Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 7
V í SIR. Föstudagur 24. febrúar 1967, 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlöndj Leynilögreglumaður, sem hvarf skyndilega í New Orleans, kom aftur — fór til lögreglunnar í fréttum frá New Orleans í gær síðdegis, segir að leynilögreglumað ur að nafni David Lewis væri horf- inn — og varð kunnugt um þetta aðeins sólarhring eftir hið grunsam lega dauðsfall Ferrie. Einnig var saknað eiginkonu mannsins og fjög urra bama. Síðar bárust fréttir um, að Lewis væri kominn fram, hann hefði gefið sig fram við lögregl- una í New Orleans. Kvaðst hann hafa verið burtu næturlangt og fór hann rakleitt til lögreglunn- ar, er hann kom aftur. — Lewis hefir talið sig vera í hættu, vegna þeirrar vitneskju, sem hann hefði. Heimshorna milli ★ Eftirtalin ríki hafa undirrit- að samkomulag um að Suður-Amer- íka verði kjarnorkuvopna-laust svæði: Bolivia, Columbia, Costa Rica, Chile, Ecuador, E1 Salvador, Guatemala, Harti, Honduras, Mex- ico, Panama, Perú og Venezuela. Undirritunin fór fram í Mexico City að viðstöddum forseta Mexico, Gustavo Dfaz. Lewis hvarf þegar eftir aö haft var eftir James Garrison saksókn- ara að ekki væri útilokað að Ferrie hefði verið myrtur, en hann teldi samt að hann hefði framið sjálfs- morð“. Garrison sagði, er kunnugt var um dauðsfall Ferrie, að hann hefði ætlað aö láta handtaka hann í næstu viku, þar sem hann hefði sannanir fyrir þátttöku hans í sam særinu — hans hlutverk hafi átt að vera að flytja þátttakendurna burt loftleiðis á öruggan stað. 1 viðtali við blaðið Washington Star aöeins átta klukkustundum áð- ur en hann fannst látinn sagöi Ferr- ie, að staöhæfingar Garrisons væru „skemmtilegt spaug“. — Ferrie kvaðst aldrei hafa hitt Oswald. Um eftirgrennslanimar eftir Kennedy- morðið sagöi hann : Verði ég drep- inn vona ég að drápið verði rann- sakaö jafnrækilega. Formaður „líkskoöunarkviðdóms- ins“ segir, aö Ferrie hafi látizt af „innvortis blæðingu". Ferrie var, segir í þessari N T B- frétt, 13 vitnið, sem lætur lífið grun samlega. Garrison sagði, að nú yrði erfið- ara að rannsaka tengslin milli „vissra manna“, en kvaðst samt vera bjartsýnn. Fleiri pilluglös hafa fundizt í í- búð Ferrie, en fyrrnefndur formað- ur segir, að enn sé ósannað að hann hafi látizt vegna þess að hann hafi tekið inn of margar pillur. Efna- fræðilegu rannsóknirnar taka viku tíma. Fárvlðri fór í gær yfir meginland Evrópu vestanvert, suðurhluta Dan merkur, Vestur-Þýzkaland og lengra suður á bóginn. Vitað er, að yfir 20 manns hafa farizt. Sakn- að er 300 lesta dansks skips, Lewis sagði eftir komuna aftur til New Orleans við fréttamenn, aö hann hefði viljað reyna að gera ráðstafanir fjölskyldu sinni til vemdar. Hvað mig sjálfan snertir er ekki undir neinum kringumstæð- um mikið, sem ég get gert mér til bjargar vegna hugsanlegra fjand- manna, en öðru máli gegnir með konuna og börnin. Um mig hefir veriö skrifað of rhikið þegar. Þeir ELSE PRIESS, með 7 manna áhöfn og hófu vestur-þýzkar flugvélar leit í morgun árdegis. , Samgö.ngutruflanir uröu í Dan- mörku sunnanverðri og Norður- Þýzkalandi. — Vindhraðinn komst vita hvað ég heiti, hvar ég vinn og hvernig ég lít út, og ekkert meira er hægt ao gera. Ekki vildi hann segja neitt nán- ar við hverja hann ætti, er hanri sagði „þeir vita ...“ Sl. mánudag sagði hann, að hann héldi að líf sitt væri í hættu vegna þess, að hann vissi of mikið um Kennedy- morðið. TÓK Á MÓTI BLAÐAMÖNNUM VOPNUÐ SKAMMBYSSU. Kona nokkur hafði í gær lofað fréttamönnum viötali og lofað að segja allt, sem hún vissi um Kenne- dymorðið, en sá sig um hönd, er þeir komu. Hún tók á móti þeim vopnuð skammbyssu. Nafn konunn ar hefir ekki verið birt. upp í 12 stig. Vindur var af norö- vestri, en sveigöist til vesturs er á leið og lægði undir morguninn, svo að menn drógu andann léttara á Norðursjávarströndinni í Vestur- Þýzkalandi í morgun, að því er segir í Hamborgarfrétt. Menn óttuð ust að varnargarðar myndu hrynja og sjór flæöa inn yfir landið. Einn- ig var bær í hættu á Jótlandi vegna flóðbylgjú, en allt fór þetta betur en horfði er mesti hamagangurinn var á veðrinu. Samgöngutruflanir uröu og skemmdir á mannvirkjum. Fárviðri á meginlandi Evrópu vestanverðu Yfir 20 marnis farast Útvegum frá UJJJJzi&dliLBJl&J mek. verksted a.s fiskiskip á mjög hagstæðu verði til afhendingar í maí 1968 Nýlega hefur ULSTEIN Mek. afhent m.s. PÓLARSTRÖM, síldveiðiskip með öllum nýtízku útbönaði, þar á meðal síldardælu og þverskrúfum. Ganghraði rúmar 13 mílur. Mesta lengd 42 metrar. Burðarþol 450 tonn í lest miðað við vetrarhleðslu. Framkvæmdastjóri ULSTEIN Mek verður tii viðtals á skrifstofu okkar næstu tíaga, og veitir nánari upplýsingar. NOREGI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.