Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 3
3
V í SIR. Föstudagur 24. febrúar 1967.
Tíðagjörð Marat: ...og börnin endurtóku fræðin og trúðu þeim eins og menn trúa því, sem endurtekið er aftur og aftur.
Leikritið með leikinn innan leiksins
Árin 1787—1811 stóð for-
stöðumaður geðveikrahælisins í
Charenton 4 Frakklandi, mon-
sieur Coulmier, fyrir reglulegum
leiksýningum á geðveikrahæl-
inu, sem voru liður í Iæknis-
meðferð á sjúklingunum. Það
varð brátt tízka í París, að
heimsækja hælið í Charenton,
bæði til að sjá hegðun sjúkling-
anna og leiksýningarnar, sem
þeir tóku þátt f. Nú gefst leik-
húsgestum tækifæri til að sjá
hið sama hér í Reykjavík, þótt
á nokkurn annan veg sé.
greifa (Róbert Arnfinnsson). Sade: „Að finna til með öðrum, Marat,
er eigjnlelki þeirra, sem njóta forréttindanna“. Til vinstri við Marat
þar sem hann situr í baðinu er kona hans Simon (Herdís Þorvaldsd.)
Charlotte Corday, banamaður
Marat, er leikln af Margréti
Guðmundsdóttur.
Á þessum sögulegu staðreynd-
um byggir Peter Weiss, þýzka
leikskáldið leikrit sitt, Marat/
Sade (eins og það nefnist í
styttingu), sem frumsýnt verður
f Þjóðleikhúsinu þann 2. marz.
Peter Weiss er einn þekktasti
leikritahöfundur nútímans og
hefur öðlazt skjóta frægð á allra
síðustu árum. Þetta er í fyrsta
sinn, sem verk eftir hann er
flutt hér á sviði og hefur eflaust
verið beðið af ýmsum með eft-
irvæntingu.
Um 40 ieikarar Þjóðleikhúss-
ins taka þátt f sýningunni, sem
er ein hin umsvifamesta, sem
leikhúsið hefur ráðizt f.
Var Myndsjáin viðstödd æf-
ingu fyrir skömmu og spjallaði
örstutta stund við Kevin Palm-
er, sem leikstýrir verkinu.
— Þetta er erfiðasta verkefni,
sem ég hef tekig að mér, sagöi
Palmer fyrst, erfiðara en „Ó,
þetta er indælt strið“. Til þess
að vera betur undir leikstjóm-
ina búinn las ég í sumar 18
bækur um frönsku stjómar-
byltinguna, en hún er leikurjnn
innan leiksins. Þessi leikur inn-
an leiksins gerði leikendunum
einnig erfitt fyrir. Fyrst urðu
þeir að setja sig inn f hlutverk
geðsjúklinganna og svo hvað
sjúklingarnir myndu gera, ef
þeir væru aö leika hlutverk f
leikriti, sem fjallar um frönsku
stjórnarbyltinguna.
Leikaramir em allir á svið-
inu í einu leikritið út f gegn.
Sviðsmyndin er fjölbreytt og er
varla vinnandi vegur fyrir áhorf-
endur að fylgjast með öllu, sem
gerist á sviðinu f einu. Leikur-
inn krefst mikils af áhorfendum
ekki síður en leikendunum, en
til þess að gera þeim auðveldara
fyrir verða sett upp í fordyri
Þjóðleikhússins spjöld og ann-
ars konar kynning á helztu at-
burðum og persónum frönsku
stjórnarbyltingunnar, sem voru
fyrst búin til f því augnamiði
að verða leikendunum til hlið-
sjónar og að skýra fyrir þeim
uppruna leiksins innan Iciksins.
Þessi leikur Weiss er þó ekki
sögulegur Ieikur um stjómar-
byltinguna miklu, heldur leik-
svíðsskáldskapur, sem sagt er
að megí Iíkja við kristal, þar
sem speglast og sundurgreinast
hin margvíslegu viðhorf og hvat
ir, sem fram koma við ofbeldi
í mannfélaginu.
í byrjun leiks er Marat (Gunnar Eyjólfsson), sem er 49 ára, þegar leikurinn gerist, hylltur af þátttak-
endum í frönsku stjórnarbyltingunni (geðsjúklfngunum).
i