Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 10
10
V í SIR. Föstudagur 24. febrúar 1967.
Við lágum —
Framhald af bls. 4
Nú kom á vettvang læknir,
sem kunni frönsku. Hann kenndi
mér um það bil 100 orð i víet-
namönsku. Eftir það geröi ég mig
skiljanlega með blendingi orða,
handahreyfingum og táknmáli.
Víetnambúarnir fóru eftir þetta
með mig meira sem gest en fanga-
gast ,sem var vaktaður allar 24
stundir sólarhringsins. Ég var þó
ekki ein eina einustu mínútu.
Þeir voru varkárir. Þegar ég
fylgdist með þeim upp í fjöllin,
' jgðu þeir að þeir væru ekki viss
ir um að ég væri í raun og veru
olaðamaður. Ef til vill bandarísk
ur njósnari. Það mundi taka lang-
an tíma að fá úr því skorið, sögðu
þeir, og það væri hættulegt vegna
þess að Bandaríkjamennirnir
vissu um það, aö ég væri hjá
þeim, Ég vissi ekki að bíllinn
minn hefði fundizt fyrr en ég
fékk að vita að ég yrði látin laus.
.. næturnar gengum við til
''srs að foröast Bandaríkjamenn-
ina. Vietcong-mennimir sungu
;,iu ,súr. Eg söng Marseillais-
inn. Inn á milli féllu sprengjurnar
30 metra frá okkur.
f þorpi einu sá ég dag nokk-
urn konu, sem starði undrandi á
rnig. Hún hafði alltaf haldið aö
allar franskar konur væru feitar.
Svo að við hlógum hjartanlega
saman.
Meðan á göngunni stóð var ég
hið mikla aðdráttarafl í þorpun-
um. Konurnar komu til þess að
horfa á mig. Þær gátu staðið
klukkutímum saman og aðeins
skoðað mig.
Kona, sem ég hitti hafði misst
öll börnin sín í franska stríðinu
um Indókína. Það hafði geisað
stríð þarna frá 1941. Ég vonaði
að þeir myndu láta mig Iausa
fyrir Tet, nýárið þeirra og ákvaö
að hugsa ekki meira um það
fyrr en eftir þann tíma.
En allt í einu klukkan þrjú síð
degis á sunnudegi kom einn af
FNL-foringjunum og lét mig
skilja, að ég mundi verða látin
iaus sama kvöld. Túlkurinn var
ekki með.
Þetta var ekki sérlega heppi-
legt því að ég varð að fara niður
frá fjöllunum f kolmyrkri, Við
máttum ekki hafa með okkur
iós, ög tunglið skein ekki.
FNL-maðurinn sagði að ég yrði
að fylgja fast á eftir hæla Viet-
''.onghermönnunum vegna þess að
stígurinn var alsettur jarð-
sprengjum og og eitraður bambus
eróður á báða vegu.
Gangan niður fjöllin á þessum
’iættulega stíg var óþægileg upp-
lifun.
Þeir skildu mig eftir á vegi
nr. 1. ásamt manni, sem hafði
mótorhjól og hann keyrði mig í
nágrenni næsta Suður-Vietnam-
sorpsins.
Ég var næstum búin að vera.
Ég hafði gengið lengi og lagt af
fimm kíló.
Það sem ég þráöi mest var al-
mennilegt rúm. í þrjár vikur
hafði ég sofið á tréfletum eða
í hengikojum í skóginum.
Sigurður —
Framhald af bls. 16.
embættisprófi í guðfræði 1926 og
var settur prestur í Flatey á Breiða
firði sama ár og þiónaöi bar á ann
að ár. Hélt síðan utan til fram-
haldsnáms og kynnti sér uppeldis-
og skólamál og starfaði mikið að
þeim málum, allt til bess að honum
var veitt Holt undir Eyjafjöllum
árið 1946, en þar var hann prest-
ur til dauöadags. Séra Sigurður var
alþingismaður um skeið og frétta-
stjóri útvarps í nokkur ár. Hann
var mikjlvirkur rithöfundur. skrif-
aði bækur og greinar um ýmis
efni, þýddi fjölda bóka og kom oft
fram í útvarpi.
Sr. Sigurður Einarsson lætur eft-
ir sig eiginkonu, Hönnu Karlsdótt-
ur, og uppkomin börn.
Búkolla —
Framhald at bls. 16.
Eins og fyrr er getið er Sag-
an af Búkollu, Mjaðveigu Mána-
dóttur og Djúknanum á Myrká
meðal sagnanna í þjóðsagnabók-
inni, sem er ein í ritröð þjóö-
sagna frá ýmsum löndum, sem
forlagið Rupert Hart Davis gef-
ur út. Skýrði dr. Boucher ,tíð-
indamanni blaösins einnig frá
því í gær í stuttu viðtali, að
bókin muni koma út á næstunni
í Bandaríkjunum hjá forlaginu
Chilton-Books.
Bókina prýöa margar teikn-
ingar, sem Karólína Lárusdóttir,
nemandi í Ruskin-listaskólanum
í Oxford gerði, og sagði dr.
Boucher, að sér hefði ekki fund-
ist annað koma til greina, en að
íslenzkur teiknari sæi um þá
hlið málsins og hefði það tekizt
mætavel aö sínum dómi.
— Bókin er aðallega ætluð
börnum og þeim er leggja stund
á nám í forn-íslenzku sagöi
Boucher. Fyrir þá síðarnefndu
lét ég fylgja skýringar aftast í
bókinni á sögunum og uppruna
þeirra. ÞaÖ er alllangt síðan is-
lenzkar þjóðsögur hafa komið
út i enskri þýðingu í Bretlandi
eða ekki siðan 1890 er „Icelandic
Folk Stories" voru gefnar út
og er sú bók nú ófáanleg þar í
landi, ég veit aöeins um eitt
eintak bókarinnar, sem geymt
er í British Museum.
Hugmyndina að bókinni fékk
ég á þann hátt aö um nokkurt
skeið sá ég um þátt í brezka |
skólaútvarpinu þar sem ég not-
aði þjóðsögur frá ýmsum lönd-
um þar á meðal íslandi. Einhver
áhugi á þjóösögum er alltaf rikj-
andi og áhugi á Islenzkum þjóð-
sögum og sögnum er heldur aö
aukast aö ég held, en hann hef-
ur alltaf verið til staðar hjá
brezkum menntamönnum. Eitt-
hvað hafa uppgreftirnir í Ný-
fundnalandi og fundur Vín-
landskortsins átt þar hlut að
máli.
Um valið á þjóðsögunum í
safnið kvaöst Boucher taka þær
víðsvegar frá. Hafi hann orðið
að sleppa 6 sögum, sem hann
ætlaði að hafa með í safninu
þeirra á meðal var „Sálin hans
Jóns míns“, sem útgefendum
leizt ekki meira en svo á sem
lestrarefni fyrir börn og voru þá
aðallega með viðbrögð foreldra
barnanna í huga,
Nú vinnur dr. Alan Boucher
aö ýmsum öðrum bókum um ís-
lenzk efni. Er hann nýbúinn
með bók um goðafræði, sem að-
allega er byggð á Snorra-Eddu
og Völsungasögu, en Burke-
forlagið mun gefa bókina út í
framtíðinni. Einnig safnar hann
efni um þessar mundir I bók
um skáldið og íslandsvininn
William Morris, þá hefur hann
í huga aö rita bók um Græn-
iandsbyggðir.
Dr. Boucher er kvæntur ís-
lenzkri konu Áslaugu, dóttur
Þórarins skipstjóra frá Ánanaust
um og eiga þau hjónin þrjú böm.
Dvelst fjölskyldan nú að mestu
á ísiandi.
Handritastofnun
Framh. af bls. 1
1. hæð, þar sem m. a. veröur
lestrarsalur og vinnuherbergi, en
á jarðhæð verða handrita- og
bókageymslur, Ijósmyndun, við-
gerðir og bókband.
Árið 1963 var samþykkt af Al-
þingi og ríkisstjórn að veita á-
kveðna fjárhæð til byggingar
yfir Handritastofnunina í sam-
bandi við fyrirhugaöa aukningu
á húsrými Háskólans.
Byggingin skyldi verða þannig
gerð, að hluta Handritastofnun-
arinnar mætti breyta í kennslu-
deildir fyrir Háskólann, ef að
því kæmi, að Handritastofnun-
inni yrði ætiað húsrými á öðr-
um stað.
í byggingarnefnd voru af
hálfu Handritastofnunar skipaö-
ir þeir prófessor Einar Ólafur
Sveinsson og Valgarð Thorodd-
sen verkfræðingur en af hálfu
Háskólans Valgeir Björnsson fv.
hafnarstjóri og Svavar Pálsson,
endurskoðandi. Formann nefnd-
arinnar skipaði menntamálaráð-
herra dr. Jöhannes Nordal
bankastjóra og varaformann
Guðiaug Þorvaldsson ráðuneyt-
isstjóra.
Olíukyntur kolaketill ásamt
| kynditæki til sölu. Sími 33027. —
ALLT í HELGARMATINN
★ SVÍNAKJÖT
★ ALIKÁLFAKJÖT
★ HANGIKJÖT (Dilká)
★ DILKAKJÖT
★ Aðrar kjötvörur og álegg ásamt
öllum tegundum af nýlenduvörum — Send-
um heim.
Kjörbúð Laugornes
Dalbraut 3 — Símar 33-7-22 og 35-8-70
AÐALFUNDUR
Félags íslenzkra bifreiðaeigenda verður hald-
inn þriðjudaginn 28. febrúar 1967 kl. 20.30 í
Tjarnarbúð, niðri (Oddfellowhúsið).
F undaref ni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
Stjóm Félags ísl. bifreiðaeigenda.
Mikið úrvol
af gleraugum, nýjustu gerð,
fyrir dömur og herra.
Tilbúin samdægurs.
Tökum „resept“
frá öllum augnlæknum.
Við gefum allar upplýsingar
um gler, sérstaklega
tvöfalt gler.
Gjörið svo vel að líta inn.
GLERAUGNABUÐIN
LAUGAVEGI 46
BORGIN
BELLA
„Ergilegt, aö það skuli vera kom
inn lokunartími. Ég, sem á heil
3 eyðublöð eftir i ávisanaheftinu
mínu“.
VEÐRiÐ I DAG
Norðaustan eöa austan átt. Víða
hvass eða stormur, þegar líöur á
daginn. Siydda upp úr hádegi.
Hiti um eöa yfir frostmarki.
FUNDIR í DAG
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
i Reykjavík sendir öllum Reyk-
víkingum innilegar þakkir fyrir
alla hjálp og frábærar undirtekt-
ir á merkjasöludaginn síðastlið-
inn sunnudag. Sérstaklega vill
kvennadeildin þakka Landsam-
bandi íslenzkra verzlunarmanna
fyrir hina stórmyndarlegu gjöf,
12000 kr., sem sambandið gaf
kvennadeildinni á góudaginn.
Stjórnin.
VISIR
W...
fijrir
ánan
TAPAÐ - FUNDIÐ
Aktygi hafa tapast af hesti er
hljóp út i.r hesthúsi á Vgt. 14.
Finnandi vinsaml. beðinn að skila
þeim t Félagsbakariið.
24. febr. 1917.
SÍMASKAK
7. d2 —d3 Dd8—f6
8. Rbl — d2 Bf8-d6
Staðan er þá þessi:
Akureyri
Júlíus Bogason
Jón Ingimarsson.
ib
i't " H’
m m
Pgg Pjp jpgj j
m
Reykjavik .
Björn Þorsteinsson
Bragi Björnsson
Krwxm