum (sr. Matthíási), í
fyrsta sinni, er hanr. talaði í „sjómannaklúbbnum", sem kallaður
var í Glasgow. Þá mun ég hafa verið ellefu ára eða þar um bil.
Það var á gamlárskvöld. Mér þótti ræðan skemmtileg og syfjaði
ekkert meðan hann flutti hana, en ekkert man ég úr henni nema
inngangsorðið, sem var: „Þaö er framorðiö". I annað sinni hlust-
aði ég á hann páskadagsmorgun snemma. Hefur það líklega verið
þegar verið var að gera við dómkirkjuna, því hann talaði upp í
iíkhúsinu, gluggarnir stóöu opnir eða voru teknir úr, inni var
troöfullt og úti stóð fólkið eða sat á næstu leiðunum. Ekkert
man ég úr þessari ræðu heldur, nema orðin, sem hann prédikaði
yfir og endurtök við hvern kafla: „Hver mun velta fyrir oss stein-
inum frá grafarmunnanum?" En allt hreif þetta mig eins og skýin,
sem sigla eftir loftinu, fjölbreytt að lit og lögun. Þriðja sinni
heyrði ég hann halda líkræðu eftir drykkjumann á heimili móður
hans, gamallar og mæddrar. Úr þeirri ræðu festu þessi orð sig
í huga mínum: „Og nú kveöur hann þig, ástríka móðir, í hinzta
sinni og biður þig að breiða blæju kærleikans yfir bresti sína“.
Þetta eru þær einu ræður, sem ég heyröi hér heima í æsku, sem
ég minnist að nokkru, enda fór ég sama se m aldrei í kirkju,
eftir aö ég fór að ráða mér sjálf, nema á jólakvöld og fyrsta
páskadag, þá var eins og hjarnið og heiðríkjan, vorbjarminn og
eilífðarþráin kölluðu á mig, þegar klukkurnar hringdu til tíða.
Ólafía Jóhannsdóttir.
Ekki er Dottinn seinn á
sér með fyrirheitið, þótt
sumir áiíti það seinlæti
heldur er hann langlyndur
við yður, þar eð hann vill
ekki að neinn glatist heldur
að allir komist til iðrunar.
2. Pét, 3.9.
í frumkristni héldu menn, aö
skammt væri að bíða heimsslita.
En þau drógust. Svo er enn.
Ástæðan er ekki seinlæti Drott-
ins heldur langlvndi. Um þetta
segir Páll: Hér er um að ræða
ríkdóm gæzku Guðs og um-
burðarlyndis og langlyndis (Róm.
2.4). Hér er átt við, aö umburða-
lyndið leiði mennina fyrr eða
síðar til iörunar.
Kristnir menn hafa ekki fengiö
orö fyrir að vera umburðarlyndir
gagnvart öðrum trúarbrögðum
eða sín á milli ef þá greinir á
um trúaratriði. En kirkja og
kristindómur er ekki það sgma,
enda eru kirkjudeildirnar maígar
og ólíkar, t. d. er taliö að í
Bandaríkjunum einum skiptist
mótmælendakirkjan ein í 140
deildir. Ekki geta ágreiningsat-
riðin öll verig stórvægileg. Samt
taka menn það óstinnt upp, þeg-
ar $agt er að þessi eöa hinn á-
greiningurinn skipti ekki máli og
því gætu menn verið í einni og
sömu kirkjunni. En þótt þessi
klofningur veiki áhrif kirkjunnar,
kemur ekki til mála að beita hér
þvingun eða valdboði. — —
Sama gildi um skoðanafrelsið.
Frjáls skoðanamyndun er undir-
staða menningar. Við íslendingar
búum við bæði trú- og skoðana-
frelsi í eins ríkum mæli og hægt
er að tryggja stjprnarfarslega.
Hér ríkir líka umburöarlyndi i
trúmálum — en öllu síöur í
stjórnmálum. í þeim efnum virð-
ast margir „trúmenn miklir"
haldnir heitri, jafnvel ofsafeng-
inni sannfæringu. — En hver sem
ágreiningurinn er, þá er það illt
verk að fá aðra til að játast undir
vissar reglur með meirihlutavaldi
eða öðrum þvingunarráðstöfun-
um. Ef ekki er unnt að sannfæra
menn með rökum, verður við
það að sitja. Því er það sannfær-
ing kristinna manná, að naumast
sé unnt að lifa þolanlega saman
í þjóðfélagi án umburöarlyndis.
Eins og maöur verður að sætta
sig við að útlit manna er ólíkt,
þannig verður maður einnig að
þola ólíkar hugmyndir þeirra,
trú og skoðanir, þótt þaö sé ó-
neitanlega talsvert erfiðara.
Merkur forsvarsmaður frjálsrar
hugsunar og umburðarlyndis
sagði einhverju sinni á þessa
leið: Við verðum að koma okkur
saman um að vera ósammála
með fullri virðingu hver fyrir
öðrum og kurteisi. Annar kvað
hafa sagt viö andstæðing sinn:
Þótt skoðanir þínar séu mér
einkar ógeðfelldar, mun ég berj-
ast fyrir því af öllum mætti að
þú megir hafa þær.
Umburðarlyndi er viss tegund
hugarfars, skilgreint á þann hátt,
að það sé jafnvægi hugsunar og
skapsmuna. Umburðarlyndur
maður hefur til að bera bæði
sjálfstjórn og heilshugar trú,
sjálfstæða skoöun. Umburðar-
lyndi er hvorki tómlæti um
sannindi né undansláttur. Hirðu-
laus maður um trú og skoðun
þarf ekki aö vera umburðalynd-
ur. Hér er ekki um að ræða hlut-
leysi gagnvart réttu og röngu,
illu og góðu. Slíkt heitir kærir
leysi en ekki umburðarlvndi
Umburðarlyndur maður hefur
gert sér grein fyrri hlutunum,
myndaö sér skoðun. öölast per-
sónulega' trú. En gegn öðrum
mönnum vill hann ekki beita
þvingun heldur þeim rökum sem
í málstaðnum sjálfum felast.
Þetta byggist á þeirri vissu, að
ef hann sjálfur reynist staðfast-
ur þá muni gildi og kraftur þess
sanna hrósa sigri. Sálfræðilega
séð mun það rétt vera, að hinn
kreddufasti sé öryggislaus og
vantrevsti sínum málstað. Hann
er hræddur um aö hann fái ekki
staðizt nema hann sé sýknt og
héilagt að berja það inn í aöra,
fá þá til að fallast á sitt mál,
veröa sínir samherjar. Vitur
maður hefur sagt: Umburðarlyndi
er samruni mannkærleika og
elsku á sannleikanum. — Að
elska sannleikann einan getur
leitt til grimmdarverka og
þeirra ægilegra eins og sagan ber
vitni um. Og mannkærleikur
einn saman getur á stundum
endað i tómri tilfinningasemi, ef
£ hann vantar þá dáð, sem sann-
leiksástin krefst, Því aö þar læt-
ur réttlætið til sín heyra. Aftur
á móti — þar sem þetta kemur
saman í eitt, þar höfum við hið
sanna umburöarlyndi.
„Talið sannleikann í kærleika".
Þessi orð postulans hafa að
geyma hinn rétta anda — já
heilaga anda. Því aö ef okkur á
að auðnast að vinna menn til
fylgis við þann málstað, sem viö
trúum að sé hinn rétti og sanni
verður það að gerast með vinar-
þeli ekik síöur en vísdómsorð-
um, meg góðum vilja ekki síöur
en réttum rökum. En þetta getur
því aðeins orðið aö við látum
ekki skoðanamun og trúar-
ágreining leiða til óvináttu og
fjandskapar, en virðum rétt og
persónu mancsins, leiðréttum
hann ef oss burfa þykir og boð-
um honum það sem við trúum
að sé til sáluhjálpar af vinar-
þeli ekk: síður en vísdómsorð-
um mönnurn sæmir — fylgjendum
kærleiks- og friöarhöfðingjans
Jesú Krists.
Það er nóg
Það er nóg — segir Páll postuli
í 18. v. í 1. kap. Filippibréfsins.
Hvað var honum nóg, þessum
eldheita áhugamanni, sem Iagöi
sig allan fram og lét einskis ó-
freistað til að breiða kristindóm-
inn út meðal mannanna, ná til
sem allra flestra meö það fagn-
aðarerindi, sem er kraftur Guðs
til hjálpræöis hverjum þeim, sem
trúir?
„Það er nóg“, segir Páll, „aö
Kristur er boðaöur á allan hátt“.
Allt annað eru aukaatriði. Ekkert
má skyggja á eða vera tekið fram
yfir þetta eina, sem skiptir öllu
máli fyrir mennina: að komast
til þekkingar á þeim sannleika,
að Jesús Kristur, guðssonurinn,
er í heiminn kominn til að frelsa
mennina frá syndum þeirra,
opna þeim leiðina inn á hjálp-
ræðisveginn.
Að þessu þurfum við, kristnir
menn, að gefa góða gát. Okkur
hættir svo til að ganga framhjá
hinu stóra, því sem mest á ríður,
þyj sem er lífsbrýn nauðsyn og
lafa glepjast af smámunum, sem
í raun og veru enga þýðingu hafa
þegar allt kemur til alls og hlut-
imir verða gerðir upp. Þannig
hefur mönnum sjálfsagt alltaf
verið fariö og ekki sizt kemur
þétta í hug nú þegar deilur
standa um ýmiss konar og ó-
líkan boðunarmáta innan kirkj-
unnar.
Minnumst þá þess, að bókstaf-
urinn deyðir en það er andinn,
sem lífgar eins og segir í orði
Guös. Og höfum þetta ofangreinda
í huga, sem Páll lagði .á svo ríka
áherzlu: Það er nóg að Kristur
er boðaður. Látum hitt kyrrt um
liggja, sem kann að vera „sér-
vizka“ einhverra einstaklinga.
Þeim kann að henta sá kenning-
arháttur. Það er sjálfsagt að um-
bera þá, treystandi því að Guð
lítur á hjartaö og sé þeirra trú
heil og ef hugur fylgir máli, þá
gefur Guð því líf og kraft.
Fríkirkjan.